Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 26

Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983 3E1 A DROTONSm Hver er maðurinn? Hvað segir kristin trú um mann- inn? Kðlilega er oft spurt á þá leið. Hér á eftir verður leitast við að gefa nokkra hugmynd um megin- drætti kristins mannsskilnings. Skapaður af Guði Að skilningi kristinnar trúar er maðurinn sköpun Guðs. Hann hefur vissulega sérstöðu innan sköpunarverksins, því hann er settur sem eins konar ábyrgðar- maður eða ráðsmaður yfir heim- inum. Maðurinn er skapaður í Guðs mynd, eins og Biblían orðar það. Það felur í sér hæfileika hans, umfram aðra sköpun, til samfé- lags við Guð. Manninum er ætlað að þrosk- ast af samfélagi við skapara sinn, gefnir hæfileikar til að vera fulltrúi Guðs á jörðu. Fallinn í synd En langt er frá því, að allt sé eins og Guð ætlaði því í þessu efni. Maðurinn reynist hvað eftir annað óábyrgur ráðsmaður þeirra gæða sem Guð hefur falið honum. Hann sóar nauðsynjum, misskiptir gæðum og setur vilja sinn í stað vilja Guðs sem grundvallarviðmiðun i lífinu. Þetta er afleiðing þess ástands sem nefnt er synd og er höfnun mannsins á því að lifa í sam- ræmi við sköpunarvilja Guðs. Allir menn eru syndarar — eru í sjálfum sér seldir undir það, að viija gegn Guði. Vissulega geta þeir sýnt visst borgaralegt réttlæti og verið „góðir menn“, en syndin gerir þeim samt ókleift að lifa því lífi sem Guð ætlaðist til af mannin- um og útilokar þá frá samfélagi við skaparann. f þeirri aðstöðu er maðurinn guðvana um eilífð og getur ekk- ert gert til þess að breyta því, það er allt líf hans er undir synd. Endurleystur í Kristi Vegna kærleika Guðs á mað- urinn þó von, Jesús Kristur tók í eitt skipti fyrir öll á sig afleið- ingu syndar mannsins — dó dauða hans og stofnaði nýtt líf með upprisu sinni. Það nýja líf á hver sá maður sem er skírður til kristinnar trúar og lifir í trú sinni. Þetta nýja líf er endurlausn til upphaflegs vilja Guðs með manninn. Þ.e.a.s., kristinn mað- ur er ráðsmaður Guðs yfir þeim gáfum, tíma, fjármunum og öðr- um gæðum sem hann hefur. Það felur í sér vissu um, að í samfé- laginu við Guð í Kristi er allt lífið þjónusta við Guð. Um leið fylgir því ábyrgð að vita sig ráðsmann Guðs og vera ábyrgur gagnvart honum um meðferð þess, sem hann hefur falið hverj- um og einum. Afleiðingar í verki Kristinn maður kappkostar því að lifa í vilja Guðs — ekki til þess að ávinna sér réttlætið, sem Kristur gefur, heldur til þess að gjalda Guði þökk í þjónustu. í krafti Heilags anda stundar hinn kristni þá þjónustu, sem miðar að því að vilji Guðs verði hér í þeim heimi, sem hann hef- ur skapað. Vilji Guðs er, að allir menn fái að heyra fagnaðarerindið og geti eignast endurlausnina í Kristi. Guð vill einnig, að gæðum sé réttlátlega skipt milli íbúa heimsins. í báðum tilvikum not- ar hann kristna menn sem þjóna sína — ráðsmenn með ábyrgð. Bregðist þeir, dregst að þessi vilji Guðs verði. Við gætum því íhugað með okkur sjálfum: Er ég endurleystur í Kristi til samfélags við Guð og ráðs- mennsku i heimi hans? Hvað get ég gert til þess að boða virðingu fyrir öllu lífi — einnig því, sem aðrir telja óverð- ugt líf og réttlaust? Hvað vantar upp á í samfélagi mínu að jafnréttishugsjón krist- innar trúar (sjá Galatabr. 3:28) ráði þar ríkjum? Biblíulestur vikuna 8.—14. mai Sunnud. 8. maí: Jóh. 16:23—30. a) Jesús gefur okkur sam- félag við Guð föður, skap- ara okkar. b) Að biðja í Jesú nafni — hvað er það? Til hvers? Mánud. 9. maí: Róm. 4:13—25. a) V.14: Hvers vegna þessi mikla áhersla á gagns- leysi lögmálsins til hjálp- ræðis? b) V.20: Hvað er rétt og sönn trú, skv. þessum orð- um Páls? Þríðjud. 10. maí: Róm. 5:1—11. a) V.l: Áherslan á trúna til réttlætingar. Sam- mála? b) V.8: ítrekar hlutverk Krists í heiminum. Miðvikud. 11. maí: Róm. 5:12—21. a) V.18 er kjarninn — eins og allir í von um réttlæt- ingu vegna Krists — hann er höfundur nýs mann- kyns í þeim skilningi. Fimmtud. 12. maí: Mark. 16:14—20. V.15 er hápunktur kaflans — sá, sem þekkir Krist af samfélagi, er sendur með fagnaðarerindið til þurf- andi heims. Ihugum for- réttindi og skyldur þess að þekkja Krist og hlut- verk okkar í að koma fagnaðarerindinu áfram til annarra. Föstud. 13. maí: Róm. 6:1—14. a) V.3—4 lýsa kristnum skírnarskilningi — dauði og upprisa með Kristi felst í skírninni. b) V.ll—14 eru hvatning til okkar um, að lifa í samræmi við það, berjast við syndina og kappkosta að gera vilja Guðs. Laugard. 14. maí: Róm. 6:15—23 a) Kristinn maður er kall- aður til ábyrgs lífs, en ekki kæruleysis um líf- erni. Náð Guðs sviptir engan ábyrgð! b) V.23: Erum við örugg- lega í samfélagi við Krist til eilífs lífs? 5. sunnud. e. páska Jóh. 17. 1—19 I heiminum en ekki af heiminum Guðspjallið í dag er úr skilnaðarræðu Jesú, sem hann hélt lærisveinum sínum við hina síðustu kvöldmáltíð. Hann lýkur henni með bæninni, sem við lesum í guðspjall- inu í dag og nær yfir allan 17. kaflann. Jesús biður fyrir lærissveinunum. „Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim, sem þú hefur gefið mér, því þeir eru þínir, og allt mitt er þitt og þitt er mitt.“ Jesús talar enn einu sinni um órofa tengsl sín og föðurins og tengsl lærisveinanna við sig, sem hann mun ekki rjúfa. Úr þessari bæn eru komin orðin, sem oft eru höfð yfir, að kristið fólk sé í heiminum en ekki af heiminum. Kirkj- an leggur nú á tímum mikla áherzlu á að fólk hennar eigi að þjóna í heiminum, líkna, taka forystu í ýmsum þjóð- málum og alþjóðamálum. En hún býður líka skjól fjarri heimsins harki, upp rísa miðstöðvar, þar sem lúterskt fólk vígist til þjónustu við þá, sem þangað vilja leita bæna- samfélags og sálusorgunar. Við erum misjöfn í lund, einu okkar hentar þetta, öðru hitt, sum njóta sín á opinberum vettvangi en önnur í kyrrð. Við megum þjóna hvert öðru, veita hvert öðru forystu og skjól. Fyrir öllum okkur bað Jesús: „Helga þau í sannleikanum, þitt orð er sannleikur." Orð Drottins er grundvöllur okkar hvað sem við vinnum. BIÐSTUND Guð, þú hefur skapað lífið, og skapar stöðugt nýtt líf. Þú hefur skapað mig og mitt líf. Ég get verið meðskapari, en hvernig? Með því að sá steinselju og planta trjám, með því að sýna tillitssemi og berjast fyrir kærleika? Sýndu mér hvað þú vilt með mitt líf. Á ég að ala börn, eitt barn, fleiri börn? Eða á ég að nota krafta mína í þágu þeirra milljóna jarðarbarna, sem er ógnað? Lífið er vopnakapphlaup, kjarnorka, atvinnuleysi, sultur og seyra. Framtíð og von virðast fjarri lagi. Að vera þunguð er að hafa kvið sinn fullan af lífi, að bjóða sig fram til forræðis yfir lífinu, sem aðeins vex — þrátt fyrir allt. Að gæta barna er að vera með í að fá lífið til að vaxa — að vera meðskapari. Guð, get ég auðsýnt trú mína og hina aumu von mína á raunhæfari hátt? Kannski er það sjálfselska að eignast börn — hindrun fyrir þig, Guð. Kannski er það ábyrgðarleysi. Þá áhættu verð ég að taka. Er ekki einhver áhætta fólgin í því að vilja ekki ala börn? Guð, gef mér hugrekki og hugarflug til þess að meðtaka hvatninguna sem þú hefur gefið mér til þess að lifa og vera meðskapari. Hjálpa mér til þess að nota möguleikana á því að geta alið börn á ábyrgðarfullan hátt og til gleði. B. Kiihle VELJUM ÍSLENSKT! VELJUM ÍSLENSKT! VELJUM ÍSLENSKT! Maöur eyðír 'h af ævinni í svefn og hvíld. For- senda þess aö vakna hress og endurnæröur að morgni er að sofa á góðri og hæfilega stífri dýnu. Vaknir þú þreyttur og lerkaður skaltu að- gæta dýnuna þína. Ef hún er orðin slakleg hringir þú í okkur og við munum sækja hana að morgni. Sama kvöld færðu hana sem nýja og næsta morgun vaknar þú sem nýr og hressari maðurl Ef dýnan er lúin og áklæöið Ijótt þá lát okkur vita í síma. Listavel skulum við lag’ana og fljótt, — þú lagast á örskömmum tímal Framleiðum einnig nýjar dýnur eftir máli. DÝNU-OG BÓLSTURGERÐIN Smiðjuvegí 28, 202 Kópavogi, sími 79233. Póstsending Umsóknarfrestur um skólavist í Söngskólanum í Reykjavík næsta vetur er til 19. maí nk. Umsóknareyöublöö fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu Söngskólans, Hverfisgötu 45 R, símar 21942 — 27366, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar daglega frá kl. 13.00—17.00. Skólastjóri. Söngskglinn i Reykjavik The Reykjavik School of Singino 27366 Hverlisgolu 45 101 Reyk/avik Box 1335 lceland ™ 2194?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.