Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1983 fegurðarinnar í veldi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson RIT Annað bindi. Ritgerðir. Bréf. Gils Guðmundsson sá um útgáfuna. Skuggsjá 1982. f REFLEXIONES sem Benedikt Gröndal skrifaði og fjalla mest um sjálfan hann eins og flest sem hann sendir frá sér má lesa eftir- farandi: „Jón Sigurðsson hefur ekki nefnt mig heldur en hund í ræðu sinni um bókmenntir íslendinga og nefnir þó jafnvei hálfs arks höfunda og slógbelgi." Þessi orð lýsa vel Gröndal og samtíð hans. Hann taldi sig van- metinn og það með nokkrum rétti. Þeir sem kunnu að meta skald- skap hans og tóku hann sér að mörgu leyti til fyrirmyndar sáu ekki dagsins ljós fyrr en löngu síð- ar. Þeir nutu fordæmis Gröndals í prósastílnum, enda hafa fáir ritað merkilegri prósa á íslensku en hann. Það sem fyrst og fremst ein- kennir Gröndal er frjálsræði hans og hreinskilni, kostir sem nauð- synlegir eru hverjum brautryðj- anda. Hefur nokkur íslendingur skrifað jafn fyndna bók og Helj- arslóðaorrustu til dæmis? Og Dægradvöl, ævisaga Gröndals, er nær einstæð meðal slíkra bóka. Enginn nema Þórbergur Þórðar- son þolir samanburð við Gröndal hvað varðar hinn innblásna leiftr- andi játningarstíl. Skuggsjá er nú að gefa út Rit Gröndals í umsjá Gils Guðmunds- sonar og kom annað bindi út fyrir jólin. Þetta er þörf útgáfa og eign- ast vonandi marga lesendur í stað- inn fyrir að liggja óhreyfð í bóka- hillu sem eitt af dæmunum um skáldskaparáráttu íslendinga. Nauðsynlegt held ég að sé að gefa út valda kafla úr prósa Gröndals i því skyni að greiða fyrir því að ungt fólk kynnist honum. Hér er kjörið verkefni fyrir þá sem skammta skólafólki lestrarefni. f öðru bindi Rita kemur fram að Benedikt Gröndal var einn helsti gagnrýnandi síns tíma. Hann var alltaf kröfuharður og gat verið ósanngjarn ef því var að skipta. En gaman er að lesa hann þótt stundum sé erfitt að vera honum sammála. Honum er svo mikið niðri fyrir og hann hefur svo mik- ið að segja að lesandinn getur ekki annað en látið heillast af mál- flutningnum. Líka er Gröndal oftast samkvæmur sjálfum sér. í fyrirlestri sem haldinn var í Reykjavík 4. febrúar 1888 og nefndist Um skáldskap talar Gröndal máli rómantískunnar gegn hinni nýju skáldskapar- stefnu, realismanum. Auðvitað gat fornmenntamaðurinn og feg- urðardýrkandinn Gröndal ekki þolað kenningar um að skáld ættu að lýsa hversdagsleikanum. Hann taldi að skáld realismans á íslandi fengjust aldrei við annað en „það lægra í lífinu" og segir með nokkr- um rétti: „smásmugulegt bað- stofulíf og sveitalíf — hærra fara þeir ekki.“ Um tilgang skáldskap- ar segir hann afdráttarlaust: „Sú þýðing sem skáldskapurinn hefur fyrir lífið, er í því innifalinn að Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson andinn lyftist upp í veldi fegurð- arinnar og upp yfir lífið." Meðal þeirra ritgerða Gröndals sem hrein unun er að lesa er Um vísindi, skáldskap og listir á mið- öldunum, en hún birtist í Nýrri sumargjöf 1865. f þessari ritgerð er ítarlega fjallað um Dante, Al- ighieri, yfirburði hans meðal skálda, að Shakespeare einum undanskildum. Norræn skáld kann Benedikt Gröndal ekki að meta, hann er meira fyrir skáld stærri mál- svæða. í ritdómi um Friðþjófssögu Tegnérs í þýðingu Matthíasar Jochumssonar kallar hann marg- lofuð verk eftir Öhlenschláger hinn danska „dauðans bull“. Eins og vænta mátti þótti honum ekki mikið til um skilning Skandínava á íslenskum fornsögum. Benedikt Gröndal verður tíð- rætt um menntun í ritgerðum sín- um, en það er síður en svo að hann telji menntun eina sér duga skáld- um til mikilla afreka. Bréf Benedikts Gröndals eru sérstakur kapítuli í islenskri bókmenntasögu. Stundum freist- ast Gröndal til lýsinga sem eru fjarstæðukenndar og svipar jafn- vel til absúrdisma nútímans eins og í bréfi til Eiríks Magnússonar og sömuleiðis í bréfi til Eiríks Jónssonar þar sem birtist kostu- legur leikþáttur: Kvöldvaka í heiminum. Of langt mál yrði að vitna í bréf Gröndals þessu til stuðnings, en bent skal ungum rit- höfundum á að lesa þau. Gröndal er ekki að fást við ólíka hluti um miðja nítjándu öld og þá sem telj- ast til nýjunga í íslenskum skáldskap nú. Ritgerðir Gröndals fjalla ekki eingöngu um skáldskap heldur um mörg hugðarefni hans önnur. En hér hefur aðeins verið vikið að skáldskapnum. Afþreyingarbækur á einmánuði Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdottir Mord, hr. formand eftir Bo Balderson. Bók eftir Bo Balderson, sem er sænskur, kom út hjá Vöku fyrir síðustu jól. Sagt er, að Bo Balderson sé dulnefni Olofs Palme forsætisráðherra og hefur hann gefið út nokkrar bæk- ur. Sem fyrr eru ráðherrann skringilegi og mágur hans, Per- son, aðalpersónur bókarinnar. Þeir fara á stúfana að skoða hús sem ráðherrann hyggst festa kaup á fyrir barnaheimili enda er ráð- herrann gæzkan sjálf og barngóð- ur með afbrigðum — á sjálfur sex- tán börn með einni og sömu kon- unni — Þeir eru varla komnir á BQ B MPflMCKI BALDERSON MORD, HR. FORMAND svæðið þegar dularfullir atburðir fara að gerast og áður en varir er búið að fremja morð — annar hús- eigandinn sem þeir ræða við er myrtur svo að segja fyrir augum þeirra og er þar að því er virðist á ferð læknirinn Körminski. En málið reynist sem betur fer ekki svo einfalt og ráðherrann er ekki jafn grænn og hann lítur út fyrir að vera og hefst nú handa að rannsaka málið með dyggri aðstoð hins heilsulausa mágs síns, Per- sons. Að vísu tekst ekki betur til en svo að annað morð er framið — er þá kálað forseta sænska þings- ins, sem hafði verið aðeins fljótari ráðherranum að átta sig á, hver hinn seki var. Þetta er þægilegur reyfari og bráðskemmtilegur aflestrar og persónurnar tvær, ráðherrann og mágur hans, harla vel gerðar af hálfu höfundarins. Danielle óteel beslselinjautftotof thcRomk Aflameof lovetoobriglit todb PfHtMOMI Remembrance eftir Danielle Steel er löng og þrungin ástarsaga, stundum dálít- ið fáránlega rómantísk og óraunsæ, en Steel er mikið lesinn höfundur í núverandi heimalandi sínu, Bandaríkjunum, og alltaf forvitnilegt að kynna sér „met- söluhöfunda" sem geta sumir ver- ið aldeilis ótrúlega sérkennilegir. Sagan hefst þegar stúlkan Serena snýr aftur til Feneyja í stríðslok að leita að ömmu sinni eftir margra ára aðskilnað. Serena er prinsessa, en eigur fjölskyldunnar hafa verið gerðar upptækar og þegar Serena verður þess vís að amma gamla er dáin sér hún fram á að verða að fara að vinna fyrir sér. Hún fær ræstingavinnu í höll foreldra sinna, en þar hefur nú bandaríski herinn aðsetur. Hún kemst þar í kynni við góðan og vænan Amríkana, Brad Fullerton, og eftir nokkrar sviptingar giftast þau og flytja til Bandaríkjanna. Móðir Fullertons er miður sín yfir ráðahag sonar síns með tilheyr- andi brauki og bramli. Brad ferst í upphafi Kóreustríðs en Serena verður fræg fyrirsæta og leikur nú allt í lyndi unz hún kemst í kynni við Vasili, brezk-grískan ljós- myndara, sem er bæði sætur og fínn en líklega er þó flagð undir fögru skinni og upphefst nú mikið drama, sem óþarft er að rekja. Með nokkurri þolinmæði og jákvæðu hugarfari tókst mér að lesa þessa löngu bók, eitthvað í henni hélt áhuga svona oftast þótt stundum sé nú farið býsna tæpt. Að því leyti minnir Steel mig á Guðrúnu frá Lundi. Og er svo sem ekki leiðum að líkjast. Hverdag eftir Kjell Askildsen segir frá norskum pilti, Johan Dalen. Hann er átján ára og vinnur sem út- keyrslumaður hjá dagblaði. Hann hefur hætt í skóla í miðjum klíð- um og hið sama má segja um flesta félaga hans. Þeir eyða tím- anum í snakk og rand og bjór- drykkju og stundum komast þeir í kast við lögin. En eru í raun og veru allt ágætir drengir, sem hafa bara ekki náð að fóta sig í tilver- unni og vita ekki vilja sinn. Sam- skipti þeirra við foreldrana eru yf- irleitt brengluð og í bezta falli lítt náin. Johan er að mörgu leyti sjálfstæðari — meðal annars vegna þess að hann hefur þó mannað sig upp í að fá sér vinnu — og það fer að renna upp fyrir honum ljós um að þessi lifnaðar- máti þeirra veiti þeim fjarskalega takmarkaða ánægju. Hann kynn- ist ástinni með öllum þeim sál- arkvölum og þeirri sælu sem henni fylgir. Og hann reynir að slíta tengslin við hópinn, sem verður örðugra en hann hugði. Þær ákvarðanir sem hann tekur Kjcll Askildscn Hverdag og þau tengsl sem hann myndar verða til þess að þroska hann og það lítur út fyrir í bókarlok, að hann sé að verða sáttari við sjálf- an sig. Það er Aschehoug sem gefur bókina út. Ég 'hef ekki áður lesið bók eftir Askildsen og held raun- ar, að þetta sé fyrsta skáldsaga hans. Hún gefur vísbendingu um að hann hafi töluvert glögga skynjun á unglingum/foreldr- um/kynslóðabili o.s.frv. og þetta er bara holl lesning, hvort sem í hlut eiga unglingar eða fullorðnir. A Mind to Murder eftir P.D. James. Síðan ég las An Unsuitable Job for a Woman eftir þennan höfund hafa bækur henn- ar verið mér kjörið lestrarefni, þegar eftir afþreyingarbókum er leitað. Svo er og um þessa bók. Það stendur yfir samkvæmi þar sem rithöfundar og önnur gáfu- menni eru saman komin og allt lítur þetta sómasamlega og and- ríkislega út. Þangað til fulltrúar frá Scotland Yard mæta á svæð- inu. Ekki aldeilis til að taka þátt í gleðskapnum, né heldur til að biðja húsráðanda að árita bækur sínar. Það stendur til að handtaka hann fyrir morð. Æsist nú leikur- inn heldur betur og væri ekki rétt að rekja söguþráðinn sem er klók- indalega samansettur og lausnin sem höfundur býður upp á er ágætlega viðsættanleg. P.D. James er brezk að uppruna og starfaði lengi í lögreglu- og sakamáladeild innanríkisráðu- neytisins. Mér er að vísu ekki kunnugt um, hvenær hún sendi frá sér sína fyrstu bók, en hún hefur hlotið aðskiljanlega viðurkenn- ingu fyrir sakamálasögur sínar, meðal annars hefur hún tvívegis hlotið „Silfurrýtinginn" sem er eftirsótt verðlaun meðal þeirra sem skrifa sakamálasögur. Einfalt, rólegt og heilsteypt Hljóm otur Finnbogi Marinósson Marianne Faithfull A CHILD’s ADVENTURE ísland/ Fálkinn Þeir voru ekki ófáir sem upp- götvuðu Marianne Fathfull þeg- ar hún sendi frá sér plötuna „Broken English" árið 1979. Og sennilega hefur aðdáendum hennar fjölgað þegar „Danger- ous Acquaintances" kom út 1981. Platan sú er hreint aldeilis frá- bær, að minnsta kosti segja þeir svo sem uppgötvuðu hana þá. Hinum sem voru fyrri til, þykir ekki eins mikið til hennar koma og segja að hún hafi linast upp frá „Broken English". Segja má að þeir hafi nokkuð til síns máls en kraftlaust er „Dangerous ...“ ekki. Það má aftur á móti heim- færa upp á nýjustu plötu henn- ar, „A Child’s Adventure". Hún er rólegheitin uppmáluð og hvergi er að finna kraft, hvort heldur sem er í hljóðfæraleik eða útsetningunum. Að þessu leyti veldur platan vonbrigðum. Þetta er hinsvegar eini galli plötunnar, ef galla skal kalla. Allt annað er með sömu ágætum og áður og kannski ekki við öðru að búast. Á hlið eitt eru fjögur lög. Það fyrsta heitir „Time Square" og er eftir Barry Reynolds, en um hann var fjallað í dómi 27. jan. síðastliðinn. Lagið er í frekar einfaldri útsetningu og áberandi notkun hljóðgervla gerir það dreymandi. Og þetta segir í raun allt sem þarf að segja um þau lög sem á eftir koma. Róleg, dreymandi og ofaná leggst söng- ur Marianne sem tekinn er að breytast. Hann er ekki lengur jafn hrjúfur og hann var. Nei, hún er farinn að syngja hátt og lágt og ferst allar ferðir um tónstigann vel úr hendi. „Blue Millionaire", „Falling From Grace" og „Morning Come“ heita hin lögin á hliðinni. „Blue Milli- onaire" er það eina sem ekki fell- ur inn í heldarsvip plötunnar og um „Falling ...“ vil ég segja að hér sé eitthvert besta popplag ársins. Síðari hliðin gefur hinni fyrri ekkert eftir í rólegheitum og gæðum. Þau fjögur lög sem á henni eru gætu öll komið til greina sem bestu lög plötunnar, ef út í það væri farið. En slíkt væri vanvirðing við alla plötuna og verður það ekki gert hér. Aft- ur á móti er undravert hvað t.d. þessi plata er góð þrátt fyrir ein- faldleika í öllum hlutum. Til þess að platan valdi ekki slíkum vonbrigðum að á hana verði ekki hlustað að neinu marki skal gert klárt að allan kraft vantar i hana. Lögin eru mjög jafngóð og allt við þau gott. Ef bera á þessa plötu saman við hinar fyrri verður „Dangerous" efst en „Broken" og þessi eru of ólíkar til að hægt sé að gera upp á milli þeirra. FM/ AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.