Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 38

Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Kristín Aðalsteinsdóttir hjá Útsýn í góóum félagsskap ítölsku feróamálafrörauðanna. Frá vinstri: Bruno Da Fre, stjórnandi Olimpo gististaóarins, Sig. Zeroni, framkvæmdastjóri flugvallarins í Trieste, Antonio Renosto, umboósmaður Útsýnar, Sig., Murello, fulltrúi feróamálaráós, Kristín, Roberto Forster, feróamálaráði, Isidoro Nadalini, stjórnandi Luna gististaóarins og Sig. Reverdito, forseti flugvallaráós í Trieste. Gullna ströndin Lignano: Útsýn efnir til Ítalíuhátíðar í Broadway í dag og hefur sú þjónusta vakið al- menna ánægju farþega. Lignanoferðir Utsýnar hefjast 31. maí og standa fram í septem- ber. Flogið er í dagflugi beint til Trieste, en þaðan er rúmlega hálf- tíma akstur til „Gullnu strandar- innár" Lignano, þar sem Útsýn- arfarþegúm ' verður tekið með kostum og kynjum á 10 ára afmæli Útsýnar á staðnum. Það sem er fjarri aug- anu er nálægt hjartanu Einsog áður er getið eru staddir hér á landi ítalskir frámámenn í ferðamálum. Þessir menn voru á blaðamannafundi sem Útsýn boð- aði til á föstudaginn. Þeir voru spurðir hvaða augum ítalir litu ís- lenska ferðamenn. „Sem vini fyrst og fremst. Ekki síst vegna þess hversu langt að þeir eru komnir. Það er til orðtak á ftalíu sem hljóðar svo: Það sem er fjarri auganu er nálægt hjart- anu. íslenskir ferðamenn koma lengst að þeirra ferðamanna sem reglulega heimsækja Lignano og þeir eru okkur mjög hjartfólgnir." Það kom fram í máli ftalana að straumur ferðamanna til Lignano væri sífellt að aukast, en u.þ.b. 20.000 manns starfa við ferða- mannaþjónustu í Lignano einni saman. Sögðu ftalarnir að í Lign- ano væri mikil áhersla lögð á hreinlæti, fagurt útlit, nákvæma skipulagningu og fjölbreytta þjón- ustu við ferðamenn. f Lignano er flest það fóik sem starfar við ferðamannaþjónustu lært í faginu. Staðurinn, fólkið og aðstæðurnar bjóða upp á fullkomið öryggi Þorgeir Ástvaldsson er einn af mörgum fastagestum í Lignano. Hann hefur farið þangað á hverju vori í nokkur ár. „Ég kann alveg einstaklega vel við mig á staðnum, einkum og sérílagi ítalina, en þarna hef ég eignast marga vini,“ sagði Þorgeir. „Lignano sameinar það tvennt, að þú getur bæði tekið því rólega ef þú vilt hafa þann háttinn á, eða stundað skemmtanalífið, sem er mjög fjöl- breytt. Skemmtistöðum og mat- sölustöðum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum, og fiölbreyt- ileikinn er orðinn mikill. Eg finn á þessu talsverðan mun frá því ég fór í mína fyrstu ferð. Það er hvergi betra að vera með börn og ströndin er sú besta sem ég þekki, eða hef haft spurnir af. Staðurinn, fólkið og aðstæðurnar bjóða upp á fullkomið öryggi, sem er ekki lítið atriði þegar maður vill geta slappað af og þjónað lund sinni. Þá skiptir það miklu máli að ít- ölum er upp til hópa einstaklega hlýtt til Islendinga, sem stafar kannski af einhverju leyti af því að þeir hafa Þjóðverja til saman- burðar, sem eiga það til að vera ágengir. En í stuttu máli: Lignano er heimilislegur, hreinlegur og að- laðandi staður, þar sem allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Þá er staðurinn einstaklega vel I sveit settur; stutt að fara til Júgóslavíu, Austurríkis, auk sögufrægra staða á Ítalíu, sem nóg er af. Ég er að sjálfsögðu á förum til ítaliu í vor og er þegar farinn að hlakka til að hitta gamla vini og kunningja." rf «r í maí næstkomandi veróa 10 ár lióin frá því að farþegar Útsýnar fóru í fyrstu ferðina til Lignano á Ítalíu. Þaó markaöi í senn tímamót í utan- landsferóum íslendinga og samskiptum þjóðanna, ítala og íslendinga. íslendingar, sem dvalizt hafa í Lignano síðasta áratug, hafa átt mikilli gcstrisni og hylli að fanga hjá íbúunum, opinberum aöilum og þjónustu- fyrirtækjum. Til aö undirstrika og efla þau vináttutengsl efnir Utsýn nú til ítalskrar helgi í Reykjavík frá föstudegi til sunnudags. Þar verður Italía og Lignano sérstaklega kynnt í máli og myndum, jafnframt því aó efnt er til veizluhalda meó ítölsku sniði og fjölbreytts skemmtanahalds meó tízkusýningum, söng, dansi og ítölsku fjöri. Fjöibreytt fjölskyldu- skemmtun verður haldin í veitingahúsinu Broadway á sunnudag kl. orgeir Ástvaldsson, árlegur gestur í Lignano. Hann er þama meö dóttur 14.00. Hópur ítala, frammámenn í ferðamálum, frá Lignano koma færandi hendi og gefa börnunum páskaegg. Þessir Italir eru hér staddir í tilefni af 10 ára afmæl- inu. En auk þess verður bingó þar sem aðalvinningur er Lignanoferð fyrir alla fjölskylduna. Barna- söngstjarnan Ingunn Gylfadóttir syngur ásamt Garðabæjarkórnum undir stjórn Guðfinnu D. Ólafs- dóttur, og margt fleira er til skemmtunar, auk gjafahapp- drættis með ítölskum leikföngum. „ítölsku helginni" lýkur með gala-hátíð í Broadway á sunnu- dagskvöld, þar bjóða ítölsku gest- irnir ásamt Útsýn upp á margs konar veitingar og skemmtun, veglegt happdrætti og aðalvinn- ingur kvöldsins verður aftur Lign- anoferð fyrir alla fjölskylduna. Lignano — vinsæll og fjölbreyttur feröamannastaöur Ítalía er eitt mesta ferðamanna- land heimsins, enda hefur hún sér- stöðu um það, að hafa á boðstólum flest það sem ferðamenn almennt sækjast eftir, náttúrufegurð, auð- legð lista og sögu, sem ekki á sér hliðstæðu annars staðar í veröld- inni, litríkt og glaðvært þjóðlíf, samofið söng og tónlist, matar- gerðarlist og ljúffeng vín, sem eru heimsfræg og yndislegt loftslag, þar sem sólin skín daglangt á sumrin. Lignano Sabbiadoro — „Gullna ströndin" — nýtur sérstöðu sem sumardvalarstaður. Af náttúrunn- ar hendi er hún gædd einstökum töfrum, og alkunn og listrænt ný^ tískuskipulag, með óskir og þarfir hins þreytta, sólþyrsta ferðalangs í huga. Litríkur, ilmandi gróður myndar bakgrunn nútímabygg- ingarlistar, en 8 km iöng ströndin, þakin mjúkum, ljósum sandi er leikvangur þar sem öll fjölskyldan slappar af og nýtur sólar og hvíld- ar. Gististaðir Útsýnar í Lignano eru í tölu hinna vönduðustu. Það er til hagræðis fyrir farþega, að Útsýn hefur opna skriftofu 6 daga vikunnar bæði í Lunu og Olimpo, sem jafnframt eru þjónustumið- stöðvar með fjölda verslana, matsölustaða, sjálfsafgreiðslu- stöðum, þar sem bæði fæst hráefni í mat og tilbúinn matur, sem hægt er að taka beint upp i íbúð og slá upp veizlu fyrir lágt verð. Fjöldi kynnisferða er I boði, t.d. til Feneyja, sem er í aðeins klukkustundarfjarlægð og ferðir til Florenz og Rómar njóta sívax- andi vinsælda. Svonefnd „þriggja landa sýn“ er ein hin vinsælasta, en þá er ekið um Trieste til Júgó- slavíu og gist við Bled-vatn, en næsta dag haldið til Wörter See í Austurríki og síðan til baka til Lignano. Þá er á boðstólum sigling um Adriahaf, verzlunarferðir til Udine, höfuðborgar héraðsins, dansleikur og ítölsk veizla úti í sveit og margt fleira mætti telja. I Lignano er starfræktur 3kemmti- garður, Luna Park, sem Islend- ingar kalla Tívolf, og nýtur mikilla vinsælda, og er rétt hjá gististaðn- um Luna. Á kvöldin bíður fjöldi veitingastaða og skemmtistaða eftir að þjóna sólbökuðum gestum, sem koma hressir af ströndinni eftir sólbað dagsins. Auk farastjóra hefur Útsýn á að skipa „hirðmeyjum", sem annast þrif og eftirlit í íbúðum farþega, m Sumarleyfisstaður íslendinga í 10 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.