Morgunblaðið - 20.04.1983, Side 30

Morgunblaðið - 20.04.1983, Side 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Reynsluspor AA Þættinum hefur borist bréf frá vini. í bréfinu kemur fram að hani’. telur að þau 12 reynsluspor sem AA-samtökin nota, geti komið að góðum notum fyrir aðra en drykkjumenn. Vinur bið- ur okkur að birta þau í þessum þætti, og er það okkur mikil ánægja að geta orðið við þessari bón. 12 reynsluspor 1. Við viðurkennum vanmátt okkar gegn á.'engi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. 2. Við fórum að trúa, að æðri kraftur, máttugri okkar eig- in vilja, gæti gert okkur heil- brigð að nýju. 3. Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikn- ingsskil í lífi okkar. 5. Við játuðum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar. 6. Við vorum þess búin að láta Guð lækna allar okkar skap- gerðarveilur. 7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina. 8. Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, svo framar- lega sem það særði engan. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálf- rannsókn og þegar útaf bar, viðurkenndum við yfirsjónir okkar undanbragðalaust. 11. Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vit- undarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu til að fram- kvæma það. 12. Við fundum, að sá árangur, sem náðist með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þes vegna reynd- um við að flytja öðrum alkó- hólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. Það er fleira gott sem AA- samtökin nota til að rækta sjálf- an sig, og um leið verða að betri manneskjum. Við ætlum að birta hér heilræði sem heitir Dagur- inn í dag og við vonum að þau komi einhverjum að gagni, sem lesa þennan þátt. 1. í dag ætla ég að láta deginum nægja sína þjáningu og ekki taka ákvörðun lengra fram í tímann, en næstu tólf stundir. Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lífs míns. 2. í dag ætla ég að vera ánægð- ur. Eg ætla að trúa því, sem Abraham Lincoln sagði: „Flestir eru eins ánægðir og rsir ásetja sér að vera.“ dag ætla ég að leitast við að fá andlegan styrk. Ég ætla að læra eitthvað nytsamt. Ég ætla að lesa eitthvað, sem krefst áreynslu, hugsunar og hugbeitingar. 4. í dag ætla ég að laga mig eftir aðstæðunum en ekki reyna að breyta öllu í það horf, sem mig langar til sjálfan. 5. í dag ætla ég að þjálfa mig á þrennan hátt. Ég ætla að gera einhverjum gott, án þess að nokkur viti. Ég ætla að gera eitthvað sem mér leiðist, aðeins til þjálfunar. Og ef tilfinningar mínar eru særðar, ætla ég ekki að láta á því bera. G. í dag ætla ég að vera eins snyrtilegur og mér er unnt, tala rólega og koma kurteis- lega fram. Gagnrýna engan. Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjálfan mig. 7. í dag ætla ég að fara eftir áætlun. Líklega fylgi ég henni ekki nákvæmlega en ég ætla að fara eftir henni í höfuðdráttum. Ég ætla að forðast tvo kvilla: hraða og ráðleysi. 8. f dag ætla ég að hafa hálfrar stundar ró, aðeins fyrir sjálfan mig, til hugleiðingar og hvíldar. Þessa hvíldar- stund ætla ég að öðlast betra yfirlit um líf mitt. 9. í dag ætla ég að vera æðru- laus. Ég ætla ekki að vera hræddur við að njóta þess sem fagurt er og trúa því, að veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni. 10. í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjart- ans, og vera ekki hræddur við að viðurkenna breysk- leika minn. Við þökkum vini fyrir ábend- inguna, og við viljum gjarna fá fleiri, þið skrifið okkur bara. Margir hafa sent bréf og margir bíða eftir svari, verið þolinmóð, þau koma. Hittumst eftir viku. •H KOMRTSU Við getum nú afgreitt með örskömmum fyrirvara 3 gerðir af gröfum á einstöku verði. Þyngd kg Hestöfl Skóflustærð Verð Gerð Vökvagröfur í öllverk PC-120 11.500 90 v/2400sn. 0.55 m3 1.647.200 PC-200 19.500 105 v/2350sn. 0.9 m3 2.449.700 PC-220 23.000 136 v/2350sn. 1.1 m3 3.268.800 gengisskr. 6.4.'83 Allar gerðir eru með vönduðu hljóð- og hitaeinangruðu öryggishúsi, undirvagn er mjög vandaöur og vel varinn, og beltabúnaðurinn sams- konar og á KOMATSU jarðýtum og því sérstaklega sterkbyggöur. Komatsu vinnuvélar hafa nú þegar sannað ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður á íslandi. Fullkomin varahluta og viðhaldsþjónusta. Hafið samband við sölumenn okkar sem veita fús- lega allar nánari upplýsingar. KOMATSU á Islandi jr Aukin hagræðing og minni til- BILABORG HF. kostnaður með KOMATSU Véladeild Smiðshöföa 23. Sími: 81299 Nú eigum við tvö stykki fyrirliggjandi af þessum harðduglegu vinnuþjörkum. 6 cyl., 225 ci., 4ra gira beinskiptir, plasthús á palli fylgir. Verð kr. 345.700.- Nú er tækifærið að tryggja sér sannkallað hörkutól. JOFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.