Morgunblaðið - 10.05.1983, Side 17

Morgunblaðið - 10.05.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1983 17 Þórshöfn Færeyjum: Hótel Föroyar tekið í notkun Imrshöfn 6. júní. í UPPHAFI þessarar viku var hið nýja Hótel Föroyar tekið í notkun og leysir það af hólmi eldra hótel með sama nafni. 108 herbergi eru í hótel- inu, sem er um 250 metrar að lengd. Hótelið stendur ofarlega í útjaðri Þórshafnar með góðu útsýni yfir bæ- inn og Nólseyjarfjörð. Byggingarkostnaður var um 120 milljónir króna og reiknað er með að fjárhagserfiðleikar verði nokkrir næstu árin. Arge Engin ákvörðun um nýtingu Engeyjar „ÞAÐ HEFUR ekkert verið ákveðið með það, en þetta verður landabanki fyrir borgina," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík í samtali við Mbl., en hann var spurður til hvers Engey verður nýtt, ef borgin eignast eyna. Eins og fram hefur komið í Mbl. hefur ríkið gert Reykjavíkurborg tilboð um að afhenda Engey og landskika í Selási upp í hluta af skuld ríkisins við borgina, en skuldin er til komin vegna fram- kvæmda við sjúkrastofnanir. Davíð sagði að eyjan væri á milli 30 og 40 hektarar að stærð og hægt væri að nýta hana til ýmissa hluta, en hann benti á að á sínum tíma hefði verið uppi hugmynd um að nýta Engey við hafnarfram- kvæmdir. Hins vegar hefði engin ákvörðun verið tekin, enda eyjan ekki eign borgarinnar ennþá. Afstaða til tilboðs ríkisins verð- ur tekin á fundi borgarráðs í dag, þriðjudag. Hafnarfjöröur: Fjáröflunar- dagur hjá Hraunprýði Slysavarnadeildin Ilraunprýói í Hafnarfiröi heldur sinn árlega fjáröfl- unardag miðvikudaginn II. maí. Kaffisala verður í húsi félagsins að Hjallahrauni 9, og Snekkjunni frá kl. 15.00 til kl. 22.00. Konur, sem hugsa sér að gefa kök- ur, komi þeim í húsin fyrir hádegi. Þá er vinnuhópum bent á að panta fyrir hádegi. Merki deildarinnar verða seld eins og venjulega og fer afhending þeirra fram í Bæjarbíói frá kl. 9. Sölubörn eru hvött til að koma og selja merki. Hraunprýðiskonur vænta þátt- töku bæjarbúa eins og undanfarin ár. (Fréttatilkynning) Tónleikar í Háteigskirkju HLJÓMSVEIT Tónlistarskólans ( Reykjavfk heldur tónleika ( Háteigs- kirkju í kvöld þriðjudaginn 10. maí kl. 20.30. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Emilsson. Á efnisskrá er eitt verk, hin svo- kallaða Stóra C-dúr sinfónia eftir Schubert. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. BÍLL ÁRSINS 1983 AUDl 100, árgerö 1983 er- fyrsta fjöldaframleidda bifreið í heimi, þar sem tekist hefur aö koma loftviönámi niöur í = Cd- 30 (mælieining loftviðnáms). Algengasti Cd stuöull á fólks- bílum er 40-50. Þessi frábæri árangur hefur náöst með áralöngum til- raunum í vindgöngum, sem leitt hafa af sér hina straumlínu- löguöu yfirbyggingu, sem búiö er aö sníöa af öll skörp horn, og útstæða hluti, eins og t.d. þak- rennur. í reynd stuölar þetta að mun betri eldsneytisnýtingu, minni hávaöa, sérstaklega viö hraöan akstur, og meiri stööugleika á vegi. AUDl 100 fær sérstaka með- ferö, allt frá fyrsta framleiðslu- stigi, til aö standast veörun, ryö og hverskonar tæringu. T.d. eru stálplöturnar, sem notaðar eru í yfirbygginguna húðaðar meö öflugu ryövarnarefni áöur en þær eru formaðar, og er þaö síðan endurtekið á öllum sam- setningarstigum, allt þar til bif- reiðin hefur veriö máluð. Þetta eykur endingu hennar og um leið verögildi, þegar kemur aö endursölu. AUDl 100 er hannaður meö það í huga aö vel fari um far- þega og bílstjóra, t.d. er höfuö- rými og fótarými meira en í öörum bílum af sambærilegri stærö. Umgengni um bílinn er einkar auðveld, vegna þess hve hurðirnar opnast vel, og íburð- ur og þægindi í sambandi viö innréttingu er meiri en áöur, bæöi hvaö snertir klæöningu og bólstrun. Farangursrými er einnig mjög mikiö, eöa = 610 lítrar. Mælum og öllum stjórnbún- aöi er vel fyrir komiö og með það í huga aö bílstjórinn þreyt- ist sem minnst á löngum leið- um. audi 100 er hannaður með sérstöku tilliti til öryggis far- þeganna, þannig að, sé um að ræða högg framaná eöa aftaná bílinn, láta þeir hlutar fyrst undan, sem eru framan og aftan viö sjálft farþegarýmið, og taka þannig viö meginhluta höggsins. Farþegar og bflstjóri eru því í einskonar öryggisbúri, sem er miklu sterkara en aðrir hlutar yfirbygginarinnar. Miö- stýröar hurðalæsingar auka enn á öryggi farþeganna, og stuöia aö þægindum, en meö þeim búnaöi getur bflstjórinn læst öllum huröum meö einum hnappi. í AUDI 100 er eftirfarandi búnaöur sem leiöbeining og tæki fyrir ökumann til aö nýta eldsneytið sem best: —Orkunýtimælir, sem sýnir ökumanni stöðugt hvernig vélin nýtir eldsneytið. —Gírskiptivísir, sem bendir á hvaöa gír er hagkvæmast að nota hverju sinni. —Sparnaðargír, sem ætlaður er til notkunar í hraðakstri, viö góöar aðstæður. Þegar öku- maður hefur þjálfast í notkun þessara hjálþartækja, er auð- velt aö komast yfir 1000 km vegalengd á einni fyllingu á bensíngeyminn, sem er ein- stæöur árangur hjá bíl á borö Við AUD1100. Hægt er aö velja um þrjár geröir af vélum í AUDl 100. A) 1900 cm3, 100 h.ö., 5 strokka bensínvél meö blönd- ungi. B) 2200 cm3,136 h.ö. 5 strokka bensínvél meö innsþrautun. C) 2000 cm3,70 h.ö. díeselvél. audi 100 er framhjóladrif- inn, sem gerir hann afar stöö- ugan á hálku og í lausamöl. Meö aflstýri verður stýring fislétt en þó rásföst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.