Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Sjálfstæðisflokkurinn styður konur til raunverulegs jafnréttis á vinnumarkaðnum - eftir Sólrúnu B. Jensdóttur Konur og karlar hafa jafnan laga- legan rét- til menntunar og atvinnu hér á landi, en er jafnrétti í reynd á vinnumarkaðnutn? Hér verður rætt um helstu erfiðleika, sem mæta kon- um í atvinnulífinu og það, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert, er að gera og stefnir að til úrbóta. Breytt staða fjölskyldunnar Það hafa orðið miklar breyt- ingar á stöðu fjölskyldunnar sl. 100 ár. Á síðustu áratugum 19. aldar voru flestar fjölskyldur hér á landi sjálfstæðar framleiðslu- einingar. Atvinnuþátttaka kvenna var annars eðlis en nú. Þrátt fyrir erfiðara heimilishald innanhúss án véla og annarra nútímaþæg- inda, tóku konur virkan þátt í framleiðslunni og fundu sig jafn- ingja manna sinna. Börnin fylgd- ust með foreldrunum á heimilinu og lærðu þar flest sitt ævistarf. Það tíðkaðist vissulega kynskipt- ing í störfum á heimilinu, en ástæðulaust er að ætla að hús- mæðurnar hafi talið sín störf óæðri störfum karla eins og oft er látið í veðri vaka, þegar rætt er um „kúgun" kvenna gegnum ald- irnar. Eg set kúgun innan gæsa- lappa og spyr: „Voru húsfreyjur almennt kúgaðri en t.d. vinnu- menn?“ Atvinnuhættir í landinu fram á þessa öld styrktu fjölskyldubönd- in. Allir unnu áþreifanlega að sama marki. í nútímaþjóðfélagi eru flestar fjölskyldur í þéttbýli neyslueiningar. Tekna er aflað utan heimilis og börn ganga í skóla í stað þess að læra framtíð- arstörf sín af fyrirmynd foreldr- anna. Fjölskyldan dreifist út í þjóðfélagið og samheldni hennar er hættara en áður. Meðan hús- mæður störfuðu flestar eingöngu á heimilinu, voru þær tengiliður fjölskyldumeðlima, grunnurinn, sem fjölskyldan byggði á. Á síð- ustu áratugum hefur það færst mjög í vöxt að konur vinni utan heimilis bæði af áhuga og illri nauðsyn, því að fáar fjölskyldur geta lifað af launum einnar fyrir- vinnu. Jafnrétti í oröi en ekki á borði f baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna hefur verið lögð á það áhersla, að stúlkur fái sama upp- eldi og drengir, sömu tækifæri til menntunar og að þær eigi ekki að láta kynferði sitt fæla sig frá því að starfa þar sem áhuginn býður. Þessi barátta hefur borið árangur, t.d. hefur konum, sem útskrifast frá Háskóla íslands, fjölgað mjög. Stærst var stökkið frá 1975, þegar þær voru 20% til 1979, þegar talan var komin upp í 36%. Við heyrum um stúlkur í stýrimannaskóla, bændaskólum, við fjölbreytt iðn- nám og starfandi sem strætis- vagnastjórar, bensínafgreiðslu- menn og lyftarastjórar, svo að eitthvað sé nefnt. Þótt konur og karlar hafi jafnan lagalegan rétt til menntunar og atvinnu, nægir það ekki til að skapa raunverulegt jafnrétti, ef hjón eða sambýlisfólk eignast barn. Mestur þungi umönnunar og uppeldis lendir nær undantekn- ingarlaust á móðurinni. Því hefur verið haldið fram, að úr þessu megi bæta með auknu framboði dagvist.unarstofnana, svo að allir, sem þess óska, geti fengið inni fyrir börn sín, jafnvel frá nokk- urra mánaða aldri, og báðir for- eldrar haldið áfram störfum utan heimilis í sama mæli og áður. Þetta sjónarmið er, sem betur fer, á undanhaldi enda lítt til þess fallið að gera heimilið þann griða- stað, sem hverjum einstaklingi er nauðsynlegur. Það er ljóst, að dagvistun barna átta tíma á sól- arhring, jafnvel á fyrirmyndar- stofnun, er neyðarúrræði. Konur sætta sig ekki við að þurfa að velja milli starfs síns og þess að fá að annast börn sín í öðru andrúms- lofti en því, sem skapast undir kvöldmatinn, þegar allir koma þreyttir heim eftir langan dag. Sveigjanlegur vinnutími Það er sjálfsagt, að allir sem vilja koma börnum sínum í dag- vistun, eigi kost á því, en það má ekki vera eina úrræði útivinnandi foreldra. Það verður að stefna að því að feður taki meiri ábyrgð á umönnun barnanna og að auka skilning karla á því hve mikils virði það er fyrir þá sjálfa. Þjóð- félagið þarf að koma til móts við foreldra til þess að auðvelda þá hugarfarsbreytingu, að ekki að- eins móðirin, heldur foreldrarnir báðir endurskoði stöðu sína á vinnumarkaðnum, þegar barn fæðist. Eitt af því, sem auðveldar for- eldrum lengri samvistir við börn sín, er sveigjanlegur vinnutími. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sveigjanlegan vinnutíma á stefnu- skrá sinni. Þingmenn flokksins: Friðrik Sophusson, Ragnhildur Helgadóttir og Salóme Þorkels- dóttir hafa flutt þingsályktunar- tillögu um þetta efni, þ.e., að ríkis- stjórnin láti kanna hvort hægt sé Sólrún B. Jensdóttir að koma á sveigjanlegum vinnu- tíma starfsmanna ríkisins og framkvæma síðan þar sem það þyki henta. Þessi tillaga hefur ekki náð fram að ganga. Samskon- ar tillögu hvað varðar borgar- stofnanir og fyrirtæki Reykjavík- urborgar flutti Elín Pálmadóttir 1980 og var hún samþykkt ein- róma. Sveigjanlegur vinnutími hefur verið tekinn upp hjá nokkr- um fyrirtækjum á höfuðborgar- svæðinu og gefist vel. Ef gert er ráð fyrir 8 stunda vinnudegi, getur annað hjóna unn- ið frá 8—4, en hitt frá 10—6 og þarf barn þá að vera að heiman sex stundir á dag. Þetta er full- langur tími og til þess að bæta enn aðstöðu foreldra til að vinna utan heimilis og vera samvistum við börn sín, má hugsa sér að hjón skipti vinnu þannig að hvort um sig vinni 6 stundir á dag. Þurfa börnin þá ekki að vera að heiman nema 4 stundir og er það vel við- unandi, að minnsta kosti eftir eins árs aldur. Sex stunda valkostur eykur jafnréttið á vinnumarkaðn- um og gerir framavonir kvenna meiri en fjögurra stunda vinnan, sem nú er algengust. Samfclldur skóladagur Raunverulegt jafnrétti er úr sögunni þegar barn fæðist við nú- verandi aðstæður. Annað erfið- leikatímabil fyrir fjölskylduna hefst við sex ára aldur barna. Frá tveggja til sex ára býðst flestum börnum leikskólavist 4—5 stundir á dag. Forskóladeildir taka við, þegar börnin verða sex ára og al- gengast er að þar séu þau eina og hálfa klukkustund á dag. Foreldri, sem vill ekki hætta að vinna eða getur það ekki fjárhagsins vegna, lendir í miklum erfiðleikum með að koma börnunum fyrir og verður oft að þeytast með þau úr einum stað í annan, jafnvel í vinnutíma. Skólatíminn lengist við sjö ára aldur. Ennþá virðist þó miðað við að einhver fullorðinn sé heima all- an daginn, þvf að algengast er, að börn séu í aukatímum í tíma og ótíma. Veitir ekki af að einhver sé til að stjórna ferðum barnanna, sem oftast eru fleiri en eitt. Skiln- ingur á þörfinni fyrir samfelldan skóladag virðist vera að aukast, foreldrum og börnum til hagsbóta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samfelldan skóladag á stefnuskrá sinni og hefur barist fyrir leng- ingu skólatíma sex ára barna á Alþingi, en sú barátta hefur ekki borið árangur. Má minna á frum- varp um þetta efni, sem Birgir ís- leifur Gunnarsson og Halldór Blöndal fluttu í vor. Vegna skiln- ingsleysis yfirvalda menntamála í Án Alþýðuflokksins - óbreytt ástand? 2. grein - eftir Jón Baldvin Hannibalsson, alþm. Kosningar eru uppgjör, reikn- ingsskil. I kosningum eiga kjósendur að kveða upp sinn dóm yfir verkum þeirra stjórnmálaflokka og stjórn- málamanna, sem með völdin hafa farið. Tvíburaflokkar verðbólgu- áratugarins eru fyrst og fremst tveir: Framsókn hefur verið við völd í 13 ár í öllum ríkisstjórnum verðbólguáratugarins. Álþýðu- bandalagið hefur setið við stjórn- völinn í 8 ár, í þremur ríkisstjórn- um verðbólguáratugarins. Ráð þessara flokka og forystu- manna þeirra eru reynd. Af þeim er engra breytinga að vænta. Þeir hafa brugðizt trausti þjóðarinnar svo rækilega að nú er tími til kom- inn að vísa þeim á stjórnarand- stöðubekki til innhverfrar íhugun- ar og sjálfsgagnrýni. Fyrir ábyrga kjósendur er fyrsta skrefið út úr ógöngunum að hafna tvíburaflokkunum við kjör- borðið. En það eitt er ekki nóg. Við verðum að verja atkvæði okkar þannig, að það komi að fullum notum til stuðnings gerbreyttri stjórnarstefnu. Þess vegna verð- um við að spá í það, hvað á að taka við og hverjir eiga að taka við. Eru þeir allir eins? Nú þekkist sú skoðun og þykir fín að allir „gömlu" flokkarnir séu eins. Þeir beri allir jafna ábyrgð á ófarnaði okkar á verðbólguára- tugnum. Þessi kenning er röng. I fyrsta lagi er það staðreynd, að „Ef stefna Alþýðu- flokksins hefði mátt ráða, væru erlendar skuldir okkar nú mun minni en þær eru, verð- bólgan lægri, fjár- magnskostnaður hús- byggjenda og fyrirtækja minni, afkoma atvinnu- veganna skárri, þjóðar- tekjur á mann hærri og lífskjör alls almennings bærilegri.“ Alþýðuflokkurinn hefur aðeins setið í ríkisstjórn í eitt ár af þess- um 13. f öðru lagi: Þegar við höfum látið á það reyna til þrautar, að engu varð um þokað til hins betra í samstarii við Framsókn og Al- þýðubandalag 1978—1979, þá ruf- um við það stjórnarsamstarf haustið 1979. Við gáfum kjósend- um tækifæri til að stokka spilin upp á nýtt. Viðvaranir okkar voru ekki teknar nægilega alvarlega þá. Því fór sem fór. En Alþýðuflokkurinn verður ekki með sanngirni dreginn til ábyrgðar fyrir ófarir okkar síðan. Hann varaði við í tæka tíð. Kn spurningin er: Hvaða stefnu boðar Alþýðuflokkurinn nú? Eiga þeir kjósendur, sem vilja fylgja eftir kröfunni um gerbreytta efnahags- stefnu, samleið með okkur jafnaðar- mönnum í þessum kosningum? Auðlindanýting í stað rányrkjustefnu Flestir vita, að í tvo áratugi höf- um við jafnaðarmenn varað við af- leiðingum offramleiðslustefnu í landbúnaði. Á sama tíma og þjóðin er sokkin í skuldir; á sama tíma og launþegar eru æ ofan í æ krafðir um árangurslausar fórnir, er lOundu hverri krónu af skattpen- ingum almennings sólundað í niðurgreiðslur og útflutningsbæt- ur. Við krefjumst þess, að þessu bruðli verði hætt. Fyrir þetta fé má aflétta tekjuskatti af einstakl- ingum, þessum rangláta launa- mannaskatti. Spurning: Hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins tekið undir þessar tillögur okkar á þingi? Nei. Leyfist mér að minna á, að núv. landbúnaðarráðherra, sem er framsóknarmegin við Framsókn í vitlausri landbúnaðarpólitík, er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í þessum kosningum. Flestir kannast við að Alþýðu- flokksmenn hafa á þingi barist hart gegn hömlulausri rányrku- stefnu Framsóknar í sjávarútvegi. Þetta eru tvö veigamikil dæmi um það, að jafnaðarmenn boða gerbreytta stefnu í atvinnumál- um: Skynsamlega nýtingu auð- linda í stað rányrkju og arðlausr- ar offjárfestingar. Ef stefna Alþýðuflokksins hefði mátt ráða, væru erlendar skuldir okkar nú mun minni, verðbólgan lægri, fjármagnskostnaður fyrir- tækja og húsbyggjenda minni, þjóð- artekjur á mann hærri. Lífskjör al- mennings væru betri. Húsnæöismálin Árið 1979 fékk Alþýðuflokkur- Jón Baldvin Hannibalsson inn samþykkta í ríkisstjórn nýja húsnæðismálalöggjöf. Með henni var Byggingarsjóði ríkisins tryggðir traustir tekjustofnar til frambúðar. Hefðu þessi lög fengið að standa óhögguð, næmu hús- næðislán út á meðalíbúð nú 45% byggingarkostnaðar, í stað 12,4% nú. Áð m'eðtöldu venjulegu lífeyr- issjóðsláni væri lánshlutfallið nú þegar orðið 65% af kostnaðarverði meðalíbúðar. Ef þessu lög hefðu fengið að standa óbreytt, ef formaður Al- þýðubandalagsins hefði bara slappað af og gert ekki neitt í hús- næðismálum í félagsmálaráðu- neytinu sl. þrjú ár, þá væri greiðslubyrði venjulegs húsbyggj- anda nú sem hlutfal! af meðaltekj- um: — 14,2% af launum 1. árið. — 24;5% af launum 2. árið. — 25,2% af launum 3. árið. Fjöldi nýbygginga væri svipað- ur og árin 1977—1979, um 1.800 íbúðir á ári, í stað þess að nú má gott heita ef þær verða 1.200. Leigumarkaðurinn væri mun viðráðanlegri, í stað þess að nú er hann að lokast. Það er dapurleg staðreynd, að eftir 3ja ára stjórn formanns Al- þýðubandalagsins, Svavars Gestssonar, á húsnæðismálunum, hefur fjölmennustu árgöngum ungs fólks á íslandi-verið úthýst af húsnæðismarkaðinum. Þetta er enn eitt dæmið um van- efndir Alþýðubandalagsins og skrum annars vegar, en hins vegar ábyrga félagsmálapólitík Alþýðu- flokksins. Markaöur eða ríkisforsjá? Það er útbreiddur misskilningur að Alþýðuflokkurinn sé forstokk- aður ríkisforsjárflokkur eins og Alþýðubandalagið. Reynslan er ólygnastur dómari og hún afsann- ar þessa kenningu. Eins og aðrir sósíaldemókrata- flokkar í Evrópu, er Alþýðuflokk- urinn fylgjandi blönduðu hagkerfi. 1 því felst að við viðurkennum yf- irburði samkeppni á markaði í þeim greinum efnahagsstarfsem- innar, sem samkeppni nýtur við. Hagnaður vel rekinna fyrirtækja í venjulegu árferði er forsenda hag- vaxtar og hækkandi launa. Hlutverk ríkisvaldsins á að vera m.a. að tryggja atvinnulífinu hag- kvæm vaxtarskilyrði. Hins vegar treystum við sjálfum okkur og verkalýðshreyfingunni í heild til þess að tryggja það, að ekki sé gengið á hlut launþega í tekju- skiptingunni. Það gerum við bezt í gegnum skatta- og tryggingakerf- ið. Reynslan sýnir hins vegar, að stöðug skuldasöfnun og halla- rekstur fyrirtækja leiðir til þjóð- nýtingar gegnum bakdyrnar og endar að lokum í pólsku gjald- þroti. Það er sá, „sósíalismi and- skotans", sem lýðræðisjafnaðar- menn hafa alla tíð barizt gegn. Gerbreytt efnahagsstefna — ný atvinnustefna Þess vegna höfum við frá upp- hafi verið andvígir Framkvæmda- stofnun ríkisins. Við erum andvíg- ir takmarkalausu forræði stjórn- málamanna yfir öllu fjármálalífi. Við viljum skarpari skil milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.