Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 ást er ... að lofa honum að sjá hvað þú lítur vel út. TM Reo U.S. Pat. Ott -all rights reserved 61983 Los Angetos Times Syndicete Með morgunkaffinu Mcngunin í heiminum er ekki mér að kenna, því ég losa ruslafotuna á hverjum degi. e.u - 20-. HÖGNI HREKKVtSI „pETTA E R H'AVAPAVARHAHEFHDIH !» Ættu að kynna sér nýj- ustu hljómburðartæknina Þ.R. skrifar: „Velvakandi. í þættinum „Rondó" í hljóð- varpinu, í gærkveldi, miðvikudag- inn 13. apríl, var í lokin rætt um Háskólabíó sem tónlistarsal. Þar var meðal annars rætt við arki- tekta þá sem teiknuðu húsið á sín- um tíma og þeir spurðir að því, hvort möguleiki væri á því að bæta hinn heldur bágborna hljóm- burð ef húsið væri eingöngu notað sem tónlistarsalur. Arkitektarnir töldu, að hægt myndi með ærnum tilkostnaði, svo sem eins og að loka opinu upp í turninn, sem sýn- ingartjaldið er dregið upp í, og ýmsum öðrum breytingum, að gera Háskólabíó að nothæfum hljómleikasal. Það vakti furðu mína að hvorki tónlistarmennirnir, sem að þætt- inum stóðu, né arkitektarnir virt- ust þekkja hina nýju tækni, sem fyrirtækið Philips í Eindhoven í Hollandi er nú komið með á mark- aðinn og getur skapað fullkominn hljómburð í hvaða sal sem er. í grein, sem birtist í norska blaðinu Aftenposten nú fyrir skömmu, kemur fram, að með þessari nýju tækni, sem byggist á fjölda smáhátalara, sé hægt að ná fram hvaða endurkaststíðni sem óskað er og þar með góðum hljóm- burði fyrir hverskonar tónlist, án tillits til hvernig viðkomandi hús er byggt. I greininni var sagt að jafnt tónlistarmenn sem áheyr- endur væru sammála um að þessi nýja tækni væri svo fullkomin, að á betra yrði ekki kosið. í greininni var einnig sagt frá því að í Noregi Þorsteinn Þorsteinsson skrifar: „Velvakandi góður. Ekki dylst þeim, sem fylgjast með stjórnmálabaráttunni um þessar mundir, að kommar óttast nú mjög um sinn hag. Kemur hræðsla þeirra fram í ýmsum myndum. Þar mætti t.a.m. minna á þann óheyrða atburð, er formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gests- son, þorði ekki að mæta efsta manni A-listans, Jóni Baldvin Hannibalssyni, á einvígisfundi. Telja fróðir menn, að slíkt hafi aldrei gerzt fyrr hérlendis, að for- maður eins stjórnmálaflokks þori ekki að mæta stjórnmálaandstæð- ingi á opinberum fundi. Að kommafylgið kortist nú mjög, þarf raunar ekki að koma þeim svo mjög á óvart, sem grannt hafa fylgzt með úrslitum kosninga upp á væri verið að gera tilraun með svipaða tækni. Eg held að það væri vel þess virði að arkitektar okkar og tón- listarmenn kynntu sér þessa nýj- ung, þar sem fram kom í lok þátt- arins, í viðtali vð borgarstjórann í Reyjavík, að langt væri í það að ný tónlistarhöll rísi hér í borginni." síðkastið. Hjá kommum hefur fylg- ið farið mjög þverrandi, eins og eft- irfarandi atkvæðatölur frá Reykja- vík sýna: 1978 borgarstjórn.kosn. 13.864 atkv. 1978 alþingiskosningar 12.016 atkv. 1979 alþingiskosningar 10.888 atkv. 1982 borgarstjórnarkosn.9.355 atkv. Eins og sjá má af ofanrituðu, hef- ur fylgistap komma numið u.þ.b. fjögur þúsund og fimm hundruð at- kvæðum á fjórum árum, hér í Reykjavík, eða um ellefu hundruð atkvæðum á ári að meðaltali. Með sama áframhaldi er líklegt, að enn hrapi fylgi komma í næstu kosningum, og að í Reykjavík detti fjórði maður á lista þeirra (sá er fyrir nokkrum árum var kjörinn „leiðinlegasti þingmaðurinn") út af þingi. Virðingarfyllst, með þökk fyrir birtingu." Kommafylgið kortast Þessir hringdu . . . Endilega að fá eitthvað glatt og skemmti- legt, sem gaman er að Guðrún Jakobsen rithöfundur, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að taka undir með þeim sem farið hafa fram á það við Sjónvarpið, að það sýni almennilegar myndir á föstudagskvöldum. Endilega hreint að fá bandarískar dans- og söngvamyndir eða eitthvað frá stríðsárunum, jafnvel gaml- ar Tarzanmyndir, Abott og Cost- ello og allt þetta. Mann langar til að horfa á eitthvað almenni- legt á föstudagskvöldum. Hugs- aðu þér til dæmis barnfóstrur, sem eru að passa krakka. Fólk er að skemmta sér úti um allan bæ, en það verður líka að hugsa um hina, sem vilja vera heima, eða sjúklinga, sem komast ekkert. Mig langar ekkert til að fara að sofa klukkan 10, þegar maður getur sofið út á laugardags- morgnum. Endilega að fá eitt- hvað glatt og skemmtilegt, sem gaman er að. Svo langar mig ennfremur til að færa þeim þakkir, sem sjá um morgun- útvarpið. Það er stórkostlega breytt orðið, svo mikið af alls konar bráðskemmtilegu fólki með alls konar þætti. Þetta er ómetanlegt. Albesta þjónusta sem ég hef nokkru sinni fengið Stcinunn hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að senda versluninni Pílu- rúllugluggatjöldum alveg sér- stakt þakklæti fyrir frábæra þjónustu. Ég var búin að hringja í óteljandi verslanir í Reykjavík til að leita að hlut til ferming- argjafa, en hafði fengið misjafn- ar undirtektir. Þar sem ég bý úti á landi þurfti ég að fá glöggar upplýsingar um vöruna, lit og lögun o.s.frv. En það var þrautin þyngri. í sumum verslananna var mér einfaldlega sagt, að þær sendu ekki í póstkröfu. Þetta hélt ég, að þekktist ekki á því herrans ári 1983. f öðrum versl- unum var mér sagt að það væri svo mikið að gera, að enginn mætti vera að því að tala í síma. Og ég var búin að eyða hundruð- um króna í símtöl og var engu nær.En þá var mér bent á að hringja í Pílurúllugluggatjöld; hluturinn fengist hugsanlega þar. Það gerði ég og fékk mjög greið svör. Hluturinn var sendur til mín á stundinni, svo að segja. En sagan er ekki öll. Fyrir mis- skilning fékk ég annan lit en ég bað um. Nokkrir dagar voru fram að fermingu og lítið svig- rúm til endursendingar. Eg hringdi suður og spurði, hvort eitthvað væri hægt að gera í málinu. Og það var ekki verið að fjargviðrast yfir mistökunum. Annað eintak með réttum lit var sent af stað í hvelli, mér að kostnaðarlausu, enda þótt hið fyrra væri ekki komið í þeirra hendur. Þetta er sú albesta þjón- usta sem ég hef nokkurn tíma fengið hjá nokkurri verslun og hef ég mikið þurft að nota póstkröfuþjónustuna í gegnum árin, þar sem ég bý úti á landi, eins og ég áður sagði. Sérstak- lega þakka ég fyrir það traust sem mér var sýnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.