Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983
.. ve\e*
#s8isgj&IS&*0'.
t*?- .«*>*’***
(yrð
^Sssá^sgsr
k^§0s%
,íS“,SXh“"SmS‘sl’^“!lÍkV“
^<>1
Safnar öllu
pele
Þetta sérstaka viðhorf til
knattspyrnunnar kemur ekki
einungis fram innan marka
grasvallarins. En hvernig það
samræmist háleitum markmið-
um íþróttamanns sem skarar
framúr er Zico besta dæmið
um.
Ásókn hans í alls kyns
minjagripi um leiki eru engin
takmörk sett. „Hann tekur allt
sem býðst,“ sagði einn félaga
hans. En það eru ekki einungis
alls kyns hlutir sem Zico dreg-
ur fram og sýnir gestum sínum
á heimili fjölskyldunnar í út-
hverfinu Barra Da Tijuca.
Hann, eins og fleiri leikmenn,
hefur haft mikla ánægju af að
skipta á treyju við aðra leik-
menn eftir stórleiki, enda á
hann í dag, eftir 10 ára leikfer-
il, um eitt hundrað peysur,
flestar eru þær með tölunni 10
en það er einmitt númerið hans
þegar hann leikur með Flam-
engo og með brasilíska lands-
liðinu.
Velgengni sína á sl. ári á Zico
fyrst og fremst að þakka pers-
ónuleika sínum. Dagblaðið „E1
Mundo“ í Venezuela kaus hann
í þriðja skiptið besta leikmann
Suður-Ameríku, aðalkeppi-
nautar hans um þann titil voru
þeir Paulo Roberto Falcao og
Diego Maradona. Þegar
ákvörðun var tekin um útnefn-
inguna var þyngst á metunum
frammistaða Zicos á Spáni og
útkoma Flamengo í keppninni
um meistaratitil Rio de Jan-
eiro, en þar lentu þeir í öðru
sæti. Zico var heldur ekki
ánægður með að verða annar
markahæsti leikmaðurinn 1982
með sín 42 mörk. „Samt sem
áður álít ég að þetta hafi verið
gott leikár, hvað mig snertir,
þrátt fyrir það að mér gekk
ekki sem best í úrslitaleiknum
á Spáni. Það var vegna þess að
ég var gjörsamlega útkeyrður
andlega og líkamlega."
Fimm bræður
Fjórir eldri bræður Zicos
eiga allir knattspyrnuferil að
baki og hafa allir lagt skóna á
hilluna, en Edu, sem áður lék
með landsliðinu, er nú þjálfari
hjá America í Rio de Janeiro.
Enginn bræðranna komst eins
langt á þeirri braut og Artur
Antunes Coimbra, öðru nafni
Zico. Zico er í dag einn af
hæstlaunuðu knattspyrnu-
mönnum heims þegar með eru
taldar auglýsingatekjur hans.
Zico hefur alltaf leikið með
sama félaginu, Flamengo.
Stjórn félagsins geymir í læst-
um skáp uppdrátt að skipulagi
þjálfunar og mataræði sem
þessi ungi, pervisni piltur varð
að hlíta þar til hann var búinn
að ná líkamsbyggingu knatt-
spyrnumanns á heimsmæli-
kvarða. Eftirtektarvert er hve
Zico hefur eðlilega líkamsbygg-
ingu og er laus við öll helstu
einkenni knattspyrnukappa,
svo sem óvenjustór og mikil
læri. En Flamengo tókst ekki
að halda „Zico-prógramminu“
leyndu og ljóst er, að suður-
amerískir ávextir voru hans
helstu vítamíngjafar. Þar var
ekki um neinar pillur eða lyf að
ræða.
íþróttablaðið brasilíska
„Placar“ afhjúpaði mikið
svindl varðandi knattspyrnu-
getraunirnar og ljóst varð, að
leikmönnum og þjálfurum var
mútað þannig að liðin léku ekki
alltaf af fullri getu. Eftir að
upp komst um þetta hneyksli,
var Zico valinn einhvers konar
eftirlitsmaður til að koma í veg
fyrir að slíkt gæti endurtekið
sig.
Jafnframt mun Zico leika
lykilstöðu hjá félagi sínu,
Flamengo, næstu ár.
Uppgjörið við
Santana
Litlar líkur eru taldar á að
hann dragi sig út úr lands-
liðshópnum í bráð, enda hefur
brottför þjálfarans Tele Sant-
ana, sem fór til Saudi-Arabíu,
aukið áhuga hans á að halda
áfram. í úrslitakeppninni um
heimsmeistaratitilinn sauð
upp úr milli Zicos og Santana
t eiga allir knattspyrnuferil að upp úr milli Zicos og í
Ég rona ég verði
heimsmeistari í knattspyrnu
/þriðja skiptið var brasilíski knattspyrnu-
maðurinn Zico valinn besti leikmaður
Suður-Ameríku, en vonin um heimsmeist•
aratitilinn er enn fjarlœgur draumur, en
þegar hann rœtist, „þá hafa allar mínar
óskir rœst, “ segir Zico.
egar Brasilíumenn töp-
uðu leiknum móti Ítalíu
í heimsmeistarakeppn-
inni á Spáni í fyrra með
3 mörkum gegn 2, ríkti
þjóðarsorg í Brasilíu. Þjóðin
vill fá heimsmeistaratitilinn
sinn aftur, valið á Zico þykir
benda til þess, og greinilegt er
að leikurinn á Spáni gegn ít-
alíu hefur sett sitt mark á
brasilíska knattspyrnu.
„Hvorki leikmenn né áhorf-
endur hafa jafnað sig á þeim
leik,“ segir Zico og hann bætir
við: „Á sama tíma er leikjunum
raðað svo þétt niður að það
hlýtur að koma niður á
knattspyrnunni sem leikin er
og jafnframt að draga úr að-
sókn að leikjunum. Undan-
farna mánuði höfum við keppt
þrisvar í viku hverri."
Uppbygging knattspyrnunn-
ar er allt öðru vísi í Brasilíu en
í Evrópu, þrátt fyrir að liðin í
Brasilíu séu einnig atvinnu-
mannalið sem eru rekin á við-
skiptalegum grundvelli. Hin
takmarkalausa ást þjóðarinnar
á íþróttinni er einstök, sem
hefur án efa mikil áhrif á leik-
mennina og hlýtur að hvetja þá
til dáða.
Zico á mikið verðlaunasafn á heimili sínu. Hér silur hann
fyrir framan það.
Zico ásamt eiginkonu sinni, er
hann veitti móttöku verðlaunum
Adidas