Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 59 Gunnar Stefánsson þeir telja óæskilega og beittu við þær athuganir vísindalegum vinnubrögðum hagfræðinnar". Það þykir yfirleitt ekki viðeig- andi að svara ritdómum. Oft eru slík svör aðeins til vitnis um hör- undsára höfunda. Þetta þykir mér Þór Whitehead aftur á móti af- sanna í Bréfi til Skírnis sem hann nefnir Trú í verki og er svar við ritsmíð Sigurðar Líndals um ófrið í aðsigi. Lesandi þeirrar bókar græðir á því að kynna sér þann ágreining sem skrif þeirra Sigurð- ar og Þórs lýsa. Ritdómar í Skírni eru eins og áður ein veikasta hlið tímaritsins. Jóhann Hjálmarsson Betra er seint en aldrei Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Elvis ('ostello Imperial Bedroom R-Beat Rec. FB K 58490 Ég hef líklega horft tólf sinn- um á tónlistarmynd sem fjallaði í léttum dúr um tónieikaferðalag nokkurra tónlistarmanna hjá Stiff Rec. Þar komu m.a. fram Ian Dury og hljómsveit, Nick Lowe, Wreckless Eric, að ógleymdum Elvis Costello. Myndin var mjög áhugaverð og beindist athyglin að öllum öðr- um en Elvis. Hann virtist ekki vera jafn mikið gefinn fyrir bjórdrykkju og hinir og á sviði einbeitti hann sér meira að því að spila og syngja sína tónlist en allir hinir. Vegna þessa látleysis spáðum við honum ekki miklum frama. En hvað hefur gerst? Úr Dury hefur lítið orðið, Nick Lowe verður sennilega ekkert stórmenni úr þessu og Wreckless Eric varð bara efnilegur. Hins- vegar hefur ræst úr Elvis Cost- ello og það svo um munar. Tvær fyrstu plöturnar voru með betri plötum sem gefnar voru út í upp- gangi nýbylgjunnar. Þriðja plat- an „Armed Forces" er í sama gæðaflokki en gerði gott betur, hún varð vinsæl. „Get Happy" gaf hinum fyrri ekkert eftir en sennilega er „Trust“ hans besta. Á sjöttu plötunni fór Costello út af sinni braut og gaf út „kántrí og western“-plötu, „Almost Blue“ heitir hún og er hún öðru- vísi en samt stór og góð. Fyrir svo um það bil ári sendi hann frá sér nýja plötu, „Imperi- al Bedroom". Stuttu eftir út- komu hennar varð ljóst að hér vaeri á ferðinni enn eitt meist- arastykkið. En því miður, af ókunnum ástæðum, barst platan ekki til landsins fyrr en fyrir stuttu, en betra seint en aldrei. Með henni stígur hann aftur inn á fyrri braut og heldur þar áfram sem frá var horfið á „Trust“. Tónlistin kemur ekki mikið á óvart og er sem fyrr ró- legt þægilegt popp í alvarlegum dúr. Ekkert laganna verður sennilega vinsælt hér en af fyrri hliðinni koma „Tears Before Bedtime", „Shabby Doll“ og „The Long Honeymoon" best út. Önn- ur lög gefa þeim lítið eftir og þegar lengur er hlustað verða „Man Out of Time“ og „ ... and In Every Home“ með bestu lög- um plötunnar. Af þeim átta lögum sem eru á seinni hliðinni er erfitt að gera upp á milli. En til að nefna eitthvað eru „Kid About It“ og „Little Savage" dæmi um góða hluti. Costello verður sennilega aldrei talinn til bestu söngvara en eins og hjá Mark Knopfler ræður tilfinningasemi hans baggamuninn. Sam lagahöfund- ur og textasmiður er kappinn frábær og eru plötur hans til vitnis um það. f stuttu máli: Elvis Costello hefur skapað sér nafn sem pott- þéttur listamaður og er „Imperi- al Bedroom" eitt af meistara- stykkjum hans. Það er betra að uppgötva hann seint en aldrei. Tónlistin ★★★★ Hljómgæðin ★★★ FM/AM unar, ritröðin nefnist „The Im- print of Man“. Rit Leroi-Gourhans fjallar um hellamálverkin frá steinöld í Frakklandi og víðar. Höfundurinn er heimskunnur fyrir rannsóknir sínar á þessum verkum, en þessi verk eru lykill til skilnings á upp- runa og kveikju listar og trúar- bragða mannkynsins. Steinaldar- list var uppgötvuð upp úr miðri 19. öld. Hellamálverkin voru uppgötv- uð síðar. Altamíra hellamálverkin fundust 1879, en voru ekki viður- kennd sem steinaldarverk fyrr en í upphafi 20. aldar. í fyrstu veltu menn mjög fyrir sér frá hvaða tímum þessi málverk væru og hversvegna þau voru gerð, aftur á móti var lítt rætt um aðferðirnar og tæknina, sem notuð var við gerð þeirra. Það er meira en lík- legt að listræn tjáning hafi aðeins verið einskorðuð við gerð hella- málverka, listaverk hafa vitaskuld verið unnin ofan jarðar, málað á skinn, börk, tré og steina, en margt eyðist á styttri tíma en lið- inn er frá því um 8000 f. Kr. en oft er miðað við þann tíma varðandi tímasetningu þessara frum-lista- verka. Skreytingar á mammúta- bein frá Úkraínu votta það. Höfundurinn fjallar nákvæm- lega um það sem vitað er varðandi aðferðir og tækni við gerð mynd- anna og um myndirnar sjálfar og afstöðu þeirra hverrar til annarar og flatarins. Til þess að gera þess- ar myndir þurfti mikla vinnu, bæði palla úr tré, lýsingu og lita- gerð, það hafa fundist leifar 130 lampa á einum fundarstaðnum og einnig leifar af pöllum og stillöns- um. Það er einnig víst að hópar lista- og kunnáttumanna hafa unnið að þessum myndum. Og hver er þýðing þeirra tákna eða dýramynda sem sjá má á veggjum fundarstaðanna langt niðri í iðr- um jarðar. Höfundurinn álítur að myndirnar séu tákn, sem báru í sér vissa merkingu fyrir þau sam- félög sem voru forsenda þess að hægt var að vinna þessi verk og mjög þýðingarmikil tákn, tengd magíu eða trúarbrögðum, sem sagt undirstaða tilveru samfélag- anna. Beltrán er prófessor í Saragossa og meðal kunnustu listfræðinga um steinaldarlist á Spáni. í þessu riti fjallar hann um hellaristur og hellismálverk á Austur-Spáni, svæðinu sem liggur að Miðjarð- arhafi. Hellismálverk á Norður- Spáni, og í hellunum á Frakklandi hafa löngum yfirskyggt verkin á austurströnd Spánar, en með þessu riti Beltráns er sýnt fram á þýðingu verka þessa svæðis. Myndirnar í skútum og hellum og á klettaveggjum á þessu svæði eru það sérstæðar að samanburð- ur og tengsl við myndir annarra svæða í Evrópu verður vart gerð- ur. Tímasetning á þessum mynd- um er einnig á reiki. Höfundurinn fjallar um umhverfi og staðhætti og tækni og aðferðir við gerð verkanna og hann telur að verkin hafi fremur verið unnin af mönn- um á safnara- og veiðimannastigi, sem hafi um aldir verið einangr- aðir á þessum svæðum. Bæði þessi rit eru myndskreytt í texta og auk þess fylgja litmyndir. Bókaskrár fylgja í bókarlok. Um hvað er stjórnmála fræðingurinn að tala? — eftir Halldór Kristjánsson Einar Kr. Guðfinnsson, stjórn- málafræðingur, á grein í Morgun- blaðinu í dag. Þar eru m.a. þessi orð: „Sum rekstrarform njóta líka fríðinda umfram önnur. Þekktast er auðvitað dæmið af Samvinnu- hreyfingunni. En samvinnumenn réttlæta skattafríðindi samvinnu- fyrirtækjanna með tilfinninga- legri tilvísan til þess að samvinnu- fyrirtæki séu „göfugri" en önnur rekstrarform í landinu.“ í mínum augum er þetta eins og hvert annað bull og því langar mig til að biðja stjórnmálafræðinginn að ræða þetta nánar. Hver eru þessi skattafríðindi samvinnufyrirtækja sem hann er að tala um? Borga þau ekki tekju- skatt eftir sömu reglum og önnur fyrirtæki? Borga þau ekki að- stöðugjald eftir sömu lögum og önnur fyrirtæki? Ég veit að sumum finnst það forréttindi að samvinnufélög mega afla sér rekstrarfjár með því að binda fé sem félagsmenn eiga í stofnsjóði. Kaupfélög geta miðað við það úttekt félagsmanna, mjólkursamlög t.d. haldið nokkr- um aurum af hverjL.m innlögðum mjólkurlítra. Hér er um að ræða tekjur viðskiptamanna sem þeir telja fram til skatts og síðan sem eign. Eru það einhver forréttindi að fyrirtækið greiðir ekki tekju- Þúsundir grunnskólanemenda í höfuðborginni komu saman í Breið- holtsskóla í gærdag til að halda upp á lok námskeiða, sem Æskulýðsráð Reykjavíkur hélt í samvinnu við skólana. Þar fór fram borðtennismót, leiklistarmót, kvikmyndasam- keppni og ljósmyndasamkeppni, auk þess sem efnt var til skákmóts í samvinnu við Taflfélag Reykja- víkur. Samkoma þessi er árlegur við- burður og er hún jafnan haldin á vorin í lok námskeiðanna. Nám- skatt né eignaskatt af skuldum sínum? Hvað er stjórnmálafræðingur- inn að fara? Það er hætt við því að fleiri en ég freistist til að líta þessi tilvitnuðu ummæli sem rugl þang- að til höfundur þeirra hefur gert fyllri grein fyrir máli sínu. Við bíðum og sjáum hvað setur. 13. apríl 1983, Halldór Kristjánsson skeiðin fara fram í öllum skólum borgarinnar á veturna og er þeim skipt upp í tvær annir, fyrir og eftir áramót. Óljóst er ennþá hversu margir grunnskólanemar sóttu námskeið- in í vetur, en á síðastliðnum vetri voru unglingar 13 til 15 ára 2.230 og 10-12 ára unglingar 1.655, eða samtals tæplega 3.900 unglingar. Námskeiðin hafa verið haldin um langt árabil og aðsóknin aukist ár frá ári, þannig að búist er við að um eða yfir 4.000 ungmenni hafi sótt þau í vetur. Fagna námskeiðslokum RAWLPLUG Allar skrúfur, múrfestingar, draghnoð og skotnaglar <5) \ y A 4 / o O SAMBANDID BYGGINGAVÖRU SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.