Morgunblaðið - 28.05.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.05.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 Val ráðherra í þingflokkunum: Engin atkvæðagreiðsla hjá Framsóknaflokknum Níu gáfu ekki kost á sér hjá Sjálfstæðisflokki NÍII þingmenn Sjálfstæðisflokksins gáfu ekki kost á sér til ráöherrakjörs, en Mbl. skýrði í gær frá því hvernig atkvæðagreiðsla fór þegar kosnir voru ráðherrar flokksins. I sömu frétt var í gær greint frá vali ráðherra Framsóknarflokksins, óánægju frá- farandi ráðherra hans og því að nýju ráðherrarnir hefðu verið valdir sam- kvæmt ósk flokksformannsins. Mbl. fregnaði í gær, að í fyrsta skipti í sögu flokksins hefði ekki farið fram at- kvæðagreiðsla um ráðherraefnin og að Ólafur Jóhannesson fráfarandi utanríkisráöherra hefði mótmælt vinnubrögðum formannsins á þing- flokksfundinum. Þeir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem ekki gáfu kost á sér til ráðherrakjörs eru eftirtaldir í stafrófsröð: Arni Johnsen, Eggert Haukdal, Egill Jónsson, Gunnar G. Von á Borge HINN heimsþekkti danski grínisti Viktor Borge er væntanlegur til landsins í dag. Hann kemur fram á skemmtun Stúdentafélags Reykjavíkur í Há- skólabíói í kvöld og á skemmtun- um í Þjóðleikhúsinu á sunnudags- og mánudagskvöld. Þá mun hann einnig skemmta á Hótel Loftleið- um. Schram, Halldór Blöndal, Ólafur G. Einarsson, Pálmi Jónsson , Sal- ome Þorkelsdóttir og Valdimar Indriðason. Fráfarandi ráðherrar Framsókn- arflokksins voru mjög óánægðir með hvernig að málum var staðið við val ráðherra flokksins. Er Mbl. kunnugt að a.m.k. einn þeirra kom til Alþingishússins um nóttina full- viss þess að þar yrði látin fara fram atkvæðagreiðsla til vals á ráðherrunum eins og venja hefur verið. Þess í stað kallaði flokksfor- maðurinn ráðherrana einn og einn á fund til sín í forsetaherbergi Al- þingishússins og tjáði þeim að hann yrði að sýna nýtt andlit flokksins út á við og bezta leiðin væri sú, að þeir hættu allir þrír. Þegar komið var inn á þingflokks- fundinn tjáði flokksformaðurinn þingflokknum þessa skoðun sína og lagði fram ráðherralista sinn. ólafur Jóhannesson þáverandi utanríkisráðherra stóð þá upp og lýsti skoðunum sínum á þessum vinnubrögðum, sem hann sagði aldrei hafa þekkst innan Fram- sóknarflokksins. Ekki komu þó fram frekari mótmæli opinberlega og ráðherralistinn þar með talinn samþykktur. Mbl. er kunnugt um að ekki eru allir enn á eitt sáttir um hvernig staðið var að vali ráð- herra Framsóknarflokksins. Gengi íslenzku krénunnar lækkað um 14,6%: Sölugengi dollars hækkaði um 17,3% BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands ákvað með samþykki ríkissstjórnar- innar og að höfðu samráði við banka- ráð, nýtt gengi íslenzku krónunnar. Meðallækkun er 14,6%, sem hefur í fór með sér um 17,3% hækkun á sölu- gengi Bandaríkjadollars, eða úr 23,104 krónum í 27,100 krónur. Sölugengi pundsins hækkaði við gengisfellinguna um 19,92%, eða úr 36,215 krónum í 43,428. Þá hækkaði sölugengi dönsku krónunnar um 15,43%, eða úr 2,6092 krónum í 3,0118 krónur. Sölugengi vestur- þýzka marksins hækkaði við geng- isfellinguna um 15,99%, eða úr 9,3072 krónum í 10,7953 krónur. Ef litið er á breytingar á gengi einstakra gjaldmiðla frá áramótum kemur í ljós, að dollarinn hefur hækkað um 62,76%, eða úr 16,650 krónum í 27,100 krónur. Pundið hef- ur hækkað um 61,86% frá áramót- um, eða úr 26,831 krónu í 43,428 krónur. Danska krónan hefur hækk- að um 51,72% í verði frá áramótum, eða úr 1,9851 krónu í 3,0118 krónur. Þá hefur vestur-þýzka markið hækkað um 54,12% frá áramótum, eða úr 7,0046 krónum í 10,7953 krón- ur. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðberra tók 1 gær við lyklum ráðuneytisins úr hendi Ingvars Gíslasonar, fráfarandi ráðherra menntamála. Morgunbl»diíi/Guftjón. Persónuafsláttur, barna- og tryggingabætur hækka RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út bráðabirgðalög, sem fela í sér mildandi aðgerðir fyrir hina iægstiaunuðu vegna þeirra að- gerða, sem boðaðar hafa verið í kjaramálum um næstu mánaða- mót. Skv. þessum bráðabirgðalög- um • Hækkar persónuafsláttur um 1.400 kr. fyrir hvern mann. • Barnabætur eru hækkaðar um kr. 3.000 fyrir hvert barn, sem var yngra en 7 ára í lok síð- asta árs. • Tryggingabætur hækka til jafns við launahækkanir 1. júní nk. • Lífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót hækka um 5% umfram launahækkunina. • Mæðralaun með einu barni hækka um 100% umfram al- mennar launahækkanir en mæðralaun með fleiri en einu barni hækka um 30%. • Viðbótarfé er tryggt til að jafna og lækka hitunarkostn- að. Morgunblaðið gerði í fyrradag ÓLAFUR G. Einarsson alþingismað- ur var í gær kjörinn formaður þing- flokks sjálfstæðismanna. Þá var Halldór Blöndal alþingismaður kos- inn varaformaður þingflokksins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson al- þingismaður ritari. Þessar upplýs- ingar fékk Mbl. hjá Ólafi G. Ein- arssyni í gær. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, grein fyrir efni annarra bráða- birgðalaga. Sjá bráðabirgðalögin í heild á bls. 30 og 32. féllu atkvæði á fundinum þannig, að Ólafur fékk 12 atkvæði í kosn- ingu um formennsku í þingflokkn- um, en Ellert B. Schram fékk 9 atkvæði. f kosningu um varafor- mannsembættið, fékk Halldór Blöndal 14 atkvæði, 6 seðlar voru auðir og 2 ógildir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson var sjálf- kjörinn í starf ritara. Þingflokkur sjálfstæðismanna: Ólafur G. Einarsson kosinn formaður Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherrra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar; Staða sjávarútvegsins mjög alvarleg, alvarlegri en ég gerði mér grein fyrir „HÉR er um það að ræða að fara í aðgerðir til þess að halda atvinnu- vegunum gangandi og allir út- reikningar í þessu sambandi eru í rauninni einskis virði. Það sem skiptir mestu máli er að undirstöð- urnar geti gengið, þannig að fólkið geti haft af því atvinnu. Ef það gerist ekki þá eru engin laun í landinu, þannig að þessir útreikn- ingar sem menn hafa verið að fara með, jafnvel á undanfórnum árum, eru afskaplega lítils virði þegar þjóðfélag stendur frammi fyrir að- stæðum eins og við gerum nú. Það er a.m.k. Ijóst að staða sjávarútvegsins er mjög alvar- leg, og alvarlegri en ég hafði áð- ur gert mér grein fyrir,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra m.a. á blaða- mannafundi ríkisstjórnarinnar í gærdag, en ráðherrarnir voru ítrekað spurðir um stöðu og horfur ríkisfjármála. Fundinn sátu fjórir ráðherrar, Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra, Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra og Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra. Kynntu þeir á fundinum þau fimm bráða- birgðalög sem gefin voru út í gær. Bráðabirgðalögin eru sérstak- lega birt hér í blaðinu, en það kom fram í máli ráðherranna að staða atvinnuveganna er mjög slæm og lögin sett í því skyni að koma í veg fyrir hrun þeirra. í bráðabirgðalögunum felst m.a. eins og kunnugt er niðurskurður og binding vísitöluhækkana á laun. Þar í mót á að verja rúm- um 400 milljónum króna til svokallaðra mildandi aðgerða til þeirra lakast settu. Fjármála- ráðherra, Albert Guðmundsson, var spurður hvernig þess fjár yrði aflað. Hann sagði að unnið væri að úttekt á ríkissjóði og það yrði upplýst þegar niðurstöður lægju fyrir. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra bætti því við, að á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun hefði verið samþykkt að gera slíka allsherj- arúttekt. Mikil umræða varð um stöðu útgerðar og fiskvinnslu. Sjávar- útvegsráðherra var m.a. spurður hvernig gengismun yrði varið. Hann sagði að ekki hefði unnist tími til að ganga endanlega frá því en sagði síðan: „Ríkisstjórnin mun gera það á síðari stigum að höfðu samráði við hagsmunaað- ila, en ég held að það sé rétt að það komi fram að afkoman er mismunandi 1 flotanum. Mér sýnist við fljóta yfirferð að af- koman sé einna verst hjá minni skuttogurunum að ég tali nú ekki um loðnuflotann, þó erfitt sé að miða við það. Það má segja að það hafi orðið hálfgerðar náttúruhamfarir, engin loðna veiddist á síðasta ári og þess vegna er staðan enn verri.“ Þá kom og fram að talið er að þess- ar efnahagsaðgerðir ættu að bæta stöðu sjávarútvegsins 1 heild um 5,1%. Varðandi lögbindingu kaup- hækkana var forsætisráðherra spurður, hvernig ríkisstjórnin ætlaði að koma 1 veg fyrir að menn semdu sín á milli um verð- bætur á laun. Hann svaraði að samkvæmt þessum lögum yrði það óheimilt í tvö ár og að hann gerði ráð fyrir því að menn semdu ekki um hluti sem væru óheimilir að lögum. Hann var þá spurður hvort refsiákvæði hefðu verið ákveðin gegn slíku. „Það fer eftir almennum hegningar- lögum. Ákveðið var að setja eng- in sérstök refsiákvæði." Vegna umræðna um verð- lagsmál og bindingu kauphækk- ana var forsætisráðherra spurð- ur hvort hækkun verðs á land- búnaðarafurðum um 8% nú um mánaðamótin þýddi ekki hækk- un á launum bænda upp í 20—30%. Hann sagði þetta gam- alkunnugt vandamál. Landbún- aðarverð samanstæði annars vegar af launalið bóndans og hins vegar af rekstrarkostnaði. Vitað væri að hann hefði hækk- að umtalsvert síðustu þrjá mán- uði, eða í kringum 23%. Þessar tölur einar þýddu um 15% í bú- vöruverðshækkun, þá væri ótal- inn ýmis milliliðakostnaður. Hann sagði að búvöruverð lægi ekki fyrir, en gera mætti ráð fyrir mikilli hækkun. Steingrím- ur ítrekaði að þetta væri mjög erfitt mál og sagði einu leiðina út úr því að ná verðbólgunni niður. Forsætisráðherra sagði 1 lok fundarins eftir að rætt hafði verið nokkuð um kaupmáttar- skerðinguna sem framundan er og hann upplýsti að reiknað hefði verið út að yrði 8% það sem eftir er ársins, ef engar ráðstafanir yrðu gerðar: „Ég hef starfað að því í sjávarútvegs- ráðuneytinu síðustu mánuðina að reyna að halda fyrirtækjun- um gangandi varðandi laun. Það var verið í skuldbreytingum, lán- um og öllum fjáranum til að koma í veg fyrir stöðvun fyrir- tækjanna. Þetta nefni ég af því að ég er sannfærður um að þetta er ekki hægt lengur. Ég er sannfærðari um það en nokkuð annað að það þarf að fara í nokkuð harðar aðgerðir, harðari en ég hefði kosið. En við höldum þessu ekki áfram í 110—120% verðbólgu, það verður að ná henni niður."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.