Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1983 15 ann. — Finnur þú til til valds, þeg- ar þú stjórnar. — Nei, nei, nei, Páll hlær ... kannski átti þetta að einhverju leyti við hér áður fyrr um þá hljómsveitarstjóra, sem mestar voru prímadonnurnar, en ekki lengur, hljómsveitarstjórar gera sér þess fulla grein, hversu færir og frægir sem þeir eru, að það er samvinnan og samstarfsandinn, sem öllu skiptir, jafnvel miklir skapmenn eins og Karajan vita hve háðir þeir eru hljóðfæraleik- urunum. Nú á dögum verður hljómsveit að vinna saman eins og ein fjölskylda, og afstaða hljóð- færaleikaranna til hljómsveitar- stjórans skiptir miklu um hvernig til tekst. Mér þótti því mjög vænt um það úti núna, þegar hljóðfæra- leikararnir komu til min eftir hljómleikana, þökkuðu mér fyrir samvinnuna og sögðust vonast til að sjá mig fljótt aftur, — það var gaman að fá góða gagnrýni, en þetta var þó bezt af öllu. Aldrei séð eftir því að koma til íslands Páll Pampichler Pálsson hefur, sem kunnugt er, haft fleiri járn í eldinum en hljómsveitarstjórnina undanfarin ár, hann hefur haslað sér völl sem eitt af okkar helztu tónskáldum. — Ég byrjaði frekar snemma að fást við tónsmíðar, sagði hann, — ætli ég hafi ekki verið fjórtán ára, þegar ég skrifaði fyrsta verkið, sem segja mátti að eitt- hvert smávit væri í, og heima í Graz höfðu verið flutt eftir mig nokkur smærri blásaraverk, áður en ég kom hingað. Það fyrsta, sem segja mætti stærra í sniðum, var hinsvegar fagottkonsertinn sem vinur minn, Hans Ploder, frum- flutti hér árið 1952. Síðast í vetur var frumfluttur eftir Pál skemmtilegur klarinettu- konsert skrifaður fyrir Sigurð Snorrason. — Já, og ég hef samið nokkur stór hljómsveitarverk síð- ustu árin, meðal annars „Hugleið- ingu um L“ og „Fléttuleik". Kór- verk hef ég auðvitað samið, svo sem Requiem í minningu Jóns Leifs, verk fyrir kór og píanó við Limrur Þorsteins Valdimarsson- ar, og fyrir kór og hljómsveit „Svarað í sumartungl", einnig við kvæði eftir Þorstein. Þá má kannski nefna sönglög við ljóð eft- ir Hannes Pétursson og Nínu Björk Árnadóttur og verkið „Stúlkan og vindurinn", sem ég skrifaði fyrir þær Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara og Manuelu Wiesler flautuleikara, þær frum- fluttu það í Skálholti og það hefur verið talsvert flutt erlendis. — Þú veizt, minnir hann á, að Manuela er frænka mín, móðir mín og faðir hennar voru hálfsystkin, en um það vissi hvorugt okkar fyrr en eftir að Manuela hafði ákveðið að flytjast til Islands — hún frétti þá, að hún ætti þar frænda fyrir. — Hefurðu aldrei séð eftir að flytjast til íslands, Páll? — Nei, aldrei og sízt núna eftir að ég er farinn að stjórna öðru hverju erlendis, það er svo mikil upplyfting og hvatning að fá slík tækifæri. Auðvitað saknaði ég eins og annras að heiman framan af, sérstaklega skóganna í Austur- ríki og menningarlífsins að nokkru marki, því var að sjálf- sögðu ábótavant hérna, en á móti kom ánægjan af því að geta stuðl- að að uppbyggingunni. Nú er hér mikil menningarleg gróska, á öll- um sviðum. Fjölskyldunnar sakn- aði ég líka, að sjálfsögðu, og ég man, að mér þótti ákaflega leitt að geta ekki verið við útför föður míns, sem lézt árið 1966, fjárhag- urinn leyfði það einfaldlega ekki. Hinsvegar gat ég fylgt móður minni til grafar, því þá vildi svo til, að karlakórinn var að fara í söngferð til Kína, svo að ég gat skroppið heim i leiðinni og haft nokkurra klukkustunda viðdvöl meðan jarðarförin fór fram. En að ég sjái eftir að hafa setzt hér að, því fer fjarri. HJÓLREIÐAOAGURINN ð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TIL STYRKTAR FÖTLUÐUM BÖRNUM Söfnunarfólk munið að gera skil. Komið og fáið viðurkenningarskjöl. Dregið úr 150 glæsilegum vinningum 1. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 2. Hljómsveitin Iss leikur. 3. Davíð Oddsson borgarstjóri tekur á móti hjólreiðafólk- inu. 4. Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson skemmta. 5. Pálmi og Bergþóra skemmta. 6. Dregnir út 150 glæsilegir happdrættisvinningar, þar á meðal 11 splunkuný reiöhjól, frá Hjólum og vögnum, Hjólasport, Erninum, Markinu, Mílunni og Fálkanum, ásamt ýmsum reiðhjólabúnaði frá sömu verslunum. Aðrir vinningar eru 10 matarvinningar frá Svörtu pönn- unni, bækur frá Erni og Örlygi, Almenna bókafólaginu, Fjölni og Iðunni, hljómplötur frá Steinum og Skífunni, matarvinningar frá Sælkeranum og fleira. Allír hjólreiðamennirnir fá hressingu á Lækjartorgi frá Coca-Cola. Kynningu annast Bryndís Schram og Þorgeir Ástvalds- son. Viðurkenningarskjöl, sem börnin fá við afhendingu söfnunarfjárins á Lækjartorgi, gilda sem happdrætt- ismiðar. Hjólreiðafólkið heldur heimleiöis í skipulögðum hóp- um í lögreglufylgd. ♦ ♦ ♦ ♦ Hjólreiðafólk! Verið vel búin. Lögregla, flugbjörgunarsveitarmenn og félagar úr Hjólreiða- félagi Reykjavíkur leiðbeina hópunum niður á Lækjartorg. Ökumenn! Sýnið hjólreiðafólkinu tillitssemi. Viðurkenningarskjölin gilda sem happdrættismiðar. Glæsi- legir vinningar verða dregnir út. Safnast saman við 15 skóla í dag Hjólreiöadagurinn 28. maí 1983 — hjólum í þágu þeirra, sem ekki geta hjólaö — Hagaskóli, Melaskóli, Vesturbæj- arskóli og Landakotsskóli. Leið 1: Mæting í porti Hagaskóla kl. 13.30. Hvassaleitisskóli og Álftamýrarskóli. Leið 2: Mæting í porti Hvassaleitisskóla kl. 13.30. Hlíðaskóli — Austurbæjarskóli — Æfingaskóli K.H.Í. — Öskjuhlíðar- skóli. Leiö 3: Mæting í porti Hlíöaskóla kr. 13.30. Langholtsskóli — Vogaskóli. Leiö 4: Mæting í porti Langholtsskóla kl. 13.30. Réttarholtsskóli — Fossvogsskóli og Breiðagerðisskóli. Leið 5: Mæting í porti Réttarholtsskóla kl. 13.30. Laugarnesskóli skóli. Leið 6: og Laugalækjar- Mæting í porti Laugarnesskóla kl. 13.30. Breiðholtsskóli. Leið 7: Mæting í porti Breiðholtsskóla kl. 13.30. Árbæjarskóli. Leið 8: Mæting í porti Árbæjarskóla kl. 13.30. Seljaskóli — Ölduselsskóli. Leið 9: Mæting í porti Seljaskóla kl. 13.30. Fellaskóli og Hólabrekkuskóli. Leið 10: Mæting í porti Fellaskóla kl. 13.30. Mosfellssveit. Leið 11: Börn úr Varmárskóla og aðrir mæti við Varmárskóla kl. 13.00. Brottför frá skólanum kl. 14.00. Seltjarnarnes. Leiö 12: Börn úr Mýrarhúsa- og Valhúsa- skóla, ásamt öörum aöilum mæti við Mýrarhúsaskóla kl. 13.00. Garöakaupstaður. Leiö 14: Börn úr Flataskóla og aðrir mæti viö skólann kl. 13.00. Kópavogur. Leið 13: Börn úr Kópavogsskóla — Digranes- skóla — Snælandsskóla og Víghóla- skóla og aörir aðilar mæti við Kópa- vogsskóla kl. 13.00. Brottför frá skólanum kl. 14.00. Börn úr Kársnesskóla og Þinghóls- skóla mæti við Kársnesskóla, ásamt öörum aðilum kl. 13.00. Brottför frá skólanum kl. 14.00. Hafnarfjöröur. Leið 15: Börn úr Víðistaðaskóla — Öldutúns- og Lækjarskóla — Engidalsskóla, ásamt öörum aöilum mæti við Víöi- staðaskóla kl. 13.00. Brottför frá skólanum kl. 13.45. ♦ ♦ ♦ ♦ Foreldrar! Hjólið með börnum ykkar á Lækjartorg éi-tækjart0rgi_ húfur^við'skóíanaMur hreSS Og kat en lagt veröur af staö niöur á torg. — hjólum í þágu þeirra HJÓLREIÐADAGURINN sem ekki geta hjólað — STYRKTARFELAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA .J ■i •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.