Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 fclk í (39 fréttum + Yul Brynner, sem nú er hálf- sjötugur eö aldrí, hefur nú gengiö í þaö heilaga meö 28 ára gamalli, kínverskri dansmey, Kathy Lee aö nafni. Hjónavígslan fór fram fimm dögum eftir aö Yul fékk skilnaö frá þriöju eiginkonu sinni, Jacqueline, sem stendur nú á fimmtugu. „Þótt ég veröi hundr- aö ára skal þetta veröa mitt síö- asta hjónband," sagöi Yul Brynn- er eftir vígsluna. Fjórir Pólverjar struku Fjórir pólskir farþegar um borö í samlensku skemmti- ferðaskipi flýöu frá boröi er skipiö kom í höfn í Miðjaröar- hafsborginni Leghorn í gær. Fólkiö, sem eru þrír karlmenn og ein kona, var flutt í flótta- mannamiöstöö fyrir sunnan Rómaborg og þar mun þaö halda kyrru fyrir uns ítölsk yfir- völd hafa tekiö mál þeirra fyrir. Skipiö veröur í Leghorn fram á mánudag, en fregnir herma, aö eftirlit meö farþegum hafi veriö hert til muna. Óttast fjölda- flutninga frá Hong Kong Brezku stjórninni er þaö mikið áhyggjuefni, aö allt aö hálf milljón manna, sem nú eru búsettar í Hong Kong, kunni að setjast að í Bretlandi, samkvæmt sérstakri lagabreytingu um ríkisfang, sem samþykkt hefur veriö. Er búizt viö, aö þetta gerizt, áöur en nýlendan varöur afhent Kínverjum, en þaö verður áriö 1995. „Þar sem enn ríkir vafi um framtíö nýlendunnar, er þaö skoöun sumra ráðherranna í stjórninni, aö hættan á fjöldabrott- flutningi til Bretlands sé raunveruleg,“ sagöi blaöiö The Mail á sunnudag. Blaðiö heldur því fram, aö áhyggjur manna vegna málsins hafi aukizt til mikilla muna í síöustu viku, þegar 1.000 kínverskir lög- reglumenn í Hong Kong lýstu því yfir, að þeir hyggist fara þess á leit viö William Whitelaw, innanríkisráöherra, aö þeim veröi veitt brezkt ríkisfang sökum starfs síns í þágu nýlendunnar. Stjórnvöld í Hong Kong hafa skýrt svo frá, aö um 110.000 manns, sem búsettir eru í nýlendunni, séu skráöir sem starfsmenn brezku krúnunnar, en þaö veitir þeim sjálfkrafa rétt til brezks ríkisfangs samkv. breytingu, sem gerö var á lögum 1981 og nefnd hefur veriö „Hong Kong ákvæöiö". COSPER Nú skal ég segja þér brandara, það var brotist inn hjá ná- grönnum okkar. j Ármúli 7 Til sölu eöa leigu er hluti fasteignarinnar Ármúli 7, nánar tiltekið iönaöar- og verzlunarhúsnæöi, 810 fm, 3850 rúmm. Húsnæöiö er laust 1. júní nk. Upplýsingar í síma 37462 kl. 1 til 3 á daginn. GEfsiP Frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum 23. apríl vilja opiö stjórnmálastarf, sem byggist á sterkum tengslum kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra.______________ Þess vegna erum viö tilbúin aö hitta ykkur aö máli og skiptast á skoöunum, til dæm- is í heimahúsum, á vinnustööum eöa hjá félögum og klúbbum. Síminn okkar er eöa 82963 — hafið samband Frambjóöendur Sjálfstæöis- flokksins í Reykjavík. SPUNNH) UM STALÍN eftir MAITHÍAS JOHANNESSEN eru andbyltingar pólitík . .. Ég neita að vísu þeirri ákæru að hafa sótzt eftir lífi Vladimirs Ilyich, en hinir andbylt- ingarsinnuðu samsærismenn og ég í broddi fylkingar reyndum að leggja í rústir verk Leníns, sem Stalín heldur áfram með stórkostlegum árangri . . . Ég bið ekki um vægð. En ég hef spurt sjálfan mig þessa síðustu daga: Fyrir hvað deyrðu? Og svarið hefur verið: Fyrir flokkinn, fyrir þjóðina og fyrir ríkið! Ég sé, að ég get ekki lifað lengur fyrir hugsjónir æsku minnar, þeim hef ég brugð- izt. Ég á skilið þyngstu refsingu, það er rétt. Og ég krefst þess að mér verði refsað. Ég krefst dauðadóms og ég óska eftir því, að ég verði skotinn eins og hermaður. Mér hefur orðið tíðhugsað um hvernig ég ætti að fara að því að horfast í augu við lífið, ef ég fengi að halda því. Eg hef komizt að þeirri niðurstöðu, að mér yrði það óbærileg raun. Einangraður frá öllum, óvinur ríkisins. Þetta yrði mér þyngri skömm en ég gæti afborið. Ég krefst dauða- refsingar yfir sjálfum mér. íslenzkt skáld, Halldór Kiljan, er viðstatt þessi réttar- höld. Hann er hrifinn af Búkharin, svikaranum: „Einhver minnisstæðasta endurminníng sem ég hef um mann, er Búkharin fyrir herréttinum ... Mér fannst meðan ég heyrði hann standa fyrir máli sínu, að meiri kappræðu- snillíngur og rökfræðíngur, eða lærðari heimspekíngur, gæti naumlega átt höfuð sitt að verja fyrir dómstóli, enda þótt eingum væri Ijósara en honum sjálfum, að dómurinn yfir þessu gáfaða höfði var laungu feldur — í hans eigin verkum." Búkharin hafði sagt: Stalín drekkir byltingunni í blóði. Þessi orð urðu að áhrínsorðum. Það hafði Krupskaya vitað, þegar hún sagði við upphaf hreinsana eftir 15. flokksþingið: Ef Lenín lifði nú, væri hann í fangelsi. 16 egar verðirnir koma að sækja Yagoda, glymja orð úr réttarhöldunum í eyrum hans: Gyðingahundur! Síonisti! Síonisti! Hann er úrvinda af þreytu. Hann veit, að hann getur ekki staðizt meiri yfirheyrslur. Hann skelfur. Hann er orðinn hryggðarmynd af sjálfum sér, mest pyntaður allra. Mánuðirnir hafa verið lengi að líða. Senn er ár liðið frá því hann féll í ónáð og var handtekinn. Hann er orðinn hvítur fyrir hærum. Hatur hans beinist að Yezhov. Hann ætlar að leika hlutverk sitt eins og þeir vilja, en ekki eins og stolt hans býður. Hann veit af fyrri reynslu, að það gagnar honum hvort eð er ekkert. Fouché, segir hann við sjálfan sig. Og hristir höfuðið. Þeir segja að ég sé líkur honum í útliti! Hann brosir: Eina fullkomna svikaranum að dómi Napóleons. Hann fer að hugleiða örlög þessa starfsbróður síns. Það heyrist fótatak. Hringl í lyklum. Þeir eru að sækja hann. Hann gengur niðurlútur út með fangavörðunum og inn í dómssalinn. Þar situr Vyshinsky og bíður eftir fórnardýrinu. Þegar réttarhöldin hefjast gengur hann hreint til verks og spyr Yagoda: Hvernig fékkstu leyni- bréfin? Send í skó. í skó? Já. í hægri eða vinstri skónum? Það var víst vinstri skórinn, segir Yagoda og lítur á fætur sér. Sá vinstri. Nei, það hefur líklega verið sá hægri, bætir hann við hugsi. Sendir þú þeim bréf aftur? Já. Hvernig? í skó. Hægri eða vinstri skó? Það var — það var hinn á móti. Fjölluðu hréfin um samsæri gegn ríkinu? Já. FRAMHAI.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.