Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 Tærasti sultardropinn Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson TÍMARIT \1ÁLS OG MENNINGAR 1. hefti 44. árg. Ritstjórar: Silja Aöalsteinsdóttir og Vésteinn Ólason. Útgefandi: Bókmenntafélagið Mál og menning. í fyrra kom út skáldsaga Ant- ons Helga Jónssonar: Vinur vors og blóma, ein besta frumraun í ís- lenskri skáldsagnagerð lengi. En kunnastur er Anton Helgi fyrir ljóð sín. Tímrit Máls og menning- ar, 1. hefti þessa árs, hefst á nýju ljóði eftir Anton Helga: rauðanótt másarans. Hér er ort í anda hins opna ljóðs og skotið í ýmsar áttir, en forðast að „stynja upp ein- hverjum ljóðhrokanum"; skáldið segist vera „fullur af lifandi mót- sögnum" og ljóð hans sé „síst af öllu ljóð“ heldur „tærasti sultar- dropinn í ár“. Hressilega er kveð- ið, en sumt fer í taugarnar á und- irrituðum, líklega talið ljóðinu til gildis. Hvers vegna er ekki hægt að finna islenskt orð yfir „nost- algíu“ og af hverju eru svo mörg ung íslensk skáld að vandræðast yfir því að þau séu að verða sígar- ettulaus: „og bráðum klárast síg- aretturnar"? Eftir másaraljóð Antons Helga taka við hinar hundleiðinlegu Ádrepur og síðan byrjar samsöng- ur friðardúfna sem að þessu sinni heita Gunnar Kristjánsson, Garð- ar Mýrdal, Berglind Gunnarsdótt- ir, Guðmundur Georgsson og Kristín Ástgeirsdóttir. Einar Kárason er meðal ungra skáldsagnahöfunda sem menn vænta sér einhvers af. Eftir hann birtist smásaga eða sögukafli sem nefnist Hringsól um braggahverf- ið, lipurlegur samsetningur, minn- ir á bernskuminningaskáldsögur- sem orðnar eru lenska og virðast eiga uppruna sinn í prakkarasög- um Hendriks Ottóssonar úr Vest- urbænum. Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis nefnist ritsmíð eftir Helgu Kress og er hún árás á Sig- urð A. Magnússon fyrir rit hans Icelandic Writing Today. Heldur þykir mér ólíklegt að Helga Kress sé þess umkomin að segja Sigurði A. Magnússyni til í enskri tungu, enda eru hér á ferð þrætur um smáatriði, smekk og fleira í þeim dúr, en nokkrar þarflegar ábend- ingar fljóta með. Eitt er rétt hjá Helgu. Sigurður hefði getað valið nýrri sýnishorn úr verkum þeirra skálda sem hann kynnir. Hann er oft að þýða verk sem komin eru til ára sinna og gefa ekki alltaf rétta mynd af höfundunum. Ástráður Eysteinsson fjallar um skáldsögu Jakobínu Sigurðar- dóttur í sama vagni og hafði ég gaman af hve víða hann kemur við, vopnaður lærðum tílvísunum í stefnur og strauma. En eiginlega þykir honum nóg um sjálfum. Samt er þetta virðingarverð til- raun til að skipa nýlegri islenskri skáldsögu í eðlilegt samhengi. Sögur Jakobínu Sigurðardóttur eru með því lífvænlegasta sem fram hefur komið í íslenskri skáldsagnagerð síðustu áratugi, einkum Dægurvísa og Lifandi vatnið. Örn Ólafsson skrifar um Bók- menntaviðhorf sósíalista, svar við grein Dagnýjar Kristinsdóttur og Þorvalds Kristinssonar: þetta er ekki list (Tímarit Máls og menn- ingar, 3. h. 1981). Örn er skeleggur í skrifum sínum eins og sú fullyrð- ing hans vitnar um að gagnrýn- endur eigi ekki að skipta sér af bókmenntasköpun: „Gagnrýnend- ur sem vilja vera raunverulega róttækir og jafnvel byltingarsinn- aðir, eiga aldrei að segja skáldum til. Þeir eru þá bara að reyna að koma sínu eigin verkefni yfir á skáldin — sem oft hafa ekki for- sendur til að leysa það. Og þetta verður hrein íhaldssemi; gagnrýn- endur draga einhverjar reglur af list fyrri tíma, eða af eigin borg- aralegum viðhorfum, um hvernig eigi að skapa nýja. Fyrir nú utan hvað það er fáránlegt að segja öðrum manni fyrir um sköpun- arstarf hans. Fólk sem vill leita samfélagslegra lausna, ætti að stunda fjöldagagnrýni í stað þess Anton Helgi Jónsson að ætlast til leiðsagnar af einstök- um skáldum. Byltingin er verkefni fjöldans". Það hlaut að koma að því að marxískum gagnrýnendum yrði sagt til syndanna af marxista. Og ber að óska Tímariti Máls og menningar til hamingju með að ríða á vaðið. Samræða um hluthyggju og hughyggju er umræða um ritdóm eftir Pál Skúlason um Heim rúms og tíma eftir Brynjólf Bjarnason. Þetta er mjög athyglisverður þátt- ur, en hræddur er ég um að hann fari fyrir ofan garð og neðan hjá flestum lesendum. Að lokum skal aftur vikið að ljóðum í Tímriti Máls og menning- ar. Olga Guðrún Árnadóttir birtir eftir sig þrjú ljóð, laglega ort, geðfelld. Þorsteinn frá Hamri þýð- ir tvö ljóð eftir Edgar Allan Poe mjög smekklega. Ekki verður sama sagt um þýðingar Thors Vilhjálmssonar á ljóðum eftir þrjú spænsk skáld: Juan Ramón Jiménez, Rafael Alberti og Anton- io Machado. Aðeins í ljóði Jiménez tekst Thor að komast í námunda við einfaldleik frumkvæðisins, hin eru uppskrúfaðar útleggingar. Jóhann Hjálmarsson Gegn sjálfvirkum hugsunarhætti Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson SKÍRNIR Tímarit Hins íslenska bókmenntafé- lags. 156. ár. Ritstjóri Ólafur Jónsson. 1982. Ýmsir munu sakna Gunnars Stefánssonar úr hópi bókmennta- gagnrýnenda, en hann er nú bókmenntaráðunautur Iðunnar og fæst að vísu við gagnrýni þótt ekki komi hún fyrir almenningssjónir. Bókmenntaráðunauturinn er vissulega gagnrýnandi og getur sem slíkur haft jafn mikil eða meiri áhrif en sá sem að staðaldri birtir umsagnir um bækur í blöð- um. í Skírni að þessu sinni birtast hugleiðingar eftir Gunnar Stef- ánsson um ljóðabækur ársins 1981. Er skáldið sjálfssali? nefnist ritgerðin. Gunnar segir skoðun sína á fimmtán ljóðabókum, á sumar þeirra er rétt drepið, um aðrar er fjallað ítarlegar. Undir lok ritgerðarinnar er þeirri spurn- ingu svarað sem felst í heitinu. Gunnar varar við þeirri sjálfvirku söguskoðun að hans mati sem ger- ir ráð fyrir að skáldið sé „sjálfs- sali, átómat sem spýtir því einu úr sér sem ráðandi þjóðfélagsöfl kalla fram“. Ritgerðinni lýkur Gunnar á eft- irfarandi orðum: „Lífsvon bókmennta sem áhrifaafls í menningarlífinu er fólgin í þeim sem neita að skáldið sé sjálfssali. Þeim sem ekki vilja japla á hvaða tuggu sem þá stund- ina gengur frá manni til manns, munni til munns. Hráar tísku- hugmyndir þó þær séu aðeins gamalt góss eins og „stétta- barátta", „kvenfrelsi", geta um skeið tekið ráðin af hugsun manna og skynjun. Lífvænlegur skáld- skapur verður ekki til af því að henda á lofti fok sem vindar bera að úr öllum áttum. Skáld er sá sem brýtur gegn hefðgrónum sjálfvirkum hugsunarhætti. Ein- ungis í krafti trúnaðar við sjálft sig getur skáldið vísað öðrum veg- inn. Ef samtíðin telur sig þá þurfa á leiðarvísun skáldsins að halda." Við þetta er eiginlega ekki miklu að bæta. Hér eru sögð algild sannindi. Margt annað athyglis- vert hefur Gunnar Stefánsson fram að færa í ritgerð sinni, til dæmis um nauðsyn þess að taka afstöðu til baráttu guðstrúar og guðleysis í ljóðum Steins. En ein- um of langt finnst mér hann ganga þegar hann fullyrðir að Jó- hannes úr Kötlum sé „eins and- stæður módernisma í eðli sínu og verða má“. Sjödægra og Óljóð eru tvímælalaust bækur sem eru til vitnis um fleira en ytri 'hætti Ijóðstíls. í báðum þessum bókum er sundruð heimsmynd, vitnis- burður efa og villu þótt skáldið freisti þess að vera borubratt. En hvernig skyldi standa á því hversu hljótt er um Jóhannes síðan hann lést. Getur verið að menn séu svo skyni skroppnir að líta eingöngu á hann sem túlk „bláeygrar bylt- ingarhyggju"? slíkt er fjarri lagi um skáld sem var dæmigert barn síns tíma. Skírnir reynir að vera fræði- legur og tekst sæmilega þegar best lætur. Ég nefni ritgerð óskars Halldórssonar: Tröllasaga Bárð- dæla og Grettluhöfundur; uppörv- andi greinargerð Svavars Sig- mundssonar um íslensku sam- heitaorðabókina; Rómarvald og kirkjugoðar eftir Helga Þorláks- son; Skin og skuggar í skiptum at- hafnamanns og listamanns eftir Bergstein Jónsson; Þjóðfræði og bókmenntir eftir Jón Hnefil Aðal- steinsson og Trúarhugmyndir Matthíasar Jochumssonar eftir Sigurð Bjarnason. Ritgerð Þráins Eggertssonar um frjálshyggjuna: Glapstígir og gangstígur þykir mér veigur í. I henni er af alvöru tekist á við ým- is vandamál hagfræðinnar og án þess að einfalda hlutina um of eins og frjálshyggjumönnum og marxistum er tamt. En taka má undir það með Þráni að ekki sé rétt að „gera of lítið úr þætti ruglukolla í þjóðlífinu" og ekki síst ráðleggingu hans til frjálshyggjumanna sem hann birtir í eftirfarandi orðum: „Frjálshuga hagfræðingar gerðu máistað sínum væntanlega meira gagn, ef þeir beindu kröftunum í ríkari mæli en áður að því að kanna orsakir og eðli þeirrar þróunar í þjóðfélagsmálum sem Bækur úr ýmsum áttum Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Peter Hawel: Klöster. Wie sie wurden, wie sie aussahen und wie man in ihnen lebte. Mit 73 Abbild- ungen, davon 11 in Farbe. Knaur 1982. Wcrner Meyer: Burgen. Wie sie wurden, wie sie aussahhen und wie man in ihnen lebte. Mit 73 Abbildungen, davon 12 in Farbe. Knaur 1982. Klaustur voru griðastaðir og eru það enn þann dag í dag þar sem klaustrahald er leyft. Á mið- öldum gegndu klaustrin því hlut- verki sem skólar, bókasöfn, gisti- hús, spítalar og búnaðarskólar gegna nú, þau voru menningar- miðstöðvar hvert í sínu héraði og þar störfuðu skáld og rithöfundar. Auk þessa áttu þau mikinn hluta jarðeigna og klaustrabúskapurinn varð fyrirmynd um skynsamlega nýtingu á landi og arðsaman bú- rekstur. í þessu kveri er lýst merkustu klaustrunum í þýska heiminum og rakin saga þeirra frá upphafi, einnig er lýst byggingarstíl klaustranna og lífi klaustrafólks. Fjölmargar myndir fylgja í texta auk litmyndasíðna. Meyer lýsir kastalabyggingum frá dögum Hins heilaga róm- verska ríkis þýskrar þjóðar, bygg- ingarlagi, stíl, tilgangi og lífshátt- um þeirra sem byggðu kastalana. Kastalar hafa löngum vakið ímyndunaraflið og ævintýra- þrána. Kastalar fyrri tíða voru fyrst og fremst virki, hernaðar- mannvirki til þess ætluð að hýsa herflokka og til varnar á ófriðar- tímum. Með auknu valdi aðalsins og niðurkoðnun miðstjórnarvalds- ins varð kastalinn miðstjórnar- stöð héraðanna. Þegar konungs- valdið tók að eflast og ný hertækni kom til sögunnar varð saga kast- alanna öll, margir þeirra voru rifnir niður en aðrir hafa staðist tímans tönn og eru enn notaðir sem aðsetursstaðir eða sem sýnis- gripir. í bókarlok er skrá yfir kastalana sem getið er um í bók- inni svo og bókaskrá. Myndir fylgja í texta svo og nokkrar lit- prentaðar síður. Knaurs KulturWhrer in Farbe — Schweiz. Uber 650 farmige Fotos und Skizzen sowie 34 Seiten Kart- en. Droemer Knaur 1982. Niklaus Flueler er útgefandi, höfundar eru nokkrir svissarar, hver skrifar um sína kantónu. Leiðsögn um svissneskan menn- ingararf mætti kalla þetta rit. Hér er lýst borgum og byggðum, höll- um og klaustrum, söfnum og kirkjum og þeim náttúruundrum sem löngum hafa vakið aðdáun og undrun ferðamannsins. Ritið er 480 blaðsíður, nauðsynlegur fróð- leikur og staðreyndir um svissn- eskt mannlíf og siði. 658 litmyndir eru prentaðar með texta, 34 upp- drættir landsvæða fylgja og loks ítarlegt registur. Uppflettiorð og heiti eru í stafrófsröð. Þetta er ágæt handbók fyrir ferðamenn og einnig fyrir þá sem vilja afla sér fróðleiks um land og þjóð og menningararf. Sem sagt ágæt og fallega útgefin bók. Koy Porter: English Society in the Eighteenth Century. The Pelican Social History of Britain. General Editor: J.H. Plumb. Penguin Books 1982. Útgefandi ritsafnsins segir í formála: Samfélagssagan hefur oft mótast meira í þá átt, að verða lífsháttalýsing, frásögn af búnað- arháttum, trúarbrögðum og dag- legum störfum, en tilraun til þess að grafast fyrir um hversvegna lífshættir, trúarbrögð og dagleg störf „voru svona á þessum tíma“. Með þessari nýju ritröð er áhersla lögð á þetta „hversvegna" og einn- ig er leitast við að víkka sögusvið- ið með því að fjalla um kjör hins „þögula fjölda" og lífið í þjóðdjúp- inu. Roy Porter skrifar um átj- ándu öldina á Englandi sam- kvæmt þessari forskrift og hefur tekist að setja saman einkar læsi- lega og skemmtilega bók, enda er erfitt að komast hjá því að skrifa skemmtilega um jafn skemmti- lega og fjölbreytilega öld og þá 18. á Englandi. Diether Krywalski: Knaurs Lexikon der Weltliteratur. Buchclub Ex Libris Zurich. Knaur 1981. Ritið er að mestu skrá yfir höf- unda og verk þeirra og spannar sú skrá alla heimsbyggðina. í lokin eru skráð bókmenntahugtök og hugtök sem snerta bókmenntir og höfunda á einhvern hátt. Höf- undatalið spannar rúmar 800 blaðsíður, tvídálka, hugtökin rúm- ar 100 blaðsíður og loks fylgir stutt ritaskrá. Þetta er eitt af þessum handhægu uppflettiritum, sem Knaur gefur út og er ekkert nema gott um bókina að segja, margt hlýtur að vanta í ekki stærri bók, en hún er þó furðu drjúg og einkar handhæg. Stefan Zweig: Balzac. Eine Bio- graphie. Fischer Taschenbuch Verlag 1981. Stefan Zweig hefði orðið 100 ára 28. nóvember 1981, hefði hann lif- að. í tilefni af þessu hundrað ára afmæli voru verk Zweigs gefin út, þar á meðal þessi ævisaga Balzacs, sem höfundurinn ætlaðist til að yrði sitt höfuðverk. Hann vann að þessu verki í tíu ár og hafði svo til lokið því þegar hann féll frá, að sögn útgefanda verksins Richards Friedenthals, vinar Zweigs. Verk- ið kom út í þessari gerð 1946, Friedenthal sá um þá útgáfu, gekk frá henni til prentunar og full- vann það sem á skorti úr eftirlátn- um skrifum Zweigs. Þetta er bæði ævisaga Balzacs og einnig baráttusaga Zweigs öðr- um þræði. Stílsnilld Zweigs, hugkvæmni og innsæi nær meiri hæðum í þessu verki, síðasta verki hans, en í öðrum verkum. Hann dáði Balzac og þeir sem lesa þessa bók hljóta að smitast af hrifningu Zweigs á Balzac. Þetta er verðugur minnisvarði bæði Balzacs og Zweigs. Andreé Leroi-Gourhan: The Dawn of European Art. An Introduction to Palaeolithio Cave Painting. Translated by Sara Champion. — Antonio Beltrán: Rock art of the Spanish Levant. Translated by Margaret Brown. — The Imprint of Man edited by Emmanuel An- ati. Cambridge University Press 1982. Bæði bindin eru gefin út í ritröð frá Cambridge um frumlist, þ.e. fyrstu tilburði manna til listsköp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.