Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 %H*r$tmblabib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar . Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakiö. Aðförin að Sjálf- stæðisflokknum og dómur kjósenda Þeir sem telja pólitískt jafn- vægisástand skipta meiru en skyndisigur smáflokka hljóta að fagna því hve Sjálfstæðisflokkur- inn kemur sterkur frá kosningun- um. Hvarvetna um land nema í Reykjavík bætir flokkurinn við sig fylgi og sums staðar eins og í Austurlandskjördæmi fær hann rnesta stuðning nokkru sinni. Séu úrslitin borin saman í Reykjavík, þar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði um 0,8% frá 1979 þegar fáir voru ánægðir, og hinu þétt- býliskjördæminu, Reykjanesi, þar sem atkvæðamagn flokksins jókst um 4,4%, hljóta menn að draga þá ályktun af samanburðinum að ekki hafi allt verið sem skyldi í Reykjavík. Verkaskipting var skýr milli forystumanna flokksins í kosningabaráttunni. Og það er til marks um hve atkvæðastraum- arnir geta verið undarlegir, að Geir Haligrímsson, flokksformað- ur, sem leiddi baráttuna um land allt þar sem staða sjálfstæð- ismanna batnaði skuli ekki ná inn á þing í Reykjavík, þótt í tæpu sæti væri. Það er sama hvaða mælikvarða er beitt á stöðu Sjálfstæðisflokks- ins þegar metið er fylgi hans með- al kjósenda, hún hlýtur að teljast sterk. Flokkurinn sýndi nú, að það veikir hann jafnvel ekki þótt efnt sé til langvinns óvinafagnaðar innan dyra í honum. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið. Sá flokkur sem stillti sér upp í kosningabaráttunni sem helsta andstæðingi Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðubandalagið, hlaut núna fylgi sem ekki hefur verið minna síðan 1971. í Reykja- vík kusu færri Alþýðubandalagið en gert hafa í 20 ár og í Reykja- neskjördæmi hrundi fylgið af flokknum og fór niður í hið lægsta síðan kjördæmið varð til, 1959. Er ekki að efa, að afstaðan í álmálinu veldur fylgishruninu í Reykja- neskjördæmi. Þéttbýlisfylgið hrynur og af Framsóknarflokknum. Hann er til dæmis minni en Bandalag jafnað- armanna í Reykjavík og tapaði þar manni og einnig í Reykja- neskjördæmi. Tvískinnungur Helga H. Jónssonar, 2. manns á lista framsóknar á Reykjanesi, í afstöðunni til öryggismálanna og ummæli sjöunda manns á listan- um um utanríkisstefnu ólafs Jó- hannessonar sviptu flokkinn trausti kjósenda. Þá átta menn sig eirinig á því að digurbarkalegar yfirlýsingar framsóknarmanna gegn Hjörleifi Guttormssyni í ál- málinu segja ekki alla söguna um afstöðu flokksins í því. Aðeins í lélegu kosningunum 1978 hefur Framsóknarflokkurinn átt minna fylgi að fagna í Reykjavík síðustu tvo áratugi. Uppspretta lausafylg- isins í Reykjavík er ekki síður í Framsóknarflokknum en Alþýðu- flokknum. í kjördæmi Steingríms Hermannssonar, flokksformanns, á Vestfjörðum dregst fylgi fram- sóknar saman ár frá ári og þrátt fyrir sérframboð hafði listi sjálfstæðismanna betur þar, þótt mjótt sé á munum. Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur hafa farið með stjórn mála á upplausnartímanum síðan 1978. í kosningunum 1979 hlutu flokkarnir samtals 44,6% atkvæða Sjálfstæðisflokkurinn 35,4%. Nú kusu 36,3% kjósenda Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- inn en 38,7% Sjálfstæðisflokkinn. Þessar tölur segja í rauninni allt um það hvernig fór um aðförina að Sjálfstæðisflokknum sem framsóknarmenn og kommúnistar efndu til með myndun ríkisstjórn- arinnar, sem nú á að segja tafar- laust af sér. Alþýðuflokkurinn gekk þver- klofinn til kosninganna og ekki er vafamál að margir kjósendur létu það ráða afstöðu sinni, að hann mætti ekki þurrkast út af þingi. Nýju framboðin, Bandalag jafnað- armanna og Kvennalistinn, fengu nægilegan byr til að eignast þing- menn. Þessir flokkar eru þó enn óþekktar stærðir. Ekki er að efa að framboð Kvennalistans verður til að auka hlut kvenna almennt í stjórnmálum, hvað svo sem líður framtíð listans sem skipulagðs afls í þessari mynd. Það er mikill áfangi hjá hinum nýju stjórn- málaöflum að fá menn kjörna á þing og sýnir kraft sem æskilegt er að virkjaður verði til góðra verka. Dómur kjósenda sem kveðinn var upp á laugardag er því miður ekki nógu afdráttarlaus vegna þess að á grundvelli hans verður erfitt að mynda góða ríkisstjórn sem hefur þrek og þor til að takast á við vandamálin. Mikil ábyrgð Það verður ekki auðvelt verk að mynda starfhæfa ríkisstjórn við þær aðstæður sem nú hafa skapast á alþingi. Um leið og rík- isstjórnin hefur sagt af sér felur forseti íslands að sjálfsögðu for- manni stærsta stjórnmálaflokks- ins, Sjálfstæðisflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. Á þessu stigi er ógjörningur að segja fyrir um það, hvernig til tekst. Hitt er víst að ástæðulaust er fyrir for- seta Islands að standa þannig að meðferð þessara mála, að flokkun- um sé skipað í röð og síðan gangi umboðið á milli þeirra eftir ákveð- in tímamörk. Slík aðferð á ekki við í þetta sinn. Allar upplýsingar um stöðu efnahagsmála sýna að þjóðin býr nú við hættuástand. Við stjórnar- myndun er nauðsynlegt að taka mið af því. Þingmennsku fylgir mikil ábyrgð sem vex í hlutfalli við erfiðleika þjóðarinnar. Ekki fer á milli mála að kvfða setur að mörgum þegar litið er yfir óljósa stöðu á alþingi. Þessi kvíði mun magnast ef ekki tekst vel til við myndun ríkisstjórnar. URSLIT ALÞII Reykjavík Atkvæði A B C 5.470 4.781 4.815 D 21.807 G 9.634 V 4.248 ( 8.691) ( 7.252) (00.000) (21.428) (10.888) (00.000) Þing- menn 1 (2) 1 (2) 1(0) 6(5) 2(3) 1 (0) 10,8 (17,8) 9.4 (14,8) 9.5 (00,0) 43,0 (43,8) 19,0 (22,3) 8,4 (00,0) Breyt- ing -7,0 -5,4 + 9,5 - 0,8 + 3,3 + 8,4 Atkvæði greiddu 51.916 af 59.048 á kjörskrá eöa 87,9%. Auöir seölar og ógildir voru 1.161. Kosningu hlutu: Af A-lista: Jón Baldvin Hannibalsson. Af B-lista: Ólafur Jóhannesson. Af C-lista: Vilmundur Gylfason. Af D-lista: Albert Guömundsson, Friörik Sophus- son, Birgir ísleifur Gunnarsson, Ellert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson. Af G-lista: Svavar Gestsson og Guðmundur J. Guð- mundsson. Af V-lista: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Reykjanes- kjördæmi Vesturlands- kjördæmi Atkvæði Þing- % Breyt- menn ing A 1.059 ( 1,165) 0 (1) 13,5 (15,5) + 2,0 B 2.369 ( 2.812) 2 (2) 30,2 (37,5) + 7,3 C 497 (00.000) 0 (0) 6,3 (00,0) + 6,3 D 2.725 ( 2,320) 2 (1) 34,7 (30,9) + 3,8 G 1.193 ( 1.203) 1 (1) 15,5 (16,0) + 0,5 Atkvæði greiddu 8.136 af 9.218 á kjörskrá eða 88,3%. Auðir seölar og ógildir voru 293. Kosningu hlutu: Af B-lista: Alexander Stefánsson og Davíð Aöal- steinsson. Af D-lista: Friöjón Þoröarson og Valdimar Indriöaon. Af G-lista. Skúli Alexandersson. Atkvæði Þing-menn % Breyt-ing Atkvæði Þing-menn % Breyt-ing A 4.289 ( 6.187) KD 14,8 (24,2) + 9,4 A 924 ( 1.188) KD 16,8 (22,1) + 5,3 B 3.444 ( 4.430) 0(1) 11,9 (17,3) + 5,4 B 1.510 ( 1.645) 2(2) 27,4 (30,6) + 3,2 C 2.345 (00.000) 0(0) 8,1 (00,0) + 8,1 C 197 (00.000) 0(0) 3,6 (00,0) + 3,6 D 12.779 (10.194) 3(2) 44,2 (39,8) + 4,4 D 1.511 ( 1.735) 2(2) 27,5 (32,3) + 4,8 G 3.984 ( 4.679) KD 13,8 (18,3) -4,5 G 723 ( 808) 0(0) 13,1 (15,0) + 1,9 V 2.086 (00.000) 0(0) 7,2 (00,0) + 7,2 T 639 (00.000) 0(0) 11,6 (00,0) +11,6 Atkvæði greiddu 29.549 af 33.126 á kjörskrá eöa 89,2%. Auðir seðlar og ógildir voru 622. Kosningu hlutu: Af A-lista: Kjartan Jóhannsson. Af D-lista: Matthías Á. Mathiesen, Gunnar G. Schram og Salóme Þorkelsdóttir. Af G-lista: Geir Gunnarsson. Vestfjarða- kjördæmi Atkvæði greiddu 5.653 af 6.216 á kjörskrá eða 90,9%. Auðir seölar og ógildir voru 149. Kosningu hluti: Af A-lista: Karvel Pálmason. Af B-lista: Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þ. Þórðarson. Af D-lista: Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garöar Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.