Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 53 Heilbrigðismál: Um steftiu Sjálf- stæðisflokksins - eftir Ragnhildi Helgadóttur, alþm. Meginstefna Sjálfstæðisflokks- ins í heilbrigðismálum felst í tvennu: 1) Allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkam- legu og félagslegu heilbrigði. 2) Efnaleg afkoma einstaklinga og búseta eiga ekki að hafa áhrif á réttindi manna og aðgang að nauðsynlegri hjálp. Ríkisvaldinu ber að sjá um að þessum mark- miðum sé náð. Það sé gert annars vegar með því að skapa skilyrði og svigrúm til að svo megi vera með löggjöf á þann veg, að öryggi þjón- ustunnar sé í fyrirrúmi, og hins vegar með skynsamlegri nýtingu fjármuna, sem almenningur hefur lagt fram í sköttum sínum og öðr- um framlögum. Yfirstjórn Yfirstjórn allra heilbrigðismála sé í höndum heilbrigðisráðuneyt- isins og sjái það um: 1) að framfylgt sé lögum og regl- um um þau mál, 2) heildaráaetlunargerð, 3) samræmingu stjórnar hinna einstöku þátta, 4) þá hafi ráðuneytið sérstaka gát á, að sinnt verði einstökum nauð- synlegum atriðum, er af einhverj- sögn við hina islenzku valdamenn, sem undirrituðu hinn gamla, að endemum sögufræga samning grátandi, eftir að Trampe í um- boði Danakonungs, neyddi þá til undirskriftar með hótun um beit- ingu flotans, ef landsmenn legðust ekki hundflatir við fætur hins danska valds. Róttæk menning- arsamtök hafa í langan tíma haft náið samband við Sovétríkin, þrátt fyrir ofanritaðar staðreynd- ir. Róttæklingar „mega" nefnilega ekki viðurkenna annað en að allt sé í himnalagi austan við „frið- armúrinn". Umsvif rússneska sendiráðsins hér er mörgum áhyggjuefni. Það er lítt skiljanlegt hvaða hlutverki hinn mikli starfsmannafjöldi gegnir. Hvert stórhýsið eftir ann- að er keypt á okurverði í hjarta Reykjavíkur, án þess að íslenzk yf- irvöld hafi hið minnsta við það að athuga. Söguleg þingslit fóru fram ný- lega. Sjaldan held ég að undir- hyggjan og baktjaldamakkið hafi gengið jafn langt og verið jafn augljóst og nú við síðustu þinglok. Allir virtust sammála um að nær alófært brimsund sé fyrir stafni þjóðfleysins. Stjórnarliðar kenna hver öðrum hvernig komið er. Og líka hefir það iðulega heyrzt úr stjórnarherbúðunum, að eiginlega séu öll mistökin stjórnarandstöð- unni að kenna. Stjórnarflokkarn- ir, ásamt öllum þeim sem þessa óheillastjórn hafa stutt, bera tvímælalaust alla ábyrgð á því hvernig komið er nú, og eru þeir sjálfstæðismenn, sem gerðu þessa stjórnarmyndun mögulega ekki undanteknir. Ef til vill er sök þeirra mest, því augljóst er að án þeirra hefði þessi vandræðastjórn aldrei fæðst. Og augljóst er, að öll þau öfl er stutt hafa stjórnina til valda og áhrifa skríða saman í eina dúnmjúka kommasæng að kosningum loknum, þrátt fyrir há- tíðlegar yfirlýsingar um hið gagn- stæða — ef þjóðin kemur ekki í veg fyrir það með atkvæði sínu í næstu kosningum. Ingjaldur Tómasson Ragnhildur Helgadóttir um ástæðum hafa orðið útundan í röðun verkefna. Fjárhagsgrundvöllur Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft ályktað um það að draga þyrfti gleggri mörk á milli verkefna ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, en sveitarfélögum séu jafnframt með lögum tryggðir tekjustofnar til að standa sjálf undir sínum heil- brigðisverkefnum. Það felst bæði aðhald og hvatning í því, að sá, sem annast reksturinn, hafi einnig með höndum hina fjárhagslegu ábyrgð, hvort sem það er ríki, sveitarfélag eða aðrir aðilar, sem rekstur hefur með höndum. Nýta mætti kosti einkareksturs ásamt hinum opinbera rekstri, t.d. á þann veg, að hið opinbera kaupi þjónustu af einkarekinni stofnun svo sem er um Landakotsspítala. Hver stofnun, þótt opinber sé, þarf að hafa nægilegt sjálfstæði til að virkja frumkvæði og þekk- ingu starfsmanna sinna til góðs reksturs og árangurs í starfi. Stofnunin þarf sjálf að geta notið árangurs af góðum rekstri. Starfið verður fyrst og fremst að miðast við þarfir þeirra, sem þjónustunn- ar eiga að njóta, um leið og stofn- unin þarf að vera góður vinnu- staður. Heilbrigðisfræðsla í starfi heilsugæzlustöðva sé sérstök áherzla lögð á heilsuvernd og heilbrigðisfræðslu. Beina þarf meiri athygli að geðvernd og vörn- um gegn geðkvillum, er sérstak- lega tengjast lifnaðarháttum nú- tímans. En auk þeirrar heilbrigð- isfræðslu, sem að almenningi snýr, þarf jafnan að gæta þess, að þær stofnanir sem eiga að hafa með höndum kennslu fyrir heil- brigðisstéttir, hafi aðstöðu til þess. Það er nauðsynleg forsenda fyrir framþróun í heilbrigðismál- um landsmanna. Frjáls félög Frjáls félagasamtök hafa allt frá stofnun Landspítalans unnið stórvirki á ýmsum sviðum heil- brigðismála hér á landi, bæði að því er varðar aðhlynningu sjúkra og aðbúnað öryrkja, svo og starf til að vinna að hollu líferni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að markvisst starf slíkra félaga fái að njóta sín, því að í þeim er far- vegur fyrir vilja og hjálpfýsi borg- aranna til að bæta heilbrigðis- þjónustu landsins. Persónuleg þjónusta í tölvuvæðingu, vaxandi verkaskiptingu og vaktaskiptum, „Nýta mætti kosti einkareksturs ásamt hinum opinbera rekstri, t.d. á þann veg, að hið opinbera kaupi þjónustu af einkarekinni stofnun svo sem er um Landa- kotsspítala. Hver stofn- un, þótt opinber sé, þarf að hafa nægilegt sjálf- stæði til að virkja frum- kvæði og þekkingu starfsmanna sinna til góðs reksturs og árang- urs í starfi.“ þarf sérstaklega að gæta þess, að heilbrigðisþjónustan, bæði lækn- isþjónustan, hjúkrun og þjálfun sé eins einstaklingsbundin og per- sónuleg gagnvart sjúklingnum og unnt er við nútíma aðstæður. Öldrunarþjónusta Enn er stærsta úrlausnarefnið hjúkrunar- og vistrými fyrir aldr- aða. Flýta þarf því að fleiri rúm fyrir sjúkt aldrað fólk verði tekin til notkunar, og gera þarf sérstak- ar ráðstafanir til að útvega hjúkr- unarfólk til áð sinna þeirri sér- hæfðu hjúkrun sem þarf. í hús- næðisstefnu sinni gerir Sjálfstæð- isflokkurinn ráð fyrir þjónustu- íbúðum aldraðra og aðgerðum til að auðvelda öldruðum eignaskipti. Fötlunarþjónusta Unnið sé að rétti fatlaðra á við aðra. Þeim sé gefinn kostur á störfum á almennum vinnumark- aði eftir því sem heilsa þeirra leyfir, og vernduðum vinnustöðum þeirra sé jafnframt fjölgað. Þroskaheftum sé tryggð sú þjón- usta, er fötlun þeirra gerir nauð- synlega. Aðstandendum sé auð- velduð umönnun þroskaheftra, er dveljast í heimahúsum. Heildaráætlun til aldamóta Sjálfstæðisflokkurinn hefur, fyrstur íslenzkra stjórnmála- flokka, tekið upp í stefnuskrá sína hugmyndir svipaðar þeim, sem Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin leggur nú til um heildstæða áætlun, er miðist við alla þætti heilbrigðis- mála og tiltekinn árangur um næstu aldamót. Innan þessarar áætlunar verði ákveðin tímasett markmið. Má telja víst að í fram- kvæmdum horfi slík aðferð til betri nýtingar fjármuna. Einstak- ir áfangar kæmust fyrr í gagnið, en verða vill, þegar of margt er haft undir í einu. Efnahagsstjórn þjóðfélagsins og heilbrigðismál Heilbrigðisþjónustan er eitt þeirra sviða, sem hlýtur í fyrir- sjáanlegri framtíð að mestu að vera kostuð af sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ef okkur tekst að snúa efnahagsstjórn landsins frá upplausn til ábyrgð- ar, sköpum við einnig trausta und- irstöðu undir góða heilbrigðis- þjónustu. Ragnhildur Helgadóttir skipar 5. sæti á framboóslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, Reykjavík. Sími 26611. Hafnarstræti 98, Akureyri. Sími 22911. Heimsborgin sem býöur eitthvaö viö allra hæfi: Leiklist — tónlist — myndlist — úrval matsölustaða — knattspyrnuleikir — söfn og verzlanir og fjölbreytt skemmtanalíf. Enn sem fyrr býöur ÚTSÝN hagstæðustu kjörin vegna margra ára viöskipta og hagkvæmra samninga viö gististaöi í hjarta borgar- innar. Brottför þriðjudaga og fimmtudaga. Með hvaða flugfélagi viltu fljúga? ÚTSÝN útvegar þér lægsta fáanlega fargjald á hvaöa flugleiö sem er á áætlunarleiöum allra helztu flugfélaga heimsins. Þú færö flugfarseöil hvergi ódýrari en hjá ÚTSÝN meö hvaöa flugfélagi sem þú flýgur. Starfsfólk ÚTSÝNAR miölar af þekkingu sinni og reynslu, gefur góö ráö og leiðbeinir feröamanninum um alla skipu- lagningu feröarinnar. flugleidir Traustlokhiago&itelagi FLUGFÉLAG MEO FERSKAN BLÆ ARNARHLL <7 Ferðaþjónusta er sérhæft fag Yfir aldarfjórðungs reynsla í feröaþjónustu í síbreyti- legum heimi er þekking, sem treysta má — Notfærið ykkur hana. SÉRFARGJÖLD — Ekki aðeins til og frá íslandi, heldur einnig um Evrópu, Afríku, Asíu, Ástralíu, Bandaríki Noröur- Ameríku, Kanada, Miö- og Suöur-Ameríku. Spyrjiö hin sérfróöu í ÚTSÝN. Þaö svarar kostnaði. AMSTERDAM Verö frá kr. 9.385.- Helgar- og vikuferölr til heimsborgarinnar Amsterdam. Ein sér- stæöasta borg meginlandsins, iöandi af mannlífi og listviöburöum á heimsmælikvaröa. Brottför föstudaga. Útvegum bílaleigubíla á hagstæöu veröi. L0ND0N Verð frá 8.455.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.