Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Konur hafa ólíka afstöðu til stjórnmála eins og aðrir menn Þair skiptast f afstöðu til flokka eftir skoöunum en ekki kynferði — Svar til Guðrúnar Halldórsdóttur — eftir Bryndísi Schram Flóknar verur, vér konur. Hafið þið hugsað út í það, lesendur góðir, hversu lítið traust við konur ber- um hver til annarrar? Við trúum því sjaldnast um konu. að hún hafi brotizt áfram af eigin rammleik, að hún geti myndað sér skoðanir eða náð árangri á einhverju sviði án þess að hafa notið tilstyrks karlmanns. Hver er pabbi hennar, spyrjum við — hver er maður hennar eða jafnvel bróðir? Barátta kynjanna — stéttabarátta? Guðrún Halldórsdóttir, fram- bjóðandi Kvennalistans hér í Reykjavík, skrifar mér ábúðar- mikið bréf hér í blaðinu í síðustu viku, þar em henni tekst að draga fram í sviðsljósið bæði föður minn, bróður og maka. Allt sem ég geri og allt sem ég segi, vill hún rekja til skrifa frá þeim, karl- mönnunum í kringum mig. Engu að síður er Guðrún umbjóðandi kvenna, segist bera virðingu fyrir konum og bera fuilt traust til þeirra. Til þess að geta svarað bréfi Guðrúnar neyðist ég til þess að vera mjög persónuleg í stað þess að vera málefnaleg, sem ég hefði þó heldur kosið. Guðrún, auðvitað er það ekki manni mínum að kenna, að ég styð ekki Kvennalistann. (Og ég þykist þegar hafa fært næg rök fyrir því, hvers vegna ég er á móti einkynja framboði.) Auðvitað er það ekki pabba eingöngu að þakka, að ég er nokkurn veginn bjargálna og get séð fyrir mér sjálf. Það er satt, „að ég hef ekki alltaf þurft að sækja é í vasa annarra", en það kemur ekkert við kynferði mínu. Kjörum manna er misskipt, og margir búa við harðan kost. Sumir þurfa að þræla fyrir nauðþurftum, aðrir hafa alltaf nóg fé handa á milli. Einmitt þess vegna hef ég áhuga á stjórnmáium. Mig langar til þess, að við getum búið saman í réttlátu þjóðfélagi. Guðrún, ekki tala eins og for- stokkað íhald, ekki tala niður til okkar kvenna. Gerðu sömu kröfur til annarra og þú gerir til sjálfrar þín. Það er að mínu viti fnimskilyrði þess, að við náum rétti okkar. Áfram stelpur Það er annars undarlegt að þurfa stöðugt að vera að sanna til- veru sína fyrir öðrum konum, kyn- systrum sínum. Bryndís Schram Hvað sögðu stelpurnar, þegar við höfðum lokið skólaskyldunni? „Æ, hvers vegna að vera halda áfram í skóla, maður giftir sig hvort eð er.“ Hvað sögðu stelpurnar, þegar undirrituð lenti í því að eignast barn í lausaleik og þurfti að breyta um lífsstíl? „Æ, nú verður þú auðvitað að fara að búa og hætta öllu útstáelsi." Hvað sögðu stelpurnar, þegar maður fór í háskólann með fjögur börn undir fermingaraldri? „Æ, heimilið hlýtur að fara í rúst. Mik- ið eiga börnin bágt.“ Og hvað sögðu stelpurnar, þegar maður tók upp á þeim andskota að ráða sig í vinnu til útlanda á sumrin? „Æ, nú hleypur kaliinn frá þér. Skyldi hann ekki fá sér nýja?“ Ekki vantaði úrtölurnar hjá kynsystrunum. Meinið er nefni- lega, að við vantreystum okkur sjálf- ar. Vð erum of rígbundnar við ein- hverja gamla fordóma og höfum ekki kjark til þess að rífa okkur lausar. Við þurfum að berjast gegn sjálfum okkur. FlekkaÖar hendur? Guðrún telur mér það helzt til foráttu, að ég sé „menntuð og efnahagslega sjálfstæð, og þess vegna skilji ég ekki stöðu kvenna í þjóðfélaginu. En, kona, líttu þér nær. Ég sé ekki betur en, að þær konur sem skipa sér á lista ykkar, séu allar í sörpu sporum og ég. Meira að segja með virðulega titla. Hvaða skilning hafa þessar konur á kjörum daglaunamanna eða verkakvenna? Hvar eru fulltrúar hinna kúguðu og undirokuðu? Hverju vilja þessar konur fórna til að bæta hag hina verst settu í Sviðsmynd sósíalismans - eftir Ingjald Tómasson Upplífgandi fréttir fyrir gamla og nýja íslenska sósíalista. Ilandi „sælunnar", Rússíá, hafa gerst og eru að gerast hinir furðulegustu hlutir. Það er ekki hægt að segja að þetta allt sé Moggalygi. Þessum „glæsilega" sósíalboðskap útvarpa rússnesk stjórnvöld um alla heimsbyggðina. Sagt er að ofneyzla áfengis sé orðin það mikil að horfi til stórvandræða. Mjalta- „konur" á ríkisreknum sveita- búum séu útúrdrukknar á morg- unmjaltatíma eftir næturlangt fyllerí. Þetta hefði nú varla þótt búhnykkur í mínu ungdæmi í Fló- anum. Svo voru það „Nýju fötin keisar- ans“, ríkissamyrkjubýlið, sem aldrei var til, en virtist ganga snurðulaust og líklega skilað um- talsverðum hagnaði. Skrifstofa með stórlaunuðu stjórnunar- og starfsliði var stofnsett, en fénað- urinn, vélarnar, akrarnir og húsin voru hvergi til nema á pappírnum. Öll laun greidd reglulega af ríkinu og eflaust hafa „stjórnendur" gervibúsins fengið greiddar stór- upphæðir upp í kostnað við að „starta" búinu (hús, vélar, bústofn o.fl.). Það er áreiðanlega fjölmargt stórskrýtið í hinum rússneska sósíalkýrhaus. Einræðis- og yfir- ráðastefna Rússa er aldagömul. Ég man enn þessa setningu úr Landafræði Karls Finnbogasonar: „Rússnesk stjórn og réttarfar er iliræmd um allan heim.“ Ég hefi alltaf undrast, hvernig Rússar gátu lagt undir sig stóran hluta Asíu. Og segja má, að rússneski ránfuglinn hafi næstum verið kominn að hjarta Bandaríkjanna með innlimun Alaska. Allir vita að hin nýja rússneska sósíalstjórn hefir enginn eftirbátur keisara- stjórnarinnar verið. Hernáms- listinn er orðinn langur og lengist stöðugt. Eystrasaltsríkin þrjú, Austur-Þýskaland, með tilheyr- andi „Friðarmúr", Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, sneið af Finnlandi og nú síðast Afganistan. Auk þess hafa þeir í Angóla og mörgum öðrum löndum hersenditíkur frá Kúbu, til að tryggja yfirráð sín og sósíalskipu- lagið. Ef einhver lyftir fingri gegn hinum rauðu ráðamönnum, er hann samstundis lokaður inni, ýmist í þrælkunarbúðum eða vit- firringahælum. Þessar „þjóðþrifa- stofnanir" skipta hundruðum í Rússíá og þeir sem þar líða óbæri- legar þjáningar, skipta hundruð- um þúsunda. Á fyrsta valdatímabili rússn- eskra kommúnista, sem oft er kennt við Stalín, var mikið um heimboð til hins nýstofnaða sósí- alríkis. Fjöidi vestrænna stór- skálda streymdi til Rússlands, til að kynnast sem best vinnubrögð- um og framkvæmd við uppbygg- ingu hins fyrsta sósíalríkis. Eitt stórskáldið lét hafa það eftir sér, að Stalín væri hinn elskulegasti maður og stórbrotnasti foringi, sem hann hefði kynnst. Og ef hann þyrfti að koma barni sínu í fóstur, þá teldi hann því lang best borgið í faðmi Stalíns. Fjölmargir „rétttrúaðir" íslend- ingar þáðu heimboðin og drifu sig með hraði í austurveg, til að sjá framkvæmd hins mikla gerzka ævintýris, sem átti að útrýma allri eymd og þjáningum af okkar hrjáðu jörð. Og mörg okkar ást- sæiustu stórskáld létu sig ekki vanta í aðdáendahópinn við fót- skör Stalíns. Eftir heimkomuna á okkar ísafrón, hófust þegar miklar áróðurslýsingar, bæði í bundnu og óbundnu máli, um ágæti hins mikla þjóðarleiðtoga og fyrirmynd hins stórbrotna sósíalþjóðfélags, sem tekist hefði að leysa flest mannleg vandamál. Að nokkrum áratugum liðnum fór heldur að syrta í álinn í fyrir- myndarríkinu. Krútsjev heldur heimsfræga ræðu, þar sem allt grimmdaræði Stalíns er afhjúpað. Síðar er honum sparkað og Bréshnév tekur við. Við fráfall hans tekur Andropov við og kenn- ir eflaust fyrirennara sínum um flest sem aflaga fer í „sæluríkinu". Einræðisherrar verða alltaf að hafa blórabörn til að kenna eigin „Umsvif rússneska sendiráðsins hér er mörgum áhyggjuefni. Það er lítt skiljanlegt hvaða hlutverki hinn mikli starfsmannafjöldi gegnir. Hvert stórhýsið eftir annað er keypt á okurverði í hjarta Reykjavíkur, án þess að íslensk yfirvöld hafi hið minnsta við það að at- huga.“ mistök (sbr. Hitler Gyðinga). Við fráfall Stalíns varð ég var við að mestu ágætis og hæglætismenn vildu bara ekki trúa því að þessi hálfguð þeirra væri allur. Sér- staklega þótti þeim sárt að Stalín var nýlega búinn að eiga afmæli og fá mörg herbergi full af afmæl- isgjöfum. Ekki þarf að tíunda það feikna lof, sem islenskir kommúnistar demdu yfir Stalín, bæði lífs og lið- inn. Læt nægja að benda á Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, 6. marz ’83. Og nú má segja að draumur Stalíns um að sósíalism- þjóðfélaginu? Sigríður Dúna, efsti maður listans, lýsir því yfir í DV 7. apríl, að hún telji ólíklegt, að Kvennalistinn geti gengið til stjórnarsamstarfs við aðra fram- boðsaðila, því að allar þeirra hugmyndir gangi þvert á hug- myndir og stefnu annarra flokka. Til hvers vill hún þá á þing? Það er áreiðanlega fátt ömurlega en að sitja þar í algerum minnihluta og geta engin áhrif haft á stjórn landsins. Þá er ekki einu sinni gaman „að taka sig út í þingsöl- um“, svo að ég noti orð Guðrúnar. Ef þær ætla í alvöru að vinna að því að bæta hag hinna verst settu, (sem er bæði karlar og konur), þá verða þær fyrr eða síðar að brjóta odd af oflæti sinu og velja sér samstarfsflokk. Öðru vísi ná þær engu fram. Þá verða þær „að taka mið af raunverulegu ástandi þjóð- arbúsins" (svo að ég noti enn orð Guðrúnar) og láta af hrokafullri afstöðu sinni. Ef konur ætla „að berjast fyrir bættum raunsæjum stjórnarhátt- um við hlið karla“, þá verða þær fyrst og fremst að bera virðingu hver fyrir annarri og sýna gagn- kvæmt traust. Það er þeirra sterkasta vopn. P.S. Að gefnu tilefni þá vil ég upp- lýsa Guðrúnu Halldórsdóttur um það, að undirrituð fær sömu laun fyrir sína þætti í sjónvarpinu og strákarnir í fréttadeildinni fá fyrir „að láta stjórnmálamenn koma fram og leika rullur sínar frammi fyrir alþjóð". Það fyrsta, sem ég gerði, þegar ég tók við því starfi, var að heimta laun til jafns við þá og fékk það samstundis auðvitað. Bæði konur og karlar höfðu séð um þennan þátt á undan mér, en aðeins þegið hálf laun. inn myndi láta hið vesturheimska auðvald, flétta sína eigin heng- ingaról, sé nú á góðri leið að ræt- ast. Stórframieiðendur og verzlun- arauðvaldið iáta ekki á sér standa, að gleypa agn austantjaldskomm- únista, og heimta beinlínis að gera sem víðtækasta verzlunarsamn- inga við þá á sem flestum sviðum. Og með því að selja þeim bæði iðnaðarvörur og matvæli, sem nú er af skornum skammti í flestum sósíalríkjum, eru auðvaldsöfl vest- urveldanna að gera Sovétmönnum kleift að halda við og gera hernað- arbákn sitt svo öflugt, að „enginn þori í þá“ eins og einn útvarps- maður lét eitt sinn hafa eftir sér í sjónvarpi. Og með hjálp fyrr- nefndra afla og fjölmargra hjálp- arkokka kommúnista á flestum sviðum þjóðlífsins, er þessi „glæsi- lega“ hernaðaráætlun bráðlega orðin allsráðandi á okkar jarðar- hóteli, ef hún er ekki orðin það nú þegar. Og fjármagnseigendum og bankamönnum vestrænum, berast nú stöðugt gylliboð austan yfir þýzk-rússneska morðtjaldið. Og stórbankar vesturs hafa kokgleypt lánatilboðatálbeitu kommúnista svo hraustlega með gengdarlaus- um lánveitingum, að engin von er til þess að nokkurn tíma verði nokkur geta eða vilji til að greiða hið minnsta af því aftur. Og lík- legast hefir það aldrei verið ætl- unin að standa í skilum, heldur aðeins að plata „sauðheimska sveitamenn" vestan við „blessaðan friðarmúrinn". Boðskapur kommúnista hér á landi, hefir oft verið sá, að hinn íslenzki sósíal- eða kommúnismi væri allur annar en í öðrum kommúnistalöndum, og þótt ótrú- legt sé trúir stór hluti þjóðarinnar þessum lævísa boðskap. Alls stað- ar er grunnstefnan sú sama, þótt örlítilla blæbrigða gæti á yfir- borðinu frá landi til lands. Hvern- ig er svo viðhorfið hér á landi? Okkar „ágæta" núverandi ríkis- stjórn undirritaði Kópavogssamn- ing hinn nýja, áreiðanlega flestir með mikilli ánægju. Alger mót-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.