Morgunblaðið - 08.05.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
87
AFORNUM
VEGI
jfl _ *«**>■ . 1 r
J.C. Vík 5 ára:
Eykur manni víðsýni ad
starfa að félagsmálum
Rætt við Sigurlaugu Garðarsdóttur, forseta J.C. Víkur
Á ÍSLANDI eru 1.400 meðlimir í
Junior Chamber í 36 lélögum um
land allt. Eitt þessara félaga hefur
nokkra sérstöðu, JC Vík, en í því
félagi eru eingöngu konur. Það er
ekki tilviljun að svo er, karlmenn
eiga einfaldlega ekki kost á því að
ganga í JC Vík. Óréttlátt?
Kannski, en það er huggun harmi
gegn að Reykjavíkurfélagið JC
Borg er skipað karlmönnum. Og
það er hcldur engin tilviljun.
JC Vík átti 5 ára afmæli um
daginn, 6. apríl nánar tiltekið.
Stórafmæli í rauninni, sérstak-
lega þegar það er haft í huga að
tveimur árum fyrir stofnun fé-
lagsins var ekki ein einasta kona
JC félagi á íslandi. Og þó festi
JC hér rætur í kringum 1960. Nú
eru um einn þriðji JC félaga kon-
ur. Þetta eru breyttir tímar.
Forseti JC Víkur á þessu
starfsári er Sigurlaug Garðars-
dóttir. Við ræddum lítillega við
Sigurlaugu um „kvenfélagið" JC
Vík og spurðum hana fyrst hver
hafi verið tildrögin að stofnun
félagsins. Var það uppreisn gegn
karlaveldinu í JC hérlendis?
„Uppreisn held ég nú ekki að
það hafi verið. En á þessum tíma
sóttu konur mjög á um að ganga
í JC. Valgerður Sigurðardóttir
rauf múrinn, gekk í JC Reykja-
vík, og það varð til þess að
nokkrar konur ákváðu að kanna
hvort hljómgrunnur væri fyrir
stofnun kvennafélags. Það
reyndist vera og um 60 konur
stofnuðu félagið þann 6. apríl
1978.“
— Voru þetta mest eiginkon-
ur JC-manna?
„Því er ekki að neita að þær
voru stóru hluti af stofnendum.
'
Sigurlaug Garðarsdóttir forseti JC
Víkur á skrifstofu sinni í Mjólk-
ursamsölunni.
En það er gjörbreytt núna. Nú
eru í félaginu konur úr öllum
áttum.“
— Hvers konar starfsemi fer
fram í JC félagi?
„Þetta er fyrst og fremst fé-
lagsmálaskóli. Það eru haldin
námskeið, þar sem fólk lærir
undirstöðuatriði í ræðumennsku,
fundarsköpum, fundarstjórn og
skipulögðum vinnubrögðum al-
mennt. Fólk fær þjálfun í því að
koma fram og tjá sig. Og þótt JC
sé ekki beinlínis góðgerðarfélag,
þá lætur það gott af sér leiða á
margan hátt, með því að vinna
að ýmsum umbótaverkefnum í
þjóðfélaginu."
— Er nauðsynlegt að vera
með sérstakt kvennafélag?
„Það er kannski ekki nauð-
synlegt, en því ekki? Það er til
karlafélag líka. Ég sé í rauninni
ekkert athugavert við það að
hafa félög sem eru skipuð öðru
kyninu eingöngu. Og ef kona er
að hugsa um að ganga í JC, á
hún kost á því að ganga í okkar
félag eða blandað félag. Hún er
ekki neydd til að ganga í JC Vík
þótt hún sé kvenmaður."
— Fylgja því einhverjar kvað-
ir eða skilyrði að ganga í JC?
„Nei, ekki nema það að taka
þátt í starfinu, mæta á fundum,
taka þátt í námskeiðum og
starfa í nefndum. Fólk þarf ekki
að gera þetta allt, en eitthvað af
þessu. Ef menn eru ekki tilbúnir
til að taka þátt í starfinu, þjónar
engum tilgangi að ganga í JC.
Menn hafa ekkert gagn af því að
vera í félaginu nema þeir séu
virkir."
— Hvaða gagn hafa menn af
því að starfa í JC?
„Svo ég svari fyrir sjálfa mig
þá hefur sjálfstraust mitt og
sjálfsþekking aukist verulega við
að starfa í JC. Og ég er víðsýnni
en ég var áður, og það held ég að
flestir verði við starf að félags-
málum. Sérstaklega konur, sem
lifa kannski í þröngri veröld
heimilisins, þær verða miklu víð-
sýnni, sjá hlutina í nýju ljósi og
uppgötva oft nýjar hliðar á sjálf-
um sér. Svo má ekki gleyma því
að maður eignast marga nýja og
góða vini. Kannski er það mik-
ilvægasta atriðið."
— Hvernig ber kona sig að
sem er að velta því fyrir sér að
ganga í JC Vík?
„Bara að hafa samband við
einhvern úr félaginu og drífa sig
síðan á fund. Það þarf ekki
meira til.“
Gáfnapróf
Þetta er gáfnapróf. Spurningin er, hvað er löggan að segja við piltinn?
(a) Sæll frændi. Langt síðan við höfum sést (byrjun á handabandi).
(b) Togaðu mig upp, mig langar líka til að klifra.
(c) Komdu niður strákur, þetta er bannað.
(d) Ekkert af þessu.
Fyrir rétt svar fást engin verðlaun. En myndina tók Ólafur K. Magn-
ússon, Ijósmyndari Mbl. nýlega, í Austurstræti á drungalegum vordegi.
SPUNNIÐ UM STALÍN
íftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
hyggja krefst blóðs og fórna. Það hafa umrót ávallt gert.
Án hreyfingar verður lífið sjálft dauði. Söguleg efnis-
hyggja krefst fórna eins og annað hreyfiafl náttúrunnar.
Eitt þessara fórnardýra situr í landi gleymskunnar, þar
sem karlar eru geltir og konum nauðgað; þar sem harð-
stjórinn plantar þrælabúðum eins og eitruðum sveppum.
Á víð og dreif. Katorga: vinnubúðir; gamalt orð. Stalín er
veikur fyrir gömlum orðum. Eins og allir sérvitringar. En
blæs í þau nýrri merkingu með afskræmdri reynslu. Eins
og veruleikann, sem hann breytir í martröð.
Þeir kalla mig zlodéj
en það er illvirki,
samt er ég hvorki nauðgari
né bankaræningi
né hef ég framið aðra glæpi
en þann að brjóta af mér
handjárn hugans,
þessi eitruðu peð
á svörtum reitum gúlagsins
en það dugir engin sikileyjarvörn
þar sem kærleikurinn
er jafn úrelt hugtak
og guðisélof!
Óþekkti fanginn er einn með hugsun sinni eins og
cinvaldurinn. Eins og þau örlög sem bera ábyrgð á því, að
hann hímir nú á heljarslóð og hugsar sitt; Alexander I.
Solzhenitsyn, fyrrum liðsforingi í Rauða hernum. Nú
drottinssvikari, þótt nafn hans sé Stalín ókunnugt, enda
óþekktur með öllu. Framan á hlífðarúlpu hans stendur
stórum svörtum stöfum talan 232.
Fangi no. 232 er sískrifandi á snepla í vinnubúðum,
sem eru í raun og veru ekki til. Oftast kaldur og krók-
loppinn. Hættir lífi sínu með því að smyggla viðar-
kubbum inn í braggann til að halda við glóð í eldstónni.
Hann hefur nánar gætur á varðmönnunum. Hann ætlar
sér ekkert minna hlutskipti, ef hann kemst lífs af til
meginlandsins, en segja mönnum frá nýrri óþekktri álfu,
Eyjaklasanum. Eins og Kólumbus. Þcssi óþekkti land-
könnuður hugsar á þessari stundu, að harðstjórinn hafi
ekki einasta breytt Sovétríkjunum í þrælabúðir, heldur
fjöldagröf. Ummerkin alls staðar í kringum hann. En
hann hefur ekki enn lesið Myrkur um miðjan dag, eftir
rithöfund, sem vekur hvað mesta athygli á mcginlandinu
uni þcssar mundir, Stalín til sárrar raunar: Arthur Köstl-
er. Fyrsti samfylgdarmáðurinn, sem reynir að opna augu
„nytsamra saklcysingja" í ljósi Búkharinsréttarhaldanna.
Hann hafði minnt á, að Móses hafði aldrei fengið að stíga
fæti á fyrirheitna landið frckar cn byltingarforingjarnir,
sem stóðu andspænis aftökusveitinni í paradís Stalíns.
Fangi no. 232 hefur ekki enn lesið þessa lýsingu Köstl-
crs: Einkennilegt var það, að hann hafði ekki fundið til
tannpínu síðan á því augnabliki, er hin blessaða kyrrð
hafði komið yfir hann í réttarsalnum. Ef til vill hafði
kýlið sprungið einmitt á því augnabliki. Hvað var það nú
aftur, sem hann sagði þá? „Ég beygi kné mín fyrir land-
inu, fyrir almúganum, fyrir þjóðinni allri . . .“ Og hvað
svo? Hvað lá fyrir þessum almúga — og þessari þjóð? í
fjörutíu ár hafði þjóðin verið rckin áfram yfir eyðimörk-
ina með hótunum og loforðum, með ímynduðum ógnum
og ímyndaðri umbun. En hvar var fyrirheitna landið? . . .
Hljóðlaust högg féll aftan á hnakka hans . . . Minningar
bylgjuðust um hann eins og þokurákir á lygnu vatni. . .
Hann dreymdi, að þeir væru komnif til að handtaka
hann . . . Einhver skuggaleg vera beygði sig yfir hann.
Hann fann nýjan leðurþef af skammbyssubeltinu . . .
Annað roknahvellt högg féll á eyra hans. Svo varð allt
hljótt. Aftur kom hafið niðandi úr fjarska. Ein bylgjan
hóf hann mjúklega á loft. Hún kom úr órafjarlægð og
brunaði óstöðvandi áfram, — borin á herðum cilífðarinn-
ar.
Solzhenitsyn er tíðhugsað til Dante og ferðar hans til
Vítis. Fyrsti hringurinn í Infernó er áleitinn. Hver er sú
KRAMIIAI I)