Morgunblaðið - 10.05.1983, Side 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1983
Enzo Ferrari
• Enzo Ferrari þegar hann var ungur
maður árid 1924.
Ég elska bfla
Fyrrum dökkt hár hans er núna orðið hvítt og þunnt, augun
falin á bak við sólgleraugu. Göngulag hans er ekki jafn ákveðið
og þróttmikið og áður fyrr, en þrátt fyrir árin 85 er Enzo Ferrari
brattur vel, maðurinn sem kallaður er „gamli maður Grand
Prix-keppnanna“. Þó svo að Ferrari sé óvígur sem ökumaður,
koma alltaf upp í hugann gljáandi kappakstursbílar og hin
einstaka rómantík Grand Prix þegar nafn hans er nefnt. Ferrari
byrjaði fyrir 60 árum sem ökumaður, varð síðan framkvæmda-
stjóri keppnisliðs og í lokin eigandi hinna blóðrauðu verkfæra
er náö gátu um 320 km hraða á klst. og kennd voru við hann.
Þar hefur hann verið allt í öllu — bæði lokkað eða með harð-
stjórn sinni fengið ökumenn, vélvirkja eða viðgerðarmenn til
að gera sitt allra besta. Og það er einmitt það sem þessir
menn hafa gert; met hans sem hljóðar upp á níu heimsmeist-
aratitla í Grand Prix-keppnum stendur enn þann dag í dag
óhaggað. „Ég elska bíla, og hef alltaf litið á þá sem leiðina til
frelsis. Bílaíþróttir eru mitt líf og yndi.“
• Ferrari stendur við kappakstursbíl sinn
„Super Squalo“ árið 1955 og á neðstu
myndinni má sjá kappann eins og hann
lítur út í dag.
Líf þetta og yndi hófst í Modena
í noröurhluta italíu hinn 18. febrúar
1898 — en fæöingardagur hans er
samt skráöur tveimur dögum síðar
þar sem mikill snjóstormur taföi
för fööur hans til aö skrá fæöing-
una. Sem drengur skráöi Ferrari
þrennt hjá sér sem hann langaöi til
aö taka sér fyrir hendur: Hann
langaði til aö veröa óperusöngvari,
íþróttafréttaritari eöa keppnisekill.
Slæmt tóneyra geröi óperudraum-
inn aö engu og blaöamannsstarfiö
átti hann aidrei möguleika á aö
hreppa, svo tíu ára aö aldri ákvað
hann aö veröa ökumaður. Ferrari
segist enn þann dag í dag muna
hina djúpstæöu tilfinningu, er faöir
hans fór meó hann í fyrsta skipti á
keppni.
Eftir aö hafa tekiö þátt í fyrra
stríöinu sem hermaöur, tók Ferrari
aö feröast um skóga bílaíþróttar-
innar. Áriö 1919 tók hann fyrsta
skipti þátt í keppni, fjallaleiö frá
Parma til Berceto, og lenti í fjóröa
sæti í sinum flokki. Næsta ár stýröi
hann 4,5 lítra Alfa Romeo-bíl til
annars sætis í Targa Florio og fékk
í verölaun 600 dollara eöa um
12.000 kr., upphæö sem þætti ekki
upp á marga fiska í nútíma verö-
launaafhendingu. „Ólíkt öku-
mönnum í dag, var ástríöa okkar
ekki fólgin í sigurlaununum," sagöi
Ferrari. „Ég fann sjálfan mig sjúk-
lega knúinn til aö gera alit sem ég
gat fyrir bílinn, þetta yndislega
verkfæri sem ég elskaöi án afláts."
Ferrari giftist áriö 1921, hélt áfram
keppni og eignaöist síöan son ell-
efu árum síðar sem var skírður Al-
fredo, en kallaöur Dino. Ást hans á
drengnum varö þess valdandi aö
hann hætti aö keppa, en sjálfur
segist hann efins um þaö aö hann
heföi átt framtíð fyrir sér sem öku-
maður. „Ég ók bílunum alltaf meö
mikilli virðingu fyrir þeim. Ef menn
vilja ná frama og láta á sér bera
veröa þeir aö kunna að misþyrma
bílum sínum." Einmitt þess vegna
hefur Ferrari ekki horft á keppnir í
fjölda ára. „Bílarnir eru dauöir,
jafnvel þótt þeir vinni." Ferrari hóf
því aö einbeita kröftum sínum aö
hinu litla keppnisfyrirtæki sem
hann haföi stofnaö áriö 1929 þar
sem hann notaði bíla sem keyptir
voru frá Alfa Romeo. Á næstu ár-
um voru í rööum hans ökumenn
sem voru hvaö frægastir á þessum
tímum: Tazio Nuvolari, Achille
Varzi, Luigi Fogioli, Louis Chiron
og Guy Moll. Síöari heimsstyrjöldin
skall hins vegar á og geröi allar
hans framtíöaráætlanir aö engu.
Ferrari sat ekki aldeilis auöum
höndum þennan tíma heldur tók til
viö að smíöa verkfæri og vélar-
hluta í smiöju sinni í Maranello, bæ
sem er í tíu mílna fjarlægö frá
Modena.
Þegar stríöinu lauk fékk hann til
liös viö sig vélvirkja frá Alfa Rom-
eo, Giacchino Colombo aö nafni,
og smíöuöu þeir í sameiningu
keppnisbíl, hinn fyrsta eiginlega
Ferrari. Bíllinn fór í sína fyrstu
keppni í Piacenza 1947 og haföi
forystuna allan tímann. Þegar
hann átti tvo hringi ófarna brotnaöi
bensíndæla, og þar meö var sá
sigur fyrir bí. Fyrsti sigurinn kom
svo áriö 1951 á Silverstone og var
ökumaðurinn argentínskur, Froilan
Gonzales. Ári síöar hreppti Ferrari
sinn fyrsta heimsmeistaratitil af
níu, en sá er þá ók var Alberto
Ascari.
Jafnhliöa því aö hanna keppnis-
bíla, smíöaöi Ferrari líka götubíla
til aö afla meiri fjár. Útkoman var
12 sylindra línuvél sem náöi um
íþróttamiðstöð verður
rekin á Selfossi í sumar
EINS OG undanfarin tvö sumur
verður rekin íþróttamiöstöó á
Selfossi sumariö 1983 á vegum
íþróttaráös bæjarins.
íþróttamiðstöóin verður til
vegna mjög fullkominnar íþrótta-
aóstöðu sem byggst hefur upp á
Selfossi á liönum árum. Mann-
virki þau sem um ræöir eru öll
staösett mjög nálægt hvert öóru
og mynda eina heild þar sem
auövelt er um samgang. Meö
íþróttamiöstöðinni næst fram
meiri nýting á íþróttamannvirkj-
unum svo og skólum sem íþrótta-
miöstöðin mun einnig hafa til af-
nota.
íþróttamiðstöðin tekur til
starfa 27. maí og starfar út ágúst.
Hún er rekin af íþróttaráöi og hef-
ur aögang aö öllum íþróttamann-
virkjum þar sem hópar fá afnot
eftir samkomulagi meö tilliti til
íþróttagreina og óska hvers hóps.
íþróttahóparnir gista í húsnæöi
Gagnfræöaskólans þar sem sett
veröa upp rúm í kennslustofum,
en hóparnir veróa aó hafa meó
sér sængurföt.
Mötuneyti er rekið viö íþrótta-
miöstööina á vegum Hótels Sel-
foss, í fullkominni mötuneytisaö-
stööu í Gagnfræöaskólanum þar
sem er bjartur og rúmgóöur veit-
ingasalur.
iþróttahóparnir fá til afnota sali
fyrir kvöldvökur og stofur fyrir
fundi og bóklega fræöslu ef ein-
hver er. Þá veröa skipulegar skoö-
unarferðir um Selfoss og nágrenni
eftir því sem óskaö er, en ýmsir
möguleikar eru þar fyrir hendi,
byggða- og listasöfn, stór fyrir-
tæki, búskapur í sveit, gönguferöir
á Ingólfsfjall, feröir í Þrastaskóg
o.fl.
Meöal þess sem íþróttamiðstöö-
in hefur staöiö fyrir má nefna
knattspyrnukeppni fyrir 6. aldurs-
flokk þar sem spiluö er svokölluö
miniknattspyrna. Þátttakendur
hafa þá dvaliö í ca. 6 daga í
íþróttamiöstööinni og getað nýtt
sér aöstöðu hennar. Haldnar veröa
kvöldvökur og ýmislegt annaö gert
á milli leikja auk þess sem allir fá
viöurkenningarskjal og efstu liöin
verölaun. íþróttamiöstööin rekur
einnig sumarbúöir fyrir krakka
(8—12 ára) víösvegar aö af land-
inu og er starfiö í heföbundnum
sumarbústaöastíl, en þó er nýtt til
fullnustu fullkomin íþróttaaöstaöa.
íþróttamiöstööin hefur einnig
séö um aö halda sundnámskeiö
fyrir hópa utan af landi og útvegaö
sundkennara fyrir hópana.
I tengslum viö íþróttamiöstööina
veröur einnig rekinn íþróttaskóli
einkum ætlaöur Selfossbúum og
nágrannabyggöum.
Bókanir í íþróttamiöstööina fara
fram hjá skrifstofu íþróttaráös í
Tryggvaskála i síma 1408 en einnig
tekur umsjónarmaöur íþróttamið-
stöövarinnar, Þórmundur Bergs-
son, viö öllum bókunum og veitir
allar frekari upplýsingar um
íþróttamiðstööina í síma 17795 (til
7. maí) og 1970 eftir 15. maí.
Þaö er von þeirra sem reka
íþróttamiöstöö á Selfossi aö sem
allra flestir láti sjá sig og panti dvöl
í stöðinni. Pantanir þyrftu helst að
berast fyrir 20.—24. maí en tekiö
veröur við pöntunum seinna eftir
því sem pláss reynist í stööinni.
Nú þegar hefur veriö dreift
kynningarbæklingum til héraös-
sambanda og íþróttafélaga víös-
vegar um landiö.
Þess má geta aö landsliö ís-
lands í t.d. körfuknattleik og hand-
knattleik hafa notfært sér hina
góöu aöstööu á Selfossi og rómaö
hana í alla staöi.
240 km hraöa, en auk þess voru
smíöaöir venjulegir bílar, nokkurs
konar fjölskyldubílar. Áriö 1969
kom upp ágreiningur um fram-
leiösluna og síöan þá hafa
FIAT-verksmiöjurnar framleitt fjöl-
skyldubílana, en Ferrari hélt eftir
keppnisdeildinni. Verksmiöjurnar
framleiöa um 2.500 bíla á ári og er
verðiö á þeim frá 700.000 upp í
1.800.000 kr. frá verksmiöju. Þessi
framleiöslutakmörk gera þaö að
verkum aö kaupendur bílanna eru
þeir alríkustu og frægustu, sem
koma í hópum til Maranello til aö
veröa sér úti um eintak. (Flestir
kaupendanna eru hæstánægöir
meö gripina en einn er þó sá maö-
ur sem skilaði bíl sínum. Þaö var
óperusöngvarinn Luciano Pavar-
otti sem er fæddur í Modena eins
og Ferrari. Pavarotti skellti sér á
einn fyrir um eina milljón króna og
ætlaöi síöan aö brenna i burtu. En
þá kom babb í bátinn, Pavarotti
var of sver til aö hann kæmist vel
fyrir undir stýri. Hann varö því aö
skila bílnum og leita annaö og
endirinn varö sá aö hann keypti
Maserati-bil.)
Eftir dauöa sonar síns, er dó úr
vöövarýrnun 1956 hefur Ferrari lif-
aö einmana lífi og sést varla utan
heimilis síns eöa fyrirtækis. Á
hverjum morgni heimsækir hann
grafreit fjölskyldunnar, fer þá til
vinnu sinnar og er þar fram á
kvöld. Hann grandskoöar filmu-
búta frá keppnum, og ákveöur enn
hver skuli aka hvaöa bíl hverju
sinni. I gegnum árin hefur einveldi
gamla mannsins valdiö nokkurri
spennu hjá keppnisliöinu og frekar
kalt samband er á milli hans og
ökumanna. Phil Hill sem varö
heimsmeistari 1961 hefur eftirfar-
andi að segja um Ferrari: „Hann er
reglulega einmana og hrokafullur.
Ökumennirnir eru meöhöndlaöir
eins og nauösynlegur ófögnuður."
Þegar Ferrari er gagnrýndur á
þennan hátt kennir hann um
óframfærni sinni — þagmælska
sjálfmenntaös manns í staöföstu
fyrirtæki. „Flestir halda að ég sé
haröur náungi, en þaö er út af því
aö ég vil ekki láta fólk þekkja mig,“
sagöi Ferrari eitt sinn. „Ég met
sjálfan mig sem veika persónu, svo
aö ég set á mig grímu sem ég fel
mig á bak viö."
Þrátt fyrir allar grímur hefur
hann ekki enn getaö huliö þann
gífurlega áhuga sem hann hefur á
bílum — eða þá fyrirlitningu sem
hann hefur á þeim hrossakauþum
sem hann heldur aö séu aö eyöi-
leggja rómantíkina á bak viö
Grand Prix-keppnirnar. Ferrari
óttast það aö sterk öfl innan
Grand Prix séu aö afbaka íþróttina
þannig aö þar sé aöeins um gróöa-
veg aö ræöa.
Hér hefur verið gerö grein fyrir
manni sem raunverulega var
viðstaddur þegar gallharöir og
hugaöir ökumenn létu lífiö í hringn-
um, eöa sluppu slasaöir úr bílum
sínum. Enzo Ferrari man því tím-
ana tvenna þegar hann ber saman
fyrstu keppnirnar og þær sem nú
eru háöar á tímum örrar tækni-
þróunar og peningaausturs. „Hann
hefur látiö meira af hendi rakna til
bílaíþróttarinnar en nokkur annar í
heiminum," sagöi Stirling Moss.
„Þaö er ekki hægt aö bera hann
saman viö nokkurn annan. Þegar
hann hverfur af sjónarsviðinu er
hætta yfirvofandi. Ég get ekki séö
fram á aö nokkur maöur geti kom-
iö til meö aö fylla skarö hans."