Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 35 þeim það sama og við höfum gert í Chile.“ Þegar þess er gætt, að í næstum öllum löndum Vestur-Evrópu hef- ur verið sósíalistastjórn eða sam- steypustjórn með þeim án veru- legra umbyltinga, geri ég ráð fyrir, að þegar frú Edmund Hor- man segir „marxísk" þá meini hún (og viti það sjálf) kommúnísk. Þessi litla setning segir allt, sem segja þarf: Sem stendur eru Bandaríkin holdtekja hins illa i Suður-Ameríku. Síðar kemur röð- in að Evrópu. Eitt þýðingarmesta atriðið í kvikmyndinni „Týndur" gerist í Vina del Mar á Chileströnd. (Chile er aldrei nefnt á nafn í myndinni). Charles Horman og vinkona þeirra hjóna, Terry Simon (Mel- anie Mayron), hafa tekið strætis- vagn niður að ströndinni þar sem þau ætla að vera um daginn, en Beth (Sissy Spacek), eiginkona Charles, tafðist hins vegar í Santi- ago. Þegar Charles og Terry ætla að snúa heim til höfuðborgarinnar er þeim sagt, að strætisvagnarnir séu hættir að ganga. Alla liðlanga nóttina, strandaglópar í Vina, heyra þau skothvellina kveða við og dyninn í þyrlunum og um morguninn fá þau að vita, að það hafi verið gerð bylting, að herlög gildi í landinu, vegirnir lokaðir og símarnir dauðir. Það, sem mér þykir þó ósenni- legast af öllu, er að leynilegur CIA-maður, sem er 1 Chile að vinna það óþrifalegasta af öllu, að steypa löglega kjörinni stjórn, skuli blaðra því í fyrsta banda- ríska unglinginn, sem hann hittir. Nokkrar hversdagslegar stað- reyndir eru miklu líklegri til að hafa getað skapað þessa skoðun í æstum huga Charles Hormans en öll röksemdafærsla myndarinnar hangir á þeim bláþræði, að Charl- es hafi alltaf vitað um að Bandaríkjastjórn stæði að baki byltingu Pinochets. Charles er fljótt tekinn höndum og sást ekki aftur í lifanda lífi. Okkur er svo ætlað að trúa því, að Bandaríkja- stjórn hafi viljað losna við Charles Horman vegna þess, að hann „komst að því“, að það var hún sem stóð að baki öllu saman. Hvers vegna Bandaríkjastjórn lét ekki leppana sína í Chile drepa Terry Simon líka (úr því hún vissi allt, sem Charles vissi) er ekkert um sagt. Það er dálítið hastarlegt að þurfa að taka það fram, að á bylt- ingartímum, þegar þúsundir manna falla í valinn, þarf ákaf- lega lítið að hafa fyrir því að verða eitt af fórnarlömbunum. Saklausu fólki er stillt upp við vegg og skot- ið. Óheppilegur félagsskapur, mót- mæli, vanþóknun — veggurinn. sendimönnunum fullan fjandskap og það þótt þeir eigi, að nafninu til a.m.k., að vera að hjálpa þeim við leitina. Jafnvel þótt hún gruni þá um græsku eru þeir einu mennirn- ir, sem, fræðilega í það minnsta, eru færir um að hjálpa þeim. Beth hagar sér raunar eins og hún viti þegar hvernig myndin endar — þar sem því er á dramatískan hátt slegið eins föstu og unnt er, að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í dauða Charles Horman. Ed Horman, sem í myndinni á að vera fulltrúi rökvísinnar og heilbrigðrar skynsemi, lýsir því hástöfum yfir við bandaríska sendiherrann, að Chilemenn myndu ekki þora að drepa banda- rískan borgara „nema bandarísk- ur embættismaður legði blessun sína yfir morðið!" Ef Beth hefur grunað þetta allan tímann, mætti ætla að hún sýndi þess einhver merki í leik sínum, að hún syrgði mann sinn, en svo er ekki. Sissy Spacek er svo upptekin við að leika konu, sem sannfærð er um mannvonsku éigin stjórnvalda að hún á ekkert aflögu fyrir konu, sem harmar dauða mannsins síns. Þetta er að nokkru hennar sök (að sjálfsögðu er það höfðuðsynd hvers leikara að gefa strax í skyn með leik sínum að hann þekki sögulokin) en auðvitað einnig leik- stjórans, sem veit að málið er á Hjónin Joyce og Charles Horman. Myndin er tekin árið 1970. grundvöllur málshöfðunarinnar væri „ekkert nema hreinar grun- semdir og óvild í garð sakborn- inganna" ásamt löngun til að koma höggi á stefnu Bandaríkja- stjórnar í utanríkismálum. Þeir sögðu ennfremur: „Hvort sem um er að ræða vonleysi, ofsóknar- hyggju eða skiljanlegan harm og örvæntingu, þá eru grunsemdirn- ar og óvildin ein sér ekki næg ástæða fyrir málshöfðun.“ Eins og fyrr segir þá bað Horman-fjöl- skyldan um að málið yrði látið niður falla. Ekki svo að skilja, að hún hafi verið ánægð með það. Ef, sagði Ed Horman, ég hefði bara fengið að sjá litlu úrklippurnar úr leyni- skjölunum 26, þá hefði málið orðið jafn stórt og Watergate-hneykslið! Það voru raunar þrír háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Jimmy Carters, sem var ekki einu sinni við völd þegar byltingin var gerð í Chile, Edmund Muskie, utanríkisráðherra, Harold Brown, varnarmálaráðherra, og Stans- field Turner, yfirmaður CIA, sem fóru yfir skjölin og sóru, að þar væri ekkert nýtt að finna um dauða Charles Hormans. Menn geta svo valið um hvort þeir vilja trúa orðum Muskies, Browns og Turners eða hverfa inn í hugar- heim Ed Hormans, sem á sér hitti hann alls ekki Raphael Gon- zalez (hans rétta nafn) enda sótti hann ekki um hæli í ítalska sendi- ráðinu fyrr en tveimur árum síð- ar. Ári eftir það áttu tveir blaða- menn viðtal við Gonzalez og það gerðu einnig bandarískir embætt- ismenn margsinnis nokkrum ár- um eftir að Ed Horman hafði farið heim til New York. Horman hitti Gonzalez miklu seinna. Aðalatriðin í frásögn Gonzalez eru þau, að hann hefði komið auga á Charles Horman í höfuðstöðvum öryggislögreglunnar skömmu eftir byltinguna og heyrt foringja í hernum kveða upp dóm yfir hon- um. Á sama tíma stóð þegjanda- legur maður í næsta herbergi, sem Gonzalez taldi vera bandarískan embættismann eftir klæðaburði að dæma og því hvernig hann batt skóþveng sinn. Gonzalez hélt því fram líka, að CIA hefði reynt að ráða hann í sína þjónustu, ofsótt hann og rænt og reynt að dáleiða konu hans. Og ekki nóg með það. Hann skrifaði líka Pinochet hershöfingja bréf þar sem hann hélt því fram og varaði hann við, að æðstu samstarfsmenn hans væru kynvilltir mafíósar. Þessu sleppir þó Costa-Gavras, sem er miður, því að öll saga Gonzalez gæti hafa fjörgað mjög upp á myndina. Jack Lemmon sem Ed Horman, faðir Charles, og Sissy Spacek sem Beth, eiginkona Charles Hormans. Þarna þar sem þau eru komin leita þau félagsskapar við aðra Bandaríkjamenn á hótelinu, sem eru þar furðulega fjölmennir. Charles tekur einn þeirra tali, flotaverkfræðing að nafni Creter, sem brosir til hans undirfurðulega og segir: „Ég hafði hér verk að vinna og nú er því lokið." Charles telur strax að hann sé að tala við útsendara CIA, sem hafði verið sendur til að skipuleggja stjórn- arbyltinguna. Og þegar Creter bætir því við, að hann hafi aðsetur í Panama, þar sem hann „fylgist með hlutunum“, og hann búist fljótlega við að fara til Bólivíu, sem eigi ekki einu sinni sjóher, þarf ekki lengur vitnana við. „Ég get ekki trúað þvi, sem hann sagði!“ segir Charles við Terry í miklum æsingi. „Ég get ekki trúað því, sem hann sagði!" Leikarinn, sem fer með hlutverk Creters (og gerir það mjög vel), leggur sig fram um að telja líka áhorfendunum trú um, að hann sé leynilegur útsendari. En áhorf- endum er hins vegar aldrei sagt, að í raun voru að hefjast um þetta leyti sameiginlegar flotaæfingar Bandaríkjanna, Chile, Perú og Ecuador og sem geta skýrt veru manna úr sjóhernum á staðnum (eða, ef það skiptir máli, að Bóliv- ía hefur lítinn flota á Titicaca- vatni). Þannig er það og það eru mestar líkur á að þannig hafi því miður farið fyrir Charles Horman. Hvað sem þessu líður, finnst mér það í hæsta máta ógeðfellt að heyra hrópað á móðursýkislegan hátt „þeir eru að drepa Banda- ríkjamenn; þeir eru að drepa Bandaríkjamenn" í mynd eftir mann, sem í síðustu kvikmynd sinni um Suður-Ameríku lofaði morðið á bandarískum borgara sem sérstakt góðverk. Auðvitað sagði Costa-Gavras okkur, að Santore-Mitrione hefði pyntað fólk, en ekki vil ég taka orð hans trúanleg um eitt eða neitt. í kvikmyndinni „Týndur" er at- burðarásin hvað samfelldust þeg- ar Ed (Jack Lemmon) er að leita að syni sínum. Þegar hann kemur til Santiago er hann dæmigerður, velmegandi Bandaríkjamaður á miðjum aldri, með eðlilega virð- ingu fyrir sendimönnum þjóðar sinnar, sem hann leitar að sjálf- sögðu til. í fyrstunni er hann mjög gagnrýninn á grunsemdir tengda- dóttur sinnar en smám saman, stig af stigi (stórgóður leikur), kemst hann á sömu skoðun og hún. Leikur Sissy Spaceks í hlutverki Beth er hins vegar hreint út sagt undarlegur. Strax í fyrsta atrið- inu, sem við sjáum þau saman, Ed og hana, sýnir hún bandarísku virkum rökum reist og reynir því að lappa upp á það með því að hvetja leikarana til að láta sem þeir trúi því. Sannleikurinn er sá, að máls- höfðun Horman-fjölskyldunnar var reist á svo veikum grunni, að það var næstum grátlegt, og það var þess vegna, sem hún bað um að málið yrði látið niður falla. Þegar Thomas Hauser, höfundur bókarinnar fyrrnefndu, var kall- aður fyrir réttinn í málinu „Joyce Horman o.fl gegn Henry Kissing- er o.fl.“ tjáði hann sig á nokkuð annan hátt en hann gerði i bók- inni. Þegar hann var spurður hvaða sannanir Ed Horman hefði fyrir þeirri fullyrðingu, að Banda- ríkjastjórn hefði fyrirskipað morðið á syni hans, svaraði Haus- er því til, að Horman hefði „aðal- lega farið eftir því, sem Charles og Terry sáu í Vina del Mar ... eftir umhyggjuleysinu og óðagotinu hjá starfsmönnum sendiráðsins í Santiago ... og eftir grein í New York Post, sem hann hefði lesið skömmu eftir heimkomuna til New York.“ 1 skýrslum sínum til ríkisstjórn- arinnar sögðu lögmennirnir Ruff, Lamberth og Kragis, að Horman- fjölskyldan hefði ekki gert minnstu tilraun til að færa sönnur á mál sitt, jafnvel ekki haft fyrir því að spyrja hina ákærðu, og að furðulega samsvörun hjá Costa- -Gavras. Og nú hefur Horman-fjölskyld- an fengið kvikmyndina sína. Sendiráðsmönnum, sem settir voru í að hjálpa Ed Horman við leitina að syni hans og Thomas Hauser segir um í bók sinni, að hafi verið „tilfinninga- og svip- brigðalausir skriffinnar", er lýst í myndinni sem áhugalausum, hræsnisfullum og augljóslega svikulum mönnum. Þegar leik- stjórinn segir leikurunum að láta sem þeir séu að ljúga, þarf ekki að koma á óvart að þeir standa sig vel í stykkinu. Það kemur svo sannarlega ekki fram í kvikmyndinni „Týndur", en eftir byltinguna fékk fámennt starfslið bandaríska sendiráðsins 17 menn leysta úr haldi, gætti hagsmuna 600 annarra og lét fjöl- skyldur þeirra í Bandaríkjunum jafnan vita um líðan þeirra. Tveir menn voru drepnir, Horman og samstarfsmaður hans við marx- íska dreifikerfið. Eina „sönnunin", sem fram kemur í mynd Costa-Gavras (sem gerir aðrar kröfur til sannana en dómstólarnir, raunar engar), er fundur Ed Hormans með foringja í öryggislögreglunni í Chile, sem leitað hefur hælis í ítalska sendi- ráðinu. Þegar Ed Horman var í Chile Kvikmyndagagnrýnendur, jafn- vel þótt þeir séu blaðamenn, vita oft fjarska lítið um opinber mál- efni og þeim hættir til að taka allt gott og gilt, sem gefið er í skyn um veruleikann í jafn áhrifamiklum listmiðli og kvikmyndin er. Þeir hafa tilhneigingu til að leggja trúnað á „kvikmyndaveruleikann", sem svo hefur verið kallaður, halda að þeir geti lært allt, sem máli skiptir, um lífið með því einu að horfa á kvikmyndir. Oftar en ekki fer það fram hjá þeim hvort um áróðursmynd er að ræða, sér- staklega þó ef hún túlkar þeirra eigin skoðanir, sem yfirleitt eru heldur á vinstra kantinum. Sjald- an eða aldrei kynna þeir sér „stað- reyndir myndanna" af bókum eða blöðum og oft fylgjast þeir ekki einu sinni með fréttunum í eigin blaði. Kvikmyndagagnrýnanda, sem pælt hefur í gegnum allan blaðabunkann frá kvikmyndaver- unum, finnst jafnvel sem hann hafi unnið umtalsvert rannsókn- arstarf. Þess vegna vakti það sérstaka athygli mína, að kynningarbækl- ingurinn um myndina (nærri 10 milljón dollara mynd, sem eitt helsta kvikmyndafélagið í Holly- wood framleiddi) hófst á lofsöng um Chile á dögum Salvador All- ende Gossens — marxista, einka- vinar Kastrós á Kúbu og annarra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.