Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 ALÞINGISKOSNINGARNAR Framboðslisti Sjálfstæðisflo Albert Guðmundsson, Lauf- ásvegi 68, R., er fæddur 5. október 1923. Eiginkona Al- berts er Brynhildur Hj. Jó- hannsdóttir og eiga þau þrjú börn. Próf frá Samvinnuskól- anum og framhaldsnám við Skerry College Edinborg og Glasgow 1944—46. Starfaði hjá Eimskipafélagi íslands, gerðist atvinnuknattspyrnu- maður og stofnaði heildversl- un Alberts Guðmundssonar. Stjórnarformaður Tollvöru- geymslunnar hf. og Hafskips hf., formaður bankaráðs Út- vegsbankans. Hefur verið virkur félagi í ýmsum íþrótta- félögum, formaður KSÍ 1968—74, stofnandi Lions um- dæmisins, forseti Alliance Francaise. Borgarfulltrúi frá 1970, alþingismaður frá 1974. Var formaður bygginganefnd- ar Valhallar, í framkvæmda- stjórn Sjálfstæðisflokksins 1979—81. Hefur setið í fjár- málaráði flokksins og situr f miðstjórn hans. Friðrik Sophusson, Skógar- gerði 6, R., er fæddur 18. október 1943. Eiginkona Frið- riks er Helga Jóakimsdóttir og eiga þau fimm börn. Stúdent frá MR 1963. Lauk lögfræði frá Háskóla íslands 1972. Starfaði hjá Stjórnunarfélagi íslands 1972—78, alþingis- maður síðan. Hefur starfað við ýmis störf t.d. kennslu, verkstjórn, frkv.stj., bygg- ingarvinnu, verkamanna- vinnu, sjómennsku o.fl. Hefur starfað í skólafélagi, skátafé- lagi Reykjavíkur, Vöku fél. stúd. (form. og ritstjóri), Knattspyrnufélaginu Val, Lions, sat f stúdentaráði. Var í stjórn SUS (formaður) 1973— 77, miðstjórn 1969—1977 og 1981—, varaformaður 1981 —, ritstjóri Stefnis, formaður skólanefndar Stjórnmálask. o.fl. Birgir ísleifur Gunnarsson, Fjölnisvegi 15, R., er fæddur 19. júlí 1936. Eiginkona Birgis er Sonja Backman og eiga þau fjögur börn. Stúdent frá MR 1955. Lagapróf frá Háskóla Is- lands 1961. Hæstaréttarlög- maður 1967. Framkvæmda- stjóri SUS 1961—63, eigin lögfræðimálastofa 1963—72, borgarstjóri í Reykjavfk 1972—78, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík 1962—82, alþingismaður frá 1979—. I stjórn Landsvirkjun- ar frá.1965. Formaður Vöku 1956—57, formaður Stúdenta- ráðs 1957—58. Fltr. stúdenta f Háskólaráði 1958—59, for- maður stúd.fél. Reykjavíkur 1966— 67. I stjórn Heimdallar 1956-62, form. 1959-62, í stjórn SUS 1961—1969, form. 1967— 69, f miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1975—1981. Form. framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins 1979 og sfðan. Ellert B. Schram, Sörlaskjóli 1, R., fæddur 10. október 1939. Hann á fjögur börn. Stúdent frá Vl 1959, kandfdatspróf í lögfræði frá Háskóla íslands 1966. Fulltrúi á Lögmanns- skrifstofu Eyjólfs Konráðs Jónssonar o.fl. maí—nóv. 1966, skrifstofustjóri borgarverk- fræðings 1966—71, alþingis- maður 1971—1979, ritstjóri Vísis og síðar DV frá febrúar 1980. Formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands 1963—64, rit- stjóri Úlfljóts 1962—63, form. Knattspyrnusambands fs- lands síðan 1973. Formaður SUS 1969—73, í miðstjórn sama tíma. Formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna f Reykjavík 1977—1980, og f miðstjórn sama tfma. Kosinn í miðstjórn á landsfundi 1981, alþingismaður 1971—1979. Ragnhildur Helgadóttir, Stigahlíð 73, R., er fædd 26. maí 1930. Eiginmaður hennar er Þór Heimir Vilhjálmsson og eiga þau fjögur börn. Lauk stúdentsprófi frá MR 1949, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1958. Hús- móðurstörf í Reykjavfk frá 1950, verzlunarrekstur í Reykjavík 1954—55. Lögfræð- ingur Mæðrastyrksnefndar 1959-60 og 1971-79. Alþing- ismaður 1956—63 og 1971—79. 1982—83: Ritstjóri Lagasafns hjá Lagastofnun Háskóla ís- lands. Um tfma f stjórn Kvenstúdentafélags íslands og Skátasambands Reykjavfkur. I stjórn Hvatar 1961—65, for- maður Landssambands sjálfst.kvenna 1965—69. Mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins 1965-69 og 1972-79. Þing- maður flokksins (sbr. ofan- greint). Málefnanefndir: Heilbr. og trygginganefnd, menningar-, menntamála- og utanrfkisnefnd. Fulltr. flokks- ins í Tryggingaráði 1971—78, svo og ýmsar nefndir v/und- irbúnings löggjafar. Pétur Sigurðsson, Goðheim- um 20, R., er fæddur 2. júlí 1928. Eiginkona hans er Sig- ríður Sveinsdóttir og eiga þau þrjú börn á lífi (einn sonur látinn). Gagnfræðapróf frá skóla Ágústs H. Bjarnasonar 1944, Fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949. Farmanna- próf frá Stýrismannaskólan- um f Reykjavík 1951. Fjölmörg námskeið t.d. í hagræðingar- tækni og stjórnmálum. öldr- unarmál í V-Evrópu. Hefur unnið á bátum, togurum, verzlunarskipum, Alþingi, Sjómannadagsráði. Nú jafn- framt þingmennsku formaður Sjómannadagsráðs og for- stöðumaður Hrafnistu í Hafn- arfirði. í stjórn Sjómannafé- lags Reykjavfkur í 22 ár. Formaður Sjómannadagsráðs í 21 ár. Formaður í félagi stjórnenda öldrunarþjónustu. f miðstjórn, (aðal og vara) ASf. einn stofnenda (af 5) SÁA, Lion. Á Alþingi frá 1959 að frádregnum 1978—79. f stjórn Fulltrúaráðs, Óðins og Verkalýðsráðs. Erindrekstur og seta í allt að fjórum mál- efnanefndum í einu. f fram- kvæmdastjórn miðstj. 1978— 79 og miðstjórn sama tfma. Fjölmörg önnur störf. Jónas Elíasson, Eskihlfð 16b, R., er fæddur 26. maí 1938. Eiginkona Jónasar er Ásthild- ur Erlingsdóttir og eiga þau tvö börn. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1956, verkfræðiprófi frá Verkfræðiskólanum í Kaupmannahöfn árið 1962 og doktorsprófi frá sama skóla 1973. Með námi stundaði hann almenna vinnu til sjós og lands, en að loknu verkfræði- prófi unnið að hafna- og orkumálum hér heima og er- lendis. Starfaði að vfsinda- legum rannsóknum í Kaup- mannahafnarháskóla. Pró- fessor við Háskóla fslands ár- ið 1973. Fyrrv. formaður Nor- ræna vatnafræðifélagsins og er meðritstjóri tfmarits þess, Nordic Hydrology. Fyrrver- andi formaður félags sjálf- stæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi og á nú sæti í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík. Er í flokksráði og er formaður orkunefndar Sjálfstæðis- flokksins. Esther Guðmundsdóttir, Kjalarlandi 5, R., er fædd 10. júlí 1948. Eiginmaður hennar er Björgvin Jónsson og eiga þau þrjú börn. Lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla ís- lands 1968, BA-prófi í þjóðfé- lagsfræðum frá Hf 1975. Starfsmaður Kvennaársnefnd- ar 1976—77, skólastjóri Bréfa- skólans 1977—78. Fram- kvæmdastjóri Samstarfs- nefndar um reykingavarnir 1978—80. Vinnur nú hjá Jafn- réttisráði að rannsóknarverk- efni: „Konur og stjórnmál". f stjórn Félags þjóðfélagsfræð- inga 1977—79, í stjórn Kven- réttindafélags íslands frá 1978, formaður þess frá 1981. f stjórn Varðar 1979—80, f hús- næðismálanefnd, starfaði f ýmsum nefndum á vegum Hvatar. Sólrún B. Jensdóttir, Hellu- landi 10, R., er fædd 22. júlí 1940. Eiginmaður Sólrúnar er Þórður Harðarson og eiga þau þrjú börn. Stúdent frá Vl 1960, BÁ-próf í íslensku og sagn- fræði frá Háskóla íslands 1971, magisterpróf í sagnfræði (m.phil.) frá Lundúnaháskóla (London School of Economics) 1980. Blaðamaður við Morgun- blaðið, tæknistörf á hjarta- deild Royal Postgraduate Medical School i London, stundakennsla í sagnfræði við Verslunarskóla íslands, Menntaskólann við Hamrahlíð og Háskóla fslands. f stjórn Mímis, félags stúdenta í fs- lenskum fræðum, stjórn fs- lendingafélagsins f London, stjórn Sagnfræðingafélags fs- lands, varastjórn Almenna bókafélagsins. Varaformaður áróðurs- og fræðslunefndar Hvatar. Halldór Einarsson, Sólvalla- götu 9, R., er fæddur 23. des- ember 1947. Eiginkona Hall- dórs er Esther Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn. Verslun- arskóli fsl. og Pitman School of English. Vann hjá Loftleið- um hf. og rekur nú fyrirtækið Henson hf. Hefur starfað fyrir Knattspyrnufélagið Val. Jónas Bjarnason, Rauðagerði 61, R., er fæddur 23. júní 1938. Eiginkona hans er Kristín G. Hjartardóttir og eiga þau eitt barn. Efnaverkfræðingur 1964. Doktorspróf og ritgerð 1967, framhaldsnám Cam- bridge UK 1967-68, fram- haldsrannsóknir USA 1980—81, framhaldsrannsókn- ir V-Þýskalandi 1981. Hefur unnið við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Háskóla fs- lands og Tækniháskóla Clausthal V-Þýskalandi. Formaður BHM 1974—78, varaformaður félags áhuga- manna um fiskirækt, stjórnar- maður Neytendasamtakanna í mörg ár. I fræðslunefnd und- anfarin ár. Hefur verið í versl- unar- og viðskiptanefnd. Var formaður starfshóps „ísland til aldamóta". Var frambjóð- andi í 12. sæti í Reykjavík i alþingiskosningunum 1979. Þórarinn E. Sveinsson, Hvassaleiti 38, R., er fæddur 11. nóvember 1943. Eiginkona hans er Hildur Bernhöft og eiga þau þrjú börn. Cand. med. frá Háskóla íslands febrúar 1970, framhaldsnám í krabba- meinslækningum við Finsen- stofnunina í Kaupmannahöfn og krabbameinsdeild sjúkra- hússins í Herlev nóvember 1971 til nóvember 1977. Hefur unnið á geisladeild Landspít- alans frá nóvember 1977. Ráðgjafastörf á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítala og skurðdeiid Borgarspftala frá árinu 1978. Trúnaðarlæknir hjá Hans Petersen hf. frá 1979. Stjórn Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur 1979. Fræðslunefnd Krabbameins- félags Reykjavíkur frá 1978. Stjórn Handknattleiksdeildar Fram. Hefur starfað í Full- trúaráði Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.