Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983
19
Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds koma út af Bessastööum.
„Hvíldinni feginn“
— segir Tómas Arnason
„Kg Á ágætar minningar úr við-
skiptaráöuneytinu og þeim störfum
þar. En það er léttir að vera laus. Ég
er búinn að vera ráöherra í hálft
fimmta ár bráðum og þetta hafa ver-
ið nokkuð erfið ár að ýmsu leyti,
þannig að ég er nú hvíldinni feginn,
satt að segja," sagði Tómas Árnason
er hann var spurður hvort hann
mundi sakna viðskiptaráðuneytisins,
í samtali við Mbl. í gær.
„Á þessum tímamótum finnst
mér það vera mjög þýðingarmikið
að það skuli vera komin á þing-
ræðisstjórn fyrir landið, stjórn
sem komið hefur sér saman um
stjórnarsamning, sem ég álít að
muni geta að verulegu leyti unnið
bug á verðbólgunni sem er hættu-
leg, ef hann verður framkvæmdur.
Hyggstu snúa aftur til Fram-
kvæmdastofnunarinnar?
„Já, það geri ég ráð fyrir, sér-
staklega vegna þess að Sverrir er
orðinn ráðherra og stofnunin því
framkvæmdastjóralaus. Ég fékk
leyfi frá störfum þar meðan ég
gengdi ráðherrastörfum, þannig
að ég reikna með því að taka þar
upp mín fyrri störf," sagði Tómas.
Formaður friðarnefndar
Svía flytur fyrirlestur
SÆNSKI þingmaðurinn Maj Britt
Thcorin er stödd hér á landi í boði
friðarhóps kvenna og mun í dag kl. 5
flytja fyrirlestur í Norræna húsinu
um afvopnunarmál.
Maj Britt Theorin er formaður
afvopnunarnefndar Svía, þingmað-
ur sósíaldemókrata og í forsvari
fyrir fjölda þingnefnda. Hún veitir
forystu sendinefndum Svía á af-
vopnunarráðstefnum hjá Samein-
uðu þjóðunum og víðar. Meðan hún
dvelur hér hittir hún utanríkis-
ráðherra, formann Alþýðuflokks-
ins og konur úr öllum flokkum og
félagasamtökum, sem hafa í vetur
myndað hóp til að ræða friðar- og
afvopnunarmál.
I Norræna húsinu verður um
kvöldið fundur um myndun frið-
arsamtaka kvenna á íslandi.
Henrik Sv. Björnsson sæmir Constantin Lyberopoulos riddarakrossi fálka-
orðunnar. Til vinstri er Emilía Kofoed-Hansen, kona hans, og Yannis,
sonur ræðismannshjónanna.
Sæmdur riddarakrossi
CONffTANTIN Lyberopoulos, ræðis-
maður fslands í Grikklandi, var fyrir
nokkru sæmdur riddarakrossi hinnar
íslenzku fálkaorðu og við athöfn á
heimili ræðismannsins og fjölskyldu
hans í Aþenu afhenti Henrik Sv.
Björnsson Lyberopoulos heiðurs-
merkið.
Constantin Lyberopoulos hefur
verið ræðismaður íslands í tíu ár.
Henrik Sv. Björnsson sagði í stuttu
ávarpi að framlag Lyberopoulos í
þágu aukinna samskipta Grikk-
lands og íslands á sviði viðskipta,
ferðamanna og menningar hefði
verið ómetanlegt og fyrir það
skyldi þakkað. Ræðismaðurinn
minntist á í svari sínu er hann
þakkaði sér sýndan sóma, að hann
hefði síðustu tuttugu og tvö ár
unnið að því að efla íslenzka hags-
muni í Grikklandi og myndi gera
það unz yfir lyki.
Viðstaddir athöfnina voru ýmsir
erlendir sendiherrar í Grikklandi,
svo og nokkrir f slendingar og vinir
ræðismannshjónanna. Constantin
Lyberopoulos er kvæntur Emilíu
Kofoed-Hansen og eiga þau hjón
tvö börn.
Áhugamál Sverris eru á
ýmsa lund hin sömu og mín
— segir Hjörleifur Guttormsson
„l'að eru þáttaskil fyrir mig
sjálfan að fá loksins tækifæri til að
verða óbreyttur þingmaður. I>að er
reynsla sem ég hef tæpast orðið
aönjótandi til þessa,“ sagði Hjör-
leifur Guttormsson í samtali við
Mbl. er hann hafði afhent Sverri
Hermannssyni lyklana að iðnað-
arráðuneytinu í gær.
„Ég kom inn í þetta ráðuneyti
án þess að hafa stigið fæti mínum
inn á Alþingi, kom fyrst á Alþingi
héðan eftir mánaðar starf. Var að
vísu tvo mánuði á þingi án ráðu-
neytis kringum áramótin
1979/1980. Og því horfi ég til þess
með tilhlökkun að geta sinnt þeim
þætti mála og þá fengið ögn rýmri
tíma til að tala við það fólk sem
hefur veitt mér þann trúnað að
kjósa mig á Alþingi.
Mér er efst í huga að þrátt fyrir
þessi stjórnarskipti, sem eru all
skörp þáttaskil, takist að tryggja
hér vissa samfellu í málum, sem
unnið hefur verið að og lögð mikil
vinna í af hálfu fyrrverandi ríkis-
stjórnar.
Við höfum reynt hér að marka
stefnu talsvert fram í tímann. Um
hana hefur tekist nokkuð góð sam-
staða á Alþingi, svo ég vona að það
sé nokkur trygging fyrir því að
ekki verði snúið við blaði. Og þó að
ég viti að þann iðnaðarráðherra
sem hér tekur við af mór greini á
við mig um ýmsa þætti, sem eðli-
legt er, þá þykist ég þó vita að
áhugamál hans séu á ýmsa lund
hin sömu og ég treysti honum til
þess að athuga vel stöðuna eins og
„ÉG HELD að þetta stjórnarsam-
starf hafi tekist með ágætum þegar á
allt er litið," sagði Ragnar Arnalds,
fráfarandi fjármálaráðherra í lok
síðasta ríkisstjórnarfundar ráðu-
neytis Gunnars Thoroddsen.
Hann var þá spurður hvort
hann væri ánægður með viðskiln-
aðinn hvað varðar hans mála-
flokk, fjármál ríkissjóðs. Hann
svaraði: „Auðvitað verður maður
að viðurkenna það að ef við hefð-
um haft þingmeirihluta á síðast-
liðnum vetri, þá hefðum við getað
tekið málin föstum tökum og
vissulega hefur þessi ríkisstjórn
verið óheppin að þessi gífurlegi
hún liggur nú fyrir áður en hann
sveigir of skarpt af leið,“ sagði
Hjörleifur.
samdráttur hefur orðið í fiskveið-
um og þar með þjóðartekjum. Hún
hefur lent í einhverri mestu við-
skiptakreppu sem hér hefur geng-
ið yfir og auðvitað setur það sinn
svip á ástandið eins og það er. En
það hefði auðvitað hlotið að koma
fyrir hverja þá sem við völd voru.“
Aðspurður um viðtakandi ríkis-
stjórn sagði hann: „Ég vil nú sem
minnst segja um þá. Ég þekki
þessa menn alla persónulega og
hef ekkert nema gott um þá að
segja, en við verðum að sjá hvers
þeir verða megnugir málefnalega
séð, áður en við förum að dæma
þá.“
Ríkisstjórnin
verið óheppin
— segir Ragnar Arnalds fráfar-
andi fjármálaráðherra
Það hefur aldrei verið
auðveldara að skipta á
gömlum og nýjum
DAIHATSU
DAIHATSU er nr. 1 í endursölu.
DAIHATSU er því bezta
bílafjárfestingin.
Viö tökum gamla DAIHATSUINN upp í, eöa seljum hann fyrir þig
og gerum þér svo auðvelt aö greiöa mismuninn, aö þú finnur ekki
fyrir því aö fara af ’79 eöa '80 árgerðum á árgerö 1983.
Komdu við og kannaðu málið.
Opið á
morgun
DAIHATSUUMBOÐIÐ, ÁRMÚLA 23. S. 85870-81733