Morgunblaðið - 19.04.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
Eiginkona mín,
ÓLÖF SIGFÚSDÓTTIR,
frá Aðalbóli,
lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 17. þ.m.
Benedikt Jónsson.
Móðir mín, tengdamóöir og amma,
SIGRÍDUR JÓNSDÓTTIR,
frá Kirkjubæ,
lést sunnudaginn 17. apríl.
Höröur Daníelsson, Kristín Þorkelsdóttir,
Heiöar Rafn Haröarson, Daði Haröarson,
Þorkell Sígurður Haröarson.
+ Móðir okkar og tengdamóðir.
GUDRUN JÓNSDÓTTIR BACHMANN,
lést laugardaginn 16. apríl.
Jón G. Hallgrímsson, Þórdís Þorvaldsdóttir,
Helgi Bachmann, Halla Bachmann,
Helga Bachmann, Helgi Skúlason,
Hanna Bachmann, Jón K. Ólafsson.
Bróöir minn,
JÓN JÚLÍUSSON,
frá Noröurkoti, Kjalarnesi,
andaöist í Borgarspítalanum laugardaginn 16. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guöfinna Júlíusdóttir.
t
Faðir okkar,
VILHELM FRÍMANN FRÍMANNSSON,
Hringbraut 46,
lést aö morgni 18. apríl aö Hrafnistu í Reykjavík.
Synir hins látna.
+
Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir,
PÁLLPÁLSSON,
Drápuhlíö 19,
lést í Landspítalanum 17. april.
Sólveig Kolbeinsdóttir,
Kolbeinn Pálsson,
Málfríöur Pálsdóttir, Björgólfur Jóhannsson,
Steinunn Pálsdóttir,
Faöir okkar,
KRISTJÁN EGGERTSSON,
Þverholti 18B,
lést aö helmili sínu laugardaginn 16. apríl.
Fyrir hönd vandamanna,
Katrín Kristjánsdóttir,
Þorvaldur Kristjánsson,
Kristján Kristjánsson,
Rósa Kristjánsdóttir.
+
Eiginmaöur minn, sonur, faöir og afi,
INGÓLFUR A. MAGNÚSSON,
lést á heimili sínu aöfaranótt 16. apríl.
Kolbrún Óskarsdóttir,
Magnús Grímsson,
Ásdís Magnea Ingólfsdóttir, Bjarni Þórarinsson,
María Ingólfsdóttir, Hreiðar Elmers,
og barnabörn.
Minning:
Jóhannes Sœmunds-
son íþróttakennari
Fæddur 25. júlí 1940
Dáinn 10. aprfl 1983
Kveðja frá nemendum
Þegar við kvöddum Menntaskól-
ann sl. vor, hefði enginn trúað því,
að þar færi síðasti hópurinn, sem
Jóhannes Sæmundsson útskrifaði.
Erfitt er að sætta sig við, að svo
hraustur maður, sem var fyrir-
mynd annarra, hafi verið burt-
kallaður. Vegir guðs eru órann-
sakanlegir. Kallið kemur sem sig-
þung alda af sæ, og allir eru jafnir
að leikslokum.
Fjögur ár undir handleiðslu Jó-
hannesar marka djúp spor. Hann
hreif alla, er hlustuðu á hann tala
um mikilvægi þess að rækta lík-
amann og nota uppvaxtarárin tii
uppbyggingar hans. Hann lagði
ríka áherslu á heilbrigt líferni og
vonandi berum við gæfu til að lifa
í þeim anda, sem hann kenndi
okkur.
Jóhannes tók virkan þátt í fé-
lagslífi Menntaskólans. Hjá hon-
um mátti jafnan væntan liðsinnis,
og var því gott að leita til hans.
Hann kom fram við okkur strák-
ana sem jafningja, skildi sjónar-
mið okkar hverju sinni. Viðmót
hans og einlægni vakti virðingu
okkar.
Jóhannes mun lifa í hugum
okkar. Hann miðlaði okkur af
þekkingu sinni, þekkingu, sem
mun reynast hverjum manni gott
veganesti.
Stórt skarð er höggvið. Skarð,
sem ekki verður fyllt.
Fyrir hönd nemenda Jóhannes-
ar Sæmundssonar vottum við eig-
inkonu hans, börnum og foreldr-
um innilega samúð.
Strákarnir í útskriftarárgangi
MR 1982.
Kveðja frá íþróttakennurum
Menntaskólans í Reykjavík
Jóhannes Sæmundsson hóf
kennslu hér í skóla haustið 1967.
Hann var reyndar okkur þá ekki
með öllu ókunnur. Nokkru áður
hafði hann verið í hópi efniiegustu
frjálsíþróttamanna landsins. Þeg-
ar hann hélt til háskólanáms í
Bandaríkjunum, töldu margir að
hann ætlaði að notfæra sér að-
stæður þar til þess að bæta árang-
ur sinn í íþróttum. Framabraut
afreksmannsins blasti við honum.
Hann sneri heim að námi loknu og
var þá sannarlega afreksmaður,
þótt á annan hátt væri en margir
höfðu búizt við. Hann hafði aflað
sér traustrar menntunar í þjálfun
íþróttamanna og kennslu. Tók
hann þegar til starfa í íþróttafé-
lögum og í skólum. Kom strax í
Ijós, að hann var einkar vel fallinn
til þeirra starfa.
Hér í skóla hlóðust á hann verk-
efni, bæði í kennslu og umsjón
með félagslífi nemenda. Varð
hann félagsmálafulltrúi skólans,
þegar það embætti var stofnað.
Leysti hann það af hendi af mikilli
alúð og dugnaði. Hann hélt sam-
bandi við marga nemendur sína,
löngu eftir að þeir voru farnir héð-
an úr skóla. í hópi samkennara
sinna var Jóhannes jafnan hrókur
alls fagnaðar. Hann var gæddur
ríkri kímnigáfu, víðlesinn, lét sér
ekkert mannlegt óviðkomandi og
vildi leysa hvers manns vanda. Við
söknum góðs samkennara og vin-
ar.
Margréti, eiginkonu hans, son-
um og öðrum vandamönnum vott-
um við innilega samúð okkar.
Kiríkur Haraldsson, Fríða
Eyfjörð, Gunnar Gíslason,
Lára Sveinsdóttir, Ragna
Lára Ragnarsdóttir.
Kveðja frá Hand-
knattleiksdeild KR
Jóhannes Sæmundsson íþrótta-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík andaðist 10. apríl síð-
astliðinn eftir erfiða sjúkdóms-
legu.
Jóhannes hafði um langt árabil
verið einn ötulasti íþróttafrömuð-
ur landsins, og var sífellt að bæta
við þekkingu sína á íþróttum og
var ávallt reiðubúinn að miðla
henni til annarra.
Keppnistímabilið 1981—82 áttu
leikmenn og forystumenn hand-
knattleiksdeildar KR þess kost að
njóta leiðsagnar og félagsskapar
Jóhannesar. Það var mikið að ger-
ast í félaginu og markið var sett
hátt. Hópurinn var mikið saman
og reyndi því oft á félagslega
hæfileika þeirra, sem að hópnum
stóðu. Jóhannes Sæmundsson var
einn þeirra og tókst honum oftast
með sinni einlægu og heiðarlegu
framkomu að hressa menn við,
þegar illa gekk.
Jóhannes Sæmundsson var einn
þeirra manna, sem áunnu sér virð-
ingu þeirra, sem þeir umgengust
vegna heiðarleika síns, kunnáttu
og léttrar lundar. Um hann eigum
við aðeins góðar minningar.
Handknattleiksdeild KR vottar
eftirlifandi eiginkonu og börnum
sína dýpstu samúð.
Ragnar II.
Kilífd, eilífð, ord á mannsins tungu,
andans bæn vid daudasporin þungu.
(E.B.)
Þau döpru sannindi eru öllum
ljós, að dauðinn er það eina, sem
enginn fær umflúið. Sumir lifa
löngu lífi, aðrir ekki, en víst er, að
æviferill einstaklinganna verður
ekki rakinn í árafjöida jarðvistar-
innar, heldur í því, hvernig hver
og einn nær að verja sínum tíma
hér á jörð. Ég hygg, að við getum
sagt um Jóhannes Sæmundsson,
sem í dag er kvaddur í hinzta sinn,
að hann hafi varið sínum jarðvist-
artíma vel og lifað lífinu lifandi og
frjór. Fyrir þá sök verður sorgin
jafnvel enn þungbærari og óskilj-
anlegt hvers vegna slíkur hæfi-
leika- og mannkostamaður varð að
kveðja svo skjótt. Svo sannarlega
átti hann verkefni óleyst, fullur af
kappi og áætlunum.
Eg kynntist Jóhannesi fyrst að
ráði fyrir tæplega 4 árum, er við
störfuðum saman á pólitískum
vettvangi. Upp frá því urðum við
góðir vinir og ég lærði að meta
manninn bak við einstaklinginn.
Jóhannes var stór og glæsilegur á
velli og hann hafði til að bera ein-
hverja þá beztu kosti, sem prýða
mega fólk: hann var hress, glað-
legur og einlægur. Aldrei var neitt
vol eða kvörtunartónn, heldur
sannur baráttuhugur og fram-
sækni, enda var hann íþróttamað-
ur og lifði og starfaði í þeim anda.
Jóhannes var líka hamingju-
maður í einkalífinu. Margrét og
hann voru gæfa hvort annars og
það er sjaldan, sem manni finnst
fólk eiga saman eins og var með
þau. Þau voru hvort öðru nóg; gátu
talað, hlegið, grátið og þagað sam-
an. En umfram allt — hvorugt
vildi af hinu sjá og bæði alltaf að
hugsa um velferð hins aðilans.
Þess vegna hlýtur sársaukinn að
vera nær óbærilegur og ekkjan
unga mest af öllum að spyrja sig
spurningarinnar um tilganginn
með því að hrífa mann í blóma
lífsins svo miskunnarlaust burt.
Ekkert okkar skilur þann tilgang,
en einhver hlýtur og verður hann
að vera. Margrét er svo vel gerð,
að Drottinn veit, að hún stendur
undir þeirri byrði, sem hann hefur
lagt á hana nú. Hún mun verða
sonunum þremur móðir og faðir
og kenna þeim að lifa eins og faðir
þeirra gerði: í anda góðs drengs,
sem öllum vildi gott gera, því að
hann var hamingjusamur og vissi,
að einungis hamingja og hugar-
friður gefa jákvætt viðhorf.
Við, sem stöndum álengdar, get-
um lítið annað gert en votta sam-
úð okkar og orðin megna lítils, en
þau eru samt það eina, sem við
getum tjáð okkur með.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
Jóhannesar; þetta eru einungis ör-
fá kveðjuorð, en Jóhannes kvaddi
þennan heim þannig, að hann skil-
ur eftir sig heiðríkju í hugum
þeirra, er hann þekktu.
Mig langar til að votta foreldr-
um hans og öðrum ættingjum
innilega samúð, og ég bið góðan
Guð að styrkja Margréti og synina
þrjá, sem hafa misst svo mikið, en
mega ekki gleyma því, að þau áttu
í Jóhannesi fjársjóð, sem tíma-
bundinn aðskilnaður fær ekki
grandað.
Tími er svipstund ein, sem aldrei liður,
algeims rúm, ein sjón, einn dýrðarbjarmi.
(Einar Ben.)
Arndís Björnsdóttir
Jóhannes Sæmundsson íþrótta-
kennari og fræðslufulltrúi ÍSÍ er
látinn langt um aldur fram, aðeins
42 ára. Stórt skarð er fyrir skildi.
Jóhannes fæddist 25. júlí 1940,
sonur hjónanna Sæmundar Jó-
hannessonar og konu hans, Sigur-
veigar Guðmundsdóttur. Jóhannes
lauk íþróttakennaraprófi frá há-
skólanum í San Jose í Kaliforníu í
Bandaríkjunum 1965. Frá árinu
1968 til dánardags starfaði hann
sem íþróttakennari við Mennta-
skólann í Reykjavik.
Leiðir okkar Jóhannesar lágu
fyrst saman fyrir um 13 árum.
Störfuðum við þá saman eitt
sumar á ms. Eldvík. Jóhannes
starfaði sem háseti, en ég sem
léttadrengur. Skipið var þá meðal
annars í ferðum milli íslands og
Portúgals með saltfisk. Það líður
mér seint úr minni hvílík ham-
hleypa Jóhannes var til vinnu.
Ekki var verið að staldra of lengi
við í matar- og kaffitímum, því
vinnan var númer eitt hjá honum.
Þetta sumar hefur verið mér ætíð
síðan mjög minnisstætt, því svo
ótal margt kenndi Jóhannes mér,
þá óhörðnuðum unglingi, til góðra
verka og kann ég honum mikla
þökk fyrir.
Árið 1974 lágu leiðir okkar sam-
an að nýju, en þá var hann
íþróttakennari minn við Mennta-
skólann í Reykjavík og næstu
fjögur árin þar á eftir. Ég ætla
ekki að tíunda hér kennsluhæfil-
eika Jóhannesar en við fundum
það vel nemendur hans að fjórum
árum liðnum hversu góðan kenn-
ara við höfðum haft. Hann hugs-
aði ekki aðeins um þessi fjögur ár
sem hann átti að kenna okkur, það
voru líka árin eftir að skólagöngu
lyki. Hann lagði ríka áherslu á að
hver nemandi kæmi sér upp sínu
eigin æfingaprógrammi, því hann
taldi það sjálfsagðan hlut að menn
héldu líkamsþjálfun áfram eftir
að skólagöngu lyki. Jóhannes tal-
aði alltaf með miklum sannfær-
ingarkrafti. Orð hans hafa fest
mér í minni og hef ég ætíð síðan
stundað líkamsþjálfun eftir hans
fyrirmynd og tel ég þá kennslu
sem hann veitti mér í mennta-
skóla hafa orðið mér gott vega-
nesti.
Síðastliðið haust lágu leiðir
okkar aftur saman en þá leituðum
við tveir félagar til hans, eftir
ábendingu, varðandi ráðleggingu
um verkefni sem við unnum að og
tengdist hans áhugamálum og
starfi, fræðslu um líkamsþjálfun.
Tók hann okkur opnum örmum,
eins og hans var von og vísa og
sýndi þessu verkefni okkar mikinn