Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 19 Andropov í viðtali við Spiegel: „Ætla að ná hernaðaryfir- burðum á okkar kostnað" Hamborg, 25. aprfl. AP. JURI Andropov hlusiar aðallega á klassíska tónlist í frístundum sínum, en ekki á vestræna djasstónlist eins og fra var greint opinberlega er aðalritarinn nýi var kynntur fyrir heiminum eftir lát Leonids Breshnew á sínum tíma. Þá var frá því skýrt að foringinn sovéski ætti mikið safn af djassplötum. Nú hefur það hins vegar skýrst að í raun og veru er hann lítið fyrir slíka tónlist gefinn. Klassíkin er hans tónlist og eftúiætistón- skáldið er Ludvig Van Beethoven hinn þýski. Þessar upplýsingar og ýmsar aðrar komu fram í klukkustund- arlöngu viðtali sem Rudolph Augenstein, útgefandi Der Spiegel, átti við Andropov í síð- ustu viku og birtist í nýjasta tölublaði ritsins. Til dæmis voru drykkjusiðir Andropovs leiðrétt- ir frá því sem áður hafði verið frá greint. Er hann settist í stól aðalritara flokksins var greint frá því að honum þætti gott að fá sér whiskey-tár annað veifið. Augenstein kveður þá þjóðsögu í kútinn í viðtalinu, því þar tjáir Andropov honum að hann væri síður en svo fyrir Whiskey gef- inn. Hins vegar væri hann hrif- inn af vodka. Auk þess getur Augenstein þess að Andropov tali prýðilega ensku, gagnstætt því sem áður var talið, og hann skilji auk þess hrafl í þýsku. Kjarnorkumálin báru að sjálfsögðu á góma í þessu fyrsta viðtali sem vestrænn fréttamað- ur á við Andropov eftir að hann tók stöðu aðalritara sovéska kommúnistaflokksins að Breshnew látnum. í viðtalinu varaði Andropov Vestur-Þjóð- verja við afleiðingunum af því að koma fyrir á þýskri grund hluta þeirra 572 meðaldrægu flauga sem NATO hyggst koma fyrir í Vestur-Evrópu síðar á þessu ári. Hann segir: „Ef breyta á Vest- ur-Þýskalandi í herstoð þar sem hugsanlegt er að kjarnorkustríð hefjist, ættu Þjóðverjar að gæta gaumgæfilega að því hvaða af- leiðingar það gæti haft í för með sér." Andropov gerir afvopnunar- viðræðurnar í Genf að umtals- efni, en önnur lota þeirra hefst eftir 3 vikur. Andropov segir: „Það er algerlega Bandaríkja- mönnum um að kenna að af- vopnunarviðræðurnar eru strandaðar. Tillögur þeirra miða eingöngu að því að draga úr ör- yggi Sovétríkjanna og ná yfir- höndinni í vopnajafnvæginu. Það er út í hött að Sovétmenn hafi einhverja yfirburði á sviði kjarnorkuvopna og ef árangur á að nást í þessum viðræðum verða risaveldin að samþykkja umsvifalaust að stöðva alla framleiðslu slíkra vopna og hætta við öll áform um að koma fleirum fyrir eða endurnýja gömul vopn. Bandaríkjamenn vilja koma fyrir miklu magni af nýjum og fullkomnum vopnum, en ætlast til þess að Sovétríkin láti sig hafa það að stórminnka eigin vopnabúr á sama tíma. — Tillögur Reagans eru að þessu leyti, og mörgu öðru óraunhæfar og við munum aldr- ei láta stilla okkur upp að vegg með þessu hætti. Okkur þykir þetta miður, en NATO er að pína okkur í vopnakapphlaup," segir Andropov. Mario Soares, leiðtogi jafnaðarmanna á kjörstað í gær, en mestar líkur hafa verið taldar á því, að hann myndi nýja ríkisstjórn í Portúgal að kosningunum loknum. Þingkosningar í Portúgal: Flokkur Soares talinn líklegastur til sigurs Lissabon, 25. aprfl. AP. PORTÍIGALAR gengu að kjörborðinu í dag, í almennum þingkosningum. Jafnaðarmenn undir forystu Mario Soares, fyrrverandi forsætisráðherra, voru taldir líklegastir sigurvegarar í þessum kosningum samkvæmt skoðana- könnunum að undanförnu. Ekki var þó talið líklegt, að jafnaðarmönnum tækist að ná meiri hluta á þingi, þar sem 250 þingmenn eiga sæti. Gert var ráð fyrir, aö talning atkvæða yrði lokið snemma á þriðjudagsmorgun. Þetta eru 10. þingkosningarnar, sem fram fara í Portúgal, frá því að þingræði var tekið upp í land- inu 1976. Efnahagsmál riafa sett mestan svip á kosningabaráttuna og hefur Soares lýst því yfir óhik- að, að jafnaðarmenn myndu grípa til sparnaðaraðgerða, ef þeir mynda nýja ríkisstjórn. Erlendar skuldir Portúgals nema nú 13 milljörðum dollara og á að greiða af þeim 400 millj. dollara bara í vexti í júní. Viðskiptahallinn við útlönd nam um 5 milljörðum doll- ara á síðasta ári. Þingkosningarnar í dag virtust ætla að fara friðsamlega fram. Þó urðu nokkrar óeirðir í borginni Oporto í dag, er hundruð borg- arbúa ruddust inn í einn kjörstað- inn og rifu þar upp kassa með ónotuðum kjörseðlum. Ástæðan var reiði úthverfisins Crestuma yfir kjördæmisbreytingu, sem hafði það í för með sér, að kjör- dæmi þeirra var minnkað. .Tarsan" látinn Seottsdak, 25. aprfl. AP. „TARSAN", Buster Crabbe eða Clarence Linden Crabbe, lést á heimili sínu í Phoenix á laugar- daginn. Hann var 75 ára að aldri og hafði verið hjartveikur um skeið. Banameinið var hjartaslag. Crabbe var mikill íþróttamað- ur, á Ólympíuleikunum í Amst- erdam árið 1928 hreppti hann tvenn bronsverðlaun í sundi og fjórum árum síðar, í Los Angel- es, vann hann gull í einni grein. 72 ára, synti hann enn 2 mílur daglega, en hafði dregið sig verulega í hlé síðustu árin hjart- ans vegna. Crabbe hóf kvikmyndaferil sinn árið 1933 og var einn af fyrstu „Tarsanleikurunum". Hann lék í tveimur Tarsan- myndum, þremur Flash Gordon-myndum, einni Buck Rogers-mynd, svo eitthvað sé nefnt. Var hann einungis í slík- um ævintýramyndum og státaði hann sig ekki af ómældum leikhæfileikum. Hann sagði eitt sinn í gríni: „Því hefur verið fleygt, að leiklistarhæfileikar mínir hafi hæst náð því að vera ósamkeppnisfærir. En eftir að þeim tindi var náð, fór að halla undan hjá mér." Hann kom fram í hinum og þessum sjón- varpsþáttum allt til ársins 1981, en helgaði sig síðan líkamsrækt. Gaf hann út bók um slík málefni og stjórnaði leikfimiþætti í sjónvarpinu í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.