Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988
5
Átta listamenn
hlutu dvalarstyrki
úr Menningarsjóði
ÁTTA listamenn hlutu styrki til
dvalar erlendis úr Menningarsjóði,
— 15 þúsund krónur hver. Einar
Laxness, formaður Menntamálaráös
afhenti styrkina í hófi ( gær. Þeir
listamenn sem styrki hlutu eru
Björn Bjarman, rithöfundur, Guð-
munda Elíasdóttir, óperusöngvari,
Guðrún Tómasdóttir, söngvari,
Kjartan Guðjónsson, myndlistar-
maður, Kristbjörg Kjeld, leikari,
Oddur Björnsson, rithöfundur,
Svava Jakobsdóttir, rithöfundur og
Örn Guðmundsson, listdansari.
Alls nam úthlutun styrkja til
menningarstarfsemi 240 þúsund
krónum, en markaður tekjustofn
Menningarsjóðs samkvæmt fjár-
lögum var rétt um 1,6 milljón
krónur. Um styrki til dvalar er-
lendis sóttu 37 manns, en einnig
voru veittir styrkir til tónverka-
útgáfu og fræðistarfa. Fimm lista-
mannanna voru við afhendinguna,
sem fram fór í gær — þau Björn,
Guðmunda, Guðrún, Oddur og
Svava.
„Ég hef um nokkurt skeið átt
við vanheilsu að stríða — en nú
hefur bjartsýni gripið mig og ég
vil láta reyna á hvort ég enn hef
einhverja hæfileika til að skrifa;
ef ég þá nokkurn tíma hef haft þá.
Fer til Norðurlanda, en læt ekki
uppi hvað ég tek mér fyrir hendur.
Hef ýmislegt í handraðanum,"
sagði Björn Bjarman í stuttu
spjalli við blaðamann Mbl.
Guðmunda Elíasdóttir hlaut
styrk til tónlistarnáms í Þýzka-
landi. „Ég fer til Weimar í
A-Þýzkalandi með þrjá nemendur
mína úr Tónlistarskólanum i
Reykjavík, þær Kolbrúnu av Heyj-
um og Hönnu Eiríksdóttur, sem
báðar eru á 8. stigi og Svanhildi
Sveinbjörnsdóttur, sem er á
sjöunda stigi. Þar sest ég á skóla-
bekk með þeim í sumar en fer síð-
an til Danmerkur og verð í radd-
þjálfun hjá fyrrum bekkjarsystur
minni, Lis Engel, prófessor," sagði
Guðmunda Elíasdóttir.
„Hvað mig áhrærir, þá fer ég til
New York — i nokkurs konar
klössun ef svo má að orði komast
og síðan í söngleikaför til Islend-
ingabyggða í Kanada," sagði Guð-
Listmunahúsið:
Bragi Asgeirsson sýnir gaml-
ar og nýjar grafíkmyndir
LAUGARDAGINN 28. maí kl. 14
verður opnuð í Listmunahúsinu,
Lækjargötu 2, sýning Braga Ás-
geirssonar á gömlum og nýjum
grafíkmyndum.
Eftir nær tveggja áratuga hlé
hefur Bragi tekið til við listgraf-
ík á ný og út er komin grafísk
mappa með sex steinþrykkjum,
auk þriggja stakra mynda, sem
eru til sýnis og sölu í Listmuna-
húsinu.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 10—18, laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 14—18. Lokað mánu-
daga.
Sýningin stendur til 5. júní.
Frá úthlutun dvalarstyrks Menningarsjóðs ( gær. Frá vinstri: Svava Jakobsdóttir, Björn Bjarman, Einar Laxness,
formaður menntamálaráðs, Guðrún Tómasdóttir og Guðmunda EKasdóttir. MorgunbiaðiA/Kristján Einaruon.
rún Tómasdóttir, en hún kennir
við Tónskóla þjóðkirkjunnar.
„Ég fer til Lundúna til þess að
kynna mér leikhúslífið og ef efna-
hagurinn leyfir til Berlínar. Þá
neita ég því ekki, að ég mun stel-
ast á konserta í Lundúnum," sagði
Oddur Björnsson, sem um þessar
mundir stjórnar æfingum í Þjóð-
leikhúsinu á verki. sínu „Eftir
konsertinn". Svava Jakobsdóttir
kvaðst ætla dvelja vetrarlangt í
Lundúnum. „Ég mun kynna mér
leiklist eftir megni, en jafnframt
vinna að skáldsögu og leikriti, sem
ekki er tímabært að skýra nánar
frá,“ sagði Svava.
Þrír hlutu styrki til tónverka-
útgáfu, alls 24 þúsund krónur.
Þeir eru Birgir Helgason, tónlist-
armaður til útgáfu nótnabóka með
eigin sönglögum að upphæð 8 þús-
und krónur, Gramm sf. til útgáfu
á tónverkum Áskels Mássonar,
krónur 6 þúsund og þeir Leifur
Þórarinsson og Páll P. Pálsson til
útgáfu hljómplötu með konsert
fyrir klarinett og hljómsveit eftir
Pál og obókonsert eftir Leif, að
upphæð 10 þúsund krónur.
Þá var tíu fræðimönnum veitt
viðurkenning, þrjú þúsund krónur
hverjum. „Umsækjendur um
styrki til fræðistarfa og náttúru-
fræðirannsókna voru alls 24, en
heildarstyrkupphæð var ákveðin
af Alþingi — krónur 22 þúsund.
Menntamálaráð hefur haft þann
hátt á eins og oft áður, að veita
viðurkenningu nokkrum fræði-
mönnum, sem fengist hafa við
þjóðleg fræði og rannsóknir af
áhuga og eigin frumkvæði, en
hljóta yfirleitt lítinn eða engan
opinberan styrk. Þessir fræði-
menn eru nú tíu að tölu og hefur
Menntamálaráð ekki séð sér ann-
að fært en að hlaupa undir bagga
með Alþingi til þess að þeir gætu
allir hlotið sömu upphæð — krón-
ur þrjú þúsund," sagði Einar
Laxness meðal annars í stuttri
ræðu, sem hann hélt í gær.
Fræðimennirnir sem hlutu við-
urkenningu eru: Einar H. Einars-
son frá Skammadalshóli, Friðrik
Sigurbjömsson, Reykjavík, Guð-
mundur A. Finnbogason, Innri-
Njarðvík, Haraldur Jóhannsson,
Reykjavík, Jón Gíslason, Reykja-
vík, Jón Guðmundsson, Fjalli,
Skúli Helgason, Reykjavík, Val-
geir Sigurðsson, Þingskálum,
Þórður Jónsson, Hveragerði og
Þórður Tómasson, Skógum.
— H.Halls.
Gunnar
Miðasala og borðapantanir í dag í Broadway kl. 9
Pantanir óskast staðfestar í síma 77500.
-6.
c
Astrid
Góðir gestir frá Noregi
í tilefni þessarar síöustu hátíöar höfum viö
fengiö til landsins eina vinsælustu dans-
hljómsveit Norðmanna, Four Jets, og mun
hún leika fyrir dansi aö loknu rokkstuðinu.
Four Jets hafa sent frá sér 13 LP-plötur og
nokkrar litlar og hafa mörg laga þeirra kom-
ist í 1. sæti norska listans.
Þor*teinn
Anna
Berti
f*
Óteljandi áskoranir og eilífar hringingar og gífurlegar hvatningar hafa nú
borið þann árangur að ákveðið hefur verið að halda
AUKA ROKKHÁTÍÐ
jt.í, BccACwakY
Nú er því allra síöasta tækifæriö til aö sjá þessa
stórkostlegustu rokkhátíö allra tíma þar sem allir
gömlu góöu og síungu söngvarar rokktímabilsins
koma fram meö hinni frábæru hljómsveit Björg-
vins Halldórssonar og nú meö Gunnari Þóröar-
syni.
Matsedill:
Hörpuskelfiskur
í hvítvínssósu.
Lambakryddsteik
með rauóvínssósu.