Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 79 Þessi ungmenni hlutu verðlaun fyrir myndasogur í myndasamkeppni Reykingavarnanefndar. Morgunblaðií/Ol.K.M. 2.000 myndir bárust í sam- keppni reykingavarnaneftidar Bjorn uarri Mgurðsson, sjö ára snáði úr Fossvogsskóla, er hlaut önnur aðalverðlaunin í myndasamkeppni Reykingavarnanefndar. Hin verðlaun- in hlaut Sigurður Sævar Sigurðsson, einnig úr Fossvogsskóla, en hann var veikur og gat því ekki veitt verðlaunum sínum viðtöku. Verðlaunahafar í flokki 6—9 ára barna, Hrafnkell Erlendsson Kópavogi, Guðrún Elva Tryggvadóttir Kópavogi og Njáll Jónsson Suðureyri. NÝLEGA gekkst Reykingavarna- nefnd fyrir samkeppni meðal nem- enda í grunnskólum um teikningar sem innlegg í áróður gegn reyking- um. Mikil þátttaka var í keppn- inni. Um 2000 myndir bárust. Ása Björk Snorradóttir formað- ur Félags íslenskra myndmennta- kennara og Þórir Sigurðsson námsstjóri aðstoðuöu Reykinga- varnanefnd við að skipuleggja keppnina og leita aöstoðar mynd- menntakennara í grunnskólunum. í sumum skólunum var forval en f öðrum voru allar myndir sem bár- ust scndar í keppnina. Anna Þóra Árnadóttir, tilnefnd af félagi aug- lýsingateiknara, og Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, tilnefnd af félagi myndmenntakennara, völdu úr myndunum í samráði við Reyk- ingavarnanefnd. Fyrirhugað er að velja úr myndunum sem ekki hlutu verð- laun og setja upp sýningu innan tíðar. Einnig er í ráði að láta gera veggspjöld eftir myndunum en ekki hefur verið ákveðið hvaða myndir verði notaðar í því skyni. Alls voru veitt 18 verðlaun bæði fyrir myndir og myndasög- ur. Aðalverðlaunum skipta með sér tveir drengir úr Fossvogs- skóla, Sigurður Sævar Sigurðs- son og Björn Darri Sigurðsson, báðir 7 ára. í flokki 13—15 ára hlutu verðlaun Arna Einarsdótt- ir, Akureyri, Hrafnhildur Ólafs- dóttir, Garðabæ, Olga Bergmann Reykjavík, Alma Dögg Jó- hannsdóttir, Kópavogi. I flokki 10—12 ára, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Kópavogi, Kjartan Hallur Grétarsson, Hofsósi, Páll óskar Hjálmtýsson, Reykjavík, og Jón Vilberg Guðjónsson, Hall- ormsstað. í flokki 6—9 ára, Hrafnkell Erlendsson, Kópavogi, Guðrún Elva Tryggvadóttir, Kópavogi, og Njáll Jónsson, Suð- ureyri. Fyrir myndasögur hlutu verð- laun í flokki 13—15 ára, Hákon Árnason, Hafnarfirði, og Hrólf- ur Brynjarsson, Akureyri. í flokki 10—12 ára, Valgerður Guðlaugsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir, Margrét Kjart- ansdóttir, Ragna Vala Kjart- ansdóttir, Sigríður Ragna Jóns- dóttir og Vigdís Másdóttir allar í Fossvogsskóla í Reykjavík. í flokki 6—9 ára barna fengu verðlaun Valgerður Jónsdóttir og Vera Júlíusdóttir, Melaskóla í Reykjavík. í Reykingavarna- nefnd eiga sæti Guðrún Guð- laugsdóttir, fréttamaður, for- maður, Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfél. Reykjavíkur, og Þórð- ur Harðarson yfirlæknir. Verðlaunahafar í flokki 10 til 12 ára barna, Edda Björg Eyjólfsdóttir Kópavogi, Kjartan Þessar stúlkur voru meðal verðlaunahafa f flokki 13 til 15 ára í samkeppni Reykingavarna- Hallur Grétarsson Hofsósi, Páll Óskar Hjálmtýsson Reykjavík og Jón Vilberg Guðjónsson nefndar. Hallormsstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.