Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 Ekkert lát á vinsældum Mezzoforte í Hollandi: Hljómsveitin er komin í 12. sætið Velgengni Mezzoforte í Hollandi eykst með viku hverri og Morg- unblaðinu bárust í gær frekari fregnir af vinsældum hljómsveitar- innar þar í landi. Breiðskífa hljómsveitarinnar, „Surprise, Surprise", er komin alla leið upp í 12. sæti hollenska listans eftir að hafa verið í 16. sæti í síðustu viku og litla platan með lögunum „Garden Party" og „Funk Suite No. 1" er komin í 13. sæti smáskífulistans eftir að hafa verið í 19. sæti í síðustu viku. Hljómsveitin kom á sunnudag fram í Top of the Pops-þætti þeirra Hollendinga öðru sinni, en vinsældalistinn er kunngjörður Red Arrows f lugsveitin til Reykjavíkur GÓÐAR líkur eru taldar á því aö Red Arrows, sýningar- flugsveit brezka flughersins, RAF, haldi flugsýningu í Reykjavík í lok maí, sam- kvæmt upplýsingum Þorkels Guðnasonar formanns Vél- flugfélags íslands. Flugsveitin, sem er sérstök listflugsveit RAF, heldur í lok maí í sýningarferðalag til Banda- ríkjanna, og verður millilent á ís- landi. Hefur Vélflugfélagið unnið að því að undanförnu að fá sveit- ina til að staldra hér við í einn til tvo daga og sýna listflug yfir Reykjavík. Af hálfu Red Arrows er því ekk- ert til fyrirstöðu að sveitin sýni hér listflug á leið sinni til Banda- ríkjanna, og hefur sveitarforing- inn tekið málaleitan Vélflugfé- lagsins vel. Fengin hafa verið til- skilin leyfi íslenzkra yfirvalda og sótt hefur verið um leyfi brezka varnarmálaráðuneytisins, og er nú beðið svara ráðuneytisins, sem hefur lokaorðið í þessu máli. í sýningum Red Arrows taka að jafnaði 10 þotur þátt. Eru þær af gerðinni BAe Hawk, og m.a. not- aðar til að þjálfa orrustuflug- menn. þar í viku hverri. Þá mun hljóm- sveitin einnig eiga að koma fram í sjónvarpi í kvöld. Þeir Jóhann Ásmundsson og Eyþór Gunnarsson haida báðir til Hollands á morgun til þess að veita þar viðtöl við fjölmiðla, en mikil eftirspurn hefur verið eftir viðtölum við einhverja úr hljómsveitinni í kjölfar vinsælda hennar. Plötur Mezzoforte eru nú komn- ar út á írlandi, í Noregi og Portú- gal, en ekki höfðu fengist neinar tölur um sölu frá þessum löndum. Þó var til þess vitað, að plötunni hefði verið vel tekið í Noregi og hún mikið auglýst. Morj[unblaðia/Emilí» Björg Sendiherra Finnlands á íslandi, Martin Isakson, opnar finnsku vikuna. Finnska vikan formlega hafin FINNSKA vikan var formlega opnuð í Norræna húsinu í gær af Martin Isakson, sendiherra Finn- lands á íslandi. Auk hans tóku til máls við tækifærið Friðjón Þórð- arson, ráðherra norrænna sam- skipta, og Lauri Prepula, aðstoð- arforstjóri The finnish foreign Þrír möguleikar á orkufrekum iðnaði á Suðurlandi: Framleiðsla á c-vítamíni, kísil karbíði og hitaþolnum efnum NU ERU til athugunar hjá Iðntækni- stofnun þrír möguleikar á starf- rækslu orkufreks iðnadar á Suður- landi, en þeir eru framleiðsla á c-vít- amíni, kísil karbíði og hitaþolnum efnum, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Þorsteini Garðarssyni iðnráðgjafa á Suðurlandi í gær. Sagði Þorsteinn að upphaf málsins hefði verið það, að í ágúst- mánuði sl. hefði hann skrifað Iðntæknistofnun bréf um hvaða orkufrekur iðnaður kæmi til greina á Suðurlandi, en Suðurland framleiðir um 88% af raforkunni hér á landi en nýtir um 4%. Skip- uð var nefnd til að fjalla um mál- ið, en að mati Iðntæknistofnunar komu til greina þrír kostir á orkufrekum iðnaði; c-vítamín framleiðslu, en til þeirrar fram- leiðslu þarf mikla gufu, u.þ.b. 150-200 kíló til að framleiða 1 kíló af vítamíni, kísil karbíð, en mikla orku þarf til að framleiða það efni, sem er notað til að slípa hluti með og einnig er það hitaþolið efni. Þriðji kosturinn sem til greina kom var framleiðsla á hitaþolnum efnum, efnum sem þola hátt hita- stig og eru notuð í ýmsum iðnaði. Sagði Þorsteinn að í öllum til- vikum væri ekki um að ræða mikið framleiðslumagn, heldur verðmæt efni og framleiðsla þeirra gæti hentað aðstæðum á Suðurlandi. Sótt hefði verið um fjárveitingu til athugunar á þessum kostum og hefði fengist fjárveiting til þess frá ríkinu sem næmi um 50% af rannsóknarkostnaði og hin 50% sagði Þorvaldur koma frá Iðn- þróunarsjóði Suðurlands, en heild- arkostnaður við rannsóknirnar er áætlaður um 340 þúsund krónur. Iðntæknistofnun sér um frum- athuganir á valkostum- og kvað Þorsteinn að niðurstaða fengist síðari hluta þessa árs. Ef um já- kvæðar niðurstöður verður að ræða í rannsókn Iðntæknistofnun- ar verður farið út í hagkvæmni- athuganir á þessum kostum, að sögn Þorsteins Garðarssonar. Trade Association. í móttöku í tilefni opnunar- innar söng Barbara Helsingius einsöng og kvikmyndin Finn- iandia var sýnd. Meðal efnis finnsku vikunnar má nefna tón- list, bókmenntir, kvikmyndir, vörusýningar og kynningar, matarlist og ferðakynningu. Kraf ist lög- banns á f hitn- inga til Kröf lu Vörubílstjórafélag S-Þingeyjar- sýslu hefur óskað eftir lögbanni á sementsflutninga Drifs hf. frá Húsa- vík að Kröfluvirkjun, en þeir áttu að fara fram á næstu vikum. Báðir þessir aðilar gerðu tilboð í flutningana og í tilboði Drifs var gert ráð fyrir 150 krónum á tonn- ið, en 300 krónum í tilboði Vöru- bílstjórafélagsins. Ástæða lög- bannskröfunnar er sú, að Vörubíl- stjórafélagið telur sig eiga einka- rétt á þessum flutningum, þó svo að þeir gerðu formlegt tilboð í verkið án skilyrða. Málið verður tekið fyrir hjá sýslumanni á Húsavík á morgun, miðvikudag. Albert Guðmundsson um úrslitin f Reykjavík: Þriðja besta útkoma Sjálf- stæðisflokksins í áratugi „EG TEL að Sjálfstæðisflokkurinn hafl unnið á í Reykjavík, hann vann þingsæti, en það er keppt um þingsæti. Við bættum við okkur einu þingsæti í Reykjavík og ég álíl að það sé sigur, þó útkoman hafi ekki verið eins góð og við von- uðumst til. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 0,8% frá því sem hann hafði í Reykjavík, en þessi útkoma, 43% er þriðja besta útkoma flokksins í alþingiskosningum í fleiri áratugi, sagði Albert Guðmundsson alþing- ismaður, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í ReykjSVÍk, en AI- be.r* Vir spuröum um ástæðu þess að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í Reykjavík, á meðan hann bætti við fylgi sitt annars staðar á landinu. „Það er ekki hægt að segja að við töpum. Hins vegar segja menn að Vilmundur hafi unnið stórsigur, en hann gerði ekkert annað en að halda sínu sæti, hann stóð í stað. Hann var þing- maður og var endurkosinn, en honum fylgdu uppbótarmenn, sem annars hefðu fylgt honum inn í Alþýðuflokkinn. Vilmundur gerir því ekkert annað en að standa í stað," sagði Albert. Albert benti á, að það væri þeim mun erfiðara að bæta við fylgi sitt, þeim mun meira fylgi sem menn hefðu og því væri það Sjálfstæðisflokknum erfiðara að bæta við sig 23.-25. þingsætinu, en að fá 1., 2. eða 3. þingsætið með nýjum flokkum. „Árangur Sjálfstæðisflokksins er frábær, þó við höfum búist við honum betri og árangur flokks- ins um land allt þýðir það að hann er í stórsókn og hefði að- dragandinn að kosningunum verið lengri og fólk haft meiri tíma til að átta sig á þörfinni fyrir þá sterku stjórn sem við hvöttum til, hefði sigur flokksins orðið miklu meiri. Nú kemur hins vegar í ljós að meirihluti þjóðarinnar hefur valið vinstri flokkana, sem geta ekki náð saman um stjórnarmyndun und- ir neinum kringumstæðum," sagði Albert. „Ég vil að lokum þakka öllu því fólki sem vann að þessum kosningum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, vel unnin störf og ég vona að flokksmenn haldi áfram að vinna að væntanlegum sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum," sagði Albert Guð- mundsson. Guðmundur H. Garðarsson: Fékk en 6 kjördæmakosna þingmenn, hafði 5 í kosningunum 1979 „FYLGISTAP Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er óverulegt, innan við 1%. Flokkurinn fékk 6 kjördæma- kosna þingmenn, en hafði aðeins 5 í kosningunum 1979," sagði Guð- mundur H. Garðarsson, frambjóo- andi Sjálfstæðisflokksins við kosn- ingarnar og formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í samtali við Mbl., en hann var spurður um ástæðu þess að Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði fylgi í Reykjavík, á meðan hann vann á annars staðar á landinu. „Eins og það er gjörsamlega útilokað að skýra það í smáatrið- um, hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn fékk um 22.000 atkvæði í Reykjavík í kosningunum, er úti- lokað að finna eina einfalda skýringu á þvi, hvers vegna fylg- ið var 0,8% minna núna, en í kosningunum 1979. En eitt er víst. Sjálfstæðismenn og helzta stuðningsfólk flokksins í Reykjavík brást ekki. Þetta fólk og starfsmenn flokksins vann frábært starf. Fyrir það vil ég þakka," sagði Guðmundur H. Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.