Morgunblaðið - 20.04.1983, Page 13

Morgunblaðið - 20.04.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1983 61 Eiga menn rétt á að láta má nöfn sín út af þeim gögnum sem stjórnmálaflokkarnir fá til afnota fyrir kosningar? — það telur Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunar- fræðum, en hann hefur farið þess á leit við Hagstofuna FYRIR HVERJAR kosningar lætur Hagstofa íslands stjórnmálaflokkunum í té þrenns konar gögn: kjörskrá, kjósendaspjöld og límmiöa með nöfnum kjósenda. Á þessu er áratuga hefð þó hvergi sé kveðið á um þetta í lögum. Ríkissjóður hefur kostað þetta að hluta til a.m.k., og fyrir kosningarnar núna 23. apríl er áætlað að ríkissjóður greiði 350 þúsund krónur til þessara hluta, eða sem svarar 5 eintökum af kjörskrá á hvern flokk sem býður fram í öllum kjördæmum. Þeir listar sem bjóða ekki alls staðar fram fá hlutfallslega minna. Þann 5. júní 1981 voru sam- þykkt lög fyrir Alþingi (nr. 63) um kerfisbundna skráningu á upplýs- ingum er varða einkamálefni. Á grundvelli þessara laga fór Oddur Benediktsson, prófessor í tölvun- arfræðum við Háskóla íslands, þess á leit við Hagstofuna að hún tæki nafn sitt af þeim listum sem stjórnmálaflokkarnir fá til afnota fyrir kosningarnar nú. Svar Hag- stofunnar var á þá leið að hún féllst á að nema burt nafn Odds af kjósendaspjöldum og límmiðum, en ekki þeirri kjörskrá eða þjóð- skrá sem stjórnmálaflokkarnir munu fá afnot af. Oddur vísaði þá málinu til Tölvunefndar, en hún á að hafa eftirlit með framkvæmd þessara laga og skera úr um ágreiningsefni. En sl. þriðjudag, þann 12. apríl, hafði Oddi ekki borist svar nefndarinnar. Morgunblaðið átti samtal við Odd um þetta mál. Oddur var spurður hvers vegna hann teldi sig eiga kröfu á því að láta má nafn sitt burt úr þessum plöggum sem stjórnmálaflokkarnir fá til afnota, og eins hvaða tilgangi slík krafa þjónaði. Einkamál manna hvort þeir kjósa eða ekki „Ég skal svara seinni spurning- unni fyrst. Kosningar eru leyni- legar, eða eiga að vera það, og því er það skýlaus réttur einstaklinga að fá að sitja heima í friði á kjör- dag ef þeir óska þess. Það er einkamálefni hvers manns hvort hann kýs eða ekki og kemur stjórnmálaflokkunum nákvæm- lega ekkert við. Stjórnmálaflokk- arnir vita ekkert um það hvað hver kjósandi gerir inni í kjörklef- anum, en ef maður kýs að kjósa ekki, þá vita það allir sem vilja. Að kjósa ekki er ákveðin afstaða, og önnur er sú að skila auðu, og því eiga menn heimtingu á að halda þessari afstöðu sinni leyndri. En á meðan stjórnmála- flokkarnir fá tæmandi kjörskrá til afnota er slíkt ekki hægt.“ Óheimilt að skrá upp- lýsingar um skoðanir manna á stjórnmálum „Fyrri spurningunni verð ég að svara í nokkru lengra máli. Ég tel að á grundvelli laga nr. 63 frá 1981, um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamál- efni, eigi ég kröfu á því að nafn mitt sé máð af tölvugögnum sem stjórnmálaflokkarnir fá til afnota. Lög af þessu tagi hafa almennt verið sett á Vesturlöndum, sér- staklega vegna aukinnar tölvu- vinnslu og möguleika á samteng- ingu skráa. Nútíma tækni býður upp á möguleika á að tengja sam- an í stórum stíl ýmsar upplýs- ingar um einstaklinga, frá trygg- ingastofnunum, nemendaskrám, skattinum, úr almennum viðskipt- um og fleira. Þess vegna hefur þótt nauðsynlegt að setja lög um meðferð einkamálefna sem trygg- ingu gegn stórfelldri misnotkun. Nú eru kosningarnar þann 23. apríl þær fyrstu eftir að þessi nýju lög tóku gildi. Og það eru greinar í Iögunum sem gætu skipt máli varðandi starfsemi stjórnmála- flokkanna og hins opinbera í kosn- ingum. I fyrstu grein segir að lög- in taki til hvers konar kerfis- bundinnar skráningar á upplýs- ingum varðandi einkamálefni ein- staklinga. í fjórðu grein er kveðið á um að óheimilt sé að skrá upp- lýsingar er varða meðal annars skoðanir manna á stjórnmálum. Það er ljóst að það að kjósa ekki er, eða getur verið, stjórnmála- skoðun. Þessar tvær greinar duga því til að einstaklingur eigi heimt- ingu á að láta má nafn sitt út af gögnum stjórnmálaflokkanna. En fleira kemur til: í sjöttu grein segir að eigi sé heimilt að tengja saman skrár nema um sé að ræða skrár sama skráningaraðila. Þetta mætti væntanlega skilja svo að óheimilt sé að tengja saman félagaskrá stjórnmálaflokks og kjörskrá. Þá er og tekið fram í þrettándu grein Oddur Benediktsson, prófessor. að fólki sé heimilt að láta taka nafn sitt út af þeim skrám sem notaðar eru til útsendinga dreifi- bréfa, tilkynninga, auglýsinga, áróðursbæklinga og þess háttar. Hagstofan hefur fallist á að taka nafn mitt út af kjósendaspjöldum og límmiðum, enda á ég augljós- lega heimtingu á því samkvæmt þrettándu greininni. En Hagstof- an taldi sig ekki geta máð nafn mitt af þeirri kjörskrá sem hún léti stjórnmálaflokkunum í té. Ég vísaði því kröfu minni til Tölvu- nefndar, en hef ekkert svar fengið frá nefndinni enn sem komið er.“ Kjörskráin opinbert Plagg Morgunblaðið hafði samband við Klemens Tryggvason, hagstofustjóra, og innti hann eftir áliti hans á þessu máli. Klemens sagði að það væri áratuga hefð fyrir því að stjórnmálaflokkarnir fengju þjóðskrá til afnota fyrir kosningar og hann túlkaði ekki þessi nýju lög svo að þessa hefð bæri að brjóta. „Enda er kjör- skráin opinbert plagg sem allir hafa aðgang að,“ sagði hann, „og því getur hver sem er gengið úr skugga um það hvort einhver mað- ur sé á kjörskrá eða ekki. Því fæ ég ekki séð að það skipti nokkru máli þótt stjórnmálaflokkarnir fái tæmandi kjörskrá til afnota." Oddur sagði í þessu sambandi að það væri rétt að kjörskráin væri opinbert plagg, því allir þyrftu að geta kannað hvort þeir væru á kjörskrá eða ekki. Hins vegar taldi hann það tvennt ólíkt að geta flett upp í kjörskránni á opinberri stofnun eða láta stjórn- málaflokki slíka skrá í hendur til eigin afnota. Hundrað þúsund króna gjöf til fræðaiðkana í guðfræði ELLI- og hjúkrunarheimilið Grund hefur gefið 100.000 kr. (eitt hundrað þúsund krónur) til stofnunar Starfssjóðs Guðfræði- stofnunar Háskóla íslands. Fræðastofnun var komið á fót við guðfræðideild Háskól- ans fyrir nokkrum árum, en hún hefur ekki enn tekið til starfa, þar sem fé hefur ekki verið veitt til hennar á fjárlög- um. Er fræðastofnun þessari, sem ber heitið Guðfræðistofn- un Háskóla íslands, ætlað svip- að hlutverk og rannsóknar- stofnunum þeim, sem komið hefur verið á fót við aðrar deildir Háskólans á liðnum ár- Gísli Sigurbjörnsson um og áratugum. Gjöf þessi var afhent Há- skólanum í desember sl. en síð- an þá hefur verið unnið að því að ganga formlega frá stofnun sjóðsins. Er gjöfin gefin af til- efni árs aldraðra á 60. afmælis- ári Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grundar og til minningar um stofnendur þess, Sigur- björn Á. Gíslagon, cand theol., Flosa Sigurðsson, trésmíða- meistara, Harald Sigurðsson, verslunarmann, Júlíus Árna- son, kaupmann, og Pál Jóns- son, verslunarstjóra; einnig til minningar um þá séra Halldór Jónsson, prófast á Hofi, Vopnafirði, séra Lárus Hall- dórsson, Fríkirkjuprest og séra Pál Þórðarson, prest í Njarð- vík. í skipulagsskrá Starfssjóðs Guðfræðistofnunar greinir, að sjóðurinn skuli efla hvers kon- ar fræðastarfsemi Guðfræði- stofnunar svo sem námsstefn- ur, fyrirlestrahald, heimboð erlendra fræðimanna o.fl. Ann- ast Háskóli íslands varðveislu sjóðsins, og skal höfuðstóll hans óskertur fyrstu fimm ár- in, en helmingur vaxta og verð- bóta lagður við höfuðstól. Gjöf þessi, sem Gísli Sigur- björnsson forstjóri hefur af- hent, er hin mesta hvatning til starfa .innan guðfræðideildar Háskólans. Eru gefanda færð- ar hugheilar þakkir og nöfn þeirra blessuð, sem sjóðstofn- unin er til minningar um. Er það vonandi, að fleiri efli sjóð- inn með minningargjöfum og áheitum, enda gerir stofnskrá- in ráð fyrir því, að veitt sé við- taka'slíkum framlögum. (Frétt frá Háskóla fslanda.) Gospelsöngvari heimsækir Hjálp- ræðisherinn Gospelsöngvarinn Björnar Heimstad frá Noregi er kominn í heimsókn til íslands. Hann verður á Akureyri dag- ana 20. apríl—25. apríl. Sameiginlegar samkomur verða haldnar á hverju kvöldi. í Reykjavík verður Björnar 27. apríl—1. maí. Þá daga hefur hann samkomur í sal Hjálpræðishersins. Björnar er einnig ræðumaður og tal- ar því einnig á samkomunum. Björnar hefur ferðast víða og haldið samkomur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.