Morgunblaðið - 20.04.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 20.04.1983, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Mikið verk og yandað Bókmenntir Erlendur Jónsson Lúðvík Kristjánsson: ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR II 516 bls. Bókaútg. Menningarsjóðs Reykja- vík, 1982. Þetta er geysimikið verk í öllum skilningi. Slíkt verður ekki unnið nema á löngum tíma. Maður verð- ur að vera nákunnugur efninu áð- ur en hann hefst handa svo hann fari nærri um hvar heimilda sé að leita. Og hann verður að vera gæddur þeirri fræðimannlegu þol- inmæði að »flýta sér hægt við fræðistörf« svo vitnað sé til eftir- málans en nota tímann þó 'vel. Lúðvík Kristjánsson, höfundur þessa rits, hefur unnið að verki sínu áratugum saman og er nú maður kominn á efra aldur. Margt hefur hann fleira ritað um dagana og sent frá sér. En þetta mun vera lunginn úr ævistarfi hans. Og hef- ur margur skilið eftir sig minna! Þetta annað bindi hefst á heim- ildaskrám. Fyrsti kaflinn ber svo yfirskriftina Verstöðvatal. Fylgir því fslandskort þar sem merktar hafa verið inn þær verstöðvar sem um getur í kaflanum. En hvað var annars verstöð? Hvað var heimver, útver og viðlegu- ver, svo dæmi séu tekin? Hvaðeina slíkt er hér útskýrt með vísan til sterkra líkinda, ef ekki óyggjandi heimilda. Verstöðvar voru mis- margar eftir landshlutum. Fiski- mið og hafnarskilyrði réðu því öðru fremur. Fljótt á litið kann að koma á óvart hversu margar verstöðvar voru t.d. á svæðinu frá Eyrarbakka og austur í Mýrdal — á strönd sem er þó að heita má ein samfelld hafnleysa! Það sýndi sig líka að áhættan var mikil, sjóslys urðu þar tíð og mannskæð, en ávinningurinn var líka mikill með bestu fiskimiðin úti fyrir. Á suð- austurströndinni frá Mýrdal til Hornafjarðar, hefur útræði hins vegar verið hverfandi lítið. Á Suð- urnesjum — en þá er átt við vest- anverðan Réykjanesskagann — voru nafnkunnar verstöðvar og skammt á milli þeirra. Sama máli gegndi um Snæfellsnes, ekki að- eins utanvert heldur var útræði allt í kringum nesið. Norðanvert við Breiðafjörð hefur hins vegar verið mun minna róið til fiskjar. Við Húnaflóa voru margar ver- stöðvar, allt inn með Hrútafirði, enda upplýsir höfundur að fisk- gengd hafi verið þar mikil, t.d. á öldinni sem leið. Alls eru taldar hringinn um landið 326 verstöðvar og skiptast þær þannig eftir fjórð- ungum að langflestar voru í Vest- firðingafjórðungi, eða 125. Næstur kemur Norðlendingafjórðungur með 73, síðan Austfirðingafjórð- ungur m< ð 72 og loks Sunnlend- ingafjórðungur með aðeins 56. Sjálfsagt mundi margur ætla að síðastnefnda talan væri hlutfalls- lega hærri. En strandlengja Sunn- lendingafjórðungs var stutt miðað við annarra fjórðunga, t.d. Vest- firðingafjórðungs með öllum sín- um flóum, fjörðum og víkum. Þá kemur langur og ítarlegur kafli um skipasmíðar. Til þeirra þurfti tvennt: efni og kunnáttu. Rifjast upp í því sambandi að ein- hvers staðar stendur sú staðhæf- ing í gamalli Norðurlandasögu að íslendingar hafi glatað frelsi sínu á 13. öld vegna skorts á timbri, járni og salti. Ekki þótti mér sú skýring fjarstæðari en hver önnur þegar ég las. Hafi Rómverjum ver- ið nauðsynlegt að sigla eins og kveðið var að orði í rómverskum málshætti, þá var og er íslending- um það lífsnauðsyn. Aldirnar í gegnum réðu íslendingar hvorki yfir auði né tækni til að smíða hafskip. En bátar voru hér löngum smíðaðir, oft úr alinnlendu efni: járni, sem hér var unnið, og reka- viði sem nógur var víðs vegar með ströndum fram. Saga íslenskra bátasmíða er merkileg. Lúðvík Kristjánsson getur þess að mikið hafi verið skrifað um hestinn en fátt um bátinn og má það til sanns vegar færa. Bátasmíðarnar voru ekki aðeins þjóðleg iðngrein held- ur hafði hver landshluti nokkra Lúðvík Kristjánsson sérstöðu í smíðinni, enda gegndu bátarnir mismunandi hlutverki eftir staðháttum. Á breiðfirsku bátunum þurfti t.d. að flytja búfé milli eyja, eða lands og eyja. Sunnlensku bátana þurfti hins vegar að smíða með hliðsjón af brimlendingu. Nokkrir gamlir bátar eru til á söfnum og getur Lúðvík þeirra. Kaflanum fylgja ekki aðeins margar ljósmyndir heldur líka fjöldi uppdrátta. Sá, sem í framtíðinni hyggst smíða sér bát með gömlu lagi, getur sem best sótt teikningar og verklýs- ingar til þessarar bókar. Að iokum eru svo nokkrir kaflar sem með einum eða öðrum hætti lýsa vertíðunum: Vertíðir, Verleiðir og verferðir, Verbúðir og Mata og mötulag. Vertíðirnar mótuðu mjög svip þjóðlífsins fyrrum. Og ekki eru þær fáar þjóðsögurnar sem segja frá mönnum á leið í ver. Þær ferð- ir áttu sinn þátt í að tengja lands- hlutana hvern við annan og við- halda þannig þjóðarheildinni, t.d. með hliðsjón af málinu. Ef hver hefði einatt setið á sinni þúfu, hefði íslenskan greinst í mállýsk- ur og einangrun byggðanna orðið að meiri og tilfinnanlegri. Ver- ferðirnar þóttu oft slarksamar (það er að segja erfiðar). Og ver- búðirnar — en myndir af þeim eru nokkrar í bókinni, einnig upp- drættir — hafa naumast getað talist til merkilegrar byggingar- listar. Margur torfbærinn hefur verið höll hjá þeim hreysum. Þef- urinn hefur víst verið þeigi góður því »skinnklæði, hvort sem þau voru þurr eða blaut, jafnvel nýlega mökuð með lifur, héngu á stoðum milli bjálkanna.* Hins vegar getur Lúðvík þess að »einstaka maður hafði með sér lítið skrifpúlt* og segir það einnig sína sögu. Ver- búðalífið hefur ekki verið fyrir kveifar né veifiskata. En það var samfélag sem hlftti eigin reglum. »Verbúðaskyldur«, sem svo voru nefndar, voru fáar en skýrar. »Líklegt er,« segir Lúðvík, »að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á Iand- inu, en þegar kemur fram á 19. öld verða þær dálítið mismunandi.« Svo nauðsynlegar telur Lúðvík verferðirnar hafa verið að »án stuðnings frá sjónum gat bænda- þjóðfélagið ekki þrifist.* Verleiðirnar voru vitanlega mis- langar eftir landshlutum. Þeir, sem lengst áttu, voru allt að hálf- um mánuði á leið í ver. Hættu- legar gátu verferðirnar orðið I misjöfnum vetrarveðrum. Einnig reyndist oft erfitt að fá gisting og mat því slíkt var ekki annars stað- ar að hafa en á bæjum á leiðinni. Og þar var ekki alltaf gnótt í búi. Sjósóknin reyndi líka á þrek manna, bæði andlegt og líkamlegt. Lúðvík getur þess að ekki hafi ver- ið venja fyrrum að hafa með sér þurrt né vott á sjóinn. Því betur tóku menn til matar síns í landi: »Þá daga, sem róið var, urðu menn að hesthúsa allan mat dagsins á 2—4 tímum og gengu því kút- saddir til hvílu.« Verbúðunum voru gefin nöfn og urðu sumar þeirra nafnkunnar. Stundum var nafn verbúðar valið með hliðsjón af harðbráki því sem íbúarnir urðu að þola. Alloft var kona ráðin í verbúð til að sinna þjónustubrögðum og öðrum kven- legum störfum og var hún þá ým- ist ráðin upp á hlut eða fyrirfram ákveðið kaup. Eins og fyrr segir er rit þetta mikið, bæði að efni og umfangi, brotið t.d. tvöfalt miðað við með- alstærð bóka. Margar myndir eru í bókinni, þar með taldar loft- myndir í lit, teknar af ómari Ragnarssyni. Þær eru ekki aðeins teknar út frá heppilegum sjónar- hornum heldur líka hin mesta bókarprýði. Markmið ljosmyndun- ar er jafnmargvíslegt og ljós- myndarar eru margir. Myndir í riti sem þessu eiga að vera til skýringar, útlistunar, styðja text- ann. Og það gera myndir ómars með prýði. Sums staðar er lands- lagi svo háttað að einungis loft- myndir ná að sýna það sem lýsa skal. Svo er t.d. um ýmsar fornar verstöðvar sem standa undir gneypum fjöllum víðs vegar kring- um landið. Útgefandi hefur líka lagt metn- að sinn í að gera rit þetta sem best úr garði. Oh boy (George): Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Culture Club Kissing to Be Clever Virgin/ Steinar hf. Með lög á borð við Do You Really Want to Hurt Me og Time klingjandi í höfðinu gerði ég mér vonir um, að platan Kissing to Be Clever byði upp á fleira í þeim dúr, en varð ekki beint að ósk minni. í ljós kom sumsé, að Culture Club er fyrst og fremst hljómsveit, sem býður upp á diskótónlist með aðgengilegt „dansbít" í fararbroddi. Eftir að hafa hlýtt á plötuna aftur og aftur átti ég ansi erfitt með að finna ljósu punktana á henni. Kannski kann ég bara ekki að meðtaka þessa tegund tónlistar? Á Kissing to Be Clever voru aðeins þrjú lög (af níu alls), sem ég gat sætt mig við með ein- hverju móti. Boy, Boy (I’m The Boy), White Boys Can’t Control It og Do You Really Want to Hurt Me voru þessi þrjú. Það síðastnefnda stendur upp úr öllu saman eins og Esjan úr Kjósinni og hin lög- in koma þar langt á eftir. Þau tvö, sem tilnefnd eru með því, eru miklu lakari, en þó sýnu áheyrilegust af öllu dótinu. Svona eftir á að hyggja er ég þeirrar skoðunar, að Culture Club hljóti að vera miklu meira fyrir augað en eyrað á tónleik- um. Skiptir þar vafalítið sköpum hinn óviðjafnanlegi Boy George. Hvað svo sem mönnum kánn að finnast um hann verður því ekki í móti mælt, að hann syngur eins og engill. Eg meina það, hann syngur reglulega vel. Kissing to Be Clever er ekki plata, sem ég mæli með nema fyrir dansfríkin. Til þess er tón- listin tilvalin, en fyrir minn smekk finnst mér rétt að gera aðeins meiri kröfur til tónlistar en þær, að hún dugi til þess eins að halda manni gangandi á dansgólfinu í lengri eða skemmri tíma. Ógleymanlegar æviminningar Frá fyrstu kynnum hefi ég vit- að, hver atgervismaður Karvel Ögmundsson skipstjóri og útgerð- armaður í Ytri-Njarðvík var og er í daglegum lífsháttum sínum til sjós og lands. Og fyrst þegar ég kynntist hans „andlegu hlið“, ef- aðist ég ekki um, að einnig hið innra með honum byggi harla óvenjulegir enginleikar. Þetta var á einhverri hátíðasamkomu eftir aðalfund Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda fyrir um það bil 30 árum. Þar féll það í hans hlut að mæla fyrir minni kvenna. Svo listilega gerði Karvel þetta, að mér hefur aldrei fallið það úr minni síðan. Þess vegna hvatti ég hann í ófá skipti síðan til þess að taka til máls á þeim árlegu sam- komum, sem við báðir höfum jafn- an setið um áratuga skeið, þótt sú hvatning hafi alltof sjaldan borið árangur. Ég hefi beinlínis iðað í skinninu til þess að hlusta á manninn, hvað engan veginn er víst það algengasta gagnvart ræðumönnun „nú til dags“, þegar líklega flestir kvíða fyrir — og ekki að ástæðulausu! Á þessari forsendu kom mér það ekki nema að sumu leyti á óvart, þegar haustið 1981 kom út bókin „SJÓMANNSÆVI" eftir Karvel, og þá aðeins I. bindi, en sl. haust 2. og fleiri eru væntanleg. Verði þau sem flest! Þegar ég las hið fjölskrúðuga efnisyfirlit að fyrra bindi ævisögu Karvels af þeim tveimur, sem út eru komin, tíndi ég fyrirfram í huganum út allmarga kafla sem ég — seinlæs maðurinn — gæti vel leyft mér að hlaupa yfir án þess að missa af miklu, eins og t.d. „Tófu- grenið" — „Svartfugl, kría, súlu- rnergð;" — „Háhyrningurinn og steypireyðurin" — „Mótekja" o.fl. Ég gat þó ekki stillt mig um að hnusa svolítið af þessu í yfirferð- inni og með þeim árangri, að þar með var ásetningur minn um „yf- irhlaupið" rokinn út í veður og vind. Ég gat ekki sleppt orði úr einum einasta kafla. Svo heillandi var frásögnin af öllu þessu. Slíkur frásagnarmáti er ekki á færi nema frábærra sögumanna. Ég legg ekki út í að reyna að lýsa frekar þessum frásagnartöfr- um Karvels, en ræð hverjum, sem njóta vill þeirra, til að lesa sjálfur — og lifa. Það er nálega sama, hvar gripið er niður í þessar bæk- ur; hvarvetna blasir við seiðmögn- uð snilli Karvels; ósjaldan óvið- jafnanleg. Ég hygg t.d., að það verði bið á viðlíka þáttum úr sjó- mannasögu okkar samanlagðri og fram kemur í kvæði Karvels í seinna bindinu: „Róður á opnu skipi frá Hellissandi", og köflun- um „Klifrað í klökugt mastur" og „Þá skall hurð nærri hælum" — eða, svo litið sé inn til landsins; þáttunum „Hrakningar á heiðar- vegi“ og „Hrakningar í Hólmsá". Það er hverjum manni ávinn- ingur að lesa frásagnir sem þess- ar, ekki sízt hinum ungu í landinu, sem aldrei munu í eigin lífi lenda í slíkum mannraunum sem Karvel og félagar hans, og trúlega aldrei fá notið slíks sögumanns af at- burðum úr eigin lífi. Alveg ógleymanlegar eru fjöl- margar frásagnir Karvels frá upp- vaxtarárum hans undir Jökli. Mannlífið þar á þessum tíma — í fátækt hið ytra, en auðleg hið innra; í gleði yfir litlu og sorgum þess yfir miklu — stendur lesand- anum ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Hæst ber þó e.t.v. þraut- seigju þessa blessaða fólks. Kjark- ur þess var óbilandi á hverju sem gekk, og sú guðstrú, sem veitti því hugrekki til að láta ekki hugfall- ast. Manni finnst stundum með ólíkindum, hvað á margt þetta fólk er lagt í strangri lífsbaráttu við hin aumustu kjör, og jafn- framt hitt, af hvílíkum manndómi þeim harmkvælum var mætt. Víða í íslenzkum sjávarþorpum væri sjálfsagt svipaða sögu að segja frá umræddum tíma; frá umkomuleysi almennings, en hvergi kannski átakanlegri, sök- um sérstaklega erfiðra staðhátta og harðneskju frá náttúrunnar hendi á þessa stormasömu undra- veröld; utanverðu Snæfellsnesi. Mannlífslýsingar Karvels eru oft KarveJ Ögmundsson. frábærar og eftirminnilegur þátt- ur þjóðarsögunnar frá því um síð- ustu aldamót og fyrstu áratugum 20. aldar, sem e.t.v. hafa aldrei verið gerð betri skil á bók. Vel myndu valdir kafla úr ævi- sögu Karvels Ögmundssonar sóma sér sem lexíur fyrir ungt skólafólk í þessu landi. Þar er á óviðjafnan- legan hátt lýst bæði hversdagsleg- um og sérstæðum atburðum, harð- ri lífsbaráttu, hættum og hetjusk- ap — af manni, sem sjálfur lifði þessu lífi, man það svo með ólík- indum er, og er sú list léð að kunna að segja frá, svo nákvæm- lega og trúverðugt, að vart mun betur gert. Nefni ég þar til — auk þess, sem áður er getið — frásögn- ina af Krossavíkurslysinu 1923, og svo kaflann „Leitin að líki föður míns,“ þar sem meðfæddur kjark- ur og elskulegheit höf. um tvítugt speglast sérstaklega vel í harm- rænni lýsingu á atburðum — að ógleymdu því, sem á sér stað, þeg- ar faðirinn finnst sjórekinn hálf- um mánuði síðar. Sonurinn ungi yfir líki hans gleymist ekki. Menn fara ekki út á götuna, hvaða dag sem er hér í þéttbýli hitaveitusvæðisins til að upplifa atburði sem þá, er Karvel hefur lifað, né heldur eignast slíkan mann til frásagnar. Hann á því sérstakar þakkir skilið fyrir frá- bært verk sitt — fyrir utan allt annað í lífi hans og starfi, sem hann hefur hlotið opinbera og verðskuldaða viðurkenningu fyrir, því vissulega hefur Karvel ög- mundsson lifað aðra ævi um dag- ana en sjómannsævina, og hana á margan hátt harla sérstæða. Af henni vildum við mega fá sem mest að heyra í næsta eða helzt næstu bindum æviþáttanna. Að lokum þetta: Úr allri frásögn Karvels skín einlæg átthaga og ættartryggð, yljuð eðlislægri hlýju þessa góða drengs til allra manna. Hvergi verður vart kala eða beiskju. Yfir endurminning- unum öllum hvílir heiðríkja og karlmannlegt æðruleysi. í marzmánuði 1983. Baldvin Þ. Krisjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.