Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 65 kksins í Reykjavík Geir Hallgrímsson, Dyngju- vegi 6, R., er fæddur 16. des- ember 1925. Eiginkona Geirs er Erna Finnsdóttir og eiga þau fjögur börn. Stúdent frá MR 1944 og lögfræðingur frá Hl 1948. Stundaði fram- haldsnám í lögfræði og hag- fræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum 1948—1949. Forstjóri H. Benediktsson 1954—59, borgarstjóri 1959— 72, alþingismaður frá 1970, forsætisráðherra 1974—78. Formaður Stúdentaráðs HÍ 1946—47. Borgarfulltrúi 1954—74, sat í stjórn Heim- dallar, formaður 1952—53, formaður SUS 1957—59, í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1965, varaformaður flokksins 1971 og formaður frá 1973. Guðmundur H. Garðarsson, Stigahlíð 87, R., er fæddur 17. október 1928. Eiginkona Guð- mundar er Ragnheiður G. Ásgeirsdóttir og eiga þau tvö börn. Stúdent frá Verzlun- arskóla fslands vorið 1950. Viðskiptafræðingur frá Há- skóla Islands 1954. Fram- haldsnám í hagfræði í V- Þýzkalandi og Bandaríkjun- um. Formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur 1957—1980. Blaðafulltrúi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna frá 1961—. Alþingismað- ur 1974—78. Formaður Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna frá 1980. í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1971—1975 og 1980—. f verkalýðsráði Sjálfstæðisflokksins frá 1967—. Hefur átt sæti í stjórn SUS og Heimdallar og var formaður FUS Stefnis, Hafn- arfirði 1949—51. Jón Magnússon, Malarási 3, R., er fæddur 23. mars 1946. Eiginkona Jóns er Halldóra J. Rafnar og eiga þau tvö börn. Stúdentspróf frá máladeild MR 1967, embættispróf í lög- fræði 1974. Byggingar- og önn- ur alm. verkamannavinna á námsárum. Kennari við Ár- múlaskóla 1967—74, fulltrúi á Lögfræðiskrifstofu Benedikts Sveinssonar hrl. 1974—76, stofnaði eigin lögmannsskrif- stofu ásamt Sigurði Sigur- jónssyni hdl. 1976. Starfaði I Stúdentaráði Háskóla fslands, formaður 1970—71, í stjórn Neytendasamtakanna frá 1977, form. frá 1982, varafor- maður fþróttafélagsins Fylkis frá 1982. í stjórn Heimdallar 1963-66, formaður 1975-77, í miðstjórn Sjálfst.fl. 1973—81, í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna f Reykjavík 1975-77, í stjórn SUS 1971— 77, formaður SUS 1977—1981. Geir H. Haarde, Háaleitis- braut 51, R., er fæddur 8. aprfl 1951 og á hann tvö börn. Stúd- ent frá MR 1971. BA, hag- fræði, Brandeis University 1973, MA., alþjóðastjórnmál, John Hopkins Univ. 1975, MA, hagfræði, University of Minnesota 1977. Hagfræðing- ur í alþjóðadeild Seðlabanka fslands frá 1977. Stundakenn- ari við Hf frá 1979. Blaðamað- ur við Mbl. sumrin 1972—77. f stjórn Félags viðskiptafræð- inga og hagfræðinga 1978—80. f stjórn Varðbergs frá 1979. f stjórn Heimdallar 1968—69, í fulltrúaráði í Rvík frá 1969. í stjórn Varðar 1978—79 og 1980—81. Formaður SUS frá 1981. Bessí Jóhannsdóttir, Hvassa- leiti 93, R., er fædd 5. febrúar 1948. Eiginmaður hennar er Gísli Guðmundsson og eiga þau tvö börn. Stúdent úr stærðfræðideild MR. BA-próf f félagsfræði og sagnfræði frá Hf, cand. mag. próf frá Hf og próf í uppeldis- og kennslu- fræðum frá Hf. Kennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1973— 80, áður stundakennari við MR og Kennarahásk. fsl. f stúdentaráði 1972—73 og full- trúi stúdenta á deildarfundum í heimspekideild. f stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna 1977—81, f stjórn Hvatar 1974—75, ritari, 1975—76 varaformaður og formaður frá 1981. f fram- kvæmdastjórn Sjálfst.fl. 1978—81, varaborgarfulltrúi Sjálfst.fl. f borgarstjórn 1974— 82. Á nú sæti f fræðslu- ráði og stjórn Borgarbóka- safns. fúthlutunarnefnd lista- manna frá 1979. Elín Pálmadótlir, Kleppsvegi 120, R., er fædd 31. janúar 1927. Stúdent frá MR 1947, cand. phil. frá Hf 1948 og síð- an við málanám, ensku og frönsku, við Háskóla fslands og erlendis. f utanríkisráðu- neytinu 1946—52, þar af í sendiráði fslands f París í 2 ár 1950—52 og í leyfi í eitt ár 1948, þá starfandi hjá Samein- uðu þjóðunum f New York, blaðamaður við Vikuna 1952—58, blaðamaður á Morg- unblaðinu frá 1958. Aðstoðar- framkvæmdastjóri íslands- deildar á Heimssýningunni í Montreal 1967 og við fleiri sýningar erlendis. Stjórn Blaðamannafélagsins í nokkur ár og í nefndum á vegum þess. f stjórn áhugamannafélaga á sviði náttúruverndar, hesta- mennsku o.fl. M.a. f stúdenta- ráði 1947—48 og síðar i stjórn Stúdentafélags Reykjavfkur. f stjórn Hvatar 1973—75 og frá 1982, og Landssambands sjálf- stæðiskvenna frá 1977. í stjórn Varðar frá 1981, vara- borgarfulltrúi f Reykjavfk 1970—74, borgarfulltrúi 1974— 78 og varaborgarfull- trúi 1978—82. Formaður nátt- úruverndarnefndar Reykja- vfkur frá 1970 og formaður umhverfismálaráðs til 1978. Varaformaður fræðsluráðs 1974-78 Hannes H. Garðarsson, Teigaseli 5, R., er fæddur 29. júlf 1956. Eiginkona Hannesar er Valdís S. Larsdóttir og eiga þau þrjú börn. Hefur unnið á Bílaverkstæði Garðars Sölva- sonar og hjá Strætisvögnum Reykjavíkur (þvottastöð). Starfað hjá Slysavarnafélagi íslands og Björgunarsveit Ing- ólfs. 1 stjórn Óðins, meðlimur f Heimdalli og fél. sjálfstæð- ismanna f Laugarnesi. Helga Hannesdóttir, Trönu- hólma 18, R., er fædd 10. maí 1942. Eiginmaður Helgu er Jón G. Stefánsson og eiga þau fjögur börn. Stúdentspróf frá MR 1962, læknapróf frá HÍ J969, sérnám í almennum geð- lækningum við háskólasjúkra- húsið í Rochester USA 1971—74. Hefur starfað á barnageðdeild Landspftalans sl. 6 ár, auk þess á Kleppsspft- ala og Barnaspítala Hringsins. I fræðslunefnd Landspftalans 1975—77, í stjórn Zontafélags Reykjavíkur 1978—80. í stjórn félags til eflingar sálkönnunar á fslandi sl. 6 ár. Formaður f félagi barnageðlækna. Skipuð í Barnaverndarráð íslands f febrúar sl. til fjögurra ára. Sigfús J. Johnsen, Fýlshólum 6, R., er fæddur 25. nóvember 1930. Eiginkona Sigfúsar er Kristín S. Þorsteinsdóttir og eiga þau sex börn. Verslun- arskóli fslands 1950, Kennara- háskóli fslands 1953. Kennari við Gagnfræðaskóla Vm. og Iðnskóla Vm. frá 1951—69, síðan kennari við gagnfræða- stigið í Reykjavík til dagsins í dag. Einnig starfað við ýmsan sjálfstæðan atvinnurekstur öll árin. Starfaði f Félagi ungra sjálfstæðismanna, Eyverjum, Vm. frá 1950. Formaður frá 1958 til 1968. Varamaður á Al- þingi fyrir Suðurland, sat 1966 og 1967. Björg Kinarsdóttir, Einars- nesi 4, R., er fædd 25. ágúst 1925. Eiginmaður hennar er Harald Guðmundsson og eiga þau þrjú börn. Stundaði nám f Kvennaskólanum í Reykjavík. Hefur aðallega unnið við skrifstofustörf, seinast sem fulltrúi skólastjóra Þroska- þjálfaskóla íslands. Hefur starfað að útgáfumálum. Hún er nú ritstjóri stéttartals ljósmæðra er kemur út á þessu ári. Einn af stofnendum Landsamtakanna Lifs og lands, sat f fyrstu stjórn. Virk f Kvenréttindafélagi íslands. I stjórn frá 1976, varaformaður 1976—80. 1 stjórn Blindrafé- lagsins um árabil. í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, frá 1975-82, formaður 1978-81.1 stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykiavfk, kjör- in 1981 og 1982. í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, kjörin á Landsfundi 1981. Hún á sæti f svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni þroskaheftra. Hún er formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Þorsteinn Gíslason, Sunnu- vegi 9, R., er fæddur 1. des- ember 1928. Eiginkona hans er Vilborg Vilmundardóttir og eiga þau fjögur börn. Kenn- arapróf 1952. Stýrimannapróf 1953. Framhaldsnám í stjórn- unar- og tæknifögum sjávar- útvegs í Danmörku og Noregi 1975—76 og f Bandaríkjunum 1978. Skipstjórn á sumrum frá 1953—1981. Kennari við Gerðaskóla 1953—54, skóla- stjóri 1954—60, kennari við Stýrimannaskólann 1960—1982. Varafiskimála- stjóri 1971—1982. Fiskimála- stjóri 1. janúar 1983. I stjórn Sfldarverksmiðja rfkisins frá 1971, stjórnarformaður frá 1977. Hefur starfað aðallega í bindindishreyfingunni. Sat sex sinnum á Alþingi sem varamaður Reykvíkinga 1967—71. Ýmis önnur félags- mál í sjávarútvegi á vegum flokksins. Auður Auðuns, Ægissíðu 86, R., er fædd 18. febrúar 1911. Eiginmaður hennar var Her- mann Jónsson hrl., (látinn) og á hún fjögur börn. Lauk stúd- entsprófi frá MR 1929. Emb- ættisprófi frá lagadeild Há- skóla íslands vorið 1935. Starfaði við málflutningsstörf á Isafirði 1935—36, lögfræð- ingur Mæðrastyrksnefndar- innar í Reykjavík 1940—60. Störf í ýmsum stjórnskipuðum nefndum vegna endurskoðun- ar laga. Borgarfulltrúi f Reykjavík 1946—1970, um skeið borgarstjóri ásamt Geir Hallgrímssyni. Þingm. Reyk- víkinga 1959—1974, um skeið dóms- og kirkjumálaráðherra. Starfað í mæðrastyrksnefnd, Kvenréttindafélagi íslands, Kvenstúdentafélaginu, stjórn Menningar- og minningar- sjóðs kvenna, Zontaklúbbi Reykjavíkur. I stjórn Hvatar um margra ára skeið, formað- ur 1976—1978, einnig í stjórn Landssambands sjálfstæð- iskvenna og formaður þess 1973—1975 með sæti í mið- stjórn flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.