Morgunblaðið - 19.04.1983, Side 45

Morgunblaðið - 19.04.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS SÁÁ skori á yfirvöld landsins og þjóðina að minnka áfengiskaup Valdimar Guðmundsson skrifar: „Fyrir nokkru sendu SÁÁ- samtökin frá sér hjálparbeiðni og fóru fram á 1800 króna framlag til húsbyggingar fyrir drykkjusjúkl- inga. Fyrst þegar ég man eftir, á fyrsta tug þessarar aidar, voru al- gengustu sjúkdómarnir sullaveiki, lungnabólga, barnaveiki og berkl- ar. Krabbamein heyrðist nú talað um líka eða átumein. Flestir þess- ara sjúkdóma eru nú orðnir lækn- anlegir og fátíðir á móti því sem áður var. En krabbameinið virðist vera erfitt viðfangs, þrátt fyrir mikla vinnu sem lögð er af mörk- um til að lækna það og útrýma því. Mér er sagt að menn viti ekki af hverju það kemur eða hver séu tildrögin. En um þennan svokallaða drykkjuskapssjúkdóm er öðru máli að gegna, og hvort sem á að nefna hann sjúkdóm eða eitthvað annað, þá er margt illt búið að hljótast af drykkjuskapnum. Mörg hörmuleg slys og ógæfuverk er oft hægt að rekja til ölvunar, og margt heimilisbölið, fátækt og fjölskylduraunir á víst oft sömu tildrög. Því er það rétt, að hér þarf hjálpar við, en það þarf að byrja á réttum enda. Leiðinlegur misskilning- ur leiðréttur „f tilefni af skrifum Jónasar Péturssonar varðandi útboð í Kvíslaveitu, þar sem því er haldið fram, að Landsvirkjun sé að óska tilboða í stórfelld mannvirki til vatnaflutninga frá Norðurlandi til Suðurlands, vill undirritaður vekja athygli á eftirfarandi: Vatnsföll þau, sem tilheyra Kvíslaveitu, eru öll á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár. Fram- kvæmdir við Kvíslaveitu fela því á engan hátt í sér neina vatnaflutn- inga á milli landsfjórðunga og byggist upphrópun Jónasar á leið- inlegum misskilningi, sem hér með er leiðréttur. Jóhann Már Maríusson, y firverkf ræðingur. Þessir hringdu . . . Gormana á listahátíð Sveinn Dal Sigmarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef séð það í dálkunum hjá þér, að menn hafa verið að stinga upp á ýmsum hljómsveitum, sem vert væri að fá á listahátíð í sumar. Þar hafa t.d. verið til nefndar hljómsveitir eins og Culture Club, Ultravox o.fl. Mér fyndist hins vegar ríkari ástæða til að fá sam- bærilegar íslenskar hljómsveitir til að koma fram við þetta tæki- færi og dettur mér þá fyrst i hug sú þeirra sem hvað rækilegast hefur slegið í gegn og heitir Gorm- arnir, upprunnin í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Það væri ekki amalegt að fá þá til að troða upp á listahátíð. T.d. má geta þess, að Rolling Stones var eitt sinn upp- hitunarhljómsveit hjá þeim í Bandaríkjunum. Á komandi vori, um Jónsmessu- leytið, eru liðin fimmtíu og þrjú ár síðan haldin var hátíð á Þingvöll- um, því að þá voru liðin þúsund ár frá stofnun Alþingis Islendinga á Þingvöllum. Þangað kom þá fleira fólk en nokkurn tíma hafði safn- ast saman í einn hóp á íslandi. Og allt fór svo vel fram, að erlendir gestir, sem voru margir, dáðust að og töldu samkomuna vera þjóðinni til sóma. En þar sást ekki vín á nokkrum manni, vegna þess að Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var dóms- og kirkjumálaráðherra, lét án fyrirvara loka áfengisversl- uninni í Reykjavík, sem þá var sú eina á íslandi. Nú eru þær margar og nýbúið að opna vínverslun á Akranesi og aðra væntanlega á Sauðárkróki? Hvað er hér að gerast? Um leið og beðið er um stór fjárframlög til að byggja yfir sjúklingana, er notað óbrigðult ráð til að útbreiða veik- ina sem allra mest. Og eitt er víst: Ef ofdrykkja er sjúkdomur, þá er sá sjúkdómur bráðsmitandi, þvl að flestir og sennilega allir byrja að drekka með öðrum. Þó að sagt sé að það megi lækna sjúkdóminn, fylgir sú sögn að hann geti tekið sig upp eftir mörg ár. Að öllu þessu athuguðu er hér víst um mjög alvarlegan sjúkdóm að ræða, en þó hægara við að fást en marga sjúkdóma, sem læknum og vísindamönnum hefur tekist að finna bót á, því að það hefur þó aldrei heyrst, að þessi drykkju- sjúkdómur komi í fólk, sem aldrei hefur smakkað vín. Þess vegna held ég, að þessi blessuð SÁÁ-samtök eigi að skora á yfirvöld landsins og alla þjóðina að minnka áfengiskaupin og þá miklu virðingu, sem vínið hefur notið sem viðhafnardrykkur á veisluborðum." Birtist með gjöf- ina á heimili ferm- ingarbarnsins A.S. skrifar: „Velvakandi. Sunnudaginn 27. mars ók ég aldraðri móður minni til ferm- ingarveislu. Gjöfina hafði hún látið í umslag, en er hún settist upp í bílinn, hefur hún misst það án þess að verða þess vör. Hið rétta kom hins vegar í ljós, er á áfangastað var komið. Mikil leit var gerð, en án árangurs. En hvað gerist? Tveim dögum síðar birtist elskulegur maður á heimili fermingarbarnsins með gjöfina. Hafði hann ásamt konu sinni átt leið um miðbæinn þennan sunnudag og fundið um- slagið á gangstétt. Þar sem fullt nafn drengsins, en ekki heimil- isfang, var á kortinu, lásu hjónin nafnalista allra þeirra barna, er fermdust þennan dag, og fundu nafn og heimilisfang og komu bréfinu til skila. Vonandi lesa þessi elskulegu hjón þessar línur og um leið fær- um við mæðgur þeim okkar bestu þakkir og kveðjur fyrir alla fyrirhöfnina og heiðarleik- Með fíkjublað og geislabaug Kolskeggur skrifar: „Velvakandi. Meiri menn hafa séð aumur á Alusuisse og safna peningum til að rétta slagsíðu álfyrirtækisins. Almenningur hefur þó ekki sýnt þá taumlausu hrifningu og stuðn- ing sem bjargvættina dreymdi um. Svefnfarir stærðanna hafa verið erfiðar undanfarið: Áhyggj- ur af lögtaki og skuldadögum vegna kostnaðar. Sem eldheitur aðdáandi þessara sönnu íslendinga vil ég leggja fram minn skerf til bjargar bjargvættunum og benda þeim á fjáröflunarleið: Einn bjargvættur í einu verði til sýnis í Vaxmynda- safni ríkisins (sem stendur autt) dag hvern kl. 16—20. Klæðnaður þeirra verði fikjublað og geisla- baugur. Aðgangur verði 50 aurar, 10 aurar fyrir börn. (Bannað verð- ur að pota í sýningargripina og bannað að gefa þeim.) Ef hópar, fjölmennari en 15 manns, koma má veita 25% afslátt. Hugsanlega tækju Landleiðir að sér flutning sýningargesta. Lögreglan yrði að vera í viðbragðsstöðu vegna vænt- anlegra umferðarhnúta. Með þessu ættu fjárhagsáhyggj- ur velgerðarmanna Alusuisse að vera úr sögunni; jafnframt þörf þeirra fyrir athyglisþörf (exhibit- ionisma) að vera svalað." GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Um næstu mánaðarmót. Rétt væri: Um næstu mánaðamót. (Ath.: Mánaða-mót eins og ára-mót, ekki árs- mót.) Agætu viðskiptavinir Vegna orlofslengingar hefur Kristján Ó. Skagfjörö hf. lokað föstudaginn 22. apríl nk. (daginn eftir sumar- daginn fyrsta). Allar deildir fyrirtækisins verða lokaðar þennan dag, nema tölvuviögerðarmenn verða á vakt til að sinna útköllum sem kunna að berast. Viðskiptavinir vorir eru beðnir aö huga að þessu. IKRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. Hólmsqata 4- pósthólf 906 - sími 24120 -121 Reykjavík TQLVUFRÆDSLA Ritvinnsla á smátölvur Markmið: Námskeiöinu er ætlað aö veita yfirsýn yfir notkunarmöguleika ritvinnslunnar í dag og kynna þær breytingar sem hún hefur í för með sér á almenn skrifstofustörf. Lofóboínandl: Efni: — Undirstööuatriði ritvinnslu. — Æfingar á ritvinnslukerfi. — BSG; kennt á Northstar. — Applewriter; kennt á Apple III. — Scripsit II; kennt á Radio Shack. Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö öllum sem vilja kynnast kostum rit- vinnslunnar og meta kosti mismun- andi ritvinnslukerfa. Ragna Siguröardóttir Guójohnaan Tími: 25.-28. apríl 1983 kl. 09:00—13:00. Leiöbeinandi: Ragna Siguröardóttir Guðjohnsen ritvinnslu- kennari. Bókhald með smátölvum Markmið: Námskeiöinu er ætlaö aö gefa þátttakend- um innsýn í og þjálfun viö tölvuvætt fjárhags-, viö- skiptamanna- og birgðabókhald og kynna hvaöa möguleikar skapast meö samtengingu þessara kerfa. Efni: Leióbeinandi: — Tölvuvæöing bókhalds- og skrán- ingarkerfa. — Sambyggö tölvukerfi og möguleik- ar þeirra. — Æfingar og kennsla á tölvur. Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö þeim aöilum er hafa tölvuvætt eöa ætla aö tölvuvæöa fjárhags-, viö- skiptamanna- og birgöabókhald sitt og einnig þeim sem vinna viö kerfiö. Hilmir Hilmitson Gert er ráö fyrir þekkingu í bókfærslu. vió»kipt»fr»óinflur Tími: 25.-27. apríl 1983 kl. 13:30—17:30. Leiöbeinandi: Hilmir Hilmisson viöskiptafræöingur, ráögjafi og endurskoöandi hjá Hagvangi hf. Ath.: Starfsmenntunarsjóöur Starfsmannafé- lags ríkisstofnana greiöir þátttökugjald fyrir fé- lagsmenn sína á þessum námskeiöum og skal sækja um þaö til skrifstofu SFR. Einnig greiðir Verslunarmannafélag Reykjavík- ur þátttökugjald fyrir félagsmenn sína á þess- um námskeíöum og skal sækja um þaö til skrifstofu VR. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNAR- FÉLAGSINS í SÍMA 82930. lUÉRMIMlRfRU OMwnunnin Lifw (SLftHK SlOUMÚLA 23 SlMI 82930 RWI Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar 'í’ Heimili óskast á suövesturlandi fyrir 10 ára gamlan, talsvert heyrn- arskertan dreng. Einnig kemur til greina heimili sem gæti tekiö hann aö sér um helgar og skólaleyfum. Uppl. gefur Félagsmálastofnun ReykjavíkurPorgar í síma 74544.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.