Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Forsetaheimsókn til Frakklands Við Ekknakrossinn úti við Pont Even komu til forseta ísiands börn, sem böfðu tínt handa henni blóm. Þar á stall- inum lá líka hlýlegt bréf frá Anette, afkomanda eins sjómannsins sem siglt hafði til íslands. Við Ekknakrossinn, þar sem lengst sést til hafs biðu eiginkonur sjómannanna á íslandsmiðum eftir að sjá skip við sjóndeildarhring- inn. Þær tíndust svo heim þegar skipið sigldi hjá og lengst biðu þær sem aldrei fengu skip sitt að landi. Vigdís Finnbogadóttir heimsótti að sjálfsögðu vin sinn, síðasta íslandssjómanninn Tonton Yves. Þau eru hér í garöinum hans ásamt sjávarútvegsráðherra Frakka, borgarstjóra Paimpol o.fl. En franskir blaðamenn og sjónvarpsmenn höfðu verið þar allan morguninn. Fólkið í fískimannabænum Paimpol hafði hópast saman úti á götu og flykktist að forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, þegar hún gekk um göturnar í miðbænum, með Querrien borg arstjóra í Paimpol. Móðir þessa drengs í Paimpol hafði saumað íslenzkan fána handa hon- um, svo að hann mætti fagna forseta ísiands. En götur voru skreyttar fán- um og borðum. Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti tekur á móti forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, á tröppum Elysée-hallar. Eftir að Ijósmyndarar höfðu fengið að taka myndir, rædd- ust forsetarnir við í tæpa kkikku- stund einslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.