Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.03.1983, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Leiðrétting I blaðinu í gær misritaðist nafn eins fermingardrengs, sem ferm- ast á frá Hallgrímskirkju. Hann heitir Björgúlfur Rúnar ólafsson til heimilis að Baldurshaga 5 við Suðurlandsbraut. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Þá féll niður nafn fermingar- stúlku, sem fermast á frá Njarð- víkurkirkju. Nafn hennar er Brynja Ingólfsdóttir, Holtagötu 45, Njarðvík. húsgögn Ármúla 44 Símar 32035 — 85153 Óperan Silkitromm- an á sviðið að nýju SILKITROMMAN, ópera Atla Heimis Sveinssonar, við texta Örn- ólfs Árnasonar, kemur nú upp að nýju hjá Þjóðleikhúsinu, en hún var sýnd hér á síðustu listahátíð við mjög góðar undirtektir og einróma lof gagnrýnenda. Ástæða þess að hún er nú sýnd að nýju, er að farið verður með uppfærsluna á alþjóð- lega leiklistarhátíð í Caracas í Ven- esúela, sem haldin er í minningu Símons Bólivars, en þangað hafði Þjóðleikhúsinu verið boðið að koma með óperuna og verður Silki- tromman önnur af tveimur óperum sem boðið er upp á á hátíðinni. f Venesúela verða fjórar sýn- ingar á óperunni, sú fyrsta 24. apríl, á opnunardegi hátíðarinnar, en áður en farið verður af landi brott verða fimm sýningar hér á landi, sú fyrsta á skírdag og önnur á annan í páskum. Þjóðleikhúsið hefur fengið til- boð um að koma með óperuna á fleiri hátíðir, svo sem á óperuhátíð í Rennes í Frakklandi, leiklistar- hátíð í Nancy, einnig í Frakklandi, boð frá Belgrad í Júgóslavíu og frá Konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn og leikhúsinu í Óðinsvéum. Aðspurður kvaðst Sveinn Ein- arsson þjóðleikhússtjóri ekki geta fullyrt um hvort hægt væri að taka einhverju af þessum tilboð- um sökum kostnaðarins sem því fylgdi, en hann væri töluverður. Kostnaðurinn við þessa ferð til Caracas lægi ekki endanlega fyrir, en uppihald og gisting væru greidd af þeim sem að boðinu stæðu, sem og æfing hljómsveitar og uppsetning leiktjalda sem væri óvenjulegt. Hins vegar væri gildi ferða sem þessara tvímælalaust. Reynslan sýndi það bæði í sam- bandi við ferðir Inúk-hópsins á sínum tíma og förina með leikrit Guðmundar Steinssonar, Stundar- frið, að svona ferðir kynntu menn- ingu okkar vel. Nú væri farið að spyrja af fyrra bragði um öll ný íslensk verk, en það hefði verið óþekkt fyrirbæri fyrir tíu árum. Efni óperunnar er sótt í alda- gamla japanska sögu, en færð til nútímans og gerist í tískuheimi Vesturlanda dagsins í dag. Leikstjóri Silkitrommunnar er Sveinn Einarsson og hljómsveit- arstjóri Gilbert Levine. Leik- myndin er eftir Sigurjón Jóhanns- son, búninga teiknaði Helga Björnsson, Árni Baldvinsson ann- ast lýsingu, og Nanna Ólafsdóttir samdi danshreyfingar. Ein breyting hefur orðið á hlut- verkaskipun, Garðar Cortes mun syngja í stað Kristins Sigmunds- sonar, sem dvelur erlendis við nám. Aðrir sem syngja í óperunni eru Guðmundur Jónsson, ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rut Magn- ússon, Sigurður Björnsson og Jón Sigurbjörnsson en Helena Jó- hannsdóttir dansar. Höfundar texta, leikstjóri og hljómsveitarstjóri óperunnar taldir frá vinstri: Örnólfur Árnason, Sveinn Einarsson og Gilbert Levine. Atli Heimir Sveins- son, höfundur tónlistarinnar er ekki á landinu. MorminbUðMt/ Emilia. Hljomsveitir á Þjóðhátíð Vestmanna- eyja 1983 Þjóöhátíöarnefnd Týs í Vestmannaeyjum auglýsir eft- ir hljómsveitum á Þjóöhátíö Vestmannaeyja um verzl- unarmannahelgina. Um er aö ræöa flutning hljómlist- ar á föstudags- og laugardagskvöldi kl. 11—04 og á sunnudagskvöldi kl. 10—1. Tilboö óskast sent til Rafns Pálssonar, Heiöarvegi 20, Vestmannaeyjum, fyrir 10. apríl. Þjóðhátíðarnefnd Týs. Það al fínasta Nú höfum við fengið hágæða húsgögn sem eiga sér ekki hliðstæðu. Borðstofuhúsgögn í Lúðvíks 15. stíl. Þetta eru húsgögn fyrir fólk með hágœða kröfur. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! JHeruwahlnfotfo

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.