Morgunblaðið - 20.04.1983, Page 7

Morgunblaðið - 20.04.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 55 leikum vatnsorkulindirnar búa yf- ir og hvernig hagkvæmast er að virkja þær. En til þess að við get- um nýtt þær þarf raunhæfur orkuiðnaður að koma til. Orkunýtingarmöguleikana þarf að kanna ekki síður en orkuöflun- armöguleikana, þetta verkefni hefur núverandi ríkisstjórn van- rækt. Er ástæða til að hvetja þá sem vilja kynna sér þetta mál að lesa síðasta hefti af Stefni, þar eru nokkrar greinar um orkumál. Sjálfstæðismenn hafa lengi hvatt til þess að erlend félög fengju að byggja verksmiðjur hér til að kaupa raforku af íslenskum virkj- unum þegar um er að ræða fýsi- lega kosti frá íslensku sjónarmiði. En það að finna út hverjir kostir eru fýsilegir og hverjir ekki er mikið starf sem alls ekki hefur verið nægilega sinnt. Nýja sókn til iðnaðar — full atvinna Það hefur sannast á undanförn- um fjórum árum, að ný sókn í iðn- aðarmálum er eina leiðin til að halda uppi fullri atvinnu. Við þurfum að koma upp nýjum fram- leiðslugreinum og það færir þeim þjónustuiðnaði sem fyrir er ný verkefni. Til að koma þessum mál- um af stað þarf að breyta um stefnu. Við höfum ekki efni á því, að hafa fleiri iðnaðarráðherra sem bersýnilega eru bandingjar sértrúarhópa í Alþýðubandalag- inu og geta ekki hreyft sig án þess að óttast um sitt pólitíska líf. Við þurfum menn sem hafa til þess kjark og styrk að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka til að koma orkunýtingu á íslandi aftur af stað. Þjóðrembustefna vinstri manna er ekki sæmandi nútíma- fólki ekki heldur forstokkunar- sjónarmið þeirra og afturhald. Það er full þjóðarsamstaða í land- inu um ötula orkunýtingarstefnu. Þeirri stefnu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn fylgt frá upphafi. munu hvergi á byggðu bóli finnast dæmi um að verðbólga hafi verið læknuð með verðlagshöftum. Ástæðan er einfaldlega sú, að slík aðferð ræðst ekki að rótum meins- ins, heldur einkennum þess. Verðbólga á sér flóknar og margslungnar ástæður, sem fyrst og fremst eru efnahagslegar. Til þess að sigra verðbólguna þarf því að greina þær og ráðast að þeim af atorku og vilja. Sagan greinir frá fjölmörgum dæmum, þar sem reynt hefur ver- ið að kveða verðbólguna niður með hliðstæðum aðgerðum og niður- talningu. Allar hafa þær hlotið sama endi. Lögbindingarstefna, hvort sem hún er nefnd niðurtaln- ing, þjóðarsáttmáli eða tekju- stefna, er full af mótsögnum, sem fyrr eða síðar kemur henni í koll. Það sýna einmitt dæmi frá Banda- ríkjunum, Bretlandi og víðar. Árið 1981 sýndi að hið sama gildir hér á landi. Einkenni lögbindingaraðgerða eru meðal annars þau að vanda- málunum er ýtt á undan sér. Ekki eru leyfðar eðlilegar verðhækkan- ir á þjónustu opinberra stofnana. Stjórnvöld stríða við það að halda í verðlagshækkanir á framleiðslu- vörum. Fyrir vikið verður stór- felldur hallarekstur á þjónustu- fyrirtækjum, framleiðslugreinar komast í þrot og á endanum „leysa" stjórnvöld vandann með erlendum lántökum. Það er rétt hjá framsóknar- mönnum að niðurtalningarleiðin var reynd og framkvæmd árið 1981. Hún var reynd við hagstæð- ustu ytri skilyrði sem unnt var að hugsa sér. Þrátt fyrir það hafði hún í för með sér hallarekstur út- flutningsgreina, tilræði við inn- lendan samkeppnisiðnað, magnaði viðskiptahallann og var í rauninni ekki annað en „útlend atvinnu- stefna". Er það þetta sem fram- sóknarmenn telja að sýni ágæti niðurtalningarleiðarinnar? Bolungarvík, 12. apríl 1983, Einar K. (iuAíinnsson skipar 3. sæti á framhoAslisia SjálfstæAis- flokksins á YcstfjörAum. Það eru víðar til fallegar konur en i Dallas, jafnt eldri sem yngri. Fullt hus hjá SÁÁ: Kem í haust ef ég má og get Mikill fjöldi manna heimsótti fræðslu- og leiðbeiningarstöð SÁÁ að Síðumúla 3—5 um síðustu helgi, þegar þar var opið hús vegna söfnunarinnar fyrir sjúkrastöðina nýju við Grafarvog. SÁÁ-félagar höfðu mikinn viðbúnað í frammi til að taka myndarlega á móti gestum með kaffiveitingum og góðu viðmóti. Bakarar í stuðningshópi samtak- anna sáu til þess að enginn þurfti að hverfa soltinn á braut. M.a. kom bakarinn í Magnúsar- bakaríi í Vestmannaeyjum, Bergur Sigmundsson, fljúgandi með nánast heilan flugvélarfarm af gómsætum kökum, sem hurfu eins og dögg fyrir sólu á laugar- daginn. Á sunnudag sá Nýja kökuhúsið um meðlætið. Dallas-leikarinn góðkunni, Ken Kercheval, blandaði geði við gesti báða dagana, ræddi um sín mál og annarra, gaf eiginhand- aráritun og sýndi mikinn áhuga á starfsemi SÁÁ, sem hann taldi vera einstæða í heiminum. Þessa tæpu 3 daga, sem hann staldraði hér við ásamt vinkonu sinni, Evu Fox, virtist hann vera algjörlega óþreytandi við að láta gott af sér leiða. Eins og flestir AA-menn er honum kappsmál að hjálpa öðrum eins og honum hefur sjálfum verið hjálpað við að yfir- vinna sín vandamál. I lok dvalar sinnar hér lét Ken Kercheval í ljósi mikla ánægju yfir því að fá tækifæri til að koma hingað til þess að taka á með SÁÁ. Ef ég má koma þegar þið takið nýju sjúkrastöðina í gagnið í haust, má mikið ganga á svo að ég komi ekki, sagði leikar- inn. Upp á stól með hann, hrópaði einhver, og um leið varð Dallas-leikarinn við þeirri bón og ávarpaði gestina. Hendrik Berndsen (Binni f Blóm og ávöxtum) varaformaður kom með Ken Kercheval og vinkonu hans, Ovu Fox, upp í bækistöðvar SÁÁ í Síðumúla. Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra: Síðasta ár var hagstætt og umsvif aukast stöðugt AÐALFUNDIIR Sparisjóðs vélstjóra var haldinn að Borgartúni 18. laug- ardaginn 26. mars sl. Á fundinum flutti formaður stjórnar sparisjóðs- ins skýrslu stjórnar fyrir árið 1982 og Hallgrímur G. Jónsson, spari- sjóðsstjóri lagði fram og skýrði árs- reikning sparisjóðsins. Arið 1982 var sparisjóðnum hagstætt og fara um- svif hans stöðugt vaxandi. Húsnæði sparisjóðsins var stækkað á árinu og býr hann nú við rúmgott og hentugt húsnæði. Innlánsaukning á árinu nam 63,1% sem er nokkuð hærri en meðaltalsinnlánsaukning inn- lánsstofnana. Heildarinnstæður námu í árslok 124.832 þúsund kr., sem skiptast á þann veg að velti- innlán námu 20.577 þúsund kr. og höfðu vaxið á árinu um 48,3% og spariinnlán námu 104.255 þúsund kr. og var aukning frá fyrra ári 66,4%. Mikil aukning var á verð- tryggðum innlánum, eða 183,6%. í árslok námu útlán sparisjóðs- ins 83.759 þúsund kr. og höfðu vaxið frá fyrra ári um 65%. Verð- tryggð lán eru nú stærsti útlána- flokkur sparisjóðsins og námu þau í árslok 43,6% af heildarútlánum. Þar sem gott jafnvægi ríkti milli inn- og útlána var staða sparisjóðsins á viðskiptareikningi í Seðlabanka yfirleitt ágæt. Alls nam innstæða sparisjóðsins á viðskiptareikningi í árslok 8.448 þúsund kr. Innstæður sparisjóðs- ins á bundnum reikningum í Seðlabanka námu 34.791 þúsund kr. og höfðu hækkað frá fyrra ári um 53,8%. Rekstur sparisjóðsins gekk vel á árinu og nam hagnaður til ráð- stöfunar kr. 4.213 þúsund, en var árið 1981 2.937 þúsund kr. Á árinu var sérstakur skattur lagður á innlánsstofnanir, námu greiðslur sparisjóðsins vegna þessa nýja skatts 678 þúsund kr. Gjaldfærsla vegna verðbreytinga nam 2.567 þúsund kr. Alls námu afskriftir af vélum og innréttingu 372 þúsund kr. Spari- sjóðurinn kostaði sem svarar einu vistrými í hjúkrunardeild Hrafn- istu, Hafnarfirði, en framlag sparisjóðsins nam á árinu 233 þús- und kr. Kostnaður við rekstur sparisjóðsins var alls 7.137 þúsund kr. I árslok nam eigið fé sparisjóðs- ins 19.139 þúsund kr. og hafði auk- ist frá fyrra ári um 85,2%. Hlut- fall eigin fjár af heildarinnlánum nam 15,3%, en var árið 1981 13,5%. Sparisjóðurinn stendur í dag traustum fótum og veitir við- skiptamönnum sínum fjölbreytta þjónustu. Meðal nýmæla á árinu 1982 er afgreiðsla Eurocard kret- itkorta í samvinnu við Kretitkort sf. Stjórnarmenn kjörnir af aðal- fundi eru Jón Júlíusson og Jón Hjaltested. Stjórnarmaður kjör- inn af borgarstjórn Reykjavíkur er Guðmundur Jónsson, en hann kemur í stað Emanúels Morthens sem setið hefur í stjórn spari- sjóðsins um fimm ára skeið. (Króttatilkvnning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.