Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 18

Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 Friðarviðleitninni verður haldið áfram Poul Reumert slapp en Kaj Munk var myrtur DANSKI leikarinn Poul Reumert, mikill íslandsvinur og eiginmaAur Önnu heitinnar Borg leikkonu, var á „dauöalista nazista" og leiða átti hann fyrir aftökusvbeit nazista 1943. Dr. Werner Best, fulltrúi þýzku stjórnarinnar, kom i veg fyrir þetta á siðustu stundu, „þar sem honum þætti Reumert svo góður leikari", og i staðinn var skáldið og presturinn Kaj Munk tekinn af lífi. Kaj Munk er einnig vel kunnur hér á landi, m.a. fyrir leikrit sitt „Orðið". Danska blaðið B.T. hefur skýrt frá þessu og upplýsingarnar koma fram í bók, sem danskur lýðhá- hjúpar svokallaðan „fræðilegan morðingja" Munks. Hann var Hans Wásche, menningarmála- fulltrúi Þjóðverja í Danmörku. Wásche stóð fyrir því ásamt Dr Best og SS-foringjanum að ákveð- ið var að taka Kaj Munk af lífi. Samkvæmt skipun frá Berlín átti að sýna Dönum með aftöku „mik- ils menningarmanns" að and- spyrnan gegn Þjóðverjum borgaði sig ekki. Bókarhöfundur telur að Wásche hafi þekkt Munk á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina og aðdáun hans á honum hafi snúizt upp í hatur. Nánar verður sagt frá þessu máli í blaðinu síðar. skólamaður, Bjarne Nielsen Brovst, sendir frá sér í haust. Bókin fær nafnið „Morðið á Kaj Munk“. Það vekur einnig athygli í Danmörku að bókarhöfundur af- Kmj Munk Poul Reumert segir Dillon, sendiherra Bandaríkjanna í Líbanon Janusz Onyszkiewicz, einn af leiðtogum Samstöðu, flutti ávarp á sunnudag við athöfn, sem fram fór í Varsjá á vegum Samstöðu til þess að minnast þeirra, sem létu lífið í Gyðingauppreisninni gegn nazistum 1943. Glemp, kardínáli í Póllandi: Beirút, 18. aprfl. AP. ROBERT Dillon, sendiherra Banda- ríkjanna í Beirút, var einn þeirra sem festust í rústum sendiráðsbyggingar Bandaríkjamanna, er hún hrundi í sprengingunni í dag. Honum tókst þó að losna ómeiddur að mestu. í viðtali við fréttamenn, sem fram fór fyrir framan sendiráðsbygginguna stór- skemmda eftir sprenginguna, sagði Dillon: „Hvað sem á dynur, þá verð- um við að halda friðarviðleitninni „Höfum verið auðmýktir frammi fyrir heiminumu Varsjá, 18. aprfl. AP. JOSEF Glemp, kardínáli í Póllandi, ræddi í gær við Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga, en áður hafði Glemp lýst því yfir í mcssu, sem 10.000 manns tóku þátt í, að kommúnistastjórnin í Póllandi hefði „auðmýkt" pólsku þjóðina með því að neita tilmælum um að taka upp viðræður við verkalýðshreyfinguna. I Varsjá tvístraði lögreglan 1.000 manna fundi stuðningsmanna Samstöðu, sem safnast höfðu sam- an við óopinbera athöfn til þess að minnast þess, að 40 ár eru liðin frá uppreisninni í Gyðingahverfinu í Varsjá gegn nazistum 1943. Lög- reglan handtók þrjá menn, þeirra á meðal Janusz Onyszkiewics, fyrr- verandi talsmann Samstöðu, sem lýst hafði því yfir í ræðu, er hann flutti, að þeir sem uppreisnina ger- ðu í Varsjá á sínum tíma, myndu hafa gengið í lið með Samstöðu í baráttu hennar fyrir „sannleika, frelsi og mannlegri reisn", hefðu þeir lifað í dag. Glemp kardínáli, sem er æðsti maður pólsku kirkjunnar, gaf til kynna eindreginn stuðning kirkj- unnar við Samstöðu, sem bönnuð hefur verið af herstjórninni. í predikun, sem Glemp flutti fyrir utan kirkju heilagrar Önnu í Varsjá að viðstöddum 10.000 manns, skírskotaði hann til þess, hve stjórnvöld hafa reynzt ófús til þess að viðurkenna Samstöðu og ræða við leiðtoga hennar og sagði: „Við höfum verið auðmýktir frammi fyrir heiminum." Pólsk stjórnvöld létu handtaka 26 félaga Samstöðu á laugardag og var það greinilega gert í því skyni að hindra eftir megni, að áskorun Samstöðu til pólsku þjóðarinnar um allsherjar mótmælaaðgerðir 1. maí nk. nái fram að ganga. Við athöfn þá, sem Samstaða gekkst fyrir til þess að minnast Gyðingauppreisnarinnar í Varsjá, var lesið bréf frá Marek Edelmann, en hann er eini núlifandi foringi uppreisnarmanna, sem búsettur er í Póllandi. Honum hafði verið meinað af yfirvöldum að fara frá heimili sínu i borginni Lodz til þess að vera viðstaddur athöfnina i Varsjá. áfram. Samningaviöræðum veröur ekki hætt. Þetta er harmleikur og all- ir geta gert sér í hugarlund, hve hrygg við erum öll og reið, en það breytir engu. Bandaríska sendinefndin í frið- arviðræðunum mun halda áfram starfi sínu.“ „Ég var sjálfur rétt í þann mund að fara út og skokka mér til heilsu- bótar, þegar sprengingin varð og byggingin hrundi," sagði Dillon. Hún var sjö hæða og skrifstofa Dillons var á efstu hæð. „Ég gat ekki hrært legg né lið, þar til ein- hver kom að mér og týndi ofan af mér grjótið," sagði Dillon. Hann hlaut þó ekki nema nokkra skurði í andlitið, sem gert var að strax, og síðdegis í dag hafði hann náð sér svo, að hann sneri til baka til sendiráðsbyggingarinnar til þess að kynna sér betur skemmdir á byggingunni og til að fylgjast með hjálparstarfinu í þágu þeirra sem komist höfðu lífs af úr sprenging- unni, en margir þeirra voru stór- slasaðir. Ekki eru allir Bandaríkjamenn jafn vissir og Dillon um áframhald friðarviðræðnanna í Líbanon. Barry Goldwater, öldungardeildar- þingmaður, sem er í hópi helztu leiðtoga repúblikana á þingi, sagði í dag í kjölfar fréttarinnar um sendiráðssprenginguna, að kalla bæri allt herlið Bandaríkjanna heim frá Líbanon. Úrum fyrir 5 millj. dollara stolið úr safni Jerúsalem, 18. aprfl. AP. ÞJÓFAR, sem brutust inn í mú- hameðskt listasafn f Jerúsalem fyrir helgi, stálu um 100 vasaúr- um, sem voru um 200 ára gömul og þóttu einstök listasmfð. Lög- reglan f ísrael telur þetta ein- hvern mesta þjófnað í sögu landsins og í ísraelskum blöðum sagði í dag, aö verðmæti úranna væri um 5 millj. dollarar. Gabri- el Moriah, forstööumaður safns- ins sagði, að verðmæti úranna væri ekki unnt að reikna til fjár, þar sem þau væru ómetanleg. „Þessi úr voru skoðuð sem gimsteinar af sérfræðingum á þessu sviði," sagði Moriah. „Þau voru smíðuð handa kon- ungum og prinsum." Korchnoi sigradi Portisch AP. Bad KisHÍngen, Velden og Alicante. VIKTOR Korchnoi tryggði sér sigur í einvígi sínu við Ungverjann Lajos Portisch með því að vinna níundu skákina sem tefld var á laugardaginn. Úrslit einvígisins, sem háð var í Bad Kissingen í V-I>ýzkalandi, urðu því 6—3 Korchnoi í vil. Hann heldur þvf áfram í undanúrslitin og mætir Garry Kasparov frá Sovétríkjunum í sumar, en í vetur vann Kasparov landa sinna Alexander Beljavsky 6—3 í einvígi. Staður og stund þess einvígis hefur enn ekki verið ákveðin. Ungverjinn Zoltan Ribli hefur nú náð góðri forystu í einvígi sínu við Eugenio Torre frá Filippseyjum sem fram fer í Alicante á Spáni. Eftir að fjórum fyrstu skákunum hafði lokið með stuttum jafnteflum vann Ribli fimmtu skákina í 35 leikjum og þá sjöttu í aðeins 20 leikjum, en það er langstyzta vinningsskákin í áskor- endaeinvígjunum nú. Sjöundu skák- ina átti að tefla á sunnudaginn, en þá bað Torre um frest. Mesta spennan ríkir í einvígi þeirra Vassily Smyslovs, fyrrum heimsmeistara frá Sovétríkjunum, og Robert Hubners, frá V-Þýzka- landi, en það fer fram í Velden i Austurríki. Því varð að framlengja eftir tíu skákir því leikar stóðu þá jafnir, 5—5. Tefla átti fjórar skákir til viðbótar. Um helgina lauk elleftu og tólftu skákunum með jafntefli, en sú þrettánda fór í bið. Ný plata Viðar og Ari: Minningar mætar Hinir landskunnu söngvarar og hljóöfæraleikarar Viöar Jónsson og Ari Jónsson syngja saman á þessari nýju plötu gamalkunn lög, sem flestir kannast viö. En fæst þessara laga hafa áöur komið út á íslenskum plötum. Þetta er frábær plata: Einkar fallegur söngur á nokkrum bestu lögum áranna 1940 til 1950 í vönduöum útsetningum Ólafs Gauks. Plata og/eöa kassetta fæst í hljómplötuverslunum um land allt. sG-hijómpiötur hf. Ármúla 38. Sími 84549.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.