Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 48
Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! IPMngmttlðft&ife "K _^skriftar- síminner83033 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1983 Norður-Atlantshafsflug Flugleiða: Stefnir í yfir 30% aukningu á þessu ári Aukning á síðasta ári var liðlega 32% „AÆTLANIR okkar það sem af er árinu hafa staðizt fylli- iega og það eru engin teikn á lofti um annað en sú áætlun okkar að fjölga farþegum á Steingrím- ur yngstur, Ólafur ald- ursforseti Steingrímur Sigfússon, nýkjörinn þingmaöur Alþýðubandalagsins, er nú yngsiur alþingismanna, en hann er 27 ára, fæddur 4. ágúst 1955. Elzti þingmaðurinn er hinsvegar utanríkisráðherra, Ólafur Jóhann- esson, en hann er 70 ára, fæddur 1. marz 1913. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, nýkjörinn þingmaður Samtaka um kvennalista, er næstyngsti þingmaðurinn, 30 ára, fædd 13. ágúst 1952. Næstelzti þingmaðurinn er Stefán Valgeirs- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, 64 ára, fæddur 20. nóv- ember 1918. Meðalaldur þing- manna er nú 47,6 ár. Sé miðað við meðalaldur þingflokkanna kemur í ljós, að hann er lægstur hjá Bandalagi jafnaðarmanna eða 34,5 ár; hjá samtökum um kvennalista er hann 34,6; meðal- aldur Alþýðuflokks er 43,2 ár; Alþýðubandalags 46,6 ár; Sjálf- stæðisflokks 50,9 og Framsóknar- flokks 51,5 ár. Norður-Atlantshafinu um liö- lega 30% á þessu ári muni standast," sagði Sigfús Erl- ingsson, framkvæmdastjóri Austursvæðis Flugleiða í New York, í samtali við Mbl. Á síðasta ári var farþegaaukn- ing Flugleiða á Norður-Atlants- hafinu liðlega 32%, þannig að ef áætianir standast í ár hefur far- þegum Flugleiða á þessari flugleið fjölgað um 70—75%. Að mati Flugleiðamanna eru fargjöld þó enn of lág og þyrftu að hækka um a.m.k. 10% til að verða viðunandi. Það kom fram í samtalinu við Sigfús Erlingsson, að bókanir væru mjög góðar bæði til New York og Chicago, en væru heldur minni til Baltimore. „Ástæðan fyrir því, að bókanir hafa verið minni en við reiknuðum með til Baltimore, eru mikil undirboð flugfélagsins World Airways, sem flýgur milli Baltimore og Frank- furt." Sigfús Erlingsson sagði að Flugleiðir hefðu nýlega náð sam- komulagi við nýlega stofnað bandarískt flugfélag, Jet America, um mjög hagstæð fargjöld á flug- leiðinni Long Beach í Kaliforníu og Chicago, sem gerði félaginu kleift að bjóða mjög samkeppnis- hæft verð á flugleiðinni frá Kali- forníu til Luxemborgar og reyndar ennfremur milli Kaliforníu og ís- lands. „Samningur félaganna er í gildi fram á haust, en ég tel mjög góðar líkur á að hann verði fram- lengdur næsta vetur, sem er mjög gott, þar sem Kalifornía er heils- ársferðamannastaður," sagði Sig- fús ennfremur. Leiðangur á Hofsjökli Leiðangur hefur verið uppi á Hofsjökli undanfarnar vikur við rannsóknir á jöklinum. Þessi mynd, sem Freysteinn G. Jónsson tók úr lofti á sunnudaginn, er af höfuðstöðvum rannsóknarmanna inni á jöklinum norðvestanverðum, en áætlað er að leiðangurinn verði á jöklinum í sex vikur. íslenzkur fataiðnaður í miklum erfiðleikum GIFURLEG vandræði steðja nú að íslenzkum fataiðnað- arfyrirtækjum og eru horfur á að starfsmönnum verði fækkað nokkuð á næstu vik- um og mánuðum, samkvæmt þeim uppiýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Vandræði fataiðnaðarins hófust í raun fyrir liðlega tveimur árum, þegar samkeppnisstaða hans Tveggja manna í lít- illi flugvél saknað Stefnir í fækkun starfsfólks á næstu vikum og mánuðum gagnvart innflutningi fór að skekkjast verulega vegna gengis- skráningarinnar. Stöðugt harðn- aði á dalnum fram á mitt síðasta ár, þegar gengi íslenzku krónunn- ar fór að síga með sífellt meiri hraða og samkeppnisstaðan batn- aði. Sú þróun hefur síðan haldið áfram það sem af er þessu ári. Fyrirtæki í fataiðnaði höfðu hins vegar þurft að ganga í gegnum svo miklar þrengingar og safnað það miklum skuldum, að hin bætta samkeppnisstaða gagnvart inn- flutningnum dugði ekki til að rétta hag þeirra við. Þessu til viðbótar hefur aðgangur að lánsfé ekki verið verri um langt árabil vegna slæmrar stöðu banka og sparisjóða. Þessu til viðbótar hefur það síð- an gerzt, að með síversnandi efna- hagsástandi hér á landi, hefur eft- irspurn eftir fatnaði almennt minnkað umtalsvert í verzlunum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa nokkur fyrirtæki í fataiðnaði látið gera úttekt á ástandinu nú og hvað sé til ráða út úr þeim ógöngum, sem þau eru komin í. Niðurstöður þar að lút- andi liggja enn ekki fyrir, en þó er talið óhjákvæmilegt að fækka starfsmönnum eitthvað á næst- TVEGGJA manna í lítilli tveggja sæta einkaflugvél af geröinni Cessna 150 var saknað í gærkvöidi. Leitað var árangurslaust að flugvél- inni úr lofti í gærkvöldi og leit á landi átti að hefjast í birtingu í morgun. Flugvélin, sem ber ein- kennisstafina TF-FLD, fór frá Reykjavík upp úr klukk- an 17 og áætlað var að hún Flugvélin sem saknað er. Hún er af gerðinni Cessna 150 og ber einkennis- Stafina TF-FLD. Ljósm. Baldur Sveinsson kæmi til baka um klukkan 19. Ferðinni var heitið í Borgar- fjörð, þar sem flugmennirnir hugðust fljúga útsýnisflug. Flugþol flugvélarinnar var fjór- ar stundir. Þegar liðin var um klukku- stund fram yfir áætlaðan komu- tíma vélarinnar til Reykjavíkur hófst leit, er stóð fram undir klukkan 23. Flugvél flugmála- stjórnar, þyrla Landhelgis- gæzlunnar og einkaflugvélar leituðu víða á Borgarfjarðar- svæðinu og allt yfir í Hvamms- fjörð. Fólk á mörgum bæjum víða í Borgarfirði og á Snæfellsnesi hringdi í flugstjórnarmiðstöð- ina á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöldi og taldi sig hafa séð til smáflugvéla á þeim tíma sem flugvélin átti að vera á lofti. Tef lt um íslandsmeistaratitilinn ELVAR Guðmundsson og Hilmar Karlsson tefldu úrslitaskákina um íslandsmeistaratitilinn í skák 1983 í gærkvöldi, en þeir ásamt Ágústi S. Karlssyni þurftu að heyja ein- vígi um titilinn, eftir að hafa verið jafnir í 2.-4. sæti á Skákþingi ís- lands sem fram fór um páskana, en þar bar Svíinn Dan Hanson sig- ur úr býtum. Elfar og Hilmar höfðu báðir 2V4 vinning fyrir skákina, sem er síðasta skák einvígisins. Verði jafntefli kemur titillinn í hlut Hilmars, þar sem hann er stiga- hærri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.