Morgunblaðið - 08.05.1983, Qupperneq 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
DEILURNAR um hvort „dagbækur Hitlers“ séu rétt feðradar geta orðið
langlífar, þótt yfirgnæfandi líkur séu taldar á því að þær séu falsaðar. Aðeins
einn sagnfræðingur hefur séð dagbækurnar, þar sem þær eru geymdar í
bankahólfi í Ziirich, Dacre lávarður, sem skrifar enn undir nafninu Hugh
Trevor-Roper (því nafni sem hann hét áður en hann var aðlaður). Hann lýsti
því fyrst yfir að hann teldi dagbækurnar ósviknar, en dró síðan í land og
viðurkenndi að sér kynni að hafa skjátlazt.
Falsaðar eða
ósviknar?
,J)AGBÆKUR“
HTTLERS
Aðrir sagnfræðingar hafa nær
undantekningarlaust sagt að þeir
telji þær falsaðar. Á það er bent
m.a. að í öllum þeim mörgu lestum
af skjölum nazista, sem tekin voru
herfangi í stríðslok, er hvergi
minnzt á dagbækur.
Dacre lávarður er heimskunnur
sagnfræðingur og sérfræðingur í
Hitlerstímanum. Winston Churc-
hill sendi hann út af örkinni 1945
til þess að fá söguna um dauða
Hitlers staðfesta og árangurinn
var bókin „Síðustu dagar Hitlers".
Hann á sæti í stjórn forlagsins
sem gefur út The Times og Sunday
Times.
Sunday Times tryggði sér rétt-
inn til að birta útdrætti úr dag-
bókunum í Bretlandi fyrir 400.000
dali. Fyrsti útdrátturinn hefur
verið birtur, en Sunday Times
ákvað síðan að birta ekki fleiri út-
drætti nema úr því fengist skorið
hvort dagbækurnar væru falsaðar
eða ekki.
Þýzka tímaritið Stern, sem
komst yfir dagbækurnar, á við
erfiðleika að stríða. Sala þess hef-
ur minnkað um 20% í ár og það
hefur verið sakað um að vilja auka
útbreiðslu sína með birtingu dag-
bókanna og hagnast á sölu birt-
ingarréttarins til erlendra blaða.
„Stern vill selja eins mörg eintök
af tímaritinu og það getur með
æsifréttinni," sagði dr. Karl
Bracher við háskólann í Bonn.
„Fræðilegum vinnubrögðum kann
að hafa verið fórnað."
Stern fékk birtingarréttinn hjá
einum af blaðamönnum sínum,
Gerd Heidemann, sem segist hafa
haft upp á dagbókunum í þorpi í
Austur-Þýzkalandi fyrir þremur
árum.
Stern segir að dagbækurnar nái
frá árinu 1932 til síðustu daga
Hitlers í neðanjarðarbyrginu í
Berlín. Dagbækurnar séu 60 tals-
ins, stílabækur upp á 100 blaðsíð-
ur hver, skrifaðar með bleki. Flest
heftin séu innsigluð með arnar- og
hakakrossmerki nazista og hver
síða undirrituð af Hitler, aðstoð-
armanni hans, Martin Bormann,
eða staðgengli hans, Rudolf Hess.
Með dagbókunum fylgdu hundr-
uð skjala, minnismiða, sendibréfa,
fundaboðana, fundargerða, grein-
argerða, persónulegir munir, árit-
uð málverk og teikningar eftir
Hitler. Nokkrar teikninganna
munu vera af Evu Braun, sumar
af henni hálfnakinni.
Flugslysið
Frásögn Stern af því hvernig
dagbækurnar komu fram í dags-
ljósið er í aðalatriðum á þessa leið:
Kvöldið 21. apríl 1945 fóru tvær
flugvélar af gerðinni Junker 359
frá Tempelhof-flugveili í Berlín
með fimm mínútna millibili. önn-
ur flugvélin flaug suður á bóginn
og hrapaði við Börnersdorf í Erz-
fjöllum, nálægt Dresden og landa-
mærum Tékkóslóvakíu. Flugmað-
urinn, Friedrich Anton Grundl-
inger, beið bana. Þegar Hitler var
tilkynnt þetta í einu síðasta sím-
talinu til neðanjarðarbyrgisins
hrópaði hann að dagbækurnar
hefðu verið einkaskjalasafn sitt og
erfðaskrá fyrir síðari tíma.
Nálægar herdeildir skoðuðu
flakið, en í ringulreiðinni sem
ríkti var það sem fannst í flakinu
ekki opinberlega skráð. Liðsfor-
ingi nokkur, sem ekki hefur verið
nafngreindur, fann stálkassa með
dagbókunum og hafði þá á brott
með sér. Hann faldi dagbækurnar
í heyhlöðu í Austur-Þýzkalandi
þar sem þær voru í mörg ár.
Hitler sagði Bormann einum frá
dagbókunum. Hann sá um að þeim
var komið fyrir í stálkössunum og
að þeir voru sendir frá Berlín með
einni síðustu flugvélinni.
Dacre lávarður sagði að Hitler
hefði talað um dagbækurnar við
flugmann sinn, Hans Baur hers-
höfðingja. Hann kvað það hafa
verið mikilvæga vfsbendingu í til-
raununum til að hafa upp á skjöl-
unum og staðfesta að þau væru
ósvikin.
Rússar tóku Baur til fanga
ásamt öðrum flóttamönnum úr
neðanjarðarbyrgi Hitlers og var
hann í níu ár í sovézkum fanga-
búðum. Hann birti endurminn-
ingar sínar 1956 og gat þess þar að
Hitler hefði brugðizt reiður við
þegar hann frétti að flugvélin með
dagbókunum hefði farizt.
Stern tilgreindi ekki nákvæm-
lega í fyrstu hvernig dagbókunum
var komið til Vesturlanda. Aust-
ur-þýzk yfirvöld hefðu ugglaust
lagt hald á þær, ef þau hefðu vitað
um þær, og allir, sem hefðu tekið
þátt í að smygla þeim úr landi,
hefðu verið skotnir.
Síðasti eigandi dagbókanna
setti sig í samband við Stern, að
sögn tímaritsins, fyrir þremur ár-
um þegar flestum skjölunum hafði
þegar verið komið fyrir í svissn-
eskum banka. Stern kveðst ætla
að birta mestallt efni dagbókanna
og flokka það niður undir fyrir-
sögnum eins og „Hitler og Gyð-
ingar", „Hitler og kvenfólkið" og
„Stalíngrad". Birtir verða 28 kafl-
ar þangað til seint á næsta ári.
Ný „uppljóstrun“
Heidemann hefur staðfastlega
neitað að gefa upp nafn þýzka
liðsforingjans, sem hann segir að
hafi bjargað dagbókunum í apríl
1945. En samkvæmt nýjum upp-
lýsingum Heidemanns í Sunday
Times um helgina var skjölunum
smyglað vestur á bóginn í áföng-
um skömmu eftir að þeim var
bjargað úr flakinu. Heidemann
segir nú að skjölin hafi verið
geymd í heyhlöðunni aðeins í
nokkra daga, en ekki 35 ár eins og
hann hafði áður sagt.
Hann segir að þegar skjölunum
hafi verið bjargað hafi þau verið
flutt frá einum stað til annars,
„lengra og lengra í vestur", unz
þeim hafi verið smyglað að lokum
til vestræns ríkis í stórum kassa.
Skjölin hafi alltaf verið í vörzlu
liðsforingjans — ættingjar og vin-
ir kunni að hafa gætt nokkurra
þeirra — þar til hann afhenti þau
Heidemann gegn „verulegri þókn-
un“ og loforði um nafnleynd.
Eftir fjaðrafokið, sem skjölin
ollu í síðustu viku, kveðst Heide-
mann hafa rætt við liðsforingjann
á ný. Sem fyrr neitaði hann að
samþykkja að nafn hans yrði birt,
þótt Heidemann segði honum frá
ónæði, sem hann og fjölskylda sín
hefðu orðið fyrir.
Stern kveðst hafa átt í löngum
bréfaskiptum um dagbækurnar
við ríkisstjórnina í Bonn og segir
að þær verði afhentar þýzka þjóð-
skjalasafninu. Fullyrðingar rits-
ins um að það hafi beðið heims-
þekkta sagnfræðinga og rithand-
arsérfræðinga að kanna dagbæk-
urnar eru dregnar í efa. Sama er
að segja um efnafræðilegar athug-
anir, sem það segir að hafi verið
gerðar á pappírnum og blekinu. í
ljós kom að hvorki blek né fingra-
för voru rannsökuð. Rithandarsér-
fræðingar neita þvi að hafa skoð-
að dagbækurnar. Enginn sagn-
fræðingur virðist hafa skoðað
þær.
Stern segir einnig að ítarlegar
rannsóknir hafi farið fram á veg-
um tímaritsins í Austur- og
Vestur-Þýzkalandi, Sviss, Ítalíu,
Spáni og Suður-Ameríku.
Heidemann hefur sagt að hann
og Karl Wolff hershöfðingi hafi
dvalizt í Suður-Ameríku í nokkra
mánuði og kynnzt nokkrum fyrr-
verandi nazistum, þeirra á meðal
Klaus Barbie, „slátraranum frá
Lyon“, sem síðan hefur verið send-
ur til Frakklands, ákærður fyrir
stríðsglæpi. (Heidemann hafði
einnig upp á þýzkum rithöfundi,
sem var talinn óskilgetinn sonur
Vilhjálms II keisara.) Dagbókun-
um var haldið leyndum fyrir öll-
um nema nokkrum yfirmönnum
tímaritsins.
„Vissi um för Hess“
Fáar stórkostlegar „uppljóstr-
anir“ koma fram í dagbókunum,
sem eru smásmyglislegar og fjalla
aðallega um hversdagslega hluti
og bera þess merki að ómenntaður
maður hefur skrifað þær. Nokkrar
þær helztu eru:
Hitler vissi frá upphafi um
sérvizkulega „friðarferð“ Hess til
Skotlands í maí 1941. Hann á að
hafa lagt blessun sína yfir ferðina
og vonað að Bretar hættu þátttöku
í stríðinu áður en hann réðist á
Rússland.
Hitler gaf sjálfur skipun um að
herlið Þjóðverja skyldi ekki eyða
brezka leiðangurshernum þegar
hann var innikróaður í Dunkerque
1940 í von um að með því að auð-
mýkja ekki brezka heimsveldið
gæti hann samið sérfrið við
brezku stjórnina.
Hitler taldi Neville Chamber-
lain, forsætisráðherra Breta, sem
var gagnrýndur fyrir að reyna
kaupa frið við Þjóðverja, snjallan
og harðan samningamann. Þegar
Bretar gáfu út stríðsyfirlýsingu
sína varð Hitler undrandi og
hryggur.
Hitler gefur aldrei til kynna að
hann hafi haft beina vitneskju um
útrýmingu Gyðinga eða átt þátt í
að skipuleggja útrýmingarher-
ferðina. En „Kristalsnóttina"
frægu 1938, þegar Gyðingar voru
ofsóttir, harmaði Hitler eyðilegg-
inguna, ekki sízt þar sem mikið af
dýrmætu gleri fór forgörðum.
Þegar útrýming Gyðinga var
ákveóin á Wannsee-ráðstefnunni í