Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 24

Morgunblaðið - 27.03.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö. tíðrætt um hið svonefnda „mis- sile gap“, það er að segja að Bandaríkjamenn mættu ekki verða undir í samkeppni við Sovétríkin um smíði eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn. Síðan hefur verið á það bent af sagnfræðingum að hættan á því að Sovétmenn næðu for- skoti á þessu sviði fyrir 20 ár- um hafi verið orðum aukin, svo að ekki sé meira sagt. Nú horfa mál öðru vísi við. Það er viður- kennd staðreynd að árið 1969 kom til sögunnar síðasta lang- dræga landeldflaug Bandaríkj- anna sem ber kjarnorku- sprengju, en síðan hafa Sov- étmenn smíðað fimm gerðir Reagan og kjarnorkuvopnin Yfirlýsingar Ronald Reag- ans, Bandaríkjaforseta, á miðvikudagskvöldið þess efnis að nú sé orðið tímabært að búa sig undir að hafna viðteknum hugmyndum um kjarnorku- vopn og taka upp nýja varn- arstefnu hafa komið mönnum í opna skjöldu. Það eitt að for- seti öflugasta ríkis veraldar skuli ganga fram fyrir þjóð sína og heiminn allan og leggja spilin á borðið með þessum hætti er heimssögulegur at- burður. Hitt skiptir þó auðvit- að mestu hvað felst í þessum boðskap: Er tímabært á þessari stundu að hefja fráhvarf frá kenningunni um ógnarjafn- vægið í umræðum um kjarn- orkuvopn og taka þess í stað stefnu á allt aðra skipan en þá sem dugað hefur í þrjá ára- tugi? Er raunhæft að vænta þess að varnaraðgerðir sem miða að því að eyða kjarnorku- sprengjunni áður en hún springur dugi betur heldur en hótunin um að svara í sömu mynt? Það er einmitt þunga- miðjan í ógnarjafnvæginu að hvorugt risaveldanna leggi til atlögu með kjarnorkuvopnum á meðan svo er um hnúta búið að aðilar séu fullvissir um gagn- kvæma gjöreyðingu hefjist kjarnorkuátök. Enginn bandarískur forseti hefur rætt jafn opinskátt um kjarnorkuvígbúnað síðan John F. Kennedy leið og Ronald Reagan. John F. Kennedy varð slíkra eldflauga og gert á þeim endurbætur að minnsta kosti átta sinnum. Það er einnig söguleg staðreynd að síðan 1978 hafa Sovétmenn jafnt og þétt komið fyrir SS-20 kjarn- orkueldflaugum sem ná til skotmarka í Vestur-Evrópu og í þeim eru nú yfir 1200 kjarna- hleðslur. Bandaríkjamenn hafa ekki enn getað tekið endanlega ákvörðun um nýja langdræga landeldflaug, MX-flaugina, og undir lok þessa árs verða bandarískar kjarnorkueld- flaugar teknar í notkun í Vestur-Evrópu sem andsvar við SS-20-flauginni sovésku nema um annað verði samið. óþarft er að fara mörgum orðum um þá hræðslu við kjarnorkuvopn sem látin hefur verið í ljós á Vesturlöndum. Bæði í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu eru þeir hávær- ir sem krefjast þess að kjarn- orkuherafli Bandaríkjanna verði ekki endurnýjaður heldur „frystur" eins og hann er núna. Á þessi sjónarmið segist Ron- ald Reagan ekki geta fallist en hann hefur nú sett fram hug- mynd sem hann telur að geri öll kjarnorkvopn „óvirk og úr- elt“ eins og hann orðaði það. Tekst honum með þessu að friða friðarhreyfingarnar um leið og hann kallar á harða andstöðu frá þeim sem telja að ekki beri að hverfa frá núver- andi skipan? Vesturlönd verða auðvitað aldrei öflugri and- spænis einræðisríkjum komm- únismans en íbúar þeirra ákveða í lýðræðislegum kosn- ingum. Telur Ronald Reagan nauðsynlegt að fara inn á þessa nýju braut í því skyni að efla aftur trú manna á það, að unnt sé beinlínis að verja þá á kjarnorkuöld? Eða telur hann ef til vill óhjákvæmilegt að setja mál sitt fram með jafn áhrifamiklum hætti og hann hefur gert, af því að Banda- ríkjastjórn hafi vitneskju um að Sovétmenn séu komnir langt í smíði geislavopna til að granda eldflaugum? Eða er hann í raun að segja við ráða- menn í fátæktarríkjum komm- únismans: Nú skuluð þið sjá að ykkur, þið hafið ekki þrótt í þetta kapphlaup? Margir þeir sem rannsakað hafa hernaðarstefnu Sovét- manna benda á að hjá þeim ráði ekki sama viðhorf til ógnarjafnvægisins og á Vestur- löndum. Sovésk hernaðar- stefna miðist í raun við að unnt sé að vinna sigur í kjarnorku- stríði hvað svo sem ráðamenn þeirra segja í „friðarræðum". Benda þessir sérfræðingar á ýmislegt máli sínu til stuðn- ings, meðal annars þá áherslu sem Sovétmenn leggja á það að byggja neðanjarðarbyrgi í þágu almannavarna. Kjarnorkuyfirlýsingar Ron- ald Reagans hafa margar frek- ar valdið ólgu og ugg en aukið samstöðu um skynsamleg og nauðsynleg ráð gegn sovéska hernaðarbröltinu. Engin fyrri yfirlýsinga hans kemst þó í hálfkvisti við þá sem hann gaf á miðvikudag. Spurningarnar sem hún vekur eru fleiri en svörin. Mestu skiptir að missa ekki sjónar af aðalatriðum í umræðunum, því að hér er svo sannarlega mikið í húfi. Leiðaralestri breytt Oftar en einu sinni hefur verið vakið máls á því hér á þessum stað að meðferð Ríkisútvarpsins á forystu- greinum dagblaðanna hafi ver- ið óviðunandi undanfarin miss- eri. Nú hefur útvarpsráð tekið niðurskurð þessa efnis úr höndum fréttamanna hljóð- varps og falið það hinum reynda útvarpsmanni, Páli Heiðari Jónssyni. Þá hefur tíma leiðaralestursins einnig verið hagrætt á þann veg að unnt er að lesa úr öllum morg- unblöðunum samdægurs. Morgunblaðið telur að allt séu þetta skref til bóta sem tryggi að blöðin standi jafnt að vígi. Þessi mál komast þó auðvitað ekki í það horf sem æskilegast er frá sjónarhóli þeirra sem daglega flytja boðskap í þess- um dálkum fyrr en hann er les- inn í heild á öldum ljósvakans. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 25 Eign fyrir alla átak í húsnæðismálum Eftir Geir Hallgrímsson formann Sjálf- stœðisflokksins í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins er áherzla lögð á átak í hús- næðismálum. Það hefur alla tíð verið stefna Sjálfstæðisflokksins að einstaklingum og fjöl- skyldum væri gert kleift að búa í eigin húsnæði. 1 sam- ræmi við þessa stefnu hafa aðgerðir sjálfstæðismanna á þingi og í sveitarstjórnum, einkum borgarstjórn Reykjavíkur, borið þann ár- angur, að hvergi er algeng- ara en á íslandi, að menn eigi þak yfir höfuðið. Kommúnistar, sósíalistar og arftakar þeirra, Alþýðu- bandalagsmenn gera lítið úr gildi þessarar þróunar og leggja áherslu á að ríki og sveitarfélög byggi leiguíbúð- ir í stað þess að einstakl- ingar byggi sjálfir eða kaupi. Hér skilur greinilega á milli flokka. Rök Sjálfstæð- isflokksins eru þau, að ein- staklingum og fjölskyldum sé skapað meira öryggi og sjálfstæði í eigin íbúð en leiguíbúð. Leiguíbúðastefna er leið sósíalista til að gera fólkið háð valdhöfunum. Auðvitað er eðlilegt, að leiguíbúðir séu byggðar, en þá ekki síður af einstakling- um en hinu opinbera. í Nor- egi voru í tíð verkamanna- flokksstjórnarinnar húsa- leigulög með hámarks- ákvæðum húsaleigu. Núver- andi hægri stjórn hefur los- að um þau bönd með þeim árangri, að framboð hús- næðis hefur aukizt og hús- næðisvandræði eru að hverfa. Vinstri stefnan, sem hefur verið við lýði hér á landi sl. 5 ár og svipt húsnæðiskerfið tekjustofnum sínum, hefur leitt til þess að um 800 færri íbúðir eru byggðar árlega en áður. Lánsfjárskortur, lóða- skortur í tíð vinstri meiri- hluta í borgarstjórn og ný húsaleigulög eiga hér hlut að máli, en ekki þó sízt versnandi efnahagur og lífskjör. Húsnæðiskreppa hefur haldið innreið sína og bitnar einkum á unga fólk- inu, sem er að stofna heim- ili. Nú eru þessi lán komin niður í 17% af kostnaðar- verði staðalíbúðar og raunar niður í 12% vegna óðaverð- bólgunnar. Þótt lán til íbúða í verkamannabústöðum nemi 90% kostnaðarverðs, njóta þeirra svo fáir, og jafnframt er um slíka mis- munum að ræða, þótt tillit sé tekið til efnahags, að óviðunandi er. í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins er því gert ráð fyrir, að þeir, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, fái 80% lán af kostnað- arverði staðalíbúðar til langs tíma, t.d. 42 ára. Við sjálfstæðismenn höf- um verið spurðir um það, hvernig við ætlum að fjár- magna 80% lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn. í fyrsta lagi viljum við efla tekjustofna Bygginga- sjóðs ríkisins, en núverandi ríkisstjórn hefur tekið tekjustofn hans eins og launaskatt að meginhluta i almennar þarfir ríkissjóðs. í öðru lagi viljum við með frjálsum samningum við líf- eyrissjóðina í landinu auka þátttöku þeirra í fjármögn- un íbúðabygginga. í þriðja lagi gerum við ráð fyrir að sérstakar skatta- ívilnanir verði veittar þeim einstaklingum sem leggja reglulega fé inn á bundna reikninga. Síðan verði sú aukning frjáls sparnaðar sem af þessu hlýst, notuð til að standa undir auknum þörfum húsnæðislánakerfis- ins. Húsnæði og húsnæðis- kostnaður skiptir oft megin- máli um farsæld og afkomu einstaklinga og fjölskyldna. Átaks er þörf eftir stöðnun vinstri stjórna. Leysa þarf framtak einstaklinganna úr læðingi og skapa þeim skil- yrði til að eignast íbúð. Það er mikilvægur þáttur í framkvæmd sjálfstæðis- stefnunnar, eign fyrir alla. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 26. marz ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Áhrif þingmanna Einn þeirra flokka sem nú býð- ur fram í fyrsta sinn til þings, Bandalag jafnaðarmanna, segist vera öðru vísi en hinir af því að hann vilji minnka áhrif þing- manna með því að skera á tengslin milli þingsins og framkvæmda- valdsins. Flokkurinn vill afnema þingræðisregluna og láta kjósa forsætisráðherra sérstaklega, sem hafi umboð til að mynda stjórn án tillits til þess hvort hún njóti stuðnings meirihluta á þingi. Bandalag jafnaðarmanna lætur í veðri vaka að með þessum upp- skurði sé komist fyrir meinsemd- ina í íslensku þjóðlífi og upp renni nýir tímar án vandræða í lands- stjórninni, þar sem spilling fái ekki þrifist, þingmern sitji önnum kafnir og setji lög, fylgist með framkvæmdavaldinu lausir undan kvabbi þrýstihópa með fyrir- greiðslubeiðnir og l.ætti afskipt- um af útdeilingu fjármuna. Að þetta rætist er meira en ósennilegt. Það er i raun hin mesta blekking að upp renni nýir og bjartari tímar þar sem valda- barátta og fyrirgreiðslupólitík sé úr sögunni með því að kjósa for- sætisráðherra og afnema þing- ræðisregluna. Talsmenn banda- lagsflokksins vísa til Bandaríkj- anna og Frakklands máli sínu til stuðnings og segja að stjórnkerfið þar sýni réttmæti fullyrðinga þeirra um hina nýju tíma. í Bandaríkjunum á sér stað sí- felld togstreita á milli forseta og þingsins. Aðilar skiptast á hvers kyns „pólitískum greiðum" á æðstu stöðuni í von um að ná mál- um fram stórátakalaust. Alþingi hefði áfram fjárveitingarvaldið hér á landi þótt tillaga bandalags- flokksins næði fram að ganga og því væri í raun stjórnkreppa í landinu ef þjóðkjörinn forsætis- ráðherra nyti ekki meirihluta á þingi. í Frakklandi var það hinn „sterki maður" Charles de Gaulle sem setti það sem skilyrði fyrir þátttöku í stjórnmálum að nýju, að þingræðisreglan yrði afnumin í Frakklandi og forsetanum veitt meiri völd en áðúr. Þetta gerðist fyrir um aldarfjórðungi og síðan hefur enginn forseti Frakklands staðið beinlínis frammi fyrir því að hafa ekki meirihluta á þingi á bak við stjórn sem hann skipar. En franskir stjórnlagafræðingar hafa oftar en einu sinni bent á þann veikleika sem í afnámi þing- ræðisins felst, því að þar getur myndast stjórnskipuleg sjálfhelda í líkingu við þá sem ríkt hefur hér síðan 21. ágúst 1982. Ákvarðanir þingmanna Það er mikill misskilningur ef menn halda að í Frakklandi séu skýr skil á milli þingmanna og framkvæmdavaldsins. Þvert á móti er þar svo mikil miðstýring, að ráðherrar eru í senn þingmenn og borgarstjórar, hið síðara þó frekar að nafnbót á meðan lands- stjórnarstörfum er sinnt. Það er mjög vandmeðfarið að bera saman störf, völd og áhrif þingmanna í ólíkum löndum og raunar ekki unnt nema að lokinni ítarlegri rannsókn. Starfsreglur og aðstaða öll er svo misjöfn, að í raun er ekki unnt að gera slíkan samanburð. Hér í blaðinu birtist hinn 9. mars síðastliðinn grein eftir Ing- ólf Skúlason, viðskiptafræðing, um ákvarðanir í stjórnmálum. Ingólfur kannaði þetta mál vegna lokaprófsritgerðar í viðskiptadeild háskólans. Þetta er forvitnilegt rannsóknaefni og ætti að vera hugleikið öllum sem áhuga hafa á gangi þjóðmála. Hvað er það sem vegur þyngst í huga þingmanna, þegar þeir ákveða að deila fjár- munum, skattfé almennings, á milli verkefna? Hér er komið að því sem ýmsir telja undirrót vandans í þjóðfélögum eins og okkar þar sem lifað er um efni fram og hjólin snúast vegna þess að alltaf er unnt að leita á náðir erlendra lánardrottna eða seilast eftir meiri peningum ofan í vasa borgaranna. Harris lávarður var- aði við hættunni af því að stjórn- málamenn keyptu atkvæði með fjármunum kjósenda I ræðu á Viðskiptaþingi á dögunum. í grein Ingólfs Skúlasonar kem- ur fram að hjá þingmönnum og embættismönnum sé „feikileg áhersla" á byggðasjónarmið þegar peningum er ráðstafað, en hins vegar sé þingmönnum lítið um kostnaðarnytjagreiningu og hag- kvæmni gefið. Af þessu tilefni seg- Ljósm. Mbl. Kristján E. Einarsson. ir Ingólfur: „Þessi feikilega áhersla á byggðasjónarmið og lítil áhersla á hagkvæmni við ákvarð- anatöku um fjárfestingu er til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á þjóðarframleiðslu. Hún hlýtur að vera óhagkvæm, þegar til lengri tíma er litið, ef byggðasjónarmið eru látin ráða, en hagkvæmni lát- in víkja.“ Og Ingólfur segir einnig: „Það virðist vera talsverð tilhneiging hjá þingmönnum til að dreifa fjárveitingum á fjölda atriða, sem þýðir oft á tíðum að framkvæmdir dragast á langinn og verða óhag- kvæmari en annars. Áætlunum er breytt og fjármagni til fjárfest- ingar er dreift í því skyni að viður- kenna hugmyndir, gefa ákveðnum hugmyndum möguleika og til að tjá mikilvægi hugmynda, þ.e. láta sem flesta fá eitthvað." Vond landkynn- ing í virtu blaði Við vitum það vel af fréttum ís- lenskra fjölmiðla, að athyglin beinist einkum að framandi lönd- um í þann mund sem kosningar eru yfirvofandi. Sömu sögu er að segja um pólitískar og efnahags- legar fréttir frá íslandi í erlendum blöðum. I hópi virtustu blaða veraldar er svissneska dagblaðið Neue Ziirch- er Zeitung. Þar birtist hinn 16. mars síðastliðinn frásögn af ís- lenskum málefnum í tilefni af þingrofinu og kosningunum 23. apríl. Þar segir meðal annars að efnahagsástandið hér á landi sé „katastrophal" eða ógnvekjandi. Þess er getið að við höfum hömlu- laust byggt upp fiskiskipastólinn síðan fiskveiðideilunum lauk, tog- araflotinn sé of stór og fiskstofnar í hættu. Af stjórnleysi síðustu ára hafi leitt alltof mikla skuldasöfn- un í útlöndum, og nemi erlendar skuldir nú nær því helmingi af þjóðarframleiðslu. Þá hafi 60% árleg verðbólga og 25% lækkun á gengi krónunnar á ári hverju stuðlað að því, að ekki sé nein stjórn á lántökum erlendis. Blaðið segir frá deilu Hjörleifs Gutt- ormssonar „hins kommúníska iðnaðarráðherra" við Alusuisse og telur gagnrýni hans á viðskipta- hætti fyrirtækisins smitaða af hugmyndafræði. Eins og jafnan í greinum af þessu tagi er ekki rétt farið með allar staðreyndir, en í sjálfu sér er það aukaatriði fyrir hinn erlenda lesanda. Hann fær nasasjón af viðkomandi landi og þvf virtara sem viðkomandi blað er þeim mun meira mark tekur hann á því sem þar stendur. Löngum hefur verið talað um Sviss sem vöggu hins al- þjóðlega bankavalds og víst er að þangað liggja margir og öflugir þræðir í fjármálaheiminum. Hvað skytdu margir bankastjórar og forstöðumenn alþjóðadeilda í stórbönkum byggja skoðanir sínar á einstökum löndum á fréttum Neue Zíircher Zeitung'? Hér skal engu slegið föstu um það, en hitt er víst, að lýsing blaðsins á óstjórninni hér á landi mun ekki auðvelda fslendingum að slá fleiri lán í útlöndum. í tfð vinstri stjórnanna frá 1978 og fyrir for- göngu þeirra hefur allt að því skipulega verið unnið að því að eyðileggja álit fslands á erlendum lánamörkuðum. Safnað hefur ver- ið skuldum sem leggjast munu sem skattabaggi á þá sem nú eru að vaxa úr grasi og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, en eiga þó að axla þá ábyrgð að viðhalda sjálf- stæði og virðingu islensku þjóðar- innar inn á við og út á við. Mat danska sendiráðsins í 2. hefti 1983 af ritinu Nordisk Kontakt, sem gefið er út að til- hlutan Norðurlandaráðs, birtist kafli úr skýrslu danska utan- ríkisráðuneytisins um viðskipti Dana við Norðurlandaþjóðirnar, þar á meðal íslendinga. Er kaflinn um ísland byggður á skýrslum danska sendiráðsins í Reykjavík. I skýrslunni er sagt, að íslenskir þjóðhagfræðingar telji að fyrst verði fslendingar fyrir alvöru var- ir við afleiðingar versnandi efna- hagsástands á árinu 1983 og síðan komi mörg „mögur ár“. Sendiráðið minnir á að Danir þurfi ekki að kvarta vegna viðskiptanna við fs- land, þeir selji hingað mikið af varningi og í vaxandi mæli. Á ár- inu 1981 hafi Danir einkum flutt hingað vélar, flutningatæki, hús- gögn, fatnað, matvæli, fóðurvörur, hyggingarvörur og innréttingar. Þá segir í skýrslunni: „Vaxandi halli á greiðslujöfnuði við útlönd og sú erlenda lántaka sem hallan- um fylgir, skapar heppilegar að- stæður til að verðbólgan dafni af sjálfri sér. Búast má við kosning- um til alþingis fyrri hluta 1983 og að mið-hægri stjórnmálaöfl styrk- ist í þeim. Öflug tilraun verður vafalaust gerð til að ná verðbólgu niður með því að lækka rauntekj- ur og bæta vöruskiptajöfnuðinn með því að takmarka innflutning. Báðar þessar aðgerðir gætu haft áhrif á sölu dansks neysluvarn- ings. En með hliðsjón af því að það er ætíð forgangsverkefni í íslensk- um stjórnmálum að halda uppi at- vinnu, má hins vegar vænta þess að skilyrði fyrir sölu á hráefnum, hálfunnum vörum og framleiðslu- tækjum breytist lítið sem ekkert." Minnimátt- arkennd fram- sóknar Það er von að þeir stjórnmála- menn, sem komið hafa efna- hagsmálum í það horf sem þannig er lýst af tveimur erlendum aðil- um reyni að beina athyglinni að öðru nú rétt fyrir kosningar. Kommúnistar reyna að slá um sig í nafni einingar þegar umrótið á vinstra kanti stjórnmálanna tekur á sig nýja mynd með sérframboð- um undir ýmsum nöfnum. Fram- sóknarmenn þykjast vera þess umkomnir að meta stöðu mála í Sjálfstæðisflokknum í sögulegu samhengi og nota orð Gunnars Thoroddsen til árása á flokkinn og frambjóðendur hans. „Söguskýringar" Þórarins Þór- arinssonar og Steingríms Her- mannssonar á stefnumótun sjálf- stæðismanna og tal þeirra um að nú sé annað upp á teningnum en í tíð Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar er smekklaus móðgun við minningu þessara manna og lítilmannleg afskiptasemi af mál- efnum Sjálfstæðisflokksins vegna nauðvarnar framsóknarmanna eftir setu þeirra í ríkisstjórnum á mestu upplausnarárum íslenskra stjórnmála frá lýðveldisstofnun. Það er sameiginlegt með þessum ómaklega áróðri þeirra Þórarins og Steingríms, að þeir skáka báðir í því gamla framsóknarskjóli, að menn muni ekki deginum lengur það sem framsóknarmenn segja í stjórnmálaumræðum. Steingrím- ur Hermannsson hefur í anda Þór- arins Þórarinssonar verið fulltrúi þessarar sérkennilegu fram- sóknarhefðar að reyna að klína sér og Framsóknarflokknum utan á merka stjórnmálamenn í útlönd- um eða látna íslendinga. Þessi framsóknariðja stafar af sérkennilegri pólitískri minni- máttarkennd. Hún lýsir sér ekki aðeins í þessu háttalagi gagnvart merkum einstaklingum, heldur brýst til dæmis fram í því að framsóknarmenn mega ekki til þess hugsa að neinn annar eigi pólitískt samstarf við kommúnista á íslandi en þeir. Þegar þeir leiða hugann að þeim möguleika, um- hverfast þeir af pólitískri afbrýði- semi. í desember 1979 gladdi Steingrímur kommúnista með kjörorðinu: „Allt er betra en íhaldið“ og gerir enn og Þórarinn skrifar nú órökstuddar greinar af sársaukafullum trega um það sem hann kallar „tilhugalíf" Alþýðu- bandalagsins með öðrum en fram- sóknarmönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.