Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
Eftírfarandi grein birtist upphaflega í blaðinu Commentary sem gefið er út af bandarísku
Gyðingasamtökunum, og birtist hér allmikið stytt. í henni fjallar höfundurinn, blaðamaðurinn
og rithöfundurinn Richard Grenier, um kvikmyndir gríska kvikmyndaleikstjórans Costa-Gavras
og er fyrirsógnin „Hin undarlegi ferill Costa-Gavras“. Hér verður aðeins sagt frá orðum hans
um kvikmyndina „Missing" eða „Týndur", sem nú er verið að sýna í Laugarásbíói. Sú mynd hefur
verið mjög umdeild eins og kunnugt er en þar er því slegið föstu, að Bandaríkjastjórn hafi skipað
fyrir um eða í það minnsta samþykkt morðið á Bandaríkjamanninum Charles Hauser.
Hverjar
eru staðreynd-
irnar um
kvikmyndina
„Týndur“?
Henry Kissinger meó Nancy konu sinni. Horman-fjölskyldan höfð- Consiantin Costa-Gavras, leik-
aói mál á hendur honum og tíu öðrum bandarískum embættis- stjóri myndarinnar „Týndur“.
mönnum og kvaó þá bera ábyrgð á dauða Charles Horman. Seinna
báðu þau um að málið yrði fellt niður.
Frá byltingunni í Chile í september 1973. Eldur logar í forsetahöll-
inni.
Árið 1973 var ungur Bandaríkjamaður,
Charles Horman að nafni, drepinn í Chile.
Það var á þeim dögum þegar Augusto Pinoch-
et var að steypa stjórn Állendes forseta af stóli.
í síðustu mynd kvikmyndaleikstjórans Costa-
Gavras, „Týndur“, reynir hann að sanna, að
Bandaríkjastjórn hafi staðið að baki bylting-
unni og að hún hafi skipað fyrir um eða fallist
á aftöku Hormans vegna þess, að hann „vissi
of mikið“.
EFTIR RICHARD GRENIER
Nefnd á vegum Öldungadeildar
Bandaríkjaþings, sem Frank
Church var í forsæti fyrir, fann
„engar sannanir" fyrir því, að
Bandaríkjastjórn hefði átt beinan
þátt í byltinguni í Chile árið 1973
og Seymour Hersh, sem staðið
hefur fyrir mörgum rannsóknum
á chileönskum málefnum og varð
fyrstur blaðamanna til að segja
frá tilraunum CIA til að hindra
valdatöku Allendes árið 1970, seg-
ist hafa rannsakað hvarf Charles
Hormans og hvorki hafa fundið
sannanir fyrir aðild Bandaríkja-
stjórnar að því né að byltingu Pin-
ochets.
Árið 1977, fjórum árum eftir
dauða Charles Hormans, höfðuðu
ekkja hans, faðir og móðir skaða-
bótamál á hendur Henry Kissing-
er og tíu öðrum bandariskum
embættismönnum, kváðu þá bera
ábyrgð á dauða Hormans og
kröfðust 4,5 milljóna dollara í
bætur. Fjórum árum síðar, eftir
að þeim hafði ekki tekist að færa
hinar minnstu sönnur á mál sitt,
báðu þau réttinn um að fella málið
niður.
Costa-Gavras hefur heldur eng-
ar sannanir. Hann hefur aðeins
sitt fræga innsæi. Þegar að honum
var lagt, nefnir hann þetta máli
sínu til sönnunar: Víetnam, Kam-
bódía, Dóminikanska lýðveldið, E1
Salvador. Costa-Gavras dregur þó
enga dul á, að hann vinnur úr inn-
sæi sínu sem „listamaður".
Ekkert af þessu kemur þó í veg
fyrir, að hann byrji kvikmynd sína
með þessari fáránlegu firru:
„Þessi kvikmynd er gerð eftir
sannri sögu. Atburðir allir og
staðreyndir eru skjalfestir." Þetta
er háttur Costa-Gavras.
Enginn skyldi þó ætla, að
Costa-Gavras hafi ekkert kynnt
sér áður en hann gerði kvikmynd-
ina. Að vísu las hann ekki skýrslu
kirkjunnar eða skýrslur saksókn-
arans um málið „Joyce Horman
o.fl. gegn Henry Kissinger o.fl.“,
en hann hitti Horman-fjölskyld-
una og las bókina „Aftaka Charles
Hormans" eftir Thomas Hausev
Thomas Hauser er ungur lög-
fræðingur, sem Horman-fjöl-
skyldan bað upphaflega að reka
fyrir sig málið, en lét sér nægja að
skrifa þessa bók. Heiti bókarinnar
gefur nokkuð til kynna hvaða tök-
um efnið er tekið, hún er næstum
því jafn einhliða og kvikmynd
Costa-Gavras. Þó ekki alveg. í
kvikmyndinni birtist okkur Charl-
es Horman sem geðugur meinleys-
ingi — ópólitískur með öllu, að
sjálfsögðu — sem er að vinna að
myndabók þar sem sögurpersón-
urnar virðast flestar vera í andar-
líki. Hann er kannski dálítið bó-
hemskur í lifnaðarháttum sínum,
en þó augljóslega ekkert nema
ofvaxið barn. Hann og bandarfskir
vinir hans í Santiago dreifa neð-
anjarðar dálitlu blaði, en þegar
faðir hans spyr seinna tengdadótt-
ur sína að því hvort það hafi verið
„róttækt" segir hún í ávítandi tón
„ó, Ed“ og á þá við, að það hafi
ekki verið róttækt.
Af bók Hausers má þó lesa, að
þetta litla blað hafi haft inni að
halda fréttir fyrir Chile-búa um
„baráttuna gegn styrjöldum" og
um „athafnir Bandaríkjastjórnar í
Chile"; að það hafi verið Joyce
Horman, ekki eiginmaður hennar,
sem hafi unnið að andabókinni, og
að Charles Horman hafi lent í
átökum við lögregluna í Grand
Park í Chicago árið 1968 (mótmæli
gegn Víetnam-stríðinu) og verið
blaðamaður við blaðið „Nation"
(vinstrisinnað blað í Bandaríkjun-
um).
Hvað ef Charles Horman hefði
verið sýndur í myndinni sem ung-
ur, bandarískur róttæklingur, sem
dáðst hefði að stjórn marxista í
Chile og unnið gegn stjórnvöldum
í sínu eigin landi? Er þá ekki hætt
við, að sumir áhorfendur hefðu
ekki talið hann alveg jafn saklaus-
an og látið er í veðri vaka og öðr-
um jafnvel fundist hann (rang-
lega, að sjálfsögðu) eiga örlög sín
skilið? Nei, slíkt er ótækt fyrir
Costa-Gavras.
Annað athyglisvert, sem kemur
fram í bókinni, er samband Hor-
mans við foreldra sína. í kvik-
myndinni er reynt að telja áhorf-
endum trú um, að þar hafi kyn-
slóðabilið verið í breiðara lagi og
sérstaklega á milli þeirra feðg-
anna, Ed (Jack Lemmon) og
Charles (John Shea). Ed er lýst
sem mjög íhaldssömum kaup-
sýslumanni, sem hefur hina mestu
skömm á „grautarlegum hugsjón-
um“ sonar síns og tengdadóttur.
Enginn vafi er á því, að honum er
svona lýst til að okkur skiljist, að
þegar jafnvel „svona maður" finn-
ur að hans eigin stjórnvöld eru ill,
þá hljóti þau einfaldlega að vera
það.
Með þetta í huga er fróðlegt að
vitna í setningu í bókinni, sem
höfð er eftir móður Charles
Horman: „Við skulum átta okkur
á því, að Chile er ekkert einangrað
fyrirbrigði. ítalia og Frakkland
munu fá marxíska stjórn einhvern
tíma í framtíðinni og önnur vest-
ræn ríki munu fylgja í kjölfarið.
Okkur má ekki leyfast að gera