Morgunblaðið - 29.05.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.05.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 51 1 sínu uppáhaldshlutvcrki, sem veiðimaður. Hemingway var annt um ketti og í vilhinni í San Francisca de Paula var krökkt af þeim. Löngu og ströngu drykkjunæt- ur hans á Floridita skýrði Hem- ingway með því að segja að þær væru nauðsynlegt mótvægi við daglegt „strit" ritstarfanna. Þegar hann hafði skrifað í hálf- an dag, fannst honum hann vera útpískaður og tómur, „eins og notuð þvottatuska". egar Hemingway var ekki veiðandi birni, hirti og fas- ana í Bandaríkjunum, eða skjót- andi á allt sem hægt var að veiða í Afríku, sigldi hann á milli Kúbu og Flórída og veiddi sverð- fiska, barrakúdur og hákarla. Hann geymdi bátinn sinn í Cojimar, litlu fiskimannaþorpi austur af Havana, og það var í því þorpi sem hann hitti Carlos Guitérrez, fiskimanninn, sem kveikti hjá honum hugmyndina að víðlesnustu bók hans, „Gamli maðurinn og hafið“. Þegar hún kom út árið 1952 var um hana skrifað í dagblaði í Havana, sem lagði mikla áherslu á táknmál hennar. Veitti það Hemingway enn eitt tækifærið og ánægjuna til að fastsetja and- menningarlega ímynd sína. Fiskimaður, vinur Heming- ways, skildi ekki þetta orð, „táknmál". — Ernesto, spurði hann. Hvað er táknmál? Hemingway brosti og sagði spekingslega: — Symbolismo, es un truco nuevo de los intellectuales (táknmál er ný brella, sem menningarvitarnir hafa fundið upp). Og samtalið við fiskimanninn, sem ekki skildi orðið táknmál, varð ein af hans kærustu sögum. Hemingway var 60 ára 1958 og hann bar þess merki hvernig lífi hann hafði lifað. Skotsár, bílslys, nýrnasjúkdóm- ur, sjóndepra, flugslys og of mik- il drykkja, dró úr kröftum hans og hann langaði til að ferðast, skipta um umhverfi, „en ég veit ekki hvert ég ætti að fara,“ sagði hann. Hann flæktist um á milli Bandaríkjanna, Spánar og Kúbu án þess að finna nokkra ró i sín- um beinum. Og um áramótin 1958—1959 þegar Fidel Castro og menn hans flæma frá völdum og úr Kúbu einræðisherrann Batista, er Hemingway í Banda- ríkjunum. Hann óskar Castro alls hins besta með byltinguna, og segir: „Kúbubúar fá nú í fyrsta skipti raunverulegt tæki- færi.“ Þegar hann svo nokkrum mán- uðum seinna kemur á flugvöllinn í llavana, taka æstir blaðamenn og mannfjöldi á móti honum, sem vilja fá að vita hvað honum finnist um aukinn kulda Amer- íkana í garð Kúbana. Hemingway segir að hann harmi versnandi sambúð mjög. — Eftir að hafa dvalið á Kúbu í 20 ár, finnst mér ég vera eins og Kúbani. Svo hneigir hann sig og kyssir kúbanska fánann. Ljósmyndur- unum tekst ekki að ná mynd af því og þeir biðja hann um að gera það aftur. — En, nei. — Ég er Kúbani, ekki leikari, svarar hann. í júlí 1960 fer hann frá Kúbu í síðasta sinn, og það líður ekki ár þar til hann skýtur sig í gegnum munninn með veiðiriffli. Þýð. — ai. 03^ et -ö* lÖ Þa & PATE ER OMISSANDIFORRÉTTUR Á FRANSKT MATARBORÐ VIÐ MÆLUM MEÐ FRANSKT PATÉ OSTA LIFRA PATÉ FJALLAGRASA PATÉ (LAMBA) KJÚKLINGA LIFRA PATÉ Fæst í næstu matvöruverslun! ÍSLENSKT - FRANSKT ELDHÚS S/F Hafnargata 30 Keflavik Sími 92-3703

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.