Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 t Ástkæri eigínmaöur min og faðir okkar, RÚNAR ÁRS4ELSSON. Hásoylu 21, Innri-Njarðvfk, lést aö morgni föstudagsins 22. april Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir og born. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURJÓN JÓNSSON, vélstjóri, Miklubraut 30, lést í Borgarspítalanum 22. apríl sl. Anna Jónadóttir, Jón Rafn Sigurjónsson, Sigríöur Sigurjónsdóttir. t Eiginmaöur minn, ÞORGEIR ÞÓROARSON múrari, Laugavegi 34, andaöist í Borgarspítalanum 23. apríl. Hólmfríöur Guösteinsdóttir. t Eiginkona mín, RAGNHILDUR RAFNSDÓTTIR, til haimilis að Klappsvegi 142, andaöist i Landspítalanum þann 24. þessa mánaöar. Ragnar Jónsson. t Bróöir okkar, BJORN JÓNSSON, Noröurgötu 19, Akureyri, andaöist sunnudaginn 24. apríl Systkini hins látna. t Kveöjuathöfn um móður mína og tengdamóöur, GUÐRÚNU JÓNSDÓTTUR, Lindargötu 28, fer fram í Fossvogskapellu, fimmtudaginn 28. apríl kl. 4.30 síödegis. Jón Sævar og Birna. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaöir og afl, OTTÓ BJÖRGVIN ÁRNASON, Gnoðarvogi 32, sem andaöist á Vífilsstööum þann 23. apríl 1983, veröur jarösung- inn frá Fossvogskírkju þann 3. maí kl. 13.30. Guörún Jónsdóttir, Guörún Ottósdóttir, Richard O'Brien, Arthur O'Brien, Sigríöur Svava O'Brien. t Sambýlismaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, EINAR JÓHANNSSON, Hrafnistu, sem andaöist 15. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 27. apríl kl. 10.30 árdegis. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á styrktarsjóö vistmanna Hrafnistu. Ragnheiður Oddsdóttir, Óskar Einarsson, Tryggvi Einarsson, Guðriður Einarsdóttir, Hjörleifur einarsson, Guöfinna Ríkey Einarsdóttir, Dagný Elsa Einarsdóttir, Guörún Hjélmsdóttir, Sigurður Ág. Finnbogason, Anna Dóra Haröardóttir, Magnús Gunnlaugsson, Þóröur M. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þorkell Guðmunds- son — Minning Fæddur 5. janúar 1927 Dáinn 17. aprfl 1983 I dag, þriðjudaginn 26. apríl, fer fram kveðjuathöfn í Keflavíkur- kirkju um Þorkel Guðmundsson, Hringbraut 94, Keflavík, en hann verður jarðsunginn að Fáskrúð- arbakka í Miklaholtshreppi á morgun, miðvikudaginn 27. þ.m. Hann andaðist á Landspítalan- um sunnudaginn 17. apríl eftir stutta legu. Hann var fæddur að Nýjabæ, Brimilsvöllum, Fróðarhreppi, Snæfellsnesi, 5. janúar 1927 og er fjórði í röðinni af 10 systkinum. Faðir hans var Guðmundur G. Ólafsson, sjómaður, fæddur í Ólafsvík 13. júlí 1899, sonur Ólafs Árna Bjarnasonar, formanns í ólafsvík, f. 1860, sonur Bjarna Ólafssonar frá Ytri-Bug, f. 1823, og konu hans, Ingibjargar Guð- mundsdóttur, f. á Hellnum í Breiðuyíkurhreppi 1826. Kona Ólafs Árna Bjarnasonar var Katr- ín Hjálmarsdóttir, f. að Tanga við Stykkishólm 19. ágúst 1868, dóttir Hjálmars Þórðarsonar bónda, f. í Fellstrandarhreppi 1830, og konu hans, Hólmfríðar Jónsdóttur, f. í Klofningshreppi í Dölum 1831. Móðir Þorkels var Sumarrós Einarsdóttir, fædd á Seyðisfirði 23. apríl 1902, en kom með foreldr- um sínum að Vatnagarði í Garði á fyrsta aldursári, en þau voru Ein- ar Sæmundsson, f. að Vatnagarði 4. maí 1874, sonur Sæmundar Ein- arssonar f. 1839, og konu hans, Þórunnar Valgerðar Guðmunds- dóttur, f. 1840, og Ingveldur Steinsdóttir, f. 1874. Þorkell ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í ólafsvík til 18 ára aldurs, 1945, en þá flutti fjölskyldan búferlum suður með sjó og bjó að Hólabrekku í Garði og var Þorkell þar til heimilis uns hann giftist. Þorkell var tvígiftur. Fyrri konu sinni, Huldu Teitsdóttur frá Litla- hólmi í Leiru giftist hann 1948. Þau eignuðust 1 barn, Svanhvíti, er lést á fyrsta ári. Þau slitu sam- vistir. Árið 1953 hóf Þorkell búskap með unnustu sinni, Hansínu Þóru Gísladóttur frá Kleifarvöllum í Miklaholtshreppi, sem nú lifir mann sinn. Hún er dóttir hjón- anna Gísla Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Sigurborgar Þorgilsdóttur, og hinn 18. maí 1958 gengu þau í hjónaband. Sama dag fluttu þau til Keflavíkur í húseignina Hrinbraut 94 sem þau höfðu fest kaup á, og þar hafa þau búið æ síðan. Þeim Þorkeli og Hansínu varð níu barna auðið, en þau eru: a. Sigurborg, fædd 27. desember 1952, gift Gunnari Arnórssyni, stýrimanni, þau eru búsett á ísa- firði, b. Svanur Gísli, fæddur 12. febrú- ar 1954, giftur Cynthíu Ann Far- rel, búsett í Kanada, c. Guðmundur Þorgils, fæddur 28. september 1955, býr með unnustu sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur úr Reykjavík, d. Þórunn Ingibjörg, fædd 13. maí 1960, e. Páll Þór, fæddur 3. janúar 1962, f. Sæmundur, fæddur 22. febrúar 1963, g. Þuríður Árdís, fædd 3. febrúar 1965, h. Þorkell Hans, fæddur 12. janúar 1968, i. ólína Fjóla, fædd 31. janúar 1969. Þorkell hóf snemma störf við sjóinn, ýmist á sjó eða sem land- maður við landróðrabáta, fyrst í Ólafsvík og síðan hér syðra og síð- ar við verkstjórn í frystihúsum, uns hann árið 1965 hóf sjálfstæð- an verslunarrekstur, fyrst með fiskbúð á Hringbraut 94 og síðar einnig matvöruverslunina Frið- jónskjör í Njarðvík sem hann rak báðar til dauðadags. Þorkell bar mjög hlýjan hug til æskustöðva sinna og Snæfellsness alls, og þegar félag Snæfellinga og Hnappdæla á Suðurnesjum var stofnað í Keflavík 19. apríl 1962, var hann einn af stofnendum þess. Hann gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir félagið og lagði sig allan fram til að ættar- og vina- tengsl við heimahéruð væru sem mest. Formaður félagsins var hann 1971 og 1972 og aftur 1980 til dauðadags, og kom fram í starfi hans öllu bæði heima og heiman óvenju rík réttlætiskennd, þar sem hann tók málstað þeirra minnimáttar og einnig hve fylginn sér og fastur hann var fyrir, ef fylgja þurfti einhverju rnáli fram, sem oft reyndi á. Fyrir um sex árum veiktist Þorkell af sjúkdómi sem lamaði fljótt starfskrafta hans og háði honum mjög í starfi, en viljakraft- ur hans og festa létu engan bilbug á sér finna, og þó að heilsu hans hrakaði gekk hann bæði til starfa sinna og sinnti félagsmálum fram á síðustu stundu. Hér hefur orðið stutt stórra högga á milli í einni fjölskyldu, því Þorkell er fimmta systkinið sem fellur frá á þremur árum. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla á Suðurnesjum þakkar Þor- keli gott og mikið starf i þágu þess, og vottar konu hans, börnum og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúðarkveðjur og biður góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hans. Guðleifur Sigurjónsson Guðrún Jónsdóttir Bachmann — Minning Guðrún amma er dáin. Kvöldið fyrir andlát hennar þreifaði hjúkrunarkonan á slagæð hennar og sagði: Hún hefur ótrúlega sterkt hjarta hún Guðrún. Auðvit- að var hjartað hennar þrautseigt eins og hún öll, en fyrst og fremst hafði amma óvenjugott hjartalag. Mér fannst amma strá blómum þar sem hún fór, hún gaf af sér og gaf af eigum sínum ef þess þurfti. Fyrir kom þó að hún væri hvöss og snögg upp. Það var merkileg reynsla fyrir mig sem ungling er ég sat eitt sinn með ömmu og hún grét. Henni fanst að hranaleg orð og hvöss sem voru löngu sögð væru betur ósögð og óttaðist að þau hefðu sært. Og hún vildi ekki vera hranaleg eða særa. En um- fram allt var amma hreinskiptin og hlý. Amma hafði sérstakan skilning á erfiðleikum mannlegs lífs og þjáningu. Hún samþykkti aldrei þjáninguna, heldur barðist gegn henni en hún hafði djúpan skilning á þörfum þeirra sem þjáðust. Þar sem erfiðleikar voru var amma mætt. Hún vissi að á slíkum stundum var meiri þörf en nokkru sinni fyrir á vináttu og hlýhug. Og þegar einhver hafði misst nákominn ættinga var amma mætt til að votta samúð sína. Þá fór amma af stað, þessi lágvaxna fallega kona, sem virkaði þó svo ótrúlega stór í reisn sinni og tók þátt í sorginni til að hugga. Ég var Iftil þegar ég tók fyrst eftir því hvernig amma stundi. t Útför ÓSKARS BERGSSONAR, áöur til heimilis aö Bðkhlöðustíg 6c, Reykjavík, fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi, miðvikudaglnn 27. apríl kl. 13.30. Vandamenn. t Minningarathöfn um móöur okkar, MAGNÚSfNU FRIÐRIKSDÓTTUR, Auðarstreti 5, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 27. apríl kl. 16.30. Jarösett veröur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 30. apríl kl. 14.00. Börnin. Hún var ekkert að kvarta, en kannski var þetta hennar leið til að festast ekki í eigin erfiðleikum. Síðustu dagana sem amma var á heimili sínu áður en hún var lögð á sjúkrahús fyrir nokkrum árum, farin að heilsu, kynntist ég enn nýrri hlið á umhyggju hennar. Á hverjum degi kraup hún við rúmið sitt, þó hún væri svo lasin að hún gæti það ekki hjálparlaust, og bað fyrir sjálfri sér og um varðveislu og blessun til handa hverjum og einum afkomenda sinna og vina. „Ég get þó allavega beðið þó ég sé gjörsamlega ónýt til alls annars," sagði hún þá. Ég kveið því þá strax þegar við hættum að njóta fyrirbæna hennar. Það er sko ekkert sjálfsagt að hafa átt ömmu eins og Guðrún amma var. Ég þakka ömmu minni fyrir allt. Nú veit ég að hún er laus undan þjáningunni. Hún vissi það sjálf að hún ætti góða heimkomu. Guð blessi okkur minninguna um Guðrúnu ömmu okkar. Ilalla Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.