Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 Kóreu-maraþonhlaupiö: Sigurður Pétur 41. af rúmlega 7.000 hlaupurum „ÉG ER mjög svekktur yfir «6 þurfa aö hætta, er í góðri æfíngu og var að sækja í mig veðrið þeg- ar ég fékk slæman hlaupasting, sem ég losnaöi aldrei vio, þó svo ég ýmist hæg&i á mér og labb- aði," sagði Sigfús Jónsson lang- hlaupari úr ÍR í samtali við Morg- unblaöið í fyrradag. Sigfús tók ( fyrradag þátt í maraþonhlaupi í Seoul í Suður-Kóreu ásamt Sig- uröi Pétri Sigmundssyni úr FH. Sigurður varð í 41. sæti af rúm- lega sjö þúsund hlaupurum á 2:33,24 stundum, en hann á ís- landsmetiö, sem er 2:27,05 stund- ir. Sigfús sagöi í samtalinu frá Seoul að hlaupiö heföi gengiö vel framan af hjá þeim Sigurði Pófri. Þegar hlaupið var hálfnaö var milli- • Sigurður Pétur Sigmundsson, FH, atóð tig vel í Kóreu. tími Sigfúsar 1:13 stundir og rúmar 1:12 stundir hjá Siguröi. „Ég var aö bæta viö mig á þessu augnabliki," sagði Sigfús, „en um 10 mínútum seinna byrjaöi stingurinn." Þegar Siguröur haföi hlaupiö 30 kílómetra af 42, en þá var millitím- inn 1:45,11 stundir, leit út fyrir aö hann mundi bæta sig, en lokakafl- inn reyndist honum erfiöur, eins og lokatíminn gefur til kynna. Sigurvegari í hlaupinu var sænski hlauparinn Tommy Pear- son á 2:16,01 stundum, sem er nokkuð frá hans bezta, og sagði Sigfús þaö einkennandi fyrir hlaupið aö allir útlendu keppend- urnir heföu veriö talsvert frá sínu bezta. — ágás. Snillingurinn Karl-Heinz Rummenigge, fyrirliði vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu, skoraði tvö af mðrkum liðsins gegn Tyrkjum á laugardag. Á bessari stórskemmtilegu mynd sést hann í baráttu við einn varnarmanna Dortmund fyrr í vetur. Rummenigge skoraði tvö mörk: Góður leikur V-Þjóðverja Vestur-Þjóðverjar sigruöu Tyrki örugglega í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu í Izmir á laug- ardaginn. Þjóðverjar skoruðu þrjú mðrk en Tyrkir ekkert. Karl-Heinz Rummenigge skor- aöi tvö marka Þjóðverja og Wolf- gang Dremmler eitt. Báðir leika þeir meö Bayern Munchen. Rummenigge skoraöi fyrsta mark- iö á 31. mín. úr vítaspyrnu eftir aö Rudi Völler haföi veriö felldur Dremmler skoraöi annað mark- iö meö þrumuskoti á 35. mín. og Rummenigge skoraði þriöja mark- ið á 71. mín. með föstum skalla eftir sendingu Rudi Völler. Hansi Muller og Bernd Schuster léku saman á miðjunni hjá þjóö- verjum og áttu báöir frábæran leik. Hansi leikur meö Inter Milanó á italíu og Schuster meö Barcelona á Spáni og greinilegt aö þeir eru góöir saman. Áhorfendur voru um 70.000. Þýska liöiö var þannig skipaö: Schumacher (Köln), Strack (Köln), Dremmler (Bayern), Karl-Heinz Förster (Stuttgart), Briegel (Kais- erslautern), Engels (Köln), Schust- er (Barcelona), Muller (Inter Milan), Littbarski (Köln), Völler (Bremen), Rummenigge (Bayern). Rolff (Ham- burger) kom inn á sem varamaöur í staö Littbarski. Bikarkeppni HSÍ: Mætast lið KR og Víkings í TVEIR LEIKIR fara fram í kvðld í 4-liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ. KR og Valur leika í Laugardalshöllinni kl. 20. Þar má búast viö hörkuleik en þó verður lið KR að teljast sigurstranglegra. Sigri KR, þá er liöiö búið að tryggja sér rótt til þátttöku í Evrópukeppninni í handknattleik á næsta ári. Þó með þeim fyrirvara að ekki verði slys í Vestmannaeyj- um og Þór sigri nýbakaða íslandsmeistara Víkings. __þr • Hér reynir Guðríöur Guðjónsdóttir gegnumbrpt, tvær danskar stúlk- ur eru til varnar. Guðríður skoraði fjðgur mðrk í fyrri leiknum gegn dönsku stúlkunum. íslenska liðið er úr leik: Stúlkurnar töpuðu báðum leikjum sínum ÍSLENSKA kvennalandsliðiö í handknattleik lék tvo landsleiki viö Dani um síðustu helgi og fóru leikirnir fram í Danmörku. Fyrri leikurinn var liöur í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Þeim leik tapaöi ís- lenska liðið meö þremur mörkum eftir goða frammistöðu, 22—19. En síðari leiknum tapaöi íslenska liðiö með 18 mörkum gegn 26. íslensku stúlkurnar stóöu sig vel í fyrri leiknum. Þær höföu frum- kvæöið í fyrri hálfleiknum og léku þá mjög vel. Þær náðu forystunni og komust í 5—3, og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 8—5 fýrir ísland. En er líöa tók á leikinn náöu dönsku stúlkurnar aö jafna og í hálfleikstóö 11 — 11. Sami krafturinn var í leik ís- lenska liðsins í síðari hálfleik, og komst ísland í 14—12 og síðan í 16—14 um miöjan síðari hálfleik. En þegar tíu mínútur voru til leiks- loka fór róðurinn að þyngjast og þá sigu dönsku stúlkurnar framúr og sigruðu. Ingunn Bernódusdóttir var langbesti leikmaðurinn í ís- lenska liöinu. Mörk liðanna skor- uöu þessar: Danmörk: Lisde B. Jensen, Viby 6(3), Birte Carlsen 4, Gerda Jen- sen 4, Helle Pedersen 2, Vibeke Nielsen 2, Dorthe Pilgaard 1, Jytte Moller Nielsen 1, Birgítte Volck 1 og Joan Johnsen 1. Island: Ingunn Bernódusdóttir 7(3), Guðríöur Guðjónsdóttir 4(1), Magnea Friðriksdóttir 3, Erla Rafnsdóttir 2, Erna Lúðvíksdóttir 1 og Kristjana Aradóttir 2(1), Vítaköst: Danmörk 5, ísland 7. Dönsku stúlkurnar unnu síðan öruggan átta marka sigur í síðari hálfleiknum, 26—18, en í hálfleik var staðan 13—10 fyrir Danmörk. Mörk íslenska liðsins skoruðu þessar: Erla R. 4, Ingunn 3, Erna 3, Sigrún Blömst. 2, Kristjana 2, Guð- ríður 2, Ásta 1 og Sigrún Berg 1. Hverja þjálfar Bogdan? Stjarnan og KR sýna mikinn áhuga EKKI liggur enn fyrir hvaða líö hinn snjalli handknattleiksþjalfari Bogdan Kowalzcyk þjálfar næsta keppnistímabil. Eftir áreiðanleg- um heimildum sem Mbl. hefur, hafa bæði lið Stjörnunnar og KR sýnt mikinn áhuga á því að fá Bogdan til starfa. Eins og skýrt hefur verið frá þá hættir Anders Dahl hjá KR og fer á ný til Dan- merkur. Ef KR-ingum tekst ekki aö ráöa Bogdan hafa þeir í hyggju að leyta sér að þjélfara erlendis. Bogdan hefur náö fráþærum ár- angri með handknattleiksliö Vík- ings þau ár sem hann hefur starfaö hjá félaginu og skilaö inn níu meistaratitlum, Bogdan hefur í hyggju aö dveljast áfram hér á landi viö þjálfun, en á eftir aö gera upp við sig hvaöa liö hann tekur að sér. 31 röð með 12rétta í 33. leikvíku Getrauna kom fram 31 röð með 12 rótta leiki og var vinningur fyrir hverja rðö kr. 7.285,00 en með 11 rétta reyndust vera 510 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 189,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.