Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 26. APRÍL 1983 „Hvatning til að ljúka kosningu á einum degi kom alls staðar frá" „Við ákváðum hér, í samráði við yfir- kjörstjórnir, að fylgjast með gangi mála, til þess að sem bezt vitneskja lægi fyrir um hvort Ijúka mætti kosn- ingu á einum degi," sagði Ólafur Walt- er Stefánsson, skrifstofustjori í dóms- málaráðuneytinu, er Morgunblaðið innti hann fregna af þvf hvernig kosn- ingar hefðu snúið við ráðuneytinu í framhaldi af setningu briðabirgðalaga er heimiluðu tveggja daga kosningu í dreyfbýli. A laugardagsmorgun var ég f sam- bandi við allar yfirkjörstjórnir og eins Veðurstofuna til að fylgjast með hvernig þetta þróaðist. Hélt því síð- an áfram um eftirmiðdaginn og langt fram eftir kvöldi. Horfurnar urðu fljótt þær að það gæti allt stefnt í þessu lyki á einum degi. Hins vegar voru lagaákvæðin þau að til þess að svo yrði, þurfti að koma til ákvörðun heimamanna um að þeir myndu ekki notfæra sér ann- an daginn. Þar af leiðandi beindist áhuginn að því að yfirkjörstjórnir allar hefðu sem gleggsta vitneskju, segir Ólafur Walter Stefánsson í dóms- málaráðuneytinu bæði um færð og hvort að einhverjir ætluðu að notfæra sér seinni daginn. Allar upplýsingar bentu í þá átt að fleiri og fleiri myndu ljúka, en það þurfti tíma til að ljúka snjóruðningi á ýmsum stöðum; á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austfjörðum og þau atriði gátu skipt máli. Einnig var á tímabili ekki útséð hvernig gengi að koma kjörgögnunum. Þau voru til dæmis ekki komin út á Dala- tanga fyrir kjördag, en þar er sér- stök kjördeild, þar sem ekki var hægt að lenda þar báti í marga daga. En það tókst á sjálfan kjördag, þai' sem veður gekk niður. Þá kom það upp að Egilsstaðaflugvöllur lokaðist fyrir Fokker-flugvél, og menn höfðu áhyggjur af að þar um borð væru einhver utankjörfundaratkvæði. Það voru sem sagt alltaf viss atriði sem fylgjast þurfti vel með og fá stað- festingu á hvort mundu klárast. Það var reynt að grafast fyrir um öll slík tilvik og reyna að fá vitneskju um hvort kjörstjórnir væru ekki sam- mála um að ljúka kosningu á einum degi. Eg hygg að aldrei hafi verið haft samband við kjörstjórnir í eins rík- um mæli á kjördegi eins og nú. Venjulega eru menn látnir í friði, en núna var sem sagt leitað eftir þess- ari vitneskju til að hafa á takteinum sem gleggsta mynd af gangi mála, ekki það að verið væri að reka a eftir mönnum eða hafa áhrif á þá. Eftir kvöldmat voru líkurnar orðnar miklu meiri á því að þessu væri að ljúka. Vitneskja mín af ástandinu barst til yfirkjörstjórnar f Reykjavík, og það var mat okkar að kosningu mundi ljúka um kvöldið, og á þeim grundvelli hófst síðan undir- búningur að talningu í Reykjavik. Sfðan létu menn vita að þessu væri lokið og ég leitaði eftir sfðustu stað- Láru8 Jónsson og frú greiða atkvæoi á AkureyrL Ljórnn. Gunnar Beif Frá talningu atkvæða i Akureyri. Ljósm. Mbl. Gunn»r Berg Fri talningu atkvæða í Borgarnesi. LjóHm. Mbl. Heigi Frí kosningu í Valaskjálf i Egilsstöðum Mbl. ÓUfur Orðsending frá „meindýri « Þorgeir Þorgeirsson sendir mér kveðju í Morgunblaðinu 20. apríl sl. Þorgeir hefur löngum verið þrætugjarn og oft valið þá leið til að falia ekki alveg í gleymsku að birta úr sálarkirnu sinni dylgjur og róg í dagblöðum. Með þessu móti hafa blaðalesendur þurft að kannast við manninn, en ekki er hann líklegur til að vekja á sér verulega athygli fyrir annað. Ný- lega sendi hann frá sér þvætting um formann Rithöfundasambands íslands, hræring öfundar og ill- kvittni sem á sér m.a. þá skýringu að hann hefur sagt sig úr þessum samtökum, treystir sér ekki að því er virðist til að vinna að hugðar- efnum sínum í samvinnu við óverðuga. Þessi skrif voru svo ræt-1 in að flestir kenndu í brjósti um höfundinn, aðrir fengu á honum enn meiri skömm en áður. Var orðstír mannsins ekki mikill fyrir. Nú mun röðin komin að undir- rituðum sem sér það til óhelgi að skrifa um þýðingar Þorgeirs Þor- geirssonar á verkum Williams Heinesens. Þessar þýðingar eru þrátt fyrir ýmsa sérvisku í orða- vali vel unnar og á Þorgeir þakkir skildar fyrir þær. Það vex Þorgeiri í augum að undirritaður var í fyrra valinn einn af fulltrúum Rithöfundasam- bands íslands til að sækja þing rithöfunda í Færeyjum. Þar hef ég víst eingöngu talað við „lítilmót- legt" fólk að dómi Þorgeirs. Það skal viðurkennt að þeir ungu rit- höfundar sem ég hitti í Færeyjum lögðu á það meiri áherslu, að halda fram sínum höfundum, þ.e. a.s. þeim sem skrifuðu á færeysku, en mönnum eins og William Heinesen sem á danska móður og hefur samið helstu verk sín á dönsku. En það sem ég átti við með orðinu „tómlæti" er ekki síst það að Heinesen er ekki mikið þekktur utan Skandínavíu. Hann fékk hálf Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á sínum tima móti Olof Lagercrantz, en hefur ekki enn fengið Nóbelsverðlaun þótt hann eigi þau skilið að mati undirritaðs. Nú upplýsir Þorgeir, þýðandi Heinesens og sennilega kunningi, að Heinesen hafi hafnað Nóbels- verðlaunum 1975 fyrir bók sem ekki var komin út. Turninn á heimsenda nefnist bókin. Þorgeir ætti að vita þaðað menn fá ekki Nóbelsverðlaun fyrir eina bók heldur höfundarverk í heild og ólíklegt hlýtur það að teljast að sænska akademían taki ákvörðun um að veita Nóbelsverðlaun fyrir bók sem enginn hinna átján hefur lesið. Þetta hlýtur að vera eitt- hvað sem borið hefur á góma í einkasamræðum rithöfundar og þýðanda þegar þeir hittust í Fær- eyjum. Því verður ekki með orðum lýst sem lagt er á fræga rithöf- unda. En vonandi hefur William Heinesen ekki beðið af því tjón að sitja uppi með Þorgeir Þorgeirs- son í Færeyjum og þurft að eyða dýrmætum tíma sínum í nöldur- mennið. Það er eiginlega krafta- verk að Heinesen skuli hafa lifað það af. En kæri Þorgeir. ljúflingur hófsamrar umræðu! Eg sætti mig ágætlega við það að vera kallaður „meindýr" og „svöng mús" þegar þau orð gubbast upp úr þér. Einn- ig er ég stoltur af póstþjóns- nafnbótinni því að mér hefur aldr- ei dottið í hug að ég væri slík ger- semi að ríkið ætti að sjá fyrir mér. Ég hef ekki heldur talið að venju- leg störf væru fyrirlitleg. Að lokum skal ég hrella þig með því að ég ætla að halda áfram að skrifa um þýðingar þínar á Heine- sen í Morgunblaðið og vona að þér miði vel áfram við þýðingarnar, enda fer það þér betur en þessi aumu vottorð um heilsu þína sem þú sendir frá þér þegar verst gegnir. Ég ætla líka að leyfa mér að gagnrýna það hjá Heinesen, hinum mikla höfundi, sem mér þykir miður. Um skáldsöguna í Svörtukötlum sem er orðin nokkuð aldurhnigin og ber þess vfða merki, fjallaði ég lofsamlega um hér í blaðinu, en mun hafa drepið á öfgafulla framsetningu á köfl- um. Þú stendur að vísu að mörgu leyti einn, Þorgeir, en af því að þú ert að senda verk eftir þig eða í þýðingu þinni á almennan markað verðurðu að una því að þau séu dæmd af fleiri aðilum en jábræðr- um þínum. Ég minnist hinna gömlu daga þegar þú varst að vísu afkastalít- ið, en efnilegt skáld. Glutraðu ekki niður hæfileikum þínum í hlut- verki kverúlantsins. Það er sorg- legt þegar sæmilega af guði gerðir menn verða að eins konar vítum til varnaðar og eyða dögum sínum í karp og vitleysu í anda íslensks vanmáttar. Jóhann Hjilmarsson. Gítartónleikar í Hafnarf irði og Hveragerði Gítarleikararnir Símon ívarsson og Arnaldur Arnarson halda tónleika í Hafnarfirði og Hveragerði, í Hafnar- firði ¦ kvbld kl. 20.30 í Hafnarfjarðar- kirkju, og á föstudagskvöldið í Hvera- gerðiskirkju, einnig kl. 20.30. Á efn- isskránni er Vínarklassfk og spænsk og suður-amerísk tónlist. Þeir Símon og Arnaldur luku báð- ir lokaprófi frá Tónskóla Sigursveins í gítarleik undir handleiðslu Gunn- ars Jónssonar. Símon fór síðan til framhaldsnáms til Vínarborgar og lauk þaðan einleikaraprófi vorið 1980. Arnaldur stundaði fram- haldsnám í Manchester og lauk því námi 1982. Lýst ef tir stolnum bfl Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir bifreiðinni R-69017, sem stolið var frá Háaleitisbraut 43 sl. fimmtudag. Bifreiðin er Austin Mini, árgerð 1974, brún að lit. Þeir, sem vita um eitthvað um bifreiðina eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar. V Gunnar Gunnarsson hefur um íangt skeið verið einn virtasti hofund- ur á Norðurlondum Ritsafn Gunnars Gunnarssonar Saga Borgarættarinnar Svartfulg Fjallkirkjan I Fjallkirkjan II Fjallknkjan III Vikivaki Heiðaharmur Vargur í véum Sælir eru einfaldir Jón Arason Sálumessa Fimm fræknisögur Dimmufjöll Fjandvinir WlBlBniiMBiu. 0 11 l 1 i i 1 t í 1 'itH Ulll! ili !|l|. 't Hlil! hli! ! % 1 11 5 5 « I * S ~ B s < Sl * á Almenna Bokafélagíö Autlur»tr»li 1«, •<mi2SS44. Sk«mmuv«gur 36 slmi 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.