Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 21 • Þessi mynd var tokín á opna hollenska meistaramótinu í júdó á dögunum, en þar keppti Bjarni og stóo sig mjög vel. Hér hefur Bjarni tekiö mótherja sinn, Hollendinginn Van Rosmalen, góöu bragðí, fastataki í gólfi. En þaö kallast á júdó-máli Hon-Gesaka-Tame. Bjarni sigraði í viöureigninni. Bjarni Friðriksson í þriðja sæti á Opna breska meistaramótinu í júdó: Glæsilegur árangur hjá Bjarna, vann fimm vlðureignir á „Ippo u BJARNI Friðriksson varð í þriðja sæti í léttþungavigt (-«-95 kg) á opna breska meistaramótinu í júdó sem fram fór í Christal Palace í London a sunnudaginn. Þetta mót er ásamt opna hollenska mótinu sterkasta opna mótio sem haldio er í Evrópu. Bjarni keppti 5 viöureignir á mót- inu og vann þær allar á ippon (fulln- aöarsigur, 10 stig) nema pá síðustu gegn Hollendingnum Jan Rapmund en þeirri viöureign tapaöi Bjarni meö aðeins 3 stiga mun. Rapmund varð annar en sigurvegari varö Ólympíumeistarinn Van De Walle frá Belgíu, en hann sigraði einnig á Opna hollenska mótinu tveimur vikum fyrr, en þar komst Bjarni í átta manna úrslit. 30 manns kepptu í þessum þyngdarflokki á Opna breska mót- inu og voru þeirra á meöal margir af fræknustu júdómönnum heims frá Evrópu og Ameríku. Þrír aðrir íslenskir júdómenn kepptu á breska mótinu. Kolbeinn Gíslason keppti í þungavigt. Hann vann eina viðureign í sínum riöli en það nægði ekki til aö komast í úr- slitakeppnina. Magnús Hauksson keppti í h-78 kg flokki og vann líka eina viðureign. Karl Erlingsson keppti í -i-65 kg flokki og fékk ekki vinning. Þeir Magnús og Kari kepptu nú á sínu fyrsta stórmóti erlendis. Þeir áttu mjög góðar við- ureignir og sama er aö segja um Kolbein sem stöðugt sækir á. Sig- urvegari í +78 kg flokknum varð heimsmeistarinn Neil Adams frá Bretlandi, í+65 kg flokknum sigraöi Dyot frá Frakklandi en Finninn Sal- onen sigraði í þungavigt. Aftur setur Þorvaldur íslandsmet í grindinni smjúgi undir 51 sekúndu í sumar, sem er áreiöanlega ekki óraun- hæft. — ágás. Kristjan afram hjáFH KRISTJÁN Arason hand- knattleiksmadur úr FH hefur nú ákveðið aö taka ekki til- booi því sem vestur-þýska handknattleiksliöið Guns- burg gerði honum. Kristján haföi í höndunum mjög treistandi tilboð um aö ger- ast atvinnumaður með lið- inu, en gaf það frá sér og ætlar aö leika með liði FH áfram og jafnframt að Ijúka námi í viöskiptafræði viö Há- skóla íslands áöur en hann heldur utan í atvinnu- mennsku. Þfl. Þorsteinn fer ekki til Montreal EKKERT verður úr því aö Þorsteinn Bjarnason mark- vörður Keflavíkurhðsins í knattspyrnu fari til Kanada og leiki í Montreal, eins og eitt dagblaöanna skýrði frá. Þorsteinn mun leika meö liöi Keflavíkur í sumar. Og jafn- framt má búast viö því að hann veröi aðalmarkvðröur landsliðsins. ÞR. „ÉG ER ánægður með þetta, en þó staðráöinn í því aö gera betur um næstu helgi," sagði Þorvaldur Þórsson grindahlaupari úr ÍR í samtali viö Morgunblaðið í gær, en hann setti á laugardag nýtt Is- landsmet í 400 metra grinda- hlaupi á miklu frjálsíþróttamóti viö Los Angeles í Kaliforníu, hljóp á 51,77 sekúndum. Gamla metið átti hann sjálfur og var það að- •ins vikugamalt og var 51,97 sek. • Þorvaldur Þórsson setti nýtt íslandsmet 1400 metra grindahlaupi. Á mótinu var tími einnig tekinn á handklukkur og reyndist tími Þor- valdar á þær 51,3 sekúndur, sem er hálfri sekúndu betra en met Stefáns Hallgrímssonar KR frá 1975, en sá tími er ekki opinber og fæst því ekki staðfestur sem l's- landsmet á handklukkur. Þorvaldur varö þriöji á mótinu af rúmlega 30 keppendum, þar af í öðru sæti í sínum riðli, tveimur hundruöustu á eftir sigurvegaran- um. Þorvaldur hljóp á áttundu braut og haföi því ekki viömiöun af keppinautum sínum. Þessi árangur Þorvaldar er vís- bending um aö talsvert meira sé frá honum að vænta, því æfingar hans miðast við afrekstopp á miöju sumri, eftir tvo mánuöi eða svo. Þorvaldur er að vinna góö af- rek og kominn í hóp allra fremstu á Norðurlöndum, og miöað viö þess- ar stööugu framfarir veröur fróö- legt aö fylgjast meö hvort hann Andrésar Andar-leikunum á skiðum lauk ó laugardag. 370 ungmenni tóku þátt í leikunum að þessu sinni. Myndin hér aö ofan er úr stökk- keppninni. Einbeitnin skín úr svip unga mannsins sem er kotroskinn í stökkinu. Sjá einnig bls. 23, 24 og 25. uótm. sh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.