Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. apríl - Bls. 49-80. ••-a í * J* :.} -»a •'tC"* Spánn er líka paradís allra skíðaunnenda Frá Helgu Jónsdóttur, frétUritara Mbl. í Burgos, Spáni. Þeir sem ekki þekkja Spán, hugsa sjálfsagt að þar sé einna helst að dnna sól allt árið um kring, baðstrendur, ódýrt vín, nautaat og flamencosýningar á næturnar. í raun er það ekkert skrítið því fyrir allt þetta er landið nefnilega frægast í hugum útlend- inga. Og árlega streyma til Spánar milljónir ferðamanna til þess eins að liggja í sólbaði og drekka ódýrt (en fyrirtaks) vín. Hverjum hefur komið til hugar að á Spáni er að finna ein bestu skíðalönd Evrópu? Spánn er ekki aðeins paradís sól- dýrkenda heldur einnig skíðaunn- enda. Stór hluti þeirra náttúruauð- linda og náttúrufegurðar sem Spánn býður upp á eru einmitt há- lendi landsins, já heilir fjallgarðar (Spánn er meðal hálendustu landa Evrópu), sem gefa ótakmörkuð tækifæri til skíða- og annarra vetr- aríþrótta. Á Spáni eru frábær skíðalönd frá náttúrunnar hendi. Þar eru fjölmargar skíðamiðstöðvar út- búnar bestum hugsanlegum nú- tímatækjabúnaði. Og sólin, hún skín nær allan veturinn. Byggð hafa verið fjöldamörg sæluhús, farfuglaheimili og nýtískuhótel við bestu skíðalöndin. Þegar nefna á helstu skíða- svæði á Spáni verður fyrst að taka fram N-Spán; Pirineofjöllin og Kantabríufjallgarðana, sem ná til Galaicohálendisins; Ibéricafjallgarðana og Gúdar- fjall. Þar eru ágæt skíðalönd í Burgos, Soria, Logrono og Teru- el; Guadarrmafjall og Gredos- fjall nálægt Madrid og Nevada- fjall í Granadahéraði á S-Spáni. Nokkrar vetrarmiðstöðvar eru staðsettar í næsta nágrenni við stórar borgir eins og t.d. þær í Navacerrada, Cotos og Valdesquí rétt fyrir utan Madrid og skíða- lönd Sierra Nevada stutt frá Granada. frábær skíðalönd I þessum hluta Pirineofjalla eru La Molina, Masella, Port del Compte (Léri- da) og Rasos de Peguera (Barcel- ona). Arándalurinn er enn fræg- ari. Þar fara árlega fram mikil- væg skíðamót. I dalnum eru staðsettar La Tuca og Baqueira Beretmiðstöðvarnar, en þar er spænska konungsfjölskyldan vön að dveljast í páskaleyfi sínu. í þeim hluta Pirineofjalla er nær yfir Huescahérað eru þessar skíðamiðstöðvar þekktastar: Candanchu, S. de Gallego, E1 Formigal, Panticosa, Bielsa og Cerler-Benasque. Hver þessara miðstöðva er útbúin glæsilegum hótelkosti. Allar eiga þær sam- eiginlegt að þar er fjöldi skíða- brekka og brauta fyrir byrjend- ur og allra færustu skíðamenn og allar hugsanlegar tegundir lyfta og togbrauta. Aðstaðan fyrir ferðamenn getur vart verið betri: Skíðakennsla, leiga og sala á skíðavörum, læknaþjónusta, kaffi- og veitingastaðir, leiksal- ir, barnagæsla, kvikmyndasalir, danssalir, margar tegundir verslana og margvísleg önnur þjónusta. Hægt er að velja um Náttúrufegurd í Pirineo-fjöll- um er mikil. Myndin er úr Arán-dalnum í Lórida-hóraöi. ýmsar gerðir gististaða. Nátt- úrufegurð í kringum hverja skíð- amiðstöð í Pirineofjöllum er óviðjafnanleg. Gróður- og dýra- líf er þar sérstaklega fjölskrúð- ugt. Kostur gefst á mjög fjöl- breyttum skipulögðum skoðun- ar- og gönguferðum. í Kantabríufjallgarðinum eru þessi skíðalönd mikilvægust: Al- to Campoo-Reinosa (Santand- erhérað), San Isidro (León), Paj- ares (León og Oviedo), Cabeza de Manzaneda (Orense), Ezcaray (Logrono) og Valle del Sol (Burg- os). í nánd við Madrid eru bestu skíðastaðirnir í Sierra de Gu- adarrama, Sierra de Gredos og Navacerrada. Hæstu tindar eru Pico del Moro Aimanzor, 2.592 m, Pico de Penalara, 2.430 m og E1 Alto de las Guarramas, 2.262 m. Navacerrada er aðeins í 60 km fjarlægð frá Madrid; Valcot- osskíðamiðstöðin 67 km og Vald- esquí 72 km frá Madrid. Sierra Nevada á S-Spáni (ör- stutt frá Granada) er mesta há- lendi landsins. Mulhacéntindur mælist 3.481 m og el Veleta 3.393 m. Aðeins 70 km skilja að há- lendið og strandlengjuna (Costa del Sol). Aðstaðan til skíðaiðk- ana í Sierra Nevada er fullkom- in! Skíðabrekkur eru við allra hæfi, jafnt fyrir þá sem aldrei hafa stigið á skíði og ólympíu- meistara. í Sierra Nevada kemur besta skíðafólk Spánar saman til æfinga. Venjulega er þar góður skíðasnjór frá nóvember til júní- mánaðar. Öll þjónusta er þar 1. flokks. Og Granada með undur- samlegu Alhambrahöllinni er aðeins í 30 km fjarlægð frá skíðabrekkunum. Meöal vinsælustu skíöalanda á Spáni er Baqueira Beret-miöstööin í Arándalnum. Langflest skíöa- lönd Spánverja bjóöa upp á fyrir- taks aöstööu og þjónustu fyrir feröafólk. Við skulum aðeins kynnast því hver eru bestu skíðalönd Spánar og vita hvað þau bjóða skíðaunn- endum og náttúrudýrkendum. Eins og allir vita þá tilheyrir stór hluti Pirineofjalla Spáni. Þau liggja um alls sjö héruð í landinu: Guipúzcoa, Navarra, Zaragoza, Huesca, Lérida, Barc- elona og Gerona. Hæstu tindar eru yfir 3.300 m á hæð. I nánd við Costa Brava er Ribasdalur- inn. Landslag þar er dásamlega fallegt og er dalurinn lokaður af háum tindum. Á þessu svæði er Nuriaskíðamiðstöðin. önnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.