Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Við verðum að treysta þann grunn sem frelsi þjóðarinnar hvflir á Einar Ingvi Magnússon skrifar: „Heill og sæll Velvakandi. Kannski ég byrji á því að óska þér og öllum sjálfstæðismönnum gæfu og gengis í kosningabarátt- unni, þar sem slagurinn er nú í hámarki. Til að leggja eitthvað af mörkum í þeirri baráttu langar mig að senda þetta bréf. Þó inni- hald þess sé ekki mest áríðandi fyrir land okkar og þjóð, hefur það þó að geyma umhugsunarverðan boðskap til allra sjálfstæð- ismanna og staðfestingu á mikil- vægi þess að efla frjálshyggjuna, svo að myrkviði kommúnismans nái ekki að festa rætur hér á landi. Ég er áskrifandi að tímariti sem ber nafnið Ljós í austri. Þetta er sænskt tímarit sem kemur út mánaðarlega, og er gefið út af slavneska trúboðinu sem hefur höfuðstöðvar sínar í Svíaríki. Slavneska trúboðið er kristin trú- arhreyfing, sem hefur að megin- starfi að boða fagnaðarerindið í Sovétríkjunum og öðrum ríkjum þar sem kommúnisminn ræður ríkjum. Síðan hreyfingin var stofnuð, árið 1917, hefur hún vaxið svo í starfi að nú sér hún ekki aðeins um biblíudreyfingu, þó að hún sé gríðarlega viðamikil, held- ur einnig kristilegar útvarpssend- ingar austur fyrir og útgáfu kristilegra bóka á fjölmörgum tungumálum. Þær eru stundum hrikalegar lýsingarnar sem birtast í blaði þeirra um fangavist kristinna bræðra okkar og systra f fanga- búðum og geðsjúkrahúsum Sovét- manna. I aprílhefti blaðsins er greint frá nokkrum aðferðum þeirra. Ein er fólgin í því að vefja fólki inn í blautt lak, og er „sjúkl- ingurinn" fastklemmdur í lakinu eins og múmía. Þegar lakið svo þornar smám saman þrengir það svo að „sjúklingnum" að hann á erfitt með andardrátt og líður hræðilegar kvalir. Einnig er al- gengt að „sjúklingarnir" séu sprautaðir með bakteríum, sem valda 40° hita, séu þeir með upp- steyt eða einfaldlega kvarta yfir meðferðinni og svo mætti lengi telja. Fyrir hvað eru þessir trúuðu menn lokaðir inni og pyntaðir? Jú, þeir trúa á Jesúm Krist og elska að læra um vilja Guðs í Biblíunni. Ég er hræddur um að okkur ís- lendingum þætti þrengt að frelsi okkar, ef við fengjum ekki að trúa eftir sannfæringu okkar, en yrð- um að lúta heraga marxískrar hugmyndafræði, sem í verki hefur orðið að sannkölluðu víti á jörð. Við skulum í þessum samhengi hafa hugfast, að marxisminn legg- ur að jöfnu eiturlyf, klámrit og Biblíuna, þó að ótrúlegt megi virð- ast okkur vestrænum mönnum. ísland má aldrei enda sem ey- virki í þjónustu heimskommún- ismans. Því verðum við að efla varnir landsins með vestrænni samvinnu og treysta þann grunn sem frelsi þjóðarinnar hvílir á, sem er frjálshyggjan, í víðustu merkingu, en Sjálfstæðisflokkur- inn er stjórnmálaflokkur hennar. Með vinsemd og virðingu." Flugleiðir: Forsvarsmaður fjölskyldu greiðir fullt fargjald — aðrir í fjölskyldunni aðeins helming Jóhann D. Jónsson, sölufulltrúi innanlandsflugs í Markaðsdeild Flugleiða, skrifar: „I Velvakanda Morgunblaðsins þann 12. apríl sl. birtist fyrirspurn um fjölskyldufargjöld flugfélag- anna á innanlandsflugleiðum. Afsláttur fyrir fjölskyldur sem fljúga með Fiugleiðum innanlands hefur verið í gildi mörg undanfar- in ár. Flugleiðir breyttu fjölskyldu- fargjöldum sínum á innanlands- leiðum á síðasta ári á þann hátt, að afsláttur var aukinn verulega. Eftir sem áður greiðir forsvars- maður fjölskyldu fullt fargjald og skiptir ekki máli hvort um föður eða móður er að ræða. Aðrir í fjöl- skyldunni greiða aðeins helming af því fargjaldi sem þeir hefðu annars þurft að borga. Börn, frá tveggja ára upp að 12 ára aldri, fá með þessu móti tvö- faldan afslátt. Þau hafa helmings- afslátt fyrir, en með þessum nýju reglum fá þau 50% afslátt ofan á þann afslátt. Móðir, sem ferðast innanlands með Flugleiðum ásamt tveimur börnum sínum, sem eru innan þessara aldursmarka, greið- ir því sjálf fullt fargjald en börnin aðeins 25% af því gjaldi. Unglingar á aldrinum 12—20 ára greiða hálft fargjald. Þessi nýbreytni Flugleiða hefur mælst ákaflega vel fyrir og auð- veldað fjölskyldum mjög að ferð- ast á hinum mörgu áætlunarleið- um félagsins. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann réði þessu sjálfur. , Rétt væri: Hann réð þessu sjálfur. Sumar- stemmning Hinir stórskemmtilegu Jör- undur og Laddi flytja af sinni landskunnu snilld nýjan þátt. M.a. nýtt dáleiðsluatriði a| la’Frisinett. kvöld kjósum við Súlnasalinn Borðapantanir í síma 20221 eftir kl. 16 Húsiö opnaö kl. 19.00. Matseöillinn er engum líkur. Boöiö er upp á nýstárlega snakkrétti áöur en okkar ágætu matsveinar mæta í sal- inn, meö allt þaö besta úr lambi, svíni og nauti, og aö sjálfsögöu bragöar þú á öllum réttunum ásamt græn- metinu á okkar glæsilega græn- metisborði. I lokin Ijúffengur ábætir sem viö einfaldlega köllum „Eftir átta“. Allt þetta fyrir aöeins 380 kr. Sannkallað sumarverð. Nýr skemmti- áttur Við kveðjum vetur konung með heljarmiklum tilþrifum í Súlnasal í kvöld 2 hljómsveitir Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar hljómsveitin Topp Menn. Matreiðslumeistari kvöldsins Francois Fans og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.