Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 18
) gg MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Opið bréf til Jóns Bald- vins Hannibalssonar — eftir Jens í Kalda- lóni Kæri Jón Baldvin. Það er hreint eins og bandvit- laus ótemja hafi hringsnúist með þig á bakinu, þar til þú másandi með heilahristing svo af henni dottið hafir oní helfrosinn svörð- inn, þá er þú á fjórum fótum reyn- ir upp að rísa, og fyrir hendur þér tekur að skrifa alla þá langloku- vitleysu sem birtist eftir þig í Morgunblaðinu 9. og 10. mars sl. Einstakur andskoti má það heita, af jafn bráðgreindum manni og þú þó ert, sem annars þá líka væri illa í ætt skotið, að láta slíkt og þvílíkt mótsagnaþvaður frá þér fara á prenti, enda auðséð, að síðan þú fluttist frá þinni æskubyggð, hefur þú svo gjör- samlega öllum áttum tapað, að líkast er sem hálfvönkuð skepna rangli frá heimkynni sínum útum veraldargaleiðuna, án þess nokkra grein geri sér fyrir leiðarlokum. En af hverju þú flýrð frá einni glæstustu byggð þessa lands, heimabyggð þinni, ísafirði, í þetta hörmunga dvergríki, þar sem ekki einusinni þótt þú værir með 6 fæt- ur og annað eins af höndum, og þyrftir jafnvel þrjú og hálft höfuð til þess að jafnast á við einn lítinn Vestfirðing, sem þar á ofan þyrfti ekki nema 10% af þínum gáfum og menntun til þess í mikilli reisn að njóta allra þeirra mannréttinda, sem ekki þínir 6 fætur og 3Vs höf- uð jafnast á við þarna í allri kratakompunni í henni Reykjavík. Það er ekki einusinni, þótt þú fengir þér aðra konu í viðbót, (sem ég þó vona að þú farir ekki að pranga í), að allt tríóið jafnaðist á við einn Vestfirðings-einseyring. — Já, fyrr má nú vera. En maður lifandi, að hafir þú dottið svona harkalega af ótemj- unni svo hroðalega yfirfallinn af höfuðverk, verður auðvitað eitt- hvert tillit til þess að taka, þótt af jafn skynsömum manni og þér, hefði nú verið betra að láta hann líða hjá, áður en ritgerðin var samin. Þótt eitthvað hér verði til tínt af þínum svo fölsku tónum, sem þú spilar í ritsmíð þinni, enn þá miklu falskari en ég á mínum unglingsárum spilaði á 12 krónu harmonikuna mína, sem pantaði ég úr dönskum katalog, og móðir mín blessuð lánaði mér 10 kall, svo út gæti ég leyst gripinn, en túkall átti ég sjálfur, og var þá ólíku saman að jafna menntun minni til tónflutningsins þá og þinni núna, og sannast oft, að skýrum getur skotist, verður það auðvitað aldrei svo tæmandi mál, að ekki mætti þar um betur gera, og nánar í saumana farið í öllum þessum ykkar æsingablossa. Við erum ein þjóð segir þú, og illt sé að ala á sundurþykkju og úlfúð milli landshluta, já, milli höfuðborgar og landshluta. En um hvað snýst svo þessi mikilvæga ritsmíð þín? Rauði þráðurinn í henni allri er nefnilega ekkert annað en að hvetja til styrjaldar meðal þessara landshluta, og ert þar með kominn ofaná milli Dagblaðs Brúnkunnar með Jónös- onum sínum á hverju klakki. Landið allt eitt kjördæmi er þinn helgidómur og þíns flokks, segir þú. Það er semsagt þú, og aðrir borgarbúar, sem þú vilt að skammti okkur þá þingmenn sem við eigum að njóta aðstoðar frá. Það er allt frelsið sem þú tíundar okkur landsbyggðarfókinu, mann- réttindin og kosningafrelsið. En sérðu ekki hvernig fór með drottinvaldið í framboðsmáli Vestfirðinga. Það varð uppreisn, sem sjálfum sér máttu um kenna, sagði einn skeleggasti sjálfstæðis- Jens í Kaldalóni. „En af hverju þú flýrö frá einni glæstustu byggð þessa lands, heimabyggð þinni, ísa- firði, í þetta hörmunga dvergríki.“ maðurinn, það sannast nefnilega stundum, Jón minn, að sér grefur gröf þótt grafi. Slíkum uppreisn- arslagsmálum virðist þú helst vilja á laggirnar koma — efna til óbætanlegs ófriðar, sem aldrei þín tillaga gæti til annars orðið, enda líttu í ykkar eigin barm, borg- arbúa, um þá ákvörðun, að ekki mættuð á minnsta máta ráða framboði ykkar þingmanna, en utanborgarfólk hefðum þar öll ráð um í skjóli mannfjölda og annarra aðstöðukrafta. Sko, ég væri ekki að skrifa þér þessar línur, ef ég teldi þig ein- hvern aulabárð, Jón minn. Ég skrifa þér þær til að benda þér á að horfa dálítið agnarögn um stærri sjóndeildarhring, en bara oná tærnar á sjálfum þér. Þú veist það, Jón, að hverjum þeim fanga svellur móður, sem á höndum og fótum fjötraður er af ofurefli fjöldans, sem þú svo telur stjórn- arskrár vernduð mannréttindi, og máltækið segir: að engin má við margnum, og greinilega er það til- hneiging þín og Jónasanna að lumbra á okkur utangarðsfólki höfuðborgar ykkar í skjóli fjöld- ans, en annars slítum við friðinn segir þú. En þá fyrst erum við þjóð í ykkar huga, þegar skipta á þjóð- arköku framleiðslunnar milli landsins barna. En þú mættir líka ýja að þeim þættinum, og gera þá mannréttindakröfu til ykkar borg- arbúa að þeir ekki í minna mæli en t.d. Bolvíkingar, framleiddu út- flutningsverðmæti að höfðatölu til í svipuðu hlutfalli. En ég er bara hræddur um það minn kæri vinur, að það yrði einhvern tíma þunnur grauturinn þinn ef þú fengir að- eins einn 80 þúsundasta partinn úr að spila af gjaldeyristekjum"' Reykvíkinga einna saman, og vil ég þó á engan hátt, að öðru, lítið úr þeim gera. En þótt við slepptum nú að met- ast á um þetta, sem er þó höfuð- atriði íslenskrar menningar, að framleiða útflutningsverðmæti til okkar lífsins þarfa, á sem jafnast- an hátt eftir höfðatölu, og sem allt okkar fullveldi þó byggist á, þá leynir sé ekki, að metingur þinn og Jónasanna beggja, stendur um það drottinvald, að í skjóli höfðatölu borgarinnar, sem þið sínkt og heil- agt klifið á, að hér skuli öllu stjórna og ráða. Og hvað yrði svo þingmannshópurinn ykkar stór, ef Vestfirðingum fækkaði um svo sem einn þriðja, að ég nú ekki segji helming, og þá auðvitað með jafnri atkvæðatölu bak við hvern þingmann? En svo hefur líklega aldrei verið djöfullega og í allan máta illa búið að nokkrum lands- hlutaparti, að heilu sveitirnar þurrkuðust algerlega út af mann- fólki sem hér, og man ég þá tíð, að ekki síður áttum við á landi hér þá mikilsvirtu áróðurspostula, sem um áratugi börðust hér hörðum huga,fyrir því, að eitthvert meira vit væri nú í því að leggja Bolung- arvík í eyði líka, ásamt með því sem komið var, en að moka og ausa fjármunum ykkar Reykvík- inga til hafnargerðar þar, og byggingar öldubrjótsins. En klett- urinn, sem þar í hafinu stóð, Einar Guðfinnsson, og aðrir atorkumenn högguðust ekki fyrir þeim brim- sköflum sem á þeim dundu um áratugi. En ætli borgarbúinn hafi af annarri sinni „fjárfestingu" (auðvitað innan gæsalappa) fengið öllu meiri arðinn en af þeim öllum ótöldu fjármunum, sem Bolvík- ingar hafa til þjóðarbúsins lagt með atorku sinni í öflun geipilegra verðmæta. Það mætti nefnilega segja mér að þeir hefðu rúmlega þrjú atkvæði á móti hverju einu ykkar Reykvíkinganna, og vel það, ef um þá deiliprósentu væri að ræða. En þegar hún nú Aðalheiður blessunin Jónsdóttir leggur út á bakborða með þér í austurrúminu á alþýðudoríunni, vill hún meina að ef vel rói Jónasarnir frammí, muni skuturinn ekki eftir liggja, þá er hún í DV 9. mars segir þetta: „Fólk hér á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að þingmenn þess hafa aldrei látið sér annt um hagsmuni borg- arinnar, heldur dansað hinn tryllta byggðastefnuskottís með þingmönnum landsbyggðarinnar. Og engu síður hafa þeir verði ákafir í að ræna frá borgarsvæð- inu öllu því er þeir hafa getað hönd á fest og ausið útí byggða- stefnuófremdina." Sko, minn kæri vinur, það dillar ekki amalega undir henni Aðal- heiði þarna hjá þér á austurrúms- þóftunni við að lýsa fyrir okkur þessum óttalega óþjóðalýð hérna útá landsbyggðinni, sem jafnvel þingmennirnir eru í einum kór svíkjandi og stelandi hverjum bita frá ykkar munni og öllu sem á hendur festir til að ausa í byggða- Htibner—Smyslov 5:5: Er úthald Smys- lovs á þrotum? Hiibner og Smyslov við skákborðið í Velden í Austurríki. Skák Margeir Pétursson Eftir að hafa leitt einvígið við Hiibner lengst af átti Smyslov mjög slæman dag, þegar níunda skákin var tefld og sá aldrei til sólar. Tíundu skákinni lauk síðan með jafntefli og því þarf fjögurra skáka framlengingu til að skera úr um það hvor kemst áfram í undan- úrslitin. Framan af einvíginu tefldi Smyslov mjög vel og komst yfir með því að vinna fjórðu skákina, en svo fór hver skákin á fætur annarri í bið og slök taflmennska heimsmeistarans fyrrverandi í ní- undu skákinni ber greinilegum þreytumerkjum vitni. Flestar skákirnar í einvíginu hafa orðið töluvert langar og farið í bið og það hefur þýtt að tefla varð næstum því á hverjum degi. Þreyta er því sennilegasta skýringin á þeim stakkaskiptum sem taflmennska Smyslovs hef- ur tekið, en hann er 62ja ára gamall og langelsti þátttakand- inn í áskorendaeinvígjunum að þessu sinni. 4. skákin: Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Robert Hiibner Enski leikurinn I. Rf3 — Rf6, 2. c4 — cð, 3. Rc3 — Rc6, 4. g3 — d5, 5. cxd5 — Rxd5, 6. Bg2 - Rc7 Rubinstein afbrigðið. 7. d3 — e5, 8. Rd2 — Bd7, 9. 0-0 — Be7, 10. Rc4 — f6 Hér er oft leikið 10. 0-0 og fórnað peði. II. f4 — b5, 12. Re3 — Hc8, 13. Red5 — Rxd5,14. Rxd5 — 0-0,15. fxe5 — Rxe5, 16. Bf4 — Rc6. 16. — Bc6 hefði að öllum lík- indum jafnað taflið, en Hubner reynir að forðast uppskipti. 17. a4! — b4,18. Hcl — Be6, 19. e4 — Bd6, 20. Be3 — Ra5?! Svartur lætur miðborðið af hendi með þessum leik. Betra var því 20. — Rd4. 21. d4! — c4, 22. Rf4 — Bf7, 23. Dg4 — De8, 24. Hcel — Rb3, 25. Khl — Kh8, 26. Dh3 — Hc7 Smyslov hefur tekist að stilla liði sínu upp til kóngssóknar og nú sprengir hann upp á miðborð- inu til að opna línur fyrir menn sína. 27. e5! — fxe5, 28. dxe5 — Bxe5, 29. Be4 - g6, 30. Bxg6! — Da8+, 31. Kgl - Bg8, 32. Bxh7! - Hxh7, 33. Rg6+ — Kg7, 34. Dd7+ — HI7, 35. Hxf7+ — Bxf7, 36. Rxe5 — Dd5, 37. Dxa7 — Hh5, 38. Rxf7 - Dxl7, 39. Bd4+! - Rxd4, 40. Dxd4+ — Kh7, 41. De4+ — Kg7 Hér fór skákin í bið. 42. Hfl — Da7+, 43. Hf2 — Dc5, 44. Kfl — c3, 45. bxc3 — bxc3, 46. De6 — Dg5, 47. Hf7+ — Kh8, 48. Dc8+ og svartur gafst upp. 9. skákin: Hvítt: Robert Hiibner Svart: Vassily Smyslov Enski leikurinn 1. c4 — e5, 2. g3 — Rf6, 3. Bg2 — Rc6, 4. Rc3 — d6, 5. e3 — Bg4?! Þessi biskup verður fljótt rek- inn aftur til baka. 6. Rge2 — Dd7, 7. h3 — Be6, 8. Rd5 — Bxd5, 9. cxd5 — Rb4, 10. Db3 — c5,11. a3 — Ra6,12. 0-0 — g6, 13. d4! Þar sem hvítur er langt á und- an í liðsskipan reynir Húbner að opna taflið. Það er orðið ljóst að ekki hefur verið heil brú í áætl- anagerð svarts í byrjuninni. exd4, 14. exd4 — Bg7, 15. De3+! — Kf8 Smyslov sættir sig við að missa hrókunarréttin, því 15. — De7, 16. Dxe7+ - Kxe7, 17. Hel — Kf8, 18. Bf4 - Hd8, 19. dxc5 — Rxc5, 20. Hacl — hefði leitt til mjög óhagstæðs endatalfs. 16. Df3 — h6, 17. Be3 — c4, 18. Hfcl — Hc8, 19. Rf4 — Kg8, 20. Bfl — b5, 21. a4! — bxa4, 22. Bxc4 — Rc7, 23. Bd3 — Hb8, 24. Hc2 — Kh7 Nú loksins hefur svörtum tek- ist að ljúka liðsskipan sinni, en það er orðið fullseint, því hvíta liðið er tilbúið til árásar. 25. h4 — h5 Annars leikur hvítur sjálfur h4 - h5. 26. Hacl — Hhc8, 27. Rxh5 — Rcxd5, 28. Rxf6+ — Rxf6, 29. h5 — Hxc2, 30. hxg6+ — fxg6, 31. Bxc2 — Dh3, 32. d5 — Hf8, 33. Bdl — Rd7, 34. De4 — Rf6, 35. Dxa4 — Rxd5? 36. Bg4 og svartur gafst upp því drottning hans er króuð af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.