Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 57 Úr listalífínu ANDERS HANSEN Smith sem hann hélt í Keflavík. Það var sérstaklega gaman að læra hjá Eiríki, hann er óum- deilanlega einn af mínum uppá- halds listmálurum. Upp úr nám- skeiðunum kom svo sýning hjá okkur í Baðstofunni í Keflavík, þaðan sem ég er, við sýndum þar nokkur saman, sem höfðum ver- ið á námskeiðum hjá honum. Þá hef ég einnig verið við nám í Myndlista- og handíðaskólan- um hér í Reykjavík, var þar í tvo og hálfan vetur og lærði mikið, þótt ég neiti því ekki að ég lagði ekki nógu mikla rækt við námið á þeim tíma, það var svo margt annað sem tók tímann. Námið hjá Eiríki er því líklega það sem hefur verið mér best vegarnesti, og ég bý helst að, en framhaldið ræðst svo bara af því hvernig manni tekst að vinna úr þeirri undirstöðu sem fyrir hendi er, og þeim hugmyndum sem skjóta upp kollinum, og hvernig mér tekst að móta minn eigin stíl.“ Mála helst í skorpum „Undanfarið hef ég ekki málað mjög mikið" heldur Sigmar áfram, „en nú er ég að byrja að einbeita mér að þessu aftur. Því fer fjarri að ég lifi á listinni, og ég verð því að vinna aðra vinnu, auk þess sem íbúðin er það lítil að það er talsverð fyrirhöfn að koma trönunum og litunum fyrir í stofunni og þurfa að taka allt niður að loknu verki ef vel á að vera. Ég hef þess vegna málað frek- ar í skorpum en að ég geri þetta á hverjum degi, mér hefur fund- ist betra að vinna þannig að und- anförnu. Núna er ég að mála með olíulitum, en annars hef ég einna mest fengist við vatnslit- ina, og hef mest gaman af þeim. Mér finnst hins vegar nauðsyn- legt að taka olíulitina fyrir jafn- framt, og er að skóla sjálfan mig dálítið til í þeim þessa stundina. — Það sem ég mála þessa og þessa stundina getur á hinn bóg- inn verið breytilegt, einn daginn kviknar hugmynd af ljósmynd í gömlu dagblaði, annan daginn er það eitthvað sem ég hef séð úti í gönguferðum, eða þá að ég fant- asera bara eitthvað upp úr mér án neinnar sérstakrar fyrir- myndar. Einna mest gaman hef ég þó af svona „fígúratífum" landslagsmyndum, og er dálítið að eiga við þær núna.“ Sel eina og eina mynd — En þú selur lítið enn sem komið er eða hvað? „Já, ekki væri ég hreinskilinn ef ég færi að gorta af mikilli sölu á málverkum. Ég hef þó verið að selja eina og eina mynd. Mest hefur þetta á hinn bóginn farið fyrir lítið til ættingja og vina, eins og ég sagði fyrr.“ — Svo þú lifir ekki á listinni, á hverju lifirðu þá? „Ég er nú atvinnulaus eins og stendur, en er að leita fyrir mér með starf núna, ég hef fengist við allt milli himins og jarðar og hlýt að detta niður á eitthvað áður en varir. — Það er því ekki alltaf mikið til hérna, en kærast- an mín, Ingibjörg Blomsterberg, hefur séð fyrir okkur báðum undanfarið." — En sýning, ertu með einka- sýningu í uppsiglingu? „Það er allt óráðið sem stend- ur. Svo mikið er að minnsta kosti víst að ekki fer ég út í einkasýningu nema að vera bú- inn að mála talsvert fyrir hana án þess að láta allt frá mér jafn óðum, og svo verður líka að hafa í huga að unnt sé að greiða fyrir sýningarsalinn og innrömmun- ina ef illa gengur. Það er þó aldrei að vita hvað verður á næstunni, ég vil hvorki neita því né játa að sýning geti verið í bígerð." — AH nýjan leik með þokka. Ásrún er tónlistarlærð og stundar orgelleik og var þrjú ár orgelleikari hjá síra Þórarni Þór prófasti á Patró. Hún var eins og af guði send og skapaði tímamót í messuhaldi kaþólsku kirkjunnar á Ak. Hún lék á fimm stöðum í messunni samkvæmt rit- úalinu. Fjórum sinnum voru safnbænir fluttar. Síðan var komið að athöfn skírnarhlutanna, blessun vatns- ins; þá endurnýjun skírnarheit- anna, svo sem eins og: Afneitið þér syndinni, svo að þér getið lifað eins og frjáls guðsbörn? Söfnuður: Eg afneita henni. Afneitið þér djöflinum, sem er frumkvöðull syndarinnar? Söfnuður: Eg af- neita honum. Loks altarisþjónusta. Sú fórn, sem á sér stað í messunni, er sama fórn og Jesús á krossinum bauð Föður sínum, honum til dýrðar og okkur til frelsunar. Svo altarisganga, bæn og bless- un. Síðustu orð prestsins: Farið í friði ... Allelúja ... Allelúja. Á páskadag kl. 11 fyrir hádegi mætti fleira fólk en um nóttina áður við messu, þá bættist við fólk frá Spáni, Ítalíu og Svíþjóð, og eft- ir báðar messurnar, páskavöku og páskadagsmessu voru kaffi- og teveitingar með meðlæti uppi í borðstofu prestshússins. Á páska- dag mættu t.a.m. Kristján Jó- hannsson óperusöngvari og hans spánska eiginkona, en því miður láðist síra van Hooff að biðja þau um að taka lagið, sem þau hefðu örugglega gert með glöðu geði vegna hollustu við sína kirkju. Þessi stund eftir athöfnina minnti á kaffiboð eftir messu í sveita- kirkju á íslandi, eins og hefur tíðkazt gegnum aldir. Annar í páskum rann upp bjart- ur um hérað. Snjór var á jörðu og hlýtt í veðri. Eftir messu fæddi9t sú hugmynd hjá presti og grein- arhöf. að skreppa fram að Munka- þverá til þess að staldra við hjá legstað síra Hákonar Loptssonar, sem þar var greftraður sumarið 1977. Hann hafði sjálfur mælt svo fyrir, að þar skyldi hann hvflast eftir jarðvist sína og hafði gert ráðstafanir um slíkt löngu áður en hann kvaddi þennan heim. Síra Hákon var kaþolikki í gömlum miðaldastíl og var löngum seri- moníumeistari í Landakotsdóm- kirkju. Hann var maður listrænn og gull af manni. Blessuð sé minn- ing hans. Munkaþverá er merkilegur stað- ur fyrir ýmissa hluta sakir. Þar lærði Jón biskup Arason til prests í klaustrinu hjá frænda sínum, og þar er elzta kirkjan í Eyjafirði, reist 1844, og lítur enn vel út. Áð var við gröfina og bænir sagðar: Pater noster og Requiesc- at in pace. Jón bóndi Stefánsson Jónssonar (Ameríkufara) sýndi kirkjuna með viðmóti. Svo bauð hann í bæ- inn og sagði frá tíðum heimsókn- um síra Hákonar að Munkaþverá. Úti í garðinum innan um stoltan trjágróður einmitt þar sem klaustrið forna stóð er styttan af Jóni Arasyni, sem minnir á her- konung, gráan fyrir járnum. Kirkjan heitir Maríukirkja að hefð og kaþólskur blær yfir staðn- um lýsir helgi. p.t. Eyrarlandsvegi 26, Akureyri, 5. april 1983, stgr Týli í nýtt húsnæði Verzlunin Týli hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Austurstræti 3. Týli býður upp á almennar Ijósmyndavörur og þjónustu, framköllun og mikið úrval myndavéla. Myndin er úr hinni nýju verzlun Týli. Aðgengilegt tölvukerfi fyrir þig. Nú getur þú eignast alvöru tölvukerfi með fyrsta flokks forritum frá Hagtölu hf. Verð aðeins kr. 140.788 — Verð miðað við gengi 11/4 '83. Innifalið í ofangreindu verði er: Tölvuskjár / Lyklaborð 2 Mb diskdrif / Microline 80 prentari / Fjárhagsbókhald Viðskiptamannabókhald / Supercalc Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið á ofangreindum forritum. NÓN HF. XEROX UMBOÐIÐ Síöumúla 6, S:84209 - 84295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.