Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 10

Morgunblaðið - 08.05.1983, Side 10
MAGIRUS DEUTZ / IVECO Við höfum nú tekið að okkur umboð á íslandi fyrir hina heimsþekktu Iveco vörubílasamsteypu. Iveco er næststærsti framleiðandi vörubíla í Evrópu. Vörubílar frá Iveco eru ráðandi á mörgum sviðum í Evrópu, en hvað þekktastir eru þeir fyrir mikið úrval sterkbyggðra vinnubíla með drifi á öllum hjólum. Hafðu samband við okkur og kannaðu hvort við höfum ekki rétta sex eða tíu hjóla bílinn fyrir þig, með eða án framdrifs. Iveco bílar eru sterkbyggðir vinnuþjarkar sem komast leiðar sinnar í misjöfnu færi. iveco/LBje Qfl \F Höfðabakka 9 Sími 8-52-60 58______________________ Kirkjudag- ur Kefla- víkurkirkju Á BÆNADAGINN er hinn árlegi kirkjudagur Keflavíkursafnaðar. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Einsöngvarar verða Sverrir Guð- mundsson og Steinn Erlingsson. Organisti og söngstjóri er Siguróli Geirsson. Systrafélagið hefur kaffi- sölu í Kirkjulundi eftir messu eins og undanfarin ár. Allur ágóði rennur í líknarsjóð kirkjunnar. Þess er vænst að sem flestir leggi góðu máli lið um leið og þeir sækja sér andlega og líkamlega hressingu á bænadaginn. Þann 17. apríl sl. var söfnuðin- um afhent vegleg gjöf, lágmynd af sr. Eiríki Brynjólfssyni, sem þjón- aði Keflavík frá 1928 til 1952. Gef- endur voru fermingarbörn hans vorið 1943.17 þeirra afhentu sókn- arnefnd gjöfina að viðstaddri ekkju sr. Eiríks, Guðrúnu Guð- mundsdóttur, og börnum þeirra hjóna, Guðmundi, alþjóðalögfræð- ingi og Guðnýju, lífefnafræðingi. Lágmyndinni, sem er eftir lista- manninn Erling Jónsson, hefur verið komið fyrir í Kirkjulundi og verður þar til sýnis á sunnudag. Sóknarprestur Heyrist í fyrstu vor- fuglunum SkinnastaA, Öxarfirdi, 30. apríl. EFTIK 9 daga stanslaust hríðarveð- ur, sem stytti upp nóttina fyrir kosn- ingadaginn, hefur verið hér hægð- arveður með næturfrostum og 2°—4° stiga hita á daginn. Kyngdi niður mesta snjó vetrarins. Fannir hafa sjatnað hægt og landið er enn- þá eins og jökull. Samkomum hefur fjölgað stór- um eftir hretið, eins og títt er á vorin, og snúast margir eins og þeytispjald að eltast við fundi og aðrar samkomur. Heyrst hefur í fyrstu vorfuglum, en fáir sést nema villigæsir, álftir og skógar- þrestir. Hér bíða menn nú eftir því að fannir sjatni, skólum ljúki og sauðburður hefjist. Fyrstu lömbin hafa þó þegar litið ljós dagsins. — Sigurvin GERÐIR PHILCO KÆLISKAP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.