Morgunblaðið - 20.04.1983, Page 19

Morgunblaðið - 20.04.1983, Page 19
stefnuófremdina fyrir okkur hérna Vestfirðinga. Það fer aldeil- is á kostum hugarflugið hennar Aðalheiðar þegar hún er að lýsa þessum andskotans kvikindum út- um allar íslands strendur sem þingmennirnir eru í kapphlaupi við að naga af ykkur hverja spjör og bita þeim til bjargar og sálu- hjálpar. Og það er sko ekki ama- legt, vinurinn, að hafa slíkan kappa við hlið sér á austurrúms- þóftunni í barningnum og ekki því mikil hætta á að skuturinn eftir verði, svo knálega sem Jónasar- kapparnir taka á kjaftasætis ár- unum. Það státa ekki allir af slíku einvalaliði, Jón minn góður. Já, og vel á minnst. Þú telur það kosta skildingana fyrir Reykvík- inga að vera einskonar elliheimili þjóðarinnar. Það er nú einn þátt- urinn sem þið hafið ekki gert ykk- ur grein fyrir, að fólkið í henni Reykjavík eldist og verður gamalt. Þá er nú þessi einlæga hýrgun ykkar til þessara gamalmenna, að það kosti nú skildinginn að ala það og sjá því farborða frammá graf- arbakkann. En það er allt eins og þið hafið aldrei skilið það, að fólk yrði gamalt í Reykjavík. En svo þegar allt í einu að 20 þúsund gamalmenni eru komin í 100 þús- und manna byggð, þá bara glápið’ þið útí heiðríkjuna, hver fjandinn sjálfur þetta sé eiginlega, svona stór hópur af gömlu fólki hér, og það kosti svo skttdinginn að sjá fyrir öllu þessu dóti. Ég gæti jafn- vel trúað að þú sjálfur yrðir gam- all maður þarna, minnsta kosti er grunur minn sá, að ekki svo langt verði þar til ellimörkin setja svip sinn á þína fagurbjörtu ásjónu, ef áfram þú kröftum eyðir í jafn skynlausar grúbbur og þessar heilu þrjár Morgunbláðssíður af ritverkum þínum bera með sér. Jæja, vinurinn, ég nenni nú ekki að skamma þig meira í einu, en manni er nú alltaf sárt um „sálina hans Jóns míns“ að hún fordjarf- ist ekki svo útá villigötum van- hugsaðra áróðurskennda, að allt sitt mark missi til mannlegrar gerðar. Þetta mál allt er nefnilega svo margslungið og afdrifaríkt í mörgum sínum ólýsanlegu þátt- um, sem ekki nær því allir gera sér minnstu grein fyrir þeim af- leiðingum sem upp gætu komið. En mergurinn málsins er þó sá, að þið hafið nákvæmlega öll sömu mannréttindi í öllum þessum kosningamálum og við hinir, bara aðeins fleiri um hvern þingmann, rétt eins og um prest, iækni og lyfjabúð. Eg kveð þig svo með bestu óskum, og bið þig að bera góðar kveðjur mínar í bæinn. Jens í Kaldalóni er íréttaritari Morgunblaðsins i Snæfjallaströnd og býr að Bæjum, Snæfjallahreppi, Norður-ísafjarðarsýslu. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 67 Lítið meindýr í stóru húsi Jóhann Hjálmarsson bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðinu. Jóhann minn: Ég sé það í Morgunblaðinu í dag að þú rýkur altíeinu upp til handa og fóta að dæma bók Williams Heinesens sem út kom fyrir hálfu ári. Satt að segja var ég löngu far- inn að lofa Guð (bara einhvern Guð) fyrir það að þú skyldir sleppa því í ár að klappa okkur Heinesen á kollinn. En lofa skal dag að kvöldi og krítíker við jarð- arförina hans, eins og leikkonan sagði. Nú ertu semsé kominn á kreik — og sjálfum þér líkur. Um bullið sem þú almennt hefur varðandi skáldsöguna „I Svörtu- kötlum" skal ég ekki vera marg- orður. Það er bara þetta venjulega tíst. Það sem er stíll og reisn kall- ar þú „öfga“ og „lítt trúverðuga" hluti að vanda. Þetta er raunar ekki neitt annað né verra en það sem heiðarlegar bókmenntir þurfa einlægt við að búa. Dómara sem eru vart læsir á neitt sem vísar til æðri vitsmuna. Enda væri ég naumast að kvarta undan slíku. Eins mætti þá kvarta undan rigningunni hér í Reykjavík. Það sem mér hinsvegar blöskrar í svokölluðum ritdómi þínum er þessi klausa hérna: „Sé litið á höf- undarverk Heinesens í heild hvarflar að manni að hann hafi orðið tómlæti að bráð, skýringin kannski sú að hann er fulltrúi lít- illar eyþjóðar þótt hann hafi valið að skrifa á tungu stærri þjóðar." Svo ferðu að bulla um viðfangs- efni Heinesens sem þú botnar ekk- ert í. Sleppum því. Ekki veit ég hvaðan það hvarfl- ar að þér, póstþjóni vinnandi suðrí Vatnsmýri, að William Heinesen búi við eitthvert tómlæti sem höf- undur. Allir sem eitthvað fylgjast með bókaútgáfu í Skandinavíu vita að þegar ný bók kemur frá þessum jöfri norrænna bók- mennta þá er það verk umsvifa- laust þýtt á öll tungumál Skand- inavíu og gefið út í minnstakosti 100.000 eintökum. Ef þetta er tómlæti þá er Jóhann Hjálmars- son spekingur. Einnig má geta þess að bækur Heinesens koma út í vaxandi upplögum í Ameríku og Þýskalandi, kannski víðar. Nóg um tómlætið. En rógur þinn um Heinesen er víðtækari. Þú telur að hann sé fulltrúi „lítillar þjóðar þótt hann hafi valið að skrifa á tungu stærri þjóðar". Hér gætir nokkuð þess sem þú hefur meðtekið af jafn- ingjum þínum í Færeyjum síðast- liðið haust þegar að þú sast þar norrænt þing um þýðingar úr minniháttar tungumálum Norður- landa. Þá hafa rógbergar sagt þér að William Heinesen væri að svíkjast undan merkjum fær- eyskrar menningar og skrifaði á dönsku. Þennan söng hef ég marg- sinnis heyrt af vörum öfundar- manna skáldsins í Færeyjum. Hann er fyrirlitlegur og það fólk sem raular hann er lítilmótlegt. Sannleikurinn er sá að danska er móðurmál Williams Heinesens rétt einsog íslenska er móðurmál þitt, Jóhann minn. Og þetta móð- urmál sitt hefur maðurinn skrifað betur en aðrir. Hann er því dansk- ur rithöfundur búsettur í Færeyj- um, vinnur úr færeysku umhverfi einhverjar bestu frásagnir sem nú um stundir eru skrifaðar í veröld- inni og skrifar þær á því tungu- máli sem honum er tamast. Og til frekari áréttingar öllu þessu get ég nú frætt þig um það sem flestum upplýstum aðilum þegar er kunnugt að Sænska Aka- demían hafði árið 1975 tekið þá ákvörðun að veita William þessum Heinesen (sem þú telur fórnardýr tómlætisins) bókmenntaverðlaun Nóbels. Fyrir skáldsöguna „Turn- inn á heimsenda" sem þá átti að koma út um haustið. Þá ritaði William nefndinni bréf og frábað sér þennan heiður á þeirri for- sendu að það væri einsog háðs- merki um færeyskar bókmenntir að láta danskan mann búsettan í Færeyjum fá þessa viðurkenn- ingu, benti á tvo verðuga höfunda sem skrifuðu á færeysku og dró bók sína til baka- frá forlaginu (Gyldendal) til að undirstrika að honum væri alvara með þetta. Þessvegna kom „Turninn" ekki út fyrr en 1976. Ég vona að þessar staðreyndir nægi til þess að gera þér og öðrum ljóst að William Heinesen er engan veginn fórn- ardýr tómlætis né afskiptaleysis heldur einn besti og virtasti höf- undur Norðurlanda fyrr og síðar. Og nýtur vaxandi útbreiðslu þó hann neiti öllum hégómlegum við- urkenningum. Það er nefnilega enn til fólk sem kann að lesa. Nag þitt í hæla þessa stórmennis á sviði bókmenntanna er því hlægi- leg þjónusta við lítilsigld öfund- arsjónarmið sem þú væntanlega hefur kynnst í Færeyjaferðinni núna í haust. Hættu þessu narti, þú minnir einna helst á svanga mús í galtómri Höll Sumarlands- ins þarsem þú stendur og nagar hælana á þessum mikla höfundi. Með vinarkveðju, Þorgeir Þorgeirsson Fyrirsögnin er að sjálfsögðu einnig höfundar HVAÐ KIÓSA BÖRNIN? Þau kjósa áskrift aö Æskunni. Aö sjálfsögöu. Æskan er vandaö og skemmtilegt blaö, sneisafullt af: smá- sögum • ævintýrum • teiknimyndasögum • þrautum • leikjum • getraunum • poppi • samtölum viö Bubba, Ragnhildi Gísla, Bjögga, Ómar Ragnarsson, Bryndísi Schram, Línu langsokk o.s.frv. Muniö Bókaklúbb Æskunnar og áskrifendagetraunina. Allir eiga samleiö meö Æskunni Áskriftasími 17336 eigendur Pústkerfin eru ódvrust hjá okkur Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir Mazda-bíla. Isetningarþjónusta á staðnum. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Simar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 6cyl. - 225 cu. in. - Sjálfskiptur - Aflstýri AfIhemlar - Styrkt fjödrun - Styrktir demparar Electronísk kveikja JÖFUR Hf- Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Verö til atvinnubifr.stj. 481 ■ 340 Sérstakur afsl. af árg.’82 86-640 gengi: 01.04. '83 394.700 ib

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.