Morgunblaðið - 20.04.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.04.1983, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Sigmar Valgeir að leggja síðustu hönd á olíumálverk, sem unnið er eftir gamalli Ijósmynd frá Stykkis- hólmi. Myndirnar tók Kristján E. Einarsson. Mest dálæti á fígúratíf- um landslagsmyndum — Stutt spjall við Sigmar Valgeir Vilhelmsson listmálara Gróska er mikil í myndlistarlífinu hér á landi, eins og best sést á þeim mikla fjölda sýninga, sem í gangi eru allan ársins hring víðs vegar um landið, þar sem jafnt þekktir málarar sem byrjendur sýna verk sín. Enn fleiri eru svo þeir, sem eru við nám eða vinna að myndlist heima hjá sér, en hafa enn ekki haldið sína fyrstu sýn- ingu. í þeim hópi eru án vafa marg- ir þeirra, sem á næstu árum og áratugum munu verða fremstir ís- lenskra málara, þó hér sé ekki ætl- unin að vera með neina spádóma eða nefna nöfn í þessu sambandi. Mest málað fyrir vini og ættingja Sigmar Valgeir Vilhelmsson heitir ungur maður, sem öllum stundum fæst við myndlist, þótt fyrsta einkasýningin sé ekki enn orðin að veruleika. Biaðamaður leit við hjá Sigmari, og spurði hann hvernig væri að vera ungur m.vndlistarmaður „á uppleið" í dag. „Það er nú svona upp og niður," segir Sigmar og brosir, „en vafalaust er ekkert hægt að alhæfa í þessum efnum, þetta er breytilegt eftir einstaklingum hvernig gengur. Sumir þurfa ef til vill lítið að hafa fyrir því að koma verkum sínum á framfæri, á meðan það er erfiðara fyrir aðra, tilviljanir skipta þarna miklu máli, held ég. Hvað sjálfum mér viðvíkur, þá hef ég nú undanfarið málað einna mest fyrir sjálfan mig, ættingja og vini, en um miklar sölur hefur ekki verið að ræða! — Það stendur þó vonandi allt til bóta, og nú um þessar mundir er ég að taka þetta fastari tökum en ég hef gert um skeið. Það er mikið um að vera í listmáluninni hér á landi núna, og að því leyti gott að vinna við myndlist, en um leið er samkeppnin hörð, sem reyndar er líka ágætt." Lærði hjá Eiríki Smith — í hverju hefur myndlist- arnám þitt verið falið, ertu með langa skólagöngu að baki? „Nei, ekki er ég nú með langa Vatnslitamynd eftir Sigmar Valgeir; Eskfirðingar munu kannast við mótífið, bryggjustúfur og beitningaskúr. Gullfoss, olíumálverk eftir Sigmar, málað 1982. skólagöngu að baki, en eitthvað hef ég þó lært. Eins og hjá flest- um eða öllum öðrum byrjaði þetta hjá mér sem fikt þegar ég var krakki, og síðar kom teikn- ingin í skólanum. Meiri alvara komst svo í þetta hjá mér þegar ég sótti námskeið hjá Eiríki Kaþólsk páskahátíö fyrir norðan — eftir Steingrím Sigurðsson „Á þessari heilögu nótt fór drottinn vor Jesús Kristur frá dauðanum yfir til lífsins. Nú býð- ur kirkjan sonum sínum, sem eru dreifðir um gjörvailan heim, til fundar við vöku og bæn ...“ Þessi orð mælti kaþólski prest- urinn á Akureyri, síra van Hooff af munni fram laugardaginn ann- an apríl síðastliðinn kl. ellefu þá um kvöldið í upphafi páskavöku, hátíðar lífsins og ljóssins, sem kaþólskir fagna og hafa fagnað um gjörvallan heim, síðan kristni hófst. Liðlega þrjátíu ár eru síðan kaþólskur siður festi rætur sínar á ný í Hólastipti inu forna, í síðasta vígi hinnar almennu heilögu kirkju hér á landi, sem leið undir lok við aftöku Jóns Arasonar bisk- ups og sona hans í Skálholti 1550. Kaþólska kirkjan setti upp bækistöðvar að Eyrarlandsvegi 26, í stílfögru gömlu húsi, sem Sigurð- ur Hlíðar dýralæknir átti upp- runalega og síðan Brynleifur yfir- kennari við M.A. Tobíasson og þá Eiríkur Kristjánsson kaupmaður (Gíslasonar kaupmanns á Sauð- árkróki). Hresst hefur verið upp á húsið að innan, meira en lítið, og var þar farið eftir teikningum Hannesar Davíðssonar arkitekts, þeim hinum sama og teiknaði biskupssetrið á Landakotsstúni. Þrátt fyrir þessar tilfæringar arkitektsins hefur stemmning í húsinu varðveitzt frá dögum síra Hákonar Loptssonar, sem þjónaði kaþó'sku kirkjunni fyrir norðan hátt á annan tug ára. Töluverður fjöldi af fólki var mættur á mikilvægustu hátíð kirkjunnar, sem haldin er til þess að fagna upprisu Krists frá dauð- um. Frá upphafi var lögð megin- áherzla á upprisu Krists meðal játenda trúarinnar og þvi er páskavaka elzta ritúalið, sem flutt er þeim, sem öllu ræður, til dýrðar og vegsemdar. Fólk af sex þjóðernum tók þátt í athöfninni þarna í kirkju kaþ- ólskra uppi á Syðri-Brekkunni á Ak. — frá Austurríki, Kanada, Þýzkalandi, Hollandi, írlandi, ís- landi. Presturinn vígði eldinn — tákn nýs lífs: „Vér skulum biðja ... Guð, þú hefur fyrir Son þinn látið hinum trúuðu í té eld dýrðarljóma þíns. Helga þú þennan nýja eld, og veit oss, að sakir páskahátíðar upp- tendrumst vér svo af himneskri þrá, að vér getum með hreinum hug náð til hátíðar hins eilífa dýrðarljóma. PáskakertiÖ vígt Þarna var kertið — stórt og mikið með krossi á og stöfunum Alpha og Omega, fyrsta og siðasta staf gríska stafrófsins, tákni upp- hafs og endis („Kristur var í gær konar Loptssonar. og er í dag; hann er upphafið og endirinn; hann er Alpha og Omega; honum tilheyra tímar og aldir; honum sé dýrðin og valdið um alla eilífð. Amen.“) Á krossi páskakertisins eru fimm reykelsiskom, sem tákna benjar frelsarans, þá hann var krossfestur og þá ártalið 1983. Síra van Hooff kveikir á páska- kertinu með ljósi af hinum ný- (LJosmyndir: St. S.) Ásrún Atladóttir frá Patrekstfirði leikur á orgelið á páskavöku. vígða eldi og segir: „Ljós dýrðar- upprisu Krists eyði myrkri hjart- ans og hugans.“ Svo hefst skrúð- ganga upp í kór — presturinn og tveir messuþjónar, fri og konung- ur austurrískur læknissonur frá Vín, en báðir eru þeir félagar í Maríulegíóninni — heimshreyf- ingu, sem stundar trúboð og mannúðarstörf og uppfræðslu um víða veröld. Félögum eru lagðar vissar skyldur á herðar, svo að þeir verða á stundum að sýna af sér ósérplægni í ýmsum góðverk- um. Messuþjónar voru báðir klæddir svörtum hempum og hvít- um höklum (sá austurríski hefur stundum brugðið sér á skíði uppi í Hlíðarfjalli til að stunda þjóðar- íþrótt sína og írinn hefur dvalizt hér á Ak. undanfarna fjóra mán- uði og blandað geði við fólk af lífs- og sálarkröftum). Um leið og kveikt er á páska- kertinu syngur prestur: Lumen Christi; og í annað sinn, þá allir i kirkjunni, tendra kerti sín af loga páskakertisins; og í þriðja sinn, þá er kveikt er á öllum kertum í kirkjunni. Og allir svara í hvert sinn: Deo gratias: Guði séu þakkir. Síðan tekur hvert atriði við af öðru: Páskalofsöngur sunginn; þá orðsþjónusta: fyrsti, annar, þriðji og fjórði ritningarlestur. Eftir annan ritningarlestur úr annarri Mósebók, 14, 15—16, 1., þar sem segir af Israelsmönnum, sem ganga þurrum fótum yfir Rauða- haf, hljómaði nú orgelið í fyrsta sinn: „Göngum saman hlið við hlið“. Þau tíðandi höfðu gerzt, að organleikari hafði verið fenginn í fyrsta sinn til þess að leika við guðsþjónustu í hinni endurreistu kaþólsku kirkju fyrir norðan, sem spannar raunar yfir allt Norður- land, Vestfjarðakjálkann og Aust- urland. Með yfirskilvitlegum hætti hafði ungur tónmennta- kennari, ungfrú Asrún Atladóttir frá Patreksfirði, sýnt þá elsku- semi að spila á orgel kirkjunnar í páskavökumessunni, og einnig mætti hún næsta dag, páskadag kl. ellefu fyrir hádegi og spilaði á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.